Fréttablaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 46
28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR26
Sendu SMS
á 0 kr. í dag!
Gildir
einu
ngi
s f
yri
r s
m
s s
en
di
ng
ar
í
ís
le
ns
ka
g
sm
s
ím
a
Ef þú ert með GSM hjá
Símanum sendir þú SMS
á 0 kr. á miðvikudögum
í september.
Magnaður miðvikudagur!
26
menning@frettabladid.is
Spjallað verður um ævi og
störf hinnar umdeildu og
ástsælu skáldkonu Guðrún-
ar frá Lundi á Bókakaffi í
Gerðubergi í kvöld. Lang-
ömmubarn Guðrúnar, bók-
menntafræðingurinn Marín
Guðrún Hrafnsdóttir, leiðir
spjallið.
Skáldkonan Guðrún frá Lundi
verður í brennidepli á Bóka-
kaffi í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í kvöld. Það er lang-
ömmubarn hennar, bókmennta-
fræðingurinn Marín Guðrún
Hrafnsdóttir, sem ætlar að leiða
spjall, á meðan gestir gæða sér á
kaffi og veitingum. Ætlar hún að
fjalla um ævi og störf langömmu
sinnar.
„Það er í
rauninni afar
merkilegt að
s ex t íu á r a
verk séu svona
mikið lesin og
í pöntunum á
bókasöfnum
landsins, bara
eins og nýju
jólabækurnar.
Ég vonast eftir því að koma því
til skila í kvöld hver þessi gald-
ur er,“ segir Marín, sem ætlar
meðal annars að rifja upp hvern-
ig verkum Guðrúnar var tekið
af samtíðarfólki hennar, en hún
var kölluð drottning kerlingar-
bókmenntanna. „Hvaða skoðun
sem fólk hefur á henni sem höf-
undi er það alveg ljóst að höfund-
arnafn hennar er gríðarsterkt
og rækilega greypt í þjóðarvit-
undina. Ég held að það skýrist
meðal annars af því að hún var
svo mikið lesin, en á sama tíma
var barist harkalega gegn þeim
lestri. Það gerði það að verkum
að allir höfðu skoðun á Guðrúnu
frá Lundi, meira að segja þeir
sem aldrei höfðu lesið staf eftir
hana. Einhver umræða um hana
komst af stað inni á hverju ein-
asta heimili.“
Þá ætlar Marín að fara í saum-
ana á því hvernig ímynd Guðrún-
ar smám saman breyttist þegar
leið á 20. öldina, en segja má að
hún hafi smám saman fengið upp-
reisn æru, uns það var loks viður-
kennt að hún væri mikill og stór
höfundur, sem ætti skilið að fá
sinn kafla í bókmenntasögunni.
Guðrún frá Lundi var 59 ára
þegar hún gaf út sína fyrstu bók
árið 1946. Hún skrifaði síðan
27 bindi af skáldsögum, nærri
10.000 síður, og þá síðustu þegar
hún var 86 ára gömul. Hún var
metsöluhöfundur í áratugi.
Bókakaffi er nýjung í dagskrá
Gerðubergs og verður framvegis
fjórða miðvikudagskvöld hvers
mánaðar. Dagskráin hefst klukk-
an 20 í kvöld. holmfridur@frettabladid.is
Galdur Guðrúnar frá Lundi
GUÐRÚN FRÁ LUNDI Dalalíf, vinsælasta verk Guðrúnar frá Lundi, er feikivinsælt í dag
og í stöðugri pöntun á bókasöfnum landsins.
MARÍN
HRAFNSDÓTTIR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 28. september
➜ Tónleikar
20.00 Benedikt Kristjánsson, tenór og
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari
flytja ljóðaflokkinn um Malarastúlkuna
fögru eftir Franz Schubert í Salnum í
Kópavogi. Miðaverð er kr. 2.000.
20.00 Matthias Ziegler heldur tónleika
ásamt Íslenska flautukórnum í Lang-
holtskirkju. Auk tónlistar Zieglers mun
flautukórinn flytja tvö ný íslensk verk.
Aðgangseyrir er kr. 2.000.
20.30 Bubbi Morthens heldur tónleika
á Kaffi Rauðku á Siglufirði. Miðaverð er
kr. 2.500.
21.00 For a Minor Reflection hefur lagt
lokahönd á smáskífuna EP. Hljómsveitin
fagnar áfanganum með tónleikum á
Faktorý ásamt hljómsveitunum Agent
Fresco og Lockerbie. Miðaverð er kr.
1.000.
22.00 Hljómsveitin Hellvar heldur
útgáfutónleika á Gauki á Stöng.
Aðgangseyrir er kr. 500.
➜ Fundir
12.25 Ingibjörg Broddadóttir, varafor-
maður flóttamannanefndar, og Kristján
Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða
kross Íslands, fjalla um flóttamenn á
fundi sem haldin er í tilefni af útkomu
bókarinnar Ríkisfang: Ekkert. Fundurinn
er haldinn í Odda 101 í Háskóla Íslands
og fundarstjóri er Ragna Árnadóttir,
fyrrum dóms- og mannréttindamála-
ráðherra.
➜ Ópera
17.45 Útgáfa Royal Opera á óperunni
Faust eftir Charles Gounod verður sýnd
í beinni útsendingu í Háskólabíói. Óper-
an er sýnd af Senu í samstarfi við Royal
Opera House í London. Uppfærslan er
í fimm þáttum og tekur samtals um 4
klst. Miðaverð er kr. 2.600.
➜ Bókmenntir
20.00 Marín G. Hrafnsdóttir, bók-
menntafræðingur og langömmubarn
skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi,
segir frá lífi og list ömmu sinnar í Bóka-
kaffi Gerðubergs. Spjallið kallar hún
Mátti kerlingin ekki skrifa í friði? Allir
velkomnir.
➜ Kvikmyndahátíð
21.00 Skúli Sverrisson og Sóley flytja lif-
andi tónlist á árlegum kvikmyndatónleikum
RIFF í Fríkirkjunni. Miðaverð er kr. 2.900.
21.00 Árleg spurningakeppni RIFF er
haldin á Kaffibarnum, sem breytt hefur
verið í krá í anda villta vesturs kúreka-
myndanna. DJ HalliValli leikur tóna villta
vestursins.
➜ Tónlist
20.30 Popp Quiz með veglegum vinn-
ingum á Bakkusi. Að því loknu þeytir DJ
Cool in the Pool skífum.
22.00 Pub Quiz er haldið á Den Danske
Kro.
22.00 Plötusnúðurinn Housekell þeytir
skífum á Faktorý.
22.00 DJ Óli Hjörtur spilar tónlist á
Prikinu.
➜ Umræður
22.00 Birgit Ehrhardt, Gerorg Holland-
ers og Sarka Mrnakova flytja erindi um
uppbyggingu náttúrulegra leikvalla og
kennslu utanhúss. Erindin verða flutt í
stofu M102 á félagsvísindatorgi Háskól-
ans á