Fréttablaðið - 22.08.2011, Side 10
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR10
STÓR-ÚTSALA
ALLT Í FERÐALAGIÐ WWW.VIKURVERK.IS
Fortjöld -30%
Tjöld -60%
Kælibox -50%
Stólar -35%
Borð -40%
Dúkur í fortjald -20%
Svuntur á vagna -20%
Matarsett -50%
Hnífapör -50%
Glös og bollar -50%
Eldhúsáhöld -60%
Sólarsellur -20%
Skyggni -20%
Leikföng -50%
Sóltjald DWT -20%
WC efni -20%
Hliðarspeglar -30%
Fánahöldur -20%
TV loftnet -30%
Pottasett -40%
Gasvarðeldur -30%
o.fl o.fl o.fl
VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720
REYKJAVÍK Hátt í 100 þúsund manns
voru í miðborg Reykjavíkur á
Menningarnótt á laugardag. Aldrei
hafa fleiri tekið þátt í dagskrá
Menningarnætur, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu. Veðrið var
með allra besta móti og nutu gest-
ir veðurblíðunnar samhliða því að
berja augum fjölmarga viðburði
sem fram fóru í tilefni dagsins.
Fyrri part dags voru lit-
skrúðugir hlauparar áberandi í
borginni, enda var þátttökumet
slegið í Reykjavíkur maraþoninu.
Alls var 12.481 þátttakandi skráð-
ur til leiks í öllum sex vega-
lengdunum sem boðið var upp á.
Á Ingólfs torgi safnaðist saman
mikill fjöldi á 25 ára afmælis-
tónleikum Bylgjunnar og að sama
skapi var Arnarhóll þétt setinn
þegar tónleikar Rásar 2 hófust þar.
Laust fyrir klukkan 23 urðu
Reykvíkingar vitni að því þegar
ljósin í glerhjúpi Hörpu, tónlistar-
og ráðstefnuhússins sem einnig
var vígt á laugardag, voru tendr-
uð í fyrsta sinn. Mikil eftirvænt-
ing hafði skapast í aðdraganda við-
burðarins en sitt sýndist hverjum
um útkomuna.
Í yfirlýsingu segist höfundur
verksins, listamaðurinn Ólafur
Elíasson, afar stoltur af því að hafa
fengið að taka virkan þátt í upp-
byggingu þeirrar menningarlegu
stofnunar sem Harpa sé. Hann
segir þróun hússins hafa boðið
upp á einstakt samspil milli lista
og arkitektúrs sem hafi reynst
honum mikill innblástur.
Formlegri dagskrá lauk síðan að
ljósasýningunni lokinni með flug-
eldasýningu við Hafnarbakkann,
eins og tíðkast hefur lengi á Menn-
ingarnótt. kjartan@frettabladid.is
100 þúsund í
miðbænum
Menningarnótt var haldin hátíðleg á laugardag og
hafa aldrei fleiri tekið þátt í dagskránni. Þátttökumet
var slegið í Reykjavíkurmaraþoninu og fjöldi fólks
fylgdist með tendrun ljósanna í glerhjúpi Hörpu.
STUÐ Fyrir enda
Austurstrætis fóru fram
kraftmiklir Bylgjutónleikar
og fjörið náði yfir á
Lækjartorg.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
TVÆR LJÓSASÝNINGAR Flugeldasýning á ytri höfninni tók við af tendrun ljósanna í glerhjúpi Hörpu. Mikill mannfjöldi fylgdist með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM