Fréttablaðið - 20.07.2011, Page 32
24 20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR
Hljómsveitin Red Hot Chili Pepp-
ers hefur sent frá sér fyrsta smá-
skífulagið af væntanlegri plötu
sinni. Lagið nefnist The Advent-
ures of Rain Dance Maggie.
Þetta er í fyrsta sinn sem nýr
gítarleikari sveitarinnar, Josh
Klinghoffer, spreytir sig eftir
að John Frusciante hætti fyrir
tveimur árum. Platan, sem verð-
ur sú tíunda í röðinni, heitir I´m
With You og er væntanleg í búðir
í lok ágúst. Upptökustjóri var
Rick Rubin sem hefur áður starf-
að með Red Hot Chili Peppers
en einnig unnið með Metallica,
Johnny Cash og Adele.
Nýtt lag frá
Chili Peppers
NÝTT LAG Hljómsveitin Red Hot Chili
Peppers hefur sent frá sér nýtt lag.
Sönghópurinn Þrjár raddir & Beat-
ur er alfarið fluttur til Óslóar eftir
að hafa starfað í Noregi með hléum
síðan í september. Hópurinn leik-
ur og syngur í nýrri auglýsingu
fyrir franska bílaframleiðand-
ann Peugeot eins og Fréttablaðið
greindi frá fyrir skömmu.
„Þetta var eiginlega út af
hruninu. Það var svo lítið að gera
í skemmtanabransanum á Íslandi
að við ákváðum að taka sjensinn
á að koma okkur á framfæri úti.
Við fórum bara á viðburðaskrif-
stofur í Ósló og bönkuðum upp á
í kjólum og jakkafötum, sungum
eitt lag og fengum mjög jákvæð
viðbrögð. Við höfum fengið ágætt
að gera og náum nokkurn veginn
að lifa af þessu,“ segir Bjartur,
sem hefur einnig unnið fyrir sér
sem uppistandari og plötusnúður
á norskum skemmtistöðum.
Þrjár raddir og Beatur sendu
nýlega frá sér sumarlagið Austur-
völlur sem má finna á Facebook-
síðu þeirra og einnig eru þau að
undirbúa jólaplötu á ensku sem er
ætluð fyrir Evrópumarkað. Fyrir
tveimur árum gáfu þau út íslenska
jólaplötu. „Í Noregi kaupa allir
nýja jólaplötu fyrir hver einustu
jól,“ segir Bjartur og vonast eftir
góðum viðbrögðum við plötunni
þar í landi. - fb
Norðmenn hrifnir
af sönghópi
FLUTT TIL NOREGS Sönghópurinn Þrjár
raddir & Beatur, sem er skipaður þeim
Söndru, Bjarti, Ingu og Kenya, er fluttur
til Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HARRY POTTER - 3D 5, 7.30 og 10(POWER)
BRIDESMAIDS 4
KUNG FU PANDA 2 - ISL TAL 2D 4, 6.30, 7.30, 9 og 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
POWER
SÝNING
KL. 10
T.V. - kvikmyndir.is
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
10
L
L
V I P
V I P
AKUREYRI
KEFLAVÍK
isio.bMSA
t þér miða á gðu ygr
HARRY POTTER 3D kl. 5.10 - 6.30 - 8 - 9.15 - 10.45
TRANSFORMERS 3 3D kl. 5 - 8 -10.30
SUPER 8 kl. 8
MR. POPPER’S PENGUINS kl. 5.45
HARRY POTTER Sýnd í 3D kl. 5.20 - 8 - 10.40
HARRY POTTER Sýnd í 2D kl. 5.20 - 8 - 10.40
HARRY POTTER LUXUS VIP Sýnd í 2D kl. 5.20 - 8 - 10.40
TRANSFORMERS 3 Sýnd í 3D kl. 6 - 9.10
TRANSFORMERS 3 Sýnd í 2D kl. 8 - 11:10
SUPER 8 kl. 10:20
THE HANGOVER 2 kl. 8
KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 2D kl. 6
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 Sýnd í 2D kl. 5.15 12
10
12
12
12
KRINGLUNNI
L
L
SELFOSS
HARRY POTTER Sýnd í 3D kl. 5.20 - 8 - 10.40
TRANSFORMERS 3 Sýnd í 3D kl. 5:45 - 9
BEASTLY kl. 6 - 10:20
SUPER 8 kl. 8
HARRY POTTER kl. 8 - 10.40
MR POPPER’S PENGUINS kl. 5:40 - 8
SOMETHING BORROWED kl. 10.20
HARRY POTTER (3D) kl. 6 - 9
TRANSFORMERS 3: DARK OF THE MOON kl. 6 - 9
E.T WEEKLY
HOLLYWOOD REPORTER
HSS. -MBL
KA. -FBL
„MÖGNUÐ
ENDALOK“
„KRAFTMIKILL
LOKAHNYKKUR“
BARÁTTAN UM HOGWARTS ER HAFIN
STÆRSTA MYND ÁRSINS
SJÁÐU LOKAKAFLAN Í 3D
DIGITAL-3D kl. 8 - 10:40
TRANSFORMERS kl. 8
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
- T.M - THE HOLLYWOOD
REPORTER
- L.S - ENTERTAINMENT
WEEKLY
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á
T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT
STÆRSTA MYND ÁRSINS ! SJÁÐU LOKAKAFLANN Í 3DBARÁTTAN UM HOGWARTS ER HAFIN.
