Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 36
29. ágúst 2011 MÁNUDAGUR16 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. hagga, 6. kraðak, 8. meðal, 9. blaður, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. gistihús, 16. mun, 17. bjálki, 18. skurðbrún, 20. klaki, 21. pottréttur. LÓÐRÉTT 1. eins, 3. gangþófi, 4. ölvun, 5. kraftur, 7. sammála, 10. hlóðir, 13. sigað, 15. dó, 16. ílát, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. bifa, 6. ös, 8. lyf, 9. mas, 11. ll, 12. umtal, 14. hótel, 16. ku, 17. tré, 18. egg, 20. ís, 21. ragú. LÓÐRÉTT: 1. sömu, 3. il, 4. fyllerí, 5. afl, 7. samhuga, 10. stó, 13. att, 15. lést, 16. ker, 19. gg. Það er orðið algengt að fjölmiðlar geri stöðumælasektir að sérstöku umfjöll- unarefni að loknum íþróttakappleikjum, útitónleikum og öðrum uppákomum hér á landi. Útvarpsfréttatíminn að kvöldi 6. ágúst, dagsins sem Gleðigangan hlykkjað- ist um miðbæ höfuðborgarinnar, var þar engin undantekning en þá var borgarbúi nokkur tekinn í viðtal. Hann hafði ekið á bílnum sínum niður í miðbæ, lagt ólöglega og verið sektaður. Hann var síður en svo sáttur og fannst að lögregla og stöðumælaverðir hefðu átt að „líta til hliðar“. SVO virðist sem hluti borgarbúa vilji fá að leggja ólöglega eftir hentugleika. Enn hefur þessi hópur samt ekki stofnað formleg- an þrýstihóp sem nýtir tímann á milli hátíða til að sýna fram á að það sé allt í lagi að leggja á grasböl- um borgarinnar og það sé í raun óþarfi að íbúar miðbæjarins og gestir hans komist leiðar sinn- ar, hvað þá að slökkviliðs- og sjúkrabílar geti ekið þar greið- lega um. Þarna býr jú reið- innar býsn af fólki sem getur farið í hjartastopp, komist í barnsnauð og gleymt pottum á hellum hvenær sem er. SVO þurfa krakkar, fólk í hjólastólum sem og fólk með barnavagna líka að komast um án þess að vera í stórhættu. Myndi manni sem nýlega hefði verið staðinn að búðar- hnupli annars verið gefið orðið í kvöld- fréttatímanum til að skýra mál sitt? Hann myndi þá ef til vill segja að hann hefði sko alls ekki verið sá eini sem hefði verið að stela þennan dag, auk þess sem hann hafi verið svo glaður í hjarta sínu að honum hafi fundist hann eiga þýfið skilið. Líklega er það að leggja bílnum sínum ólöglega orðið að táknmynd hinnar íslensku gleði, svona eins og að kaupa flugelda eða gæða sér á góðri máltíð. Í LJÓÐINU Brotnar borgir í ljóðabókinni Hugástir kallar Steinunn Sigurðardóttir Reykjavík „Borg fyrirferðar: / fjallajeppa, árekstra, loftpressuborg“. Jú, fjallajepp- arnir hafa löngum þótt tilvalin farartæki hér í borg, meira að segja í þröngum götum Þingholtsins. Fjölskyldubíllinn nýtur taumlausrar virðingar og væntum- þykju og enginn vill að hann þurfi að búa við neinar hömlur. Á hátíðisdögum sprettum við því af honum á grasbala (kannski einum þeirra sem við býsnuð- umst yfir fyrr í sumar að borgin léti ekki slá) og leyfum honum að bíta á meðan við skemmtum okkur. Vei, þeim sem sigar hundinum á gripinn. Borg fyrirferðar Hvað? Stjórinn sagði að við ættum að fara út með Feita Tony!! Við kynnum til leiks treggáfaðan tengda- son Al Capone Var þetta ekki í lagi? Júbb! En við megum búast við meiri mótspyrnu þegar við mætum hinum liðunum. Jú, en við eigum ekkert að vera verri en hinir þó við séum ekki að leita að slags- málum? Neinei! Ég þoli alveg sann- gjarnan slag hvenær sem er! Komdu með það! Kóngur! En þú verður samt að passa betur upp á nærbuxurnar þínar! Hvað í...? Hvað ertu að gera þarna Palli? Fela mig. Það er snjódagur og við getum ekki farið neitt en mamma er í framkvæmdahug. Láttu ekki svo... Sko, ef við hjálpumst öll að þá ættum við að geta gengið frá öllum úrklippubókunum og fjölskyldualbúmunum! Færðu þig. SPURÐU MÖMMU Má ég fá síðustu köku- sneiðina? Væri ekki skemmti- legra ef þið Hannes mynduð deila henni? SPURÐU PABBA Má ég fá síðustu köku- sneiðina? Hvaða kökusneið? Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.