Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 16
23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Camo, 25 skot.
M88 12GA 28DR.
Tilefni þessarar greinar er erindi Hagsmunasamtaka
heimilanna (HH) til Umboðs-
manns Alþingis og röksemda-
færslu þeirra um útreikninga
verðtryggðra lána.
Enginn vafi er á því að verðbind-
ingar fjárskuldbindinga eru heim-
ilar – en verða að lúta leyfðum við-
miðunum – um það hefur gengið
dómur (myntkörfulánadómur-
inn). Hvernig þær eru útfærðar er
framkvæmdaatriði og þó tæplega
nema einn kostur í stöðunni – sá
sem skilar tilætluðum ávinningi
með þeim og ennfremur er lóg-
ískt réttur og réttmætur – sá sem
ástundaður hefur verið og einmitt
má lesa úr lögunum.
Verðtrygging er í eðli sínu
verðbinding nafnverðs höfuðstóls
– heildarupphæðar fjárskuldbind-
ingar – frá stofndegi út allan láns-
tímann. Þegar talað er um verð-
tryggð lán er ekki átt við lán þar
sem allar áfallnar verð bætur
hvers gjalddaga (á milli gjald-
daga) á heildarlánið (höfuð stólinn
= afborgun + eftirstöðvar) eru
krafðar, heldur þvert á móti ein-
ungis af gjaldfallinni „greiðslu“ –
afborgun og vöxtum.
Lán sem taka alla „verð-
bætingu“ lánsins á hverjum
gjalddaga hafa verið praktíser-
uð hér undir nafngiftum eins og
„hávaxta lán“ (verðbæting tekin
inn í vexti – verðbótaþáttur vaxta)
eða bara „óverðtryggð lán“ – sem
er auðvitað rangnefni en gætu
kallast vaxtaaukalán eins og slík
lán kölluðust í upphafi þegar þau
voru fyrst kynnt til sögunnar – illu
heilli – um 1975.
Gjalddagagreiðsla af óverð-
tryggðu láni er óumdeilt samsett
af afborgun og áföllnum vöxt-
um. Þegar löggjafinn tekur svo til
orða, að verðbætur skuli reiknast
á hverja greiðslu á verðbættu láni,
meinar hann þetta – afborgun og
vexti. Löggjafinn er hér að skil-
greina hvað megi krefja til endur-
gjalds á hverjum greiðsludegi –
gjalddaga. Hann tekur ekki fram
(ATH) að jafnframt skuli þá gjald-
fella og setja í innheimtu verð-
bætur á eftirstöðvar nafnverðs
höfuðstóls. Hann ætlast sem sagt
ekki til þess að verðbætur á eftir-
stöðvar séu greiddar jafnharðan
(það sem talsmönnum HH hefur
þóknast að kalla staðgreiðslu –
orðalag sem hefur allt aðra merk-
ingu). Í þessu felst, sem ætti raun-
ar ekki að þurfa að fjölyrða svona
um, að ekki eru innheimtar verð-
bætur á ógjaldfallnar eftirstöðvar
(það sem HH kalla höfuðstól – og
undanskilja þá afborgunina) frek-
ar en eftirstöðvarnar sjálfar, sem
verðbæturnar eru bundnar við.
Löggjafinn er með þessu að skil-
greina hvaða lögkröfu megi gera
á hverjum gjalddaga og þar með
að verja rétt og hagsmuni skuld-
arans – að hann verði ekki kraf-
inn um hraðari endurgreiðslu.
Það eru endurkröfurnar – sá lög-
gerningur – sem skipta máli að
löggjafinn kveði á um en ekki bók-
haldsleg atriði eins og uppfærsla
höfuð stólsins eru í bókhaldi, það er
gert í reglugerð sem í þessu tilviki
eru reglur Seðlabankans sem hafa
reglugerðargildi. Ekkert í lögun-
um bannar það.
Þannig ber að skilja lagatextann.
Ekki ætti svo að þurfa að taka
fram að á lánstímanum gjaldfalla
hins vegar verðbæturnar á eftir-
stöðvarnar (ókrafinn höfuðstól)
smám saman á hverjum gjald-
daga og það myndu þær einnig
gera, en þá allar í einu, ef lánið af
einhverjum ástæðum lenti í van-
efndum – og væri þá allur afgangs
höfuðstóll (eftirstöðvarnar) –
ásamt áföllnum vöxtum – orðinn
að „greiðslu“ sem þyrfti að gera
upp. Hið eina sem séð verður að
leitt gæti af lögfræðiáliti HH, ef
hald væri í því, er, að bannað yrði
að bókfæra áfallnar en ógjaldfalln-
ar verðbætur, þ.e.a.s. verðbætur á
eftirstöðvar höfuðstóls; sem sagt
halda úti falskri mynd af raunveru-
legri skuldastöðu (ath. hvort sem
um út- eða innlán er að ræða). Það
væri bókhaldsblekking og sjálfs-
blekking. Ef sá skilningur yrði
hins vegar ofan á, að krefja eigi
áfallnar verðbætur milli gjalddaga
af allri skuldinni, sem HH virðist
sækjast eftir, yrði fjárhagsleg-
ur ávinningur skuldara minni en
enginn – en skaðsemin gífurleg og
verðtrygginga kerfið lagt í rúst með
þeim þekktu afleiðingum sem eldri
kynslóð ætti að þekkja og hafa lært
af. Lítið gagn er af reynslu kynslóð-
anna ef skellt er skollaeyrum við
henni jafnharðan. HH virðast ekki
gera sér grein fyrir afleiðingunum
og eru þarna að vinna gegn hags-
munum heimilanna.
Þessa uppfærslu eftirstöðvanna
– verðlagsleiðréttingu þeirra við
gjalddaga eða vísitöluútreikning
–, sem NB stundum er til lækkun-
ar, segja talsmenn HH kalla fram
„margfeldisáhrif“, sem valdi því
að lánardrottnar fái í sinn hlut
„margfaldar verðbætur“. Þessi
skilningur þeirra fellur undir það
sem Vilhjálmur Bjarnason kall-
aði meinloku í Kastljósviðtali 17.
ágúst. Hér vinnst ekki pláss til
að fjalla um þessa „meinloku“ en
hugsanlega er hún í því fólgin að
talsmenn HH ímyndi sér að verð-
bætur séu reiknaðar ofan á verð-
bætur – tvíreiknaðar – sem ekki er,
eða þá, sem einnig hefur sést, að
eitthvað mætti skoða nánar hvað
átt er við með orðunum „árleg
verðbólga“ og hvernig slíkt reikn-
ast ár frá ári, – í ljósi þess að for-
maður HH hefur ítrekað borið sig
undan „vaxtavöxtum“ í þessu sam-
bandi. Jafnvel lítur út fyrir að tals-
mennirnir geri ekki greinarmun á
því hvort verðbætur eru reiknað-
ar frá upphafi láns eða einungis
á milli síðustu gjalddaga því þeir
virðast álíta að við þessar tilfær-
ingar gufi verðbæturnar upp að
stærstum hluta!!
Um útreikninga og reikni-
líkön bæði HH og annarra, sem
gefa aðrar niðurstöður en reikni-
líkön bankanna, verður að nægja
hér að segja, að allt slíkt verður
að byggjast á sömu forsendum ef
bera á niður stöður útreikning-
anna saman. Sérstaklega á þetta
við lánstíma (líftíma láns) og þá er
að minna á að bæði vextir og verð-
bætur eru fall af tíma. Þannig er
beint samband milli lengri láns-
tíma og hærri upphæða.
Sú röksemd þeirra, sem hafna
reikningum HH, að núvirðis-
reikningar verði að gefa sömu
niður stöðu, nægir hins vegar
ekki, því að núvirðisreikningarn-
ir myndu byggjast á áðurgerðum
framvirðisreikningum sem ekki
byggja á sömu forsendum. Deilan
snýst um forsendur, þar á meðal
einfaldlega hvernig menn umgang-
ast hlutfalls- og prósentureikning
og almenna bankareglu.
Að lokum: Um þá kröfu HH, að
skuldarar verði framvegis ekki
einir alfarið ábyrgir um verð-
bætingu á lánsfé því sem þeir hafa
fengið í hendur, og að því sem kall-
að er „áhætta“, sem þeirri ábyrgð
er samfara, verði að stórum hluta
af þeim létt og komið yfir á þá sem
lögðu fram fjármunina og veittu
þeim lánið; – sem sagt, að þeir aðil-
ar skuli sætta sig við að fá ekki
raunvirði til baka –, þarf sérstaka
umfjöllun sem ekki rúmast hér – en
þar takast á sanngirnissjónarmið
sem æskilegt er að ná sátt um.
Deilan snýst um forsendur, þar á
meðal einfaldlega hvernig menn um-
gangast hlutfalls- og prósentureikning
og almenna bankareglu.
Höfuðstóll verðbætist frá stofndegi
Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull
við að gagnrýna samþykkt Mann-
réttindaráðs Reykjavíkur (MRR)
um „Skólastarf í Reykjavík og
trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem
bíður afgreiðslu borgarráðs. Í
umræðu í vetur komu fram ýmsar
fullyrðingar sem eru rangar um
innihald tillagnanna og markmið
þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan
verið endurteknar þrátt fyrir til-
raunir til að leiðrétta þær. Mig
langar að gera enn eina tilraun til
að leiðrétta nokkrar þeirra.
Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst
í Fbl. vitnar hann í álit borgar-
lögmanns um starfssvið ráðsins:
„Hins vegar verði ekki talið að
innan þess eftirlitshlutverks falli
almennt að mannréttindaráð setji
einstökum sviðum og stofnunum
Reykjavíkurborgar bindandi regl-
ur um framkvæmd einstakra verk-
efna eða gera tillögur til borgar-
ráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta
ráðsins segir: „Mannréttindaráð
skal móta stefnu, taka ákvarðan-
ir og gera tillögur til borgarráðs
hvað varðar verksvið þess.“ Sam-
þykkt MRR bíður nú afgreiðslu
borgarráðs og vinnur það því sam-
kvæmt samþykktum þess. Engum
af þeim sem standa að samþykkt-
inni hefur nokkru sinni dottið í hug
annað verklag. Engin andstæða er
í áliti lögmannsins og samþykktum
MRR þar sem þeim er fylgt. Það
er eitt af meginhlutverkum MRR
og skrifstofunnar að gæta þess að
mannréttindi séu virt í starfsemi
borgarinnar. Það væri því bein-
línis rangt ef MRR hefði ekki sett
fram þær samskiptareglur sem nú
er verið að innleiða. Grunnur að
þeirri vinnu var lagður með vinnu
og skýrslu um skóla og trúmál sem
birt var 2008.
Eins og áður segir hefur umræð-
an um þetta mál oft á tíðum snú-
ist um málefni sem ekki er getið
í tillögunni. Ég ætla, að þegar
fólk tekur fram lyklaborðið til að
taka þátt í lýðræðislegri umræðu,
að það lesi það sem það hyggst
gagnrýna. Því hefur verið haldið
fram að verið sé að vega að rótum
kristni, að verið sé að breyta náms-
skrá og kennslu um kristni. Því er
einnig haldið fram að verið sé að
leggja niður þjóðsönginn og jólin
og banna umræðu um vináttu,
umhyggju og náungakærleik, að
verið sé að útrýma kristinni menn-
ingu og ráðast á þjóðkirkjuna og
steypa andlegri örbirgð yfir börn
í Reykjavík! Meira að segja hefur
því verið haldið fram að ekki megi
ræða um útfarir í skólum vegna
samþykktarinnar!
Ekkert af ofangreindum full-
yrðingum er að finna í samþykkt
MRR. Í þeim er verið að setja
ramma utan um samskipti skóla
við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í
samþykktinni er kveðið á um að
hlutverk skóla sé að fræða um ólík
trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig
er þess getið að skóla stjórnendur
geti boðið fulltrúum lífsskoðana
í heimsókn til kynningar sam-
kvæmt námsskrá. Einnig er þar
að finna ákvæði sem ætlað er að
koma í veg fyrir trúboð í skól-
um og á frístundaheimilum enda
er það ekki hlutverk opinberra
skóla að vera vettvangur slíks.
Einn liður samþykktanna tekur á
heimsóknum nemenda í helgistaði
trúarhópa og skuli þær vera sam-
kvæmt námsskrá og undir hand-
leiðslu kennara. Í heimsóknum
skal gætt að því að börnin séu
ekki þátttakendur í helgisiðum
eða athöfnum. Því er síðan beint
til félaga við skipulagningu ferm-
ingarfræðslu og barnastarf skuli
skólastarf ekki verða fyrir trufl-
un. Einnig er þess getið að við áfall
tengt skólum skuli aðstoðar leitað
til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða
fulltrúa trúar- eða lífsskoðunar-
félaga. Þetta er í stórum dráttum
innihald samþykkta MRR.
Ég vil því spyrja þá sem lesa
þessa grein: Er eitthvað í upptaln-
ingu innihalds samþykktarinnar
sem réttlætir þá gagnrýni sem ég
hef minnst á hér að ofan? Það þarf
alla vega mjög skökk gleraugu til
að geta lesið slíkt úr samþykkt
MRR.
Rangfærslur um mannréttindi
leiðréttar
Verðtryggð lán
Hjalti
Þórisson
framhaldsskólakennari
Trúmál
Bjarni
Jónsson
fulltrúi í
Mannréttindaráði
Reykjavíkur
Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lykla borðið
til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að
það lesi það sem það hyggst gagnrýna.
AF NETINU
Þrískipting ESB?
Sameiginleg mynt og peninga-
málastefna gengur ekki upp
nema að samræmis sé gætt í
fjármálastjórn ríkjanna. Það krefst
stóraukins miðstjórnarvalds og að
hlutverk þjóðþinganna verði veikt.
Niðurstaðan á tveggja tíma fundi
Merkel og Sarkozy var skref í þessa
áttina. Engin niðurstaða varð hins
vegar varðandi hugmyndina um
útgáfu evrópuskuldabréfa sem
þjóðirnar tækju ábyrgð á. Það stóra
mál er ennþá óleyst, en mun ekki
víkja af dagskrá evrulandanna.
Williams Rees Mogg, ritstjóri The
Times til áratuga, skrifar í sitt gamla
blað athyglisverðar vangaveltur
um þessi mál. Hann veltir þar upp
íhugunarverðum kosti. Rees-Mogg
segir að ef ESB takist ekki að
leysa vandræði sín sé ekki ólíklegt
að ESB verði í reynd þrískipt. 1.
Skandinavísku löndin, Bretland
og Írland. 2. Hin sterku ríki Mið-
Evrópu. 3. Hin veikari hagkerfi í
ríkjunum við Miðjarðarhafið.
ekg.blog.is
Einar K. Guðfi nnsson
Dásemdarríki Halldórs og
Davíðs
Menn sem gefa sig út fyrir að vera
sérfræðingar í efnahagsmálum,
eru jafnvel prófessorar við Háskóla
Íslands, hafa jafnvel verið í stjórn
Seðlabanka og sett hann kyrfilega
á hausinn og átt stóran þátt í að
setja efnahagslíf landsins í kalda
kol og valda því að 20 þús. heimili
eru gjaldþrota. Þessir menn mæra
krónuna sem sérstakan bjargvætt
og segja að helsta ástæða þess
að Grikkland eigi í vandræðum sé
ESB og evran.
gudmundur.eyjan.is
Guðmundur Gunnarsson