Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512
Listh
Þ
etta er svona heima-
hússýning í stofunni hjá
mömmu og pabba sem
eru erlendis. Þau gáfu
samt góðfúslegt leyfi,“ segir
Hulda Hlín Magnúsdóttir list-
málari, sem er með listsýningu á
æskuheimili sínu að Tjarnargötu
40 í Reykjavík ásamt Katrínu
Þorvalds dóttur brúðumeistara,
sem um tíma bjó einnig í húsinu.
Hulda Hlín er með málverk
og krítarteikngar og segir þar
bregða fyrir ýmsum ættarsvip-
um, enda tengist húsið ættinni
sterkt því afi hennar og langafi
hafi líka átt þar heima. Mynd-
irnar eiga samtal við grímur
Katrínar, upplýstar í myrkvaðri
stofunni. „Þetta verður eins og
að koma inn í kirkju eða leik-
hús. Svolítið dramatísk stemn-
ing,“ segir listakonan, sem er
með heimasíðuna www.hulda-
hlin.com
Sýningin heitir Persóna og var
opnuð á Menningarnótt en verð-
ur opin daglega frá fimm til sjö
fram á sunnudaginn 28. ágúst.
gun@frettabladid.is
Hulda Hlín Magnúsdóttir heiðrar æskuheimilið sitt á Tjarnargötu 40 með því að halda þar sýningu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Afskorin blóm eru hin mesta prýði en þó fljót að láta á
sjá. Til að lengja lífdaga þeirra má skera bestu toppana af
og setja í lítið glas eða fallega skál. Þannig má njóta feg-
urðarinnar og anganinnar örlítið lengur.
Ættarsvipum bregður
fyrir á æskuheimilinu