Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 28

Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 28
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR20 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Það eru átök milli manna og hins yfir-náttúrulega. Seiðkarla og -konur drífur að til að stilla til friðar. Í hrjóstrugum hlíðum er sungið, kyrjað, dansað og heitið á æðri máttarvöld undir þungri skýjabreiðu. Nei, þetta er ekki sena úr nýjustu Harry Potter myndinni sem frumsýnd var um helgina. Um er að ræða viðbrögð við fram- kvæmdum í grjótnámu í Traðarhyrnu við Bolungarvík þar sem grunlausir verktakar uggðu ekki að sér og með jarðýtum sínum og sprengiefni grófu upp alla mestu vit- leysinga landsins. MÁNUÐUR er síðan grjóti rigndi yfir efri byggðir Bolungarvíkur svo göt komu á þök og rúður brotnuðu þegar sprenging fyrir snjóflóðagarði fór úrskeiðis. Fyrstu viðbrögð voru rökrétt. Verktakarnir litu málið alvarlegum augum og kváðust ætla að kanna hvað klikkaði. Nefndu þeir að ef til vill hefði mátt nota sprengimottur til að varna gegn óhappinu en sögðu þó að við sprengingar af þessu tagi væru motturnar iðulega ekki notaðar. Sú fullyrðing stangaðast hins vegar á við orð fulltrúa Vinnueftirlits- ins sem sagði að alltaf ætti að nota mottur. Það sem gerðist næst hefði PR-deild verktakanna ekki getað skipulagt þótt hún hefði reynt. HÓPUR sem hvorki hefur reynslu af verklegum framkvæmdum né dínamíti blandaði sér í málið og sagði sig vera með skýringu á reiðum hönd- um. Mennirnir hefðu reitt álfa til reiði með jarðraski og steinregnið hefði verið hefndaraðgerð. Í einum kór tóku fjölmiðlar andköf og beindu myndavélum, hljóð- nemum og óskertri athygli að álfaspek- ingum sem böðuðu sig í sviðsljósinu eins og álfar í tunglsljósi á þrettándanótt. Með stór yrtum yfirlýsingum spekinganna um meiðsl sem mennirnir hefðu valdið sak- lausum álfabörnum og dulrænum athöfnum sem tryggja áttu fyrirgefningu þeirra var alvarleiki óhappsins, sem hefði getað endað með skelfingu og ábyrgð verktakanna, galdraður burt. VERKTAKARNIR fóru að sögn yfir vinnu- reglur sínar í samvinnu við bæjaryfirvöld og Vinnueftirlitið. Ekki var það þrýstingi fjölmiðla að þakka en sumir þeirra virt- ust áhugasamari um að grilla bæjarstjóra Bolungarvíkur fyrir að vilja ekki biðja álf- ana afsökunar heldur en að krefja verk- takana um svör. Sumum þykir heimska og húmbúkk ekkert tiltökumál; að láta eins og álfar séu til sé saklaus iðja. Svo er hins vegar ekki. Það að fúskarar fái að beina athyglinni frá því að raunverulegra skýr- inga sé leitað á mannlegum mistökum svo hægt sé að koma í veg fyrir að þau endur- taki sig getur orðið til þess að uppspunnin álfanna börn verði mannanna börnum að fjörtjóni. Fúskarar í sviðsljósinu ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Á morgun keppum við við hérann. Hver býður sig fram? En hey, við sjáumst. Ég þarf að pússa vínilinn minn! Já, gerðu það. En ég var að spá. Við getum kannski fengið okkur kaffibolla saman einhvern tíma. Tjaaa. Kannski bara. Hvað viltu að hún geri? Skríði í fangið á þér? Takk fyrir afmælis- kveðjuna á Facebook um daginn. Já, varstu að fíla hana? Þetta er orðið svo auðvelt! Bara skrifa kveðju og smella! Ekkert vesen. Ekki einu sinni símtal. Þetta tók mig svona tíu sekúndur. Ég skrifaði kveðjuna í auglýsingahléi! Jæja, hugurinn gildir, er það ekki? Já! mér fannst það einu sinni! Ég vil súkkulaði! Ég vil súkkulaði! Ég vil súkkulaði! Gjörðu svo vel. Hvað er þetta? Þetta er miði sem gefur þér leyfi til að vera í brjáluðu skapi! Ömurlegt! LÁRÉTT 2. ló, 6. guð, 8. tal, 9. loga, 11. kusk, 12. lofa, 14. urga, 16. klafi, 17. slöngu, 18. málmur, 20. hljóm, 21. hófdýr. LÓÐRÉTT 1. trappa, 3. kringum, 4. hugarró, 5. nögl, 7. sambandsríkis, 10. gyðja, 13. sjáðu, 15. formóðir, 16. munda, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. kusk, 6. ra, 8. mál, 9. eld, 11. ló, 12. prísa, 14. ískra, 16. ok, 17. orm, 18. tin, 20. óm, 21. asni. LÓÐRÉTT: 1. þrep, 3. um, 4. sálarró, 5. kló, 7. alríkis, 10. dís, 13. sko, 15. amma, 16. ota, 19. nn. Jákvæðar fréttir fyrir sumarið Allt sem þú þarft *Meðan birgðir endast Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. Þú færð Fréttablaðið á 16 stöðum á Austurlandi. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. Mónakó, Bakkafirði N1, Vopnafirði Olís, Fellabær N1 Þjónustustöð, Egilsstöðum Bónus, Egilsstöðum Samkaup Úrval, Egilsstöðum Samkaup Strax, Seyðisfirði Olís, Reyðarfirði Grillskálinn Orka, Reyðarfirði Fjöldi lausasölustaða á Austurlandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.