ZOOKEEPER KL. 6 - 8 L
BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12
ATTACK THE BLOCK KL. 10 16
HARRY POTTER 3D KL. 5.20 - 7 - 8 - 10 - 10.40 12
ZOOKEEPER KL. 5.45 - 8 - 10.15 L
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
ATTACK THE BLOCK KL. 8 - 10 16
ZOOKEEPER KL. 3.30 - 5.45 L
TRANSFORMERS 3 3D KL. 5 - 10.20 12
TRANSFORMERS 3 3D Í LÚXUS KL. 5 - 8 12
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 L
BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12
KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.40 L
5%
Það kom mörgum í opna
skjöldu þegar stjörnu parið
Jennifer Lopez og Marc
Anthony ákvað að slíta
hjónabandi sínu. Nú hefur
hins vegar komið í ljós að
hjónabandið var langt frá
því að vera fullkomið.
„Þetta var mjög erfið ákvörðun
fyrir alla og við biðjum ykkur um
að virða einkalíf okkar á þessum
erfiðu tímum.“ Svona hljóðaði
sameiginleg yfirlýsing Jennifer
Lopez og Marcs Anthony þegar
þau tilkynntu að sjö ára hjóna-
bandi þeirra væri lokið. Parið á
saman þriggja ára tvíbura, þau
Max og Emme.
Þegar söng- og leikkonan Jenni-
fer Lopez og hjartaknúsarinn
Marc Anthony giftu sig árið 2004
voru margir vissir um að þetta
hjónaband myndi endast lengur
en önnur í Hollywood. Þau sungu
saman dúetta og sáust sjaldan á
rauða dreglinum án hvors annars.
Nú þegar skilnaðurinn er stað-
reynd keppast fjölmiðlar vestan-
hafs við að birta fréttir af að
hjónaband þeirra hafi ekki verið
neinn dans á rósum.
„Anthony er valdasjúkur og
réði öllu á heimili þeirra. Hann
leyfði Lopez aldrei að fara einni
í samkvæmi og líkaði illa þegar
fjölmiðlar tóku af henni myndir
án hans,“ segir ónefndur heim-
ildarmaður við Daily Mail.
„Þau elska hvort annað af mik-
illi ástríðu en þau rífast líka af
ástríðu, og stundum svo mikið
að það hefur komið til handalög-
mála,“ segir annar heimildar-
maður við bandaríska slúður-
blaðið Star.
Ástæða rifrildanna var oft lík-
amsvöxtur Lopez en Anthony
fannst Lopez ekki nógu fljót að
koma sér í form eftir barnsburð.
Eftir að Jennifer Lopez settist
í dómarasætið í einum af vinsæl-
asta raunveruleikaþætti Banda-
ríkjanna, American Idol, hefur
ferill hennar tekið flug og tón-
list Lopez klifrað upp vinsælda-
listana. Fjölmargir miðlar velta
því fyrir sér hvort Anthony hafi
að lokum ekki getað sætt sig við
velgengni Lopez undanfarið ár.
Bæði Lopez og Antonhy eiga
misheppnuð hjónabönd og sam-
bönd að baki og eru öllu vön. Það
á eflaust ekki eftir að líða á löngu
áður en við sjáum þau birtast með
nýjan maka upp á arminn á rauða
dreglinum.
alfrun@frettabladid.is
Skilnaður hjá stjörnupari
ára hjónabandi leik-
og söngkonunnar
Jennifer Lopez og
söngvarans Marc Anthony
lauk fyrir skömmu.
7
ÚTI ER ÆVINTÝRI Jennifer Lopez og Marc Anthony eru skilin eftir sjö ára hjónaband. FRÉTTABLAÐIÐ/AP