Fréttablaðið - 23.08.2011, Side 14

Fréttablaðið - 23.08.2011, Side 14
14 23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Það er þreytandi að hlusta sífellt á, hvernig íslenska krónan sé rosa góð fyrir okkur á Íslandi. „Krónan okkar hefur nefnilega bjargað okkur út úr efnahags- vandanum“, segja þeir sem halda þessu fram. Hverjum hefur hún bjargað? Jú, LÍÚ, Bænda- samtökunum, þeim sem eiga fjár- muni í skattaskjólum og öðrum útflytjendum. Þetta er auðvitað á kostnað almennings. Við viljum sko ekki evru = €, því hún er svo slæm. Sjáðu Íra eða Grikki. Nú er spurningin hvaða tölur eru notaðar til að færa rök fyrir þessu. Niðurstaða: Aungvar tölur liggja á bak við þessi rök. Nú ætla ég að tíunda örfáar tölur, sem innlegg í þessa umræðu. Staðan hjá launa- manninum JJ, 18-08-2008 og þremur árum síðar, 18-08-2011: Skoðum nú laun hans, bílaeign og húsnæðislán. Hann hafði kr. 250 þúsund í laun og hefur enn, bílinn kostaði kr. 2.780.000, en nýr kostar nú kr. 6.000.000 og húsnæðislánið var kr. 3.462.296, er nú kr. 5.347.270, með afborgunum. Lítum nú á þetta með hliðsjón af því, að ef hér hefði verið evra, en ekki króna. Launin voru € 2.083, eru nú € 1.523, sem sagt launalækkun um 36,75%. Bíllinn kostaði € 23.145 = 11 mánaðarl., nýr bíll eins búinn kostar nú € 36.560 = 24 mánaðarl. Húsnæðis- lánið var € 28.659 = 13,8 mánað- arl., er nú € 32.586 = 21 mánað- arlaun. Það er athyglivert, að ef lánið hefði verið í € til 40 ára með jafngreiðslum, myndi það lækka í € 26.510 = 12,7 mánaðarl. á evru- svæðinu. Hjá Grikkjum og Írum er kaup- ið áfram í €, lánin áfram í € og bíl- inn áfram í €. Sem sagt hvergi meiri kaup- máttarrýrnun, en hjá okkur Íslendingum. Hvað varðar hlutfallið milli € og US$, er það nánast það sama nú og 2008, eða 1,4x allan tímann. Og það þrátt fyrir spá nær dag- lega um að € sé alveg búin. Niðurstaðan er alveg ljós, hagsmunum almennings er aðeins borgið með evru eða US$. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Niðurstaðan er alveg ljós, hagsmunum almennings er aðeins borgið með evru eða US$. Sérkennilegt sölutrikk Reglulega birtast nú fréttir af fyrirhuguðum áætlunum stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur um eignasölu. Meðal þeirra eigna sem þannig eru reglulega falboðnar er hið umdeilda hús Perlan. Talsmenn OR hafa nú komið nokkuð oft í fjölmiðla þar sem þeir lýsa því hve reksturinn er erfiður og nú síðast lýsti Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi því yfir að tekjur byggingarinnar dygðu ekki fyrir fasteignagjöldum. Þetta hlýtur að teljast furðulegasta sölutrikk í bókinni; að tala eignina reglulega niður rétt fyrir sölu. Ímynd frekar en ásetningur? Á Vísi í gær sagði Eiríkur að nánari upplýsingar um tekjur og gjöld af Perlunni lægju ekki fyrir. Það hlýtur að teljast einkennilegt, ef spara á slíkar fjárhæðir með sölu eignarinnar. Er nema von að sá grunur læðist að manni að þetta sé hluti af ímyndar- herferð Orkuveitunnar? Nýir stjórnendur að sópa út úr gamla spillingarbælinu. Í það minnsta fer fáum sögum af raunveru- legum áhuga á kaupum á Perlunni. Skattvik Hannesar Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifaði grein í Fréttablaðið árið 2006. Þar fullyrðir hann að ekkert sé að því að víkja sér undan skatti, stunda svokölluð skattvik, og harmar