Fréttablaðið - 20.07.2011, Síða 19
GRÆNN LÍFSSTÍLL
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Verslun, fróðleikur, endurvinnsla, uppskriftir, umhverfismerki.
Heilsuhúsið flytur inn svokallaða
Baggupoka. „Þetta eru pokar
sem eru eins í sniðinu og inn-
kaupapokar,“ upplýsir Jóhanna
en auðvelt er að brjóta pokana
saman. „Þeir eru endurnýtan-
legir og fást í skemmtilegum
mynstrum og útfærslum,“ segir
Jóhanna glaðlega.
Jóhanna segir að með því að nota
Baggupoka sé hægt að draga úr
plastpokanotkun um 300 til 700
poka á ári á mann. „Það er mjög
mikið þegar allt er lagt saman.”
ENDURNÝTANLEGIR
BAGGUPOKAR
Baggupokarnir fást í skemmtilegum
mynstrum og útfærslum.
Heilsuhúsið býður upp á
lífrænt vottaðar og hollar
matvörur, ásamt
bætiefnum, snyrtivörum og
hreinlætisvörum.
Við reynum að hjálpa fólki að halda sig við og velja góðan lífsstíl. Við reynum að auð-
velda fólki valið því við erum
með framúrskarandi gott starfs-
fólk sem veitir góðar ráðlegging-
ar,“ segir Jóhanna Kristjánsdótt-
ir, rekstrarstjóri Heilsuhússins.
„Heilsuhúsið var stofnað árið 1979
þannig að við erum búin að slíta
barnsskónum og erum komin vel
á fertugsaldurinn.“
Jóhanna segir að búðirnar
byggist upp á lífrænt vottuðum og
hollum matvörum. „Svo erum við
líka með bætiefni, snyrtivörur og
umhverfisvænar hreinlætisvör-
ur. Við erum til dæmis með bæti-
efni frá Higher Nature sem er ein-
göngu selt í Heilsuhúsinu og við
getum sagt að það sé svona Rolls
Royce bætiefnanna,“ upplýsir Jó-
hanna brosandi.
Að sögn Jóhönnu er leitast eftir
því við val á vörum Heilsuhússins
að þær séu lífrænt vottaðar, nátt-
úrulegar og í sem bestu gæðum,
án allra aukaefna og tilbúinna
bragðefna og rotvarnarefna. „Við
veljum ekki vörur með hertum
grænmetisolíum eða vörur sem
unnar eru úr genabreyttum mat-
vælum,“ segir Jóhanna og bend-
ir á að reynt sé að bjóða upp á ís-
lenskar vörur eins og kostur er.
„Við höfum alltaf stutt og ýtt
undir íslenska framleiðslu og þá
sem framleiða lífrænar íslenskar
vörur, bæði grænmeti, matvörur
og snyrtivörur. Við erum með gott
úrval af snyrtivörum frá íslensk-
um aðilum en líka frá erlendum
framleiðendum. Þær eru án skað-
legra aukaefna, paraben-efna og
jarðolía.“
Er grænn lífsstíll vinsæll í dag?
„Já, ekki spurning. Fólk er farið að
þekkja muninn á lífrænum vörum
og þeim vörum sem ekki hafa líf-
ræna vottun. Mér finnst fólk vanda
sig betur núna heldur en oft áður
við að velja vörur og vill gera vel,“
útskýrir Jóhanna og tekur fram að
fólk virðist leggja meiri áherslu á
val lífrænna vara. „Það skiptir til
dæmis miklu máli hvað fólk ber á
húðina. Það er jafn mikilvægt og
það sem við borðum. Stór hluti
af þeim kremum sem við berum
á okkur fer beint inn í líkamann
enda eru læknar búnir að upp-
götva að setja lyf í plástur,“ segir
Jóhanna og bætir við að því skipti
það auðvitað máli hvað borið sé á
líkamann.
Jóhanna tekur fram að Heilsu-
húsið sé ekki bara verslun heldur
miðli það líka fróðleik. „Við erum
með vildarklúbb sem heitir Íbúar
Heilsuhússins. Fólk getur sótt
um kort á netinu og rafrænum
punktum er safnað þegar versl-
að er. Svo er alltaf einn afsláttar-
dagur í mánuði,“ segir Jóhanna.
Rafrænt fréttabréf kemur út átta
til tíu sinnum á ári. „Svo gefum
við út stórt blað í dagblaðsformi á
hverju ári sem heitir Heilsufrétt-
ir og er dreift út um allar koppa-
grundir.“
Verslanir Heilsuhússins eru
sjö, þar af eru fjórar á höfuðborg-
arsvæðinu; á Laugaveginum, í
Kringlunni, á Smáratorgi og í Lág-
múla, en Heilsuhúsið rekur einnig
þrjár verslanir utan höfuðborgar-
svæðisins; ein er á Selfossi, önnur
í Keflavík og sú þriðja á Akureyri.
Nánari upplýsingar má finna á
www.heilsuhusid.is.
Verslun og miðlar fróðleik
Jóhanna segir að leitast sé eftir því að vörur Heilsuhússins séu lífrænt vottaðar, náttúrulegar og í sem bestum gæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
„Við erum með safabar á þremur
stöðum, í Lágmúla, Kringlunni
og á Laugavegi,“ segir Jóhanna
Kristjánsdóttir hjá Heilsuhúsinu
og bætir við að þar sé eingöngu
notast við lífrænt ræktað hráefni.
Jóhanna segir að engiferskot á
safabarnum sé mjög vinsælt. „Við
erum með stóran viðskiptavina-
hóp sem fær sér engiferskot til að
hressa sig við. Það er vel sterkt og
margir þurfa að telja í sig kjark til
að skutla engiferskotinu í sig.“
ENGIFERSKOT VINSÆLT Á
SAFABAR
Jóhanna segir að margir þurfi að telja í
sig kjark til að skutla engiferskoti í sig.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG