Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 40
29. ágúst 2011 MÁNUDAGUR20 sport@frettabladid.is Mjólkin g erir gott betr a og styrkir be in. betri hugmynd! MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR skoraði í gær bæði mörkin í 2-1 sigri Kristianstad á sterku liði Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Fleiri Íslendingar voru á skotskónum í gær en Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Kristján Örn Sigurðsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson skoruðu öll með liðum sínum í gær. FÓTBOLTI Óhætt er að segja að helgin hafi verið viðburðarík í ensku úrvalsdeildinni og þá sér- staklega gærdagurinn. Manc- hester-liðin United og City gengu nánast berserksgang og gjörsigr- uðu Lundúnaliðin Arsenal og Tot- tenham. City skoraði fimm gegn einu marki Tottenham og þá vann United ótrúlegan 8-2 sigur á gömlu erkifjendunum í Arsenal. Allt sem hefur farið úrskeiðis hjá Arsenal í sumar endurspegl- aðist í leiknum gegn United í gær. Það gekk einfaldlega allt á aftur- fótunum en auk þess að fá átta mörk á sig fór víti forgörðum hjá Arsenal auk þess sem liðið missti Carl Jenkinson af velli með rautt spjald. Er það í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum að leikmaður Arsenal er rekinn í sturtu. Wayne Rooney skoraði þrennu fyrir United, þar af tvö úr auka- spyrnu. Ashley Young skoraði líka tvö glæsileg mörk. „Þetta kom á óvart,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. „Maður á alltaf von á erf- iðum leik gegn Arsenal. Vissulega vantaði marga í lið Arsenal í dag en við gerðum samt það sem þurfti að gera.“ Sjálfur sagði kollegi hans, Arsene Wenger, eftir leikinn að það kæmi ekki til greina að stíga til hliðar. „Nei, alls ekki. En mér líður eins og að ég hafi verið niður- lægður í dag. Liðið hrundi í seinni hálfleik,“ sagði hann. „En það voru átta leikmenn fjarverandi í dag. Það myndi veikja hvaða lið sem er.“ Edin Dzeko var þó líklega maður dagsins í Manchester-borg í gær. Hann skoraði fjögur af fimm mörkum City gegn Tottenham og fór einfaldlega hamförum. Samir Nasri lék sinn fyrsta leik með City síðan hann kom frá Arsenal og lagði upp þrjú mörk í leiknum. „Þetta var mjög sérstakur dagur fyrir mig í dag. Það er frábært að skora fjögur mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Dzeko eftir leikinn. Hann segir að City eigi meira inni. „Við erum sífellt að bæta okkur. Ég vona að við höldum áfram að bæta okkur í næsta leik enda viljum við vinna alla leiki.“ Manchester-liðin eru þau einu í deildinni sem eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirn- ar. United er með tíu mörk í plús en City níu. Sannarlega ótrúleg byrjun og ótrúlegir yfirburðir hjá þessum liðum. Óneitanlega skyggja þessi tvö lið á önnur í deildinni en næst á eftir koma Liverpool og Chelsea sem unnu góða sigra á laugardaginn. Liverpool var sannfærandi gegn Bolton og 3-1 sigur liðsins síst of stór. Jordan Henderson og Char- lie Adam skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool í leiknum. 3-1 sigur Chelsea á Norwich var síður en svo sannfærandi en leiksins verður helst minnst fyrir skelfileg meiðsli Didiers Drogba sem var sleginn óviljandi í rot af John Ruddy, markverði Norwich. Drogba var meðvitundarlaus í rúman hálftíma og fékk vægan heilahristing. Hann var á bata- vegi í gær. Wolves og Newcastle eru með sjö stig, rétt eins og Liverpool og Chelsea, og byrja því tímabil- ið vel. Hið sama er ekki hægt að segja um áðurnefnd Lundúnalið en Arsenal er einungis með eitt stig en Tottenham er enn stigalaust. eirikur@frettablaidid.is Manchester 13 – London 3 Gærdagurinn var einhver sá ótrúlegasti frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Yfirburðir Manchester-liðanna eru ógnvænlegir en þau fóru illa með stórliðin Arsenal og Tottenham frá Norður-Lundúnum. „Niðurlæging,“ sagði Wenger. STÍGUM DANS Gareth Barry og Edin Dzeko fagna einu af fjórum mörkum þess síðarnefnda á myndinni fyrir ofan. Fyrir neðan má sjá lokastöðuna í leiknum á Old Trafford. NORDIC PHOTOS/GETTY Enska úrvalsdeildin Aston Villa - Wolves 0-0 Wigan - QPR 2-0 1-0 Franco Di Santo (40.), 2-0 Di Santo (65.). Blackburn - Everton 0-1 0-1 Mikel Arteta, víti (91.). Chelsea - Norwich 3-1 1-0 Jose Bosingwa (5.), 1-1 Grant Holt (62.), 2-1 Frank Lampard (81.), 3-1 Juan Mata (100.). Swansea - Sunderland 0-0 Liverpool - Bolton 3-1 1-0 Jordan Henderson (14.), 2-0 Martin Skrtel (51.), 3-0 Charlie Adam (52.), 3-1 Ivan Klasnic (91.). Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn í vörn Bolton. Newcastle - Fulham 2-1 1-0 Leon Best (47.), 2-0 Leon Best (65.), 2-1 Clint Dempsey (87.). Tottenham - Manchester City 1-5 0-1 Edin Dzeko (33.), 0-2 Edin Dzeko (40.), 0-3 Edin Dzeko (54.), 0-4 Sergio Agüero (59.), 1-4 Younes Kaboul (67.), 1-5 Edin Dzeko (92.). West Brom - Stoke City 0-1 0-1 Ryan Shotton (89.). Manchester United - Arsenal 8-2 1-0 Danny Welbeck (21.), 2-0 Ashley Young (27.), 3-0 Wayne Rooney (41.), 3-1 Theo Walcott (47.), 4-1 Wayne Rooney (63.), 5-1 Nani (66.), 6-1 Ji-Sung Park (69.), 6-2 Robin van Persie (73.), 7-2 Wayne Rooney, víti (81.), 8-2 Ashley Young (90.). STAÐAN Man. United 3 3 0 0 13-3 9 Man. City 3 3 0 0 12-3 9 Liverpool 3 2 1 0 6-2 7 Chelsea 3 2 1 0 5-2 7 Wolves 3 2 1 0 4-1 7 Newcastle 3 2 1 0 3-1 7 Aston Villa 3 1 2 0 3-1 5 Wigan 3 1 2 0 3-1 5 Stoke City 3 1 2 0 2-1 5 Bolton 3 1 0 2 7-6 3 Everton 2 1 0 1 1-1 3 QPR 3 1 0 2 1-6 3 Sunderland 3 0 2 1 1-2 2 Norwich City 3 0 2 1 3-5 2 Swansea City 3 0 2 1 0-4 2 Fulham 3 0 1 2 1-4 1 Arsenal 3 0 1 2 2-10 1 West Brom 3 0 0 3 2-5 0 Blackburn 3 0 0 3 2-6 0 Tottenham 2 0 0 2 1-8 0 Spænska úrvalsdeildin Real Zaragoza - Real Madrid 0-6 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Marcelo (28.), 0-3 Xabi Alonso (64.), 0-4 Cristiano Ronaldo (71.), 0-5 Kaka (82.), 0-6 Cristiano Ronaldo (87.). Barcelona mætir Villarreal á heimavelli í kvöld klukkan 19.00. ÚRSLIT FRJÁLSAR Hinn skrautlegi sprett- hlaupari, Usain Bolt, átti slæman dag á HM í frjálsíþróttum í Daegu í Suður-Kóreu í gær. Hann stefndi að því að verja heimsmeistaratign sína í 100 m hlaupi karla en var svo dæmdur úr leik fyrir þjófstart. „Ég get ekkert sagt. Ég þarf tíma til að jafna mig,“ sagði hann við AFP-fréttaveituna. Hann er aftur skráður til keppni í 200 m hlaup á föstudaginn en þar hefur hann einnig titil að verja. „Hvern- ig mun það ganga? Við verðum að sjá til á föstudaginn.“ Fyrir tveimur árum, á HM í Berlín, bætti Bolt metið í greininni með því að hlaupa á 9,58 sekúnd- um. Er það talið eitt allra mesta afrek íþróttasögunnar. Jamaíkumaðurinn Yohan Blake bar sigur úr býtum í greininni en hann hljóp á 9,92 sekúndum. Hann var reyndar sá eini sem hljóp undir tíu sekúndum sem sýnir hversu slakt hlaupið var. Blake stórgræddi einnig á því að Asafa Powell og Tyson Gay voru fjarverandi í gær vegna meiðsla. Þeir hlauparar sem þjófstarta eru umsvifalaust dæmdir úr leik en reglunum var breytt á þann veg í fyrra. Kim Collins, sem varð þriðji í gær, segir regluna fárán- lega. „En þar sem Alþjóðafrjáls- íþróttasambandinu finnst reglan sérstaklega sjónvarpsvæn tel ég líklegt að henni verði ekki breytt,“ sagði hinn 35 ára Collins sem vann til bronsverðlauna í gær. Hann er nú að keppa í níunda sinn á HM og stefnir á Ólympíuleikana í Lund- únum á næsta ári. - esá Usain Bolt þjófstartaði í 100 m hlaupi karla: Ég get ekkert sagt BOLT ÚR LEIK Usain Bolt gengur af hlaupabrautinni en til hægri á myndinni er Yohan Blake sem sigraði svo í hlaupinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FRJÁLSAR Suður-Afríkumaður- inn Oscar Pistorius tryggði sér um helgina sæti í undanúrslitum í 400 m hlaupi karla. Fótleggir hans fyrir neðan hné voru fjar- lægðir áður en hann náði eins árs aldri vegna fæðingargalla og er hann fyrsti fatlaði íþróttamaður- inn sem keppir á HM ófatlaðra. Pistorius keppir á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur framleiddi fyrir hann og eru hans helsta einkenni. „Þetta er mikill léttir,“ sagði hann eftir hlaupið í gær. „Ég hef lagt svo mikið á mig til að komast hingað og nú þegar ég er kominn vil ég gera sem mest úr því.“ Hann náði fjórtánda besta tím- anum í undanrásunum en undan- úrslitin fara fram í dag. - esá Oscar Pistorius vekur athygli: Fatlaður komst í undanúrslit Á ÍSLENSKUM FÓTUM Pistorius hefur vakið heimsathygli. NORDIC PHOTOS/GETTY FORMÚLA 1 Sebastian Vettel er á góðri leið með að verja titilinn sinn í Formúlu 1-mótaröðinni en hann bar sigur úr býtum í belg- íska kappakstrinum í gær. Félagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, kom annar í mark. Jenson Button á McLaren náði þriðja sætinu af Fernando Alonso á lokasprettinum þrátt fyrir að hafa verið þrettándi á ráslínu. Þetta var sjöundi sigur Vettels á tímabilinu og er hann með 92 stiga forystu á næsta mann. - esá Formúla 1 í Belgíu: Vettel og Red Bull sigruðu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.