Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 10
29. ágúst 2011 MÁNUDAGUR10 „Umhverfi og mannkyni stafar nú mest ógn af miðstýr ingu og ein okun. Sjálfbærni, rétt læti og friður fá ekki þrifist fyrr en fjöl breytni verður grundvöllur fram leiðsl unnar. Á okkar dögum er ræktun og viðhald fjöl breytninnar ekki munaður heldur for senda þess að við lifum af. “ Vandana Shiva Kaffitár Landvernd Maður Lifandi Matvís Melabúðin Móðir Jörð Nattura.is NLFÍ Ráðgjafarfyrirtækið Alta Rúnar Sigurkarlsson og Hildur Guðmundsdóttir Sigurður Gísli Pálmason Skaftholt - Guðfinnur Jakobsson Vottunarstofan Tún Yggdrasill VANDANA SHIVA á ÍSLANDI Opinn fyrirlestur í Háskólabíói (aðgangur ókeypis) 29. ágúst 2011 kl. 17.00 Styrktaraðilar: Umhverfisráðuneytið, sem er bakhjarl verkefnisins Vandana Shiva á Íslandi Utanríkisráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Reykjavíkurborg Akur - Garðyrkjustöð Biobú Brauðhúsið Félag umhverfisfræðinga Fjarðarkaup Gló Heilsa Heilsuhúsið Íslandsbanki ORKUMÁL Heildarraforkukostn- aður hjá heimilum landsins hefur hækkað umtalsvert frá því í júní 2010, samkvæmt nýrri verðkönn- un ASÍ. Mest er hækkunin hjá við- skiptavinum Orkuveitu Reykja- víkur en heildarraforkukostnaður þeirra hefur hækkað um 26 pró- sent miðað við 4.000 kWst. notkun á ári. Kostnaður hjá heimilum á svæði HS orku hefur hækkað minnst eða um fjögur prósent miðað við sam- bærilega notkun. Allir raforkusalar hækkuðu gjaldskrár sínar nú í sumar, að því er segir í fréttatilkynningu frá ASÍ. Mesta hækkunin var 20 prósent hjá Orkuveitu Reykjavíkur en minnsta hækkunin var hjá HS veitum, 3,6 prósent. Einnig hafa allar dreifiveiturnar hækkað hjá sér gjaldskrána síðan í fyrrasumar. Mesta hækkun- in var hjá Orkuveitu Reykjavík- ur en minnsta hækkunin var hjá Rafveitu Reyðarfjarðar. Hjá viðskiptavinum RARIK/ Orkusölunnar í þéttbýli hefur raforkukostnaður einnig hækkað umtalsvert eða um níu prósent. Rafmagnsreikningurinn á svæði Orkubús Vestfjarða í þéttbýli hefur hækkað um 8 prósent. - ibs Rafmagnsreikningar heimilanna hafa hækkað umtalsvert á einu ári: 26 prósenta hækkun hjá OR HÆRRA RAFMAGNSVERÐ Það er orðið dýrara að nota tauþurrkarana en áður. DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að óþekkt- ur karlmaður skuli sæta gæslu- varðhaldi til 6. september meðan íslensk lögregluyfirvöld komist að því hver hann er. Það var 21. ágúst sem lögregl- an hafði afskipti af manninum í Leifsstöð er hann var að koma frá Kaupmannahöfn. Maðurinn framvísaði írösku vegabréfi með nafni sínu. Við skoðun á því vökn- uðu grunsemdir lögreglu um að það væri falsað. - jss Grunur um falsað vegabréf: Óþekktur mað- ur settur í gæslu FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR UMRÆÐAN Meiri Vísir. Meira úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í topp-upplausn með greiðara og einfaldara aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. LÍBÍA, BBC Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líb- íubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðar- byrgjum, sem nú hafa verið yfir- gefin. Ahmed Omar, ofursti og tals- maður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið hand- teknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?“ Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfs- fólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, frétta- maður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin rík- isstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sár- lega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt.“ Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dag- ana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí held- ur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heima- borg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn upp- reisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utan- ríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörð- um höndum að því að koma inn- viðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is Óttast um 50 þúsund fanga Ekki er vitað um afdrif tæplega 50 þúsund manns sem stjórn Gaddafís hélt föngnum. Uppreisnarmenn óttast um afdrif þeirra. Gaddafís er enn leitað. EKKERT RENNANDI VATN Íbúar höfuðborgar Líbíu, Trípólí, ná sér í vatn á birgðastöð. Ekkert rennandi vatn er í borginni og innviðir stjórnkerfisins eru rjúkandi rústir. NORDICPHOTOS/AFP VEISLA Þúsundir múslíma á Indlandi setjast að snæðingi síðasta sunnudag í Ramadan. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.