Fréttablaðið - 23.08.2011, Síða 30

Fréttablaðið - 23.08.2011, Síða 30
23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 Nýjasta bindi þýska bók- menntatímaritsins Die Horen er helgað íslensku atómskáldunum. Eysteinn Þorvaldsson segir mikinn áhuga á íslenskum bók- menntum þar í landi, enda fari þeim fjölgandi sem geti þýtt íslensku yfir á þýsku. Bei betagten Schiffen er yfir- skrift nýjasta bindis þýska bók- menntatímaritsins Die Horen, sem að þessu sinni er helgað íslenskum atómskáldum. Yfir- skriftin er vísun í ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, „Hjá hrum- um skipum“. Ritstjórar eru rit- höfundurinn og þýðandinn Wolfgang Schiffer og Eysteinn Þorvaldsson, einn helsti sérfræð- ingur Íslendinga á sviði atóm- ljóðlistar. Bindið er veglegt, rúm- lega 400 síður að lengd, enda segir Eysteinn það eitt umfangsmesta rit sem komið hefur út um íslensk atómskáld. „Ég skrifaði á sínum tíma bók um atómskáldin og notast við sömu heimildir og þar, en þarna er meira efni, til dæmis ljóðaþýð- ingar, myndskreytingar og viðtöl frá þessu mikla umrótaskeiði.“ Atómskáldin er nafngift sem gefin var skáldum á borð við Stein Steinarr, Sigfús Daðason og Einar Braga sem vöktu harðar deilur þegar þau tóku ljóðahefðina nýjum tökum um miðja síðustu öld. Spurður hvort atómskáldin eigi sér hlíðstæðu í Þýskalandi segir Eysteinn svo varla vera. „Það má kannski helst finna líkindi með expressjónismanum í Þýskalandi; það var töluvert andóf gegn honum af þjóðernisleg- um ástæðum, enda var það á upp- gangsárum nasismans. En það var aldrei jafn heiftarlegt við nýjung- um í skáldskap eins og hér á landi. Þetta blandaðist svo rækilega við fornritamenningu, sjálfstæðishug- sjónina og þjóðernis tilfinningu. Mönnum fannst það eins og tilræði við íslenska menningu að yrkja á svona nýstárlegan hátt. En sem betur fer létu þessu ungu skáld engan bilbug á sér finna.“ Íslandsbindi Die Horen kemur út í tengslum við bókamessuna í Frankfurt í haust, en nokkuð hefur verið fjallað um íslenskar bókmenntir í blaðinu áður. Flest ljóðanna eru þó að koma út í þýskri þýðingu í fyrsta sinn. „Það er skemmtilegt hvað Þjóðverjar hafa mikinn áhuga á Íslandi, bæði náttúru og menn- ingu,“ segir Eysteinn. „Það má til dæmis merkja á því að þeim hefur fjölgað mjög mikið þýskum þýð- endum sem geta snúið íslensku yfir á þýsku, til dæmis kom heill her þýðenda við sögu við gerð þessa rits.“ bergsteinn@frettabladid.is 26 menning@frettabladid.is EYSTEINN ÞORVALDSSON Þær harðvítugu deilur sem urðu vegna nýstárlegra ljóða atómskáldanna eiga sér varla hliðstæðu í Þýskalandi að mati Eysteins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslensk atómljóð á þýsku Leiklist ★★★★Góðir hálsar Frystiklefinn, Rifi Höfundur: Kári Viðarsson. Leikarar: Kári Viðarsson, Snædís Ingadóttir, Ingi Hrafn Hilmarsson og Alexander Roberts. Leikmynd: Helga Páley Friðþjófsdóttir og Kári Viðarsson. Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteins- son Hljóð: Ragnar Ingi Hrafnkelsson. Leikstjórn: Kári Viðarsson og Árni Grétar Jóhannsson. Með öndina í hálsinum Sagan um Axlar-Björn, frægasta og líklega eina raðmorðingja Íslands- sögunnar, liggur til grundvallar leiksýningunni Góðir hálsar, sem leikhópur Kára Viðarssonar frumsýndi á fimmtudaginn var, í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi. Þar vantaði ekkert upp á að blóðið spýttist og rann um gólf og veggi og leikgleðin var í algleymingi. Hópurinn valdi þá leið að segja sögu Björns frá barnæsku þar sem ástleysið og grimmdin í uppeldinu mótuðu viðhorf hans og hegðun. Leik- húsið sjálft er gömul fiskvinnsla og salt- fiskverkun og hefur verið haganlega breytt þannig að húsið uppfyllir mjög vel þarfir fyrir leiksýningar og tónlistarflutning. Mikið er sungið og dansað í sýningunni og þó svo að grimmdin hafi verið drif- fjöðrin var húmorinn hvergi langt undan. Kári Viðarson leikur morðingjann frá vöggu til grafar. Hann er leiftursnöggur og kvikur í hreyfingum hvort heldur hann er að fremja ódæðisverk eða fá móður eða eiginkonu til þess að elska sig. Móður Björns og síðan eiginkonu Björns leikur Snædís Ingadóttir, sem hefur sterka líkamlega nærveru og kómíska áru. Hún fótaði sig einkar vel á blóði drifnu gólfi með uppblásna blöðru innanklæða. Þeir Alexander Roberts og Ingi Hrafn Hilmarsson voru einnig góðir í sínum hlutverkum. Ormur Þorleifsson frá Knerri, sem Ingi Hrafn léði lífi, var fimur og flottur dauður og Alexander Roberts, enskumælandi leikari sem lék gest frá Akureyri, var mjög sannfærandi og kitlaði margar hláturtaugar. Leikmyndin er eins og bútasaumsteppi úr spýtum og skemmtilega hrá. Tónlistin var alveg sérstaklega skemmtileg, kom eins og exi úr heiðskíru lofti með væmnum slögurum, og power-point skyggnur juku á fjölbreytileikann þar sem myndskeið úr fjörunni og fjöllunum birtust á spýtnaveggjunum. Eftir mikið sprikl, dráp og dans var áhorfendum boðið inn í annan sal; óhugnanlegan með rauðleitri lýsingu, eins og lækur seytlaði fyrir aftan boga- dregna fjöl sem fólk stóð á. Þar var eitt atriði leikið, í sjálfu sér endurtekning á því sem gerst hafði fyrr en nokkuð hrollvekjandi í nýrri uppröðun í annarri návist við samviskulausa brjálæðinginn. Sýningin er margbreytileg, aldrei dauður punktur nema kannski í blálokin þar sem endirinn var í lausu lofti. Á heildina er þetta þó sprelllifandi og skemmtileg sýning. Frystiklefann er verið að byggja upp sem æfinga- og vinnuhúsnæði fyrir leikhópa. Það er vonandi að sem flestir fái tækifæri til þess að starfa að list sinni því eitt er víst, með jökulinn í námunda að umhverfið allt, veitir innblástur. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Lifandi og skemmtileg sýning þótt endirinn hafi verið í lausu lofti. AUÐUR GUNNARSDÓTTIR sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari koma fram á þriðjudagstónleikum í Sigurjónssafni í kvöld. Yfirskrift tónleikanna er „Íslenskir söngvar í íslenskum mó” en á þeim verða flutt þrettán þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar og sönglög Jónasar Ingimundarsonar og Tryggva M. Baldvinssonar við texta eftir íslensk ljóðskáld. Tónleikarnir hefjast klukkan hálfníu. Steinunn Þórarinsdóttir myndlistar- maður opnar sýninguna„Situations“ á Economist Plaza í London, torgi þar sem tímaritið The Economist er til húsa. Sýningin samanstendur af högg- myndum úr smíðajárni, gleri og ryðfríu stáli. Sýningarstjóri sýningarinn- ar er Peter Osborne hjá gallerí- in Osborne Samuel, umboðsaðila Steinunnar í London undanfarin tólf ár. Economist Plaza er við St. James’s Street í hjarta London og er kunnur sýningarvettvang- ur fyrir höggmyndalist og inn- setningar. Sýningin verður opnuð formlega 5. október. Verk Steinunnar eru nú til sýnis í tveimur stórborgum beggja vegna Atlantsála. Í mars síðast- liðnum var sýningin Borders opnuð við Dag Hammarskjöld Plaza í New York og stendur hún fram á haust. Verk eftir Steinunni á Economist Plaza ÚR SÝNINGUNNI SITUATIONS Verk Steinunnar eru nú til sýnis á áberandi stöðum í London, New York og víðar. MYND/MAGNUS ARREVAD betri hugmynd! Mjólkin g erir gott betr a og ómissand i með súkkulað iköku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.