Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 20
KYNNING − AUGLÝSINGGrænn lífsstíll MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20112
1. Dragið úr umbúðanotkun.
Plastpokar eru sagðir geta valdið
mengun í marga áratugi, en talið er
að hver Evrópubúi noti að meðaltali
500 plastpoka á ári. Flestir nota þá
aðeins einu sinni. Hægt er að draga
úr þeim vanda með því að skipta
pokunum út fyrir léttar innkaupa-
töskur og grípa til þeirra þegar á að
kaupa matvöru eða annað.
2. Mengið minna.
Ýmsar leiðir eru til að draga úr
mengun af völdum bifreiða. Ein
er að tileinka sér vistvænan akst-
ur sem dregur úr eldsneytisneyslu
og viðhaldskostnaði en eykur á
móti öryggi í umferðinni og er um-
hverfisvænni. Hérlendis er hægt
að fá tilsögn í vistvænum akstri hjá
viður kenndum aðilum. Upplýsing-
ar um þá má finna á netinu.
3. Flokkið og endurvinnið.
Flokkun úrgangs og endurvinnsla
stuðla sannarlega að um-
hverfisvænna samfélagi þar
sem minna land fer fyrir vikið
undir sorpurðun. Auk þess er
sorpurðun dýrari fyrir samfé-
lagið en endurvinnsla. Reglur
um flokkun úrgangs og upplýs-
ingar um grenndargáma og end-
urvinnslustöðvar Sorpu má nálg-
ast á slóðinni www.sorpa.is.
4. Kaupið umhverfisvænt.
Kaup á umhverfisvænum vörum
draga úr álagi á umhverfið. Með
kaupunum er framleiðendum
þeirra hrósað og þeir hvattir til
áframhaldandi framleiðslu og líka
á fleiri umhverfismerktum vörum.
Á vefsíðu Umhverfisstofnunar,
www.ust.is, eru til dæmis upplýs-
ingar um umhverfismerki.
5. Sparið orku.
Notið sparperur í stað glópera en
gætið þess að skila þeim í endur-
vinnslu þar sem þær innihalda
spilliefnið kvikasilfur í litlu
magni. Þar er líka tilvalið að losa
sig við hvers kyns rafmagnstæki
og rafhlöður, sem innihalda spilli-
efni, til að fyrirbyggja mengun af
þeirra völdum.
Létt skref í átt að betri lífsstíl
Það er ekkert stórmál að tileinka sér umhverfisvæn sjónarmið.
Eftirtalin ráð geta gert gæfumun og er því tilvalið að prófa.
BÍLLAUS LÍFSSTÍLL
Samtök um bíllausan lífsstíl eru
hópur fólks sem hefur áhuga á að
vinna að því að gera bíllausan lífsstíl
á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri
kosti en nú er. Markmiðið er marg-
þætt, allt frá því að hafa jákvæð
áhrif á nærumhverfið og draga úr
útblástursmengun og yfir í að skapa
líflegra og mannvænna borgarum-
hverfi. Samtökin halda úti heimasíðu
á slóðinni billaus.is þar sem finna
má fréttir, pistla, upplýsingar um
skipulagða viðburði og margt fleira.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríð-
ur Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is s. 512 5432. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
2
13
4
5
Lífræn og
sykurlaus
tómatsósa
Fæst í öllum helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu
Hún er frábær með grillmatnum og
hollt meðlæti fyrir alla, unga sem aldna.
Þegar þú vilt sameina gæði, hollustu og
gott bragð, veldu þá Rapunzel.
Yfirnáttúrulegur
veitingastaður
Gló leggur ríka áherslu á að nota einungis ferskasta og besta hráefni sem völ er á. Daglega
eru í boði fjórir mismunandi réttir: Hráfæðisréttur, kjúklingaréttur, grænmetisréttur og súpa,
með öllum réttum er brakandi ferskt salat og ljúffengar sósur sem kitla bragðlaukana.
Kökur staðarins eru orðnar velþekktar á meðal sælkera.
Sollu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið frumkvöðull í gerð hollari matar
í fjölmörg ár og er stöðugt að leita nýrra leiða til að gera góða rétti betri.
Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 104 Reykjavík · Sími 553 1111 · www.glo.is
Opnunartími: Virka daga 11-20 · Laugardaga 11-15
L
E
Y
N
IV
O
P
N
IÐ