Fréttablaðið - 23.08.2011, Side 22

Fréttablaðið - 23.08.2011, Side 22
Helgarnámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna verður haldið á Eyrarbakka dagana 2.-4. september. Jógakennarinn Unnur Arndísardóttir hefur umsjón með námskeiðinu en kennslan fer fram í fallegu húsi við sjávarsíðuna. Lífrænt fæði frá kaffihúsinu Bakkabrim verður á boðstólum allt námskeiðið. Skráning er í síma 696-5867 og á uni@uni.is „Námskeiðið er hugsað fyrir venjulega foreldra með venjuleg börn og til að kenna þeim ýmsar leiðir sem vitað er að skila sér í uppeldi. Flestir foreldrar takast á við það sama, til dæmis að koma á góðum svefnvenjum og taka á reiðiköstum. Foreldrar vilja fá leiðbeiningar um hvernig nota eigi aga, setja reglur og mörk og hvern- ig hvernig sé best að kenna börn- um góða hegðun sem nýtist þeim í lífinu.“ Þannig lýsir Gyða Haralds- dóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri á Þroska og hegðunarstöð Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, námskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar. Námskeiðin hafa verið kennd frá árinu 2004 og voru þróuð í samvinnu við ung- og smábarnavernd í þeim tilgangi að bæta þekkingu foreldra á uppeldi. „Á margan hátt er verið að kenna fólki hagnýtar leiðir sem gera uppeldið auðveldara og skemmtilegra. Við viljum einn- ig vekja for- eldra til meðvit- undar um að það skiptir miklu máli hvernig fyrirmynd for- eldrarnir eru sjálfir. Þá vilj- um við að foreldrar séu samtaka í uppeldinu,“ segir Gyða. Nám- skeiðið hentar foreldrum barna allt til sex ára en mælt er sérstak- lega með því fyrir foreldra barna á aldrinum 6 mánaða til þriggja ára. „Þessi námskeið eru sívinsæl og síðustu ár höfum við aukið framboðið,“ segir Gyða en oft eru fleiri en eitt námskeið í gangi í einu. Hvert námskeið er átta klukkutímar og eru tveir tímar kenndir í senn, einu sinni í viku. Leiðbeinendur eru alltaf fagfólk með reynslu, oftast sálfræðingar. Í hverjum tíma fer fram ákveðin fræðsla en mikið er lagt upp úr því að jafn mikill tími fari í umræð- ur og spjall, foreldrar komi með eigin vangaveltur og vandamál og tengi þannig fræðsluna við hvunn- daginn. „Þarna myndast oft mjög líflegar umræður. Fólk græðir oft meira á svona námskeiði en ein- staklingsráðgjöf því foreldrar læra svo margt hverjir af öðrum,“ segir Gyða en fjöldi þátttakenda í hverju námskeiði er um 16. Kostnaður við námskeiðið er 8000 krónur, tíu þúsund fyrir par en námskeiðsgjöldin eru niður- greidd fyrir atvinnulausa foreldra. Enn er laust á námskeið hausts- ins og hægt að skrá sig á www. heilsugaeslan.is eða í síma 585- 1350. solveig@frettabladid.is Skemmtilegra uppeldi Hvað eiga foreldrar að gera þegar litli engillinn er farinn að taka reiðiköst eða vill ekki hlýða? Þessari og öðrum spurningum sem brenna á foreldrum er svarað á námskeiðinu Uppeldi sem virkar. Gyða Haraldsdóttir Lögð er rík áhersla á gildi þess að byrja sem allra fyrst á ævi barns að vinna skipulega að góðum og árangursríkum uppeldis- háttum. NORDICPHOTOS/GETTY Office Skills Programme for Foreign Students Office Skills Programme for students, over the age of 20, not having Icelandic as their mother tongue. The courses are taught both in basic Icelandic and English. Time: Mondays, Tuesdays and Wednesdays from 17:30 to 20:30. See mk.is or contact Inga Karlsdóttir í 5944000/8244114. NOKKUR SÆTI LAUS! Skrifstofubraut I Er tveggja anna hagnýt braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00. og einnig 12:35 – 16:35. Kennsla hefst 24. ágúst Brautin er einnig kennd í fjarnámi – sjá mk.is Skrifstofubraut II - rekstrarfulltrúi Tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Inntökuskilyrði: Krafist er þekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00. Kennsla hefst 24. ágúst Upplýsingar veitir Inga Karlsdóttir fagstjóri hagnýtra viðskipta- og fjármálagreina í síma 594 4000/8244114 eða í inga.karlsdottir@mk.is Skólaferðir - Óvissuferðir - Starfsmannaferðir Hvað langar ykkur að gera? Hafðu samband og við sérsníðum ferð fyrir þinn hóp. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 482-1210 Davis náms- og lestrartæknin byggir á kenningum og aðferðum Ronalds D. Davis sem skrifaði bókina „Náðargáfan lesblinda“ og er ætluð fimm til níu ára gömlum börnum. Með námstækninni má fyrir- byggja sértæka námsörðugleika sem há mörgum. Tæknin þykir hafa sérstaklega góð áhrif á nemendur með ofvirkni og athyglisbrest og auðveldar kennurum að halda uppi aga í skólastofunni og eiga jákvæð samskipti við nemendur. Nánari upplýsingar er að finna á lesblind.is Heimild: www.lesblind.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.