Fréttablaðið - 22.08.2011, Side 16

Fréttablaðið - 22.08.2011, Side 16
16 22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR Íþróttir spila mikilvægt hlut-verk í heilsu og velferð sam- félagins og unga fólksins okkar sem tekur þátt í daglegu starfi íþróttafélaganna. Það að íþrótta- félög setji sér stefnu um að vera tóbakslaus styrkir enn frekar þau jákvæðu áhrif sem starf íþróttafélaganna hefur á heilsu iðkenda sinna og samfélagsins. Tóbakslausar íþróttir fela í sér að allir sem taka þátt í íþrótta- starfi eða koma að því með einum eða öðrum hætti noti ekki tóbak, mæli gegn notkun þess og komi í veg fyrir hvers konar tóbaks- notkun. Það þýðir að hvorki leik- menn, þjálfarar né fyrirliðar noti tóbak í vörina, í nös, eða reyki á meðan þeir sinna starfi félags síns. Neysla munntóbaks hefur farið vaxandi síðustu ár, einkum meðal ungra karlmanna, og er ungt íþróttafólk alls ekki undanskilið. Munntóbak og íþróttir eiga hins- vegar enga samleið, ekki frek- ar en reykingar og íþróttir. Allt tóbak skaðar heilsu neytandans. Engu máli skiptir hvaða tóbaks- tegund er notuð, hvort tóbakið er tekið í vörina, reykt eða tekið í nefið, allar gerðir tóbaks hafa heilsuspillandi áhrif. Skaðsemi munntóbaks Talsvert er um að því sé haldið fram að munntóbak skaði heilsuna minna en reykingar. Slíkur sam- anburður er ákaflega villandi því fátt er jafn heilsuspillandi og reyk- ingar. Að halda því fram að reyk- laust tóbak (munntóbak, neftóbak) sé hættulaust efni sem nota má í staðinn fyrir sígarettur, stenst ekki skoðun. Rannsóknir hafa sýnt að neysla reyklauss tóbaks getur leitt til ýmissa sjúkdóma, þá einkum þess sem tekið er í munn sem getur haft áhrif á tannholdssjúkdóma, valdið tannmissi og tannholdsrýrnun. Að auki má geta þess að í sumum teg- undum reyklauss tóbaks eru efni sem geta leitt til krabbameins, þá aðallega í munnholi, vélinda og í briskirtli. Í ofanálag er munntób- aksneysla mjög ávanabindandi og veldur jafnvel meiri fíkn en reyk- ingar. Hvaða áhrif hefur munntóbak á árangur íþróttamanna? Minni líkur á hámarksárangri og aukin hætta á meiðslum. Nikótínið í tóbaki dregur saman æðar þannig að flutningur nær- ingar, þ.e. blóðs og súrefnis, til vöðva minnkar. Minna blóðflæði til vöðva veldur því að lengri tíma tekur að byggja þá upp og eins að ná bata ef slys eða meiðsli eiga sér stað. Tóbaksnotkun dregur þann- ig úr árangri þeirra sem stunda íþróttir og þjálfunin skilar ekki þeim árangri sem annars gæti náðst. Það íþróttafólk sem vill ná betri árangri ætti því að láta munntóbakið eiga sig. Norsk rannsókn bendir til þess að munntóbaksneytendum sé hættara við meiðslum en þeim tóbakslausu. Meiðsli í vöðvum, liðum, hnjám, liðböndum, sinum og bakeymsli ýmiss konar voru algengari meðal munntóbaksneyt- enda. Nikótín hækkar einnig blóð- þrýsting og púls sem veldur auka- álagi á hjartað. Munnur og Húð ■ Tóbaksneysla dregur úr súrefn- ismagninu sem berst til húðarinn- ar og þess vegna tekur lengri tíma að losna við unglingabólur en ella, ef þær eru til staðar. ■ Tóbaksneysla getur valdið hrukkumyndun langt um aldur fram. ■ Tóbakstuggur (baggar) geta valdið því að varirnar springa og að hvítir blettir, sár og blæðingar koma í munninn eftir stutta notk- un. Hvað þurfa foreldrar að vita um munntóbaksnotkun? Ungt fólk byrjar oftast að nota munntóbak fyrir tilstuðlan hóp- þrýstings eða fyrirmynda. Börn og unglingar líta upp til þeirra sem eldri eru og taka upp óæski- lega hegðun eins og tóbaksnotk- un ef fyrirmyndirnar nota munn- tóbak. Ungmenni verða mun fyrr háð nikótíni en fullorðnir og geta átt erfiðara með að hætta tóbaks- notkuninni. Því er um að gera að reyna að grípa sem fyrst inn í ef ungt fólk er byrjað að fikta við tóbaks notkun. Foreldrar hafa iðulega mest áhrif á börnin sín. Þess vegna ættu foreldrar að tala opinskátt við börn og unglinga um munn- tóbaksnotkun og heilsutjónið sem getur fylgt henni. Eins er ráðlegt að fylgjast með félögum barnanna sinna og hvort þeir noti munntóbak eða annað tóbak. Foreldrar geta farið fram á að þau íþróttafélög, sem börnin þeirra æfa hjá, setji sér reglur um notkun tóbaks á æfingatíma og íþróttaviðburðum, og má benda á í því samhengi að ÍSÍ hefur ályktað mjög eindregið gegn allri tóbaks- notkun í hvaða formi sem hún er, innan starfsemi sambandsins. Í ljósi þess að börn og ungling- ar byrji oftast að nota munn tóbak fyrir tilstuðlan hópþrýstings eða fyrirmynda er ekki skrítið að foreldrar barna, sem útsett eru fyrir þessari neyslu í því íþrótta- og tómstundastarfi sem barnið stundar, upplifi sig svikna að sjá tóbaksneyslu látna óáreitta, jafn- vel af þjálfurum eða afreksíþrótta- mönnum, innan starfsins. Hvað geta forráðamenn íþrótta- félaga og íþróttaþjálfarar gert til að koma í veg fyrir tóbaksnotkun íþróttamanna? Fyrirmyndir ungs fólks eru þjálfarar, eldri leikmenn, fyrir- liðar og aðrir foringjar í hópum þeirra, félagarnir og fjölskyld- an. Börn og unglingar líta upp til þeirra sem eldri eru og taka oft upp óæskilega hegðun á borð við tóbaksnotkun ef fyrirmyndirnar nota tóbak. Æskilegt er að íþróttafélög marki sér stefnu í tóbaksvörnum til að stuðla enn frekar að heil- brigðum lífsstíl íþróttafólks með því að ganga fram með góðu for- dæmi. Aðstoð við að hætta munntóbaks- notkun Ráðgjöf í reykbindindi 800-6030 er símaþjónusta fyrir fólk sem vill hætta tóbaksnotkun, hvort sem það er reyktóbak eða reyklaust. Við þjónustuna starfa hjúkrunar- fræðingar með sérþekkingu í tóbaks meðferð. Lýðheilsustöð gaf nýverið út leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta munntóbaks- notkun, hægt er að panta bækl- inginn sér að kostnaðarlausu hjá Landlæknisembættinu. Kæri launþegi. Mig langar að vekja athygli á máli sem snertir ansi stóran hóp launþega innan Starfsgreinasambands Íslands, nánar til tekið um 50.000 manns, þar á meðal á félagssvæði þíns verkalýðsfélags sem er innan Starfsgreinasambandsins. Þar með erum við að tala um þinn pening, þín stéttarfélagsgjöld. Af þeim rennur hluti til Starfsgreina- sambandsins og á hluta þess fjár hefur ekki verið staðið skil á. Framkvæmdastjóra sambands- ins hefur verið sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Um er að ræða grun um umboðssvik og fjárdrátt. Fyrir liggur skýrsla frá óháðum endurskoðunaraðila um fjárreiður sambandsins fyrir árið 2010 þar sem gerðar eru alvarlegar athuga- semdir við meðferð framkvæmda- stjóra á fjármunum sambandsins í eigin þágu. Þessi skýrsla er studd áliti hæstaréttarlögmanns. Þann 26 maí sl. samþykkti framkvæmdastjórn sambands- ins að segja framkvæmdastjóra upp störfum, semja við hann um starfslokasamning og láta málið niður falla að öðru leyti. Hópur félagsmanna úr Starfs- greinasambandinu á erfitt með að sætta sig við þessa afgreiðslu málsins og telur framkvæmda- stjórn hafa tekið ranga ákvörðun í þessu máli. Við höfum birt opið bréf til framkvæmdastjórnarmeðlima. Nokkrir hafa svarað á heimasíð- um félaga sinna en við erum enn að bíða eftir svörum frá öðrum. Hópurinn telur að rannsaka eigi málið frekar og fá á hreint hvort hér er um saknæmt athæfi að ræða. Það þarf þá ræða og að lagfæra og það á að gerast fyrir opnum tjöldum. Þetta mál þarf að ræða innan verkalýðshreyfingarinnar ásamt fleiru sem betur má fara í starfi okkar. Markmið hreyfingarinnar á að vera það eitt að vera félags- mönnum sínum vörn í baráttunni fyrir að halda fengnum hlut og sóknartæki fyrir betri kjörum. Það er ljóst að verkalýðshreyf- ingin nýtur ekki mikils trausts nú um þessar mundir og við þurf- um að endurvinna þetta traust til að geta gegnt hlutverki okkar. Afgreiðsla þessa máls er miður gott innlegg í þá vinnu. Þessi hópur, sem er víðs vegar að af landinu, telur að verkalýðs- hreyfingin eigi að vera í farar- broddi fyrir breyttum vinnu- brögðum í stjórnsýslu á Íslandi því það virðist nokkuð sama hvað fer úrskeiðis hér á landi, reikningurinn er sendur laun- þegum en enginn tekur ábyrgð á einu eða neinu. Vinnubrögð sem einkennast af leyndarhyggju og feluleik eiga ekki heima í verkalýðs hreyfingunni. Af þeim vinnubrögðum fáum við nóg annars staðar. Við hvetjum launamenn innan starfsgreinasambands Íslands til að kynna sér þetta mál og krefja forystumenn sína svara um hvort þetta séu leikreglurnar sem við viljum við hafa í okkar sam tökum. Æskilegt er að íþróttafélög marki sér stefnu í tóbaksvörnum til að stuðla enn frekar að heilbrigðum lífsstíl íþróttafólks með því að ganga fram með góðu fordæmi. Eiga íþróttir og munntóbak samleið? Til umhugsunar fyrir launamenn Gunnar Valsson gv@remax.is Þórarinn Jónsson Löggiltur fasteignasali Láttu okkur selja fyrir þig TOPP ÞJÓNUSTA ER OKKAR FAG Hringdu núna 699 3702 Heilbrigðismál Bára Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu Verkalýðsmál Hjalti Tómasson félagsmaður í Bárunni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.