að fyrirtækjaskattar á Íslandi séu ekki þeir sömu og á Guernsey. Eðlilegt sé að félög skráð þar greiði skatta þar, en þar voru aðallega fjármálafyrirtæki útrásarvíkinga skráð. Þá telur prófessorinn mikilvægt að „tryggja trúnað fjármálafyrirtækja við viðskipta- vini sína“. Ætli sérstakur saksóknari sé sam- mála því? kolbeinn@frettabladid.is Evran og hin sterka góða íslenska króna Fjármál Hreggviður Jónsson fv. þingmaður Sjálfstæðisflokks S igur uppreisnarmanna í Líbíu á einræðisherranum Gaddafí og sveitum hans virðist nú nokkuð öruggur. Inn- reið uppreisnarherjanna í Trípólí hefur verið fagnað víða um heim. Sá fögnuður er þó blandaður óvissu um hvað tekur við í landinu. Eins og málin standa nú í Líbíu leikur varla vafi á að það var rétt ákvörðun hjá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) að beita lofthernaði gegn sveitum Gaddafís. Annars er nokkuð víst að einræðisherrann hefði barið uppreisnina í landinu niður af mikilli grimmd og með miklu meira mannfalli en orðið hefur til þessa. Loftárásir NATO gerðu að verkum að her Gaddafís gat ekki beitt sér sem skyldi og auðvelduðu þannig uppreisnarmönnum hernaðinn. Hlutverki NATO í Líbíu er hins vegar áreiðanlega ekki lokið. Aðstæður í Líbíu eru að mörgu leyti svipaðar og í Írak og Afganistan, þar sem Vesturlönd hafa stuðlað að því að fella ein- ræðisstjórnir úr sessi á undanförnum árum. Þjóðin skiptist í ótal ættbálka sem stundum hafa eldað grátt silfur saman. Á 42 ára valdatíð kom Gaddafí markvisst í veg fyrir að til yrðu í landinu stofnanir eða hreyfingar sem gætu tekið við því hlutverki að stjórna landinu. Þótt uppreisnarmenn hafi getað sameinazt um að koma einræðisherranum frá völdum og lýsi yfir vilja sínum til að koma á lýðræði og réttarríki í Líbíu er ekki víst að sam- staðan haldi þegar hinn sameiginlegi óvinur er fallinn. Hættan á að upp úr sjóði með tilheyrandi innbyrðis átökum er vissulega fyrir hendi. Vesturlönd þurfa að nýta lærdómana frá Afganistan og Írak til að aðstoða Líbíumenn við endurreisn landsins. Draga þarf Gaddafí og samstarfsmenn hans fyrir alþjóðlegan dómstól og láta þá svara fyrir þá glæpi sem framdir hafa verið í valdatíð hans. Hins vegar þarf að leitast við af fremsta megni að koma í veg fyrir hefndir og hjaðningavíg í landinu. Líbíumenn munu þurfa aðstoð og ráðgjöf við að byggja upp lýðræðislegar stofnanir, sem þeir hafa enga reynslu af, svo og að reisa efnahagslíf landsins úr rústum. Þá þarf að leysa úr vanda hundraða þúsunda flóttamanna og hjálpa þeim að snúa aftur til heimkynna sinna. Vesturlönd þurfa nú að ljúka verkinu sem þau byrjuðu á og koma Líbíu hratt og örugglega til aðstoðar. Evrópusambandið verður að líta upp úr eigin vandamálum og skipuleggja stuðning við landið. NATO mun áfram þurfa að leggja sitt af mörkum og ekki er hægt að útiloka að starfrækja þurfi friðargæzlusveitir í Líbíu næstu árin. Með aðgerðunum gegn Gaddafí sendu Vesturlönd öðrum ein- ræðisherrum í arabaheiminum þau skilaboð að þeir gætu ekki farið sínu fram gegn þegnum sínum. Þau verða líka að sýna lýðræðishreyfingunum í öðrum arabalöndum að þær geti vænzt stuðnings ef þeim tekst að hrekja harðstjórana af höndum sér. Hlutverki Vesturlanda í Líbíu er ekki lokið. Óvissa í bland við sigurgleði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.