Fréttablaðið - 22.08.2011, Page 14

Fréttablaðið - 22.08.2011, Page 14
14 22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Evrusamstarfið mun að öllum líkindum dýpka og breytast töluvert á næstu árum. Til að bregðast við skuldavanda- málum einstakra ríkja er stefnt að nánara samstarfi svo taka megi á ríkisútgjöldum og skuldastöðu. Við þessar jákvæðu breytingar mun samstarf innan evru styrkjast og vænt- anlegur ávinningur Íslendinga af upptöku evru verður enn til staðar. Þess vegna er afstaða formanns Sjálf- stæðisflokksins til aðildarumsóknar mikil vonbrigði. Það er með hreinum ólíkindum að formaðurinn vilji taka af þjóðinni mögu- leikann til upplýstrar ákvörðunar um aðild að ESB, án þess að vita hvernig tekst með t.d. sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Atvinnulífið í landinu hefur lengi kallað eftir aðild, enda öruggt rekstrarumhverfi mikilvægt fyrir öflugt atvinnulíf, þá sér- staklega þau fyrirtæki sem búa við mikla vaxtarmöguleika. Afstaða formannsins er líka mikil vonbrigði fyrir heimilin, sem hafa vænst lægri vaxta, afnáms verðtrygg- ingar og lægra matarverðs með aðild að ESB. Þessi afstaða er einnig vonbrigði fyrir miðju og hægri kjósendur sem telja að alþjóðaviðskipti, lægri viðskipta kostnaður og öryggi í rekstrarumhverfi fyrirtækja gegni lykilhlutverki við uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú snúið bakinu við þessum kjós- endum og gefið yfirlýsingu um íhalds- og einangrunarstefnu. Um leið og Sjálfstæðisflokkurinn kveður nú hófsama kjósendur sína er mikilvægt að Samfylkingin stigi ákveðnar fram í anda frjálslyndrar jafnaðarstefnu. Mikinn afslátt af þeirri stefnu hefur þurft að gera í sam- starfinu við VG. Mikilvægt er að ríkis- stjórnin undir forsæti Samfylkingar leggi nú megináherslu á verðmætasköpun og markvissa atvinnusókn. Um leið og gætt er að þeim sem verst standa í samfélaginu á að stefna að nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöld- um, hófsemi í skattlagningu, ábyrgri sókn í orkumálum í anda verndaráætlunar, rétt- látri skiptingu arðs af auðlindum og endur- skoðun landbúnaðarkerfisins svo auka megi nýsköpun og arðsemi til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Samfylkingin er í raun eini valkostur þeirra sem hafna stefnu einangrunar en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í alþjóðlegum tengslum, og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur frjálslyndra kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála. Einangrunarstefna Guðlaugur og heimildirnar Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis- maður tileinkaði höfundi þessa dálks heila grein í laugardagsblaði Fréttablaðsins vegna skrifa um rekstur Landspítalans. Rétt er hjá þingmanninum að vel er í lagt að tala um þriggja ára ráðherratíð Guð- laugs, því hann sat aðeins í embætti í 20 mánuði. Einmitt af þeim sökum var eina heila ár hans í embætti sérstaklega tekið út. Guðlaugur kýs að nota gamla forsíðufrétt Frétta- blaðsins frá því í ágúst 2008 sem heimild um rekstrarárangur þess árs. Þó að Fréttablaðið sé vissulega ívitnunarvert er eðlilegra að notast við fjárlög og ríkisreikning. Guðlaugur og sannleikurinn Til að gæta allrar sanngirni skal aðeins einblínt á árið 2008, því Guðlaugur sat á ráðherrastóli allt það ár. Í fjárlögum þess árs er Landspítalanum úthlutað 35.565.500.000 króna. Endanleg útgjöld spítalans námu 40.626.114.000 krónum, eða 5.060.614.000 krónum meira en ráð var fyrir gert. Munurinn er meiri þegar þær tekjur sem gert var ráð fyrir eru teknar með í reikning- inn, en þær áttu að nema 2.356.000.000, þannig að gjöld umfram tekjur áttu að vera 32.209.500.000 krónur, en urðu 40.626.114.000 kr. Heilbrigðismálin öll Þegar útgjöld til heilbrigðismála eru skoðuð árið 2008 kemur í ljós að þau voru um 10,3 milljörðum umfram fjárlög. Fjárheimild ráðherra til málaflokksins hafði þó hækkað umtalsvert á milli ára, eða um 14,7 milljarða króna. Það gerir 15,1 pró- sents hækkun. Í skýringum í ríkis- reikningi árið 2008 segir: „Helstu breytingar á milli ára eru hækkun á gjöldum Landspítala um 4.592 millj. kr.“ Guðlaugur fékk því rýmri fjárheimildir en forveri hans, en engu að síður fór spítalinn rúma 5 milljarða fram úr heimildum. kolbeinn@frettabladid.is ESB-aðild Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar E kki er ofmælt hjá Árna Finnssyni, formanni Náttúru- verndarsamtaka Íslands, að þingsályktunartillagan um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða sé sigur fyrir náttúruvernd í landinu. Tuttugu svæði þar sem orkufyrirtækin hafa haft fullan hug á að virkja og varið hundruðum milljóna eða milljörðum króna til rannsókna og undir- búnings eru samkvæmt tillögunni sett í verndarflokk. Þau verða ósnortin af virkjanaframkvæmd- um og nýtast með öðrum hætti, til dæmis útivistar og ferðaþjónustu. Á verndarlistanum eru til dæmis Norðlingaölduveita (sem hefði haft áhrif á Þjórsárver), Torfajökulssvæðið, Langisjór, Kerlingarfjöll, Ölkelduháls (Bitruvirkjun), Gjástykki, Brennisteinsfjöll og Grændalur. Það sem almenningur á kannski ekki að venjast er að þessi þings- ályktunartillaga er ekki niðurstaðan af einhverjum pólitískum hráskinna leik og hrossakaupum. Tillagan er byggð á grundvelli gífurlega mikillar vinnu og upplýsingaöflunar fjölda færustu sér- fræðinga, hvers á sínu sviði. Horft var á virkjanakostina út frá mis- munandi sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, efnahags- og samfélagslegra áhrifa, ferðamennsku og verndunar fornleifa og menningarminja. Hvorki þrýstingur orkufyrirtækja né ýtrustu kröfur verndarsinna réðu niðurstöðunni, heldur byggist hún á köldu og yfirveguðu faglegu mati. Útkoman varð sú forgangsröðun sem þingsályktunartillagan er byggð á. Á næstu vikum gefst almenningi, félagasamtökum og hagsmuna- aðilum kostur á að segja sitt álit á þingsályktunartillögunni. Alþingi tekur hana síðan til meðferðar og er markmiðið að afgreiða hana fyrir 1. febrúar á næsta ári. Miklu skiptir að sú tímaáætlun haldi, meðal annars til að orkufyrirtækin geti sett á fullt framkvæmdir við virkjanakosti sem ákveðið verður að ráðast í. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála forgangsröðun sérfræð- inganna og flokkuninni sem nú er gert ráð fyrir. Í Fréttablaðinu á laugardag kom fram að líkast til yrðu virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem gert er ráð fyrir að verði ráðizt í samkvæmt tillögunni, erfiðasta úrlausnarefnið á Alþingi. Innan þingflokks Vinstri grænna mun ríkja talsverð andstaða við þær virkjanir. Á því máli eru margar hliðar. Í Fréttablaðinu í dag kemur til dæmis fram að talsmenn verndunar villtra fiskstofna hafa miklar áhyggjur af áhrifum Þjórsárvirkjana á einn stærsta laxastofn lands- ins og sjóbirting í fljótinu. Aðalatriðið er að þegar tekin verður afstaða til virkjana í Þjórsá verði það á sömu faglegu forsendum og gerð rammaáætlunarinnar byggðist á, þar sem mismunandi sjónarmið eru vandlega vegin og metin, en umræðan fari ekki aftur í far pólitískra upphrópana. Orð Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns VG, frá því í van- traustsumræðum í vor, um að forða yrði Þjórsá frá „stóriðjuöflum“, „braski“ og „einkavinavæðingu“ gefa reyndar ekki allt of góða von um þau vönduðu vinnubrögð. Þingsályktunartillagan um rammaáætlun er mikill sigur fyrir náttúruvernd á Íslandi. Vönduð vinnubrögð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.