Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 10
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR10 STÓR-ÚTSALA ALLT Í FERÐALAGIÐ WWW.VIKURVERK.IS Fortjöld -30% Tjöld -60% Kælibox -50% Stólar -35% Borð -40% Dúkur í fortjald -20% Svuntur á vagna -20% Matarsett -50% Hnífapör -50% Glös og bollar -50% Eldhúsáhöld -60% Sólarsellur -20% Skyggni -20% Leikföng -50% Sóltjald DWT -20% WC efni -20% Hliðarspeglar -30% Fánahöldur -20% TV loftnet -30% Pottasett -40% Gasvarðeldur -30% o.fl o.fl o.fl VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 REYKJAVÍK Hátt í 100 þúsund manns voru í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt á laugardag. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í dagskrá Menningarnætur, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu. Veðrið var með allra besta móti og nutu gest- ir veðurblíðunnar samhliða því að berja augum fjölmarga viðburði sem fram fóru í tilefni dagsins. Fyrri part dags voru lit- skrúðugir hlauparar áberandi í borginni, enda var þátttökumet slegið í Reykjavíkur maraþoninu. Alls var 12.481 þátttakandi skráð- ur til leiks í öllum sex vega- lengdunum sem boðið var upp á. Á Ingólfs torgi safnaðist saman mikill fjöldi á 25 ára afmælis- tónleikum Bylgjunnar og að sama skapi var Arnarhóll þétt setinn þegar tónleikar Rásar 2 hófust þar. Laust fyrir klukkan 23 urðu Reykvíkingar vitni að því þegar ljósin í glerhjúpi Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhússins sem einnig var vígt á laugardag, voru tendr- uð í fyrsta sinn. Mikil eftirvænt- ing hafði skapast í aðdraganda við- burðarins en sitt sýndist hverjum um útkomuna. Í yfirlýsingu segist höfundur verksins, listamaðurinn Ólafur Elíasson, afar stoltur af því að hafa fengið að taka virkan þátt í upp- byggingu þeirrar menningarlegu stofnunar sem Harpa sé. Hann segir þróun hússins hafa boðið upp á einstakt samspil milli lista og arkitektúrs sem hafi reynst honum mikill innblástur. Formlegri dagskrá lauk síðan að ljósasýningunni lokinni með flug- eldasýningu við Hafnarbakkann, eins og tíðkast hefur lengi á Menn- ingarnótt. kjartan@frettabladid.is 100 þúsund í miðbænum Menningarnótt var haldin hátíðleg á laugardag og hafa aldrei fleiri tekið þátt í dagskránni. Þátttökumet var slegið í Reykjavíkurmaraþoninu og fjöldi fólks fylgdist með tendrun ljósanna í glerhjúpi Hörpu. STUÐ Fyrir enda Austurstrætis fóru fram kraftmiklir Bylgjutónleikar og fjörið náði yfir á Lækjartorg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TVÆR LJÓSASÝNINGAR Flugeldasýning á ytri höfninni tók við af tendrun ljósanna í glerhjúpi Hörpu. Mikill mannfjöldi fylgdist með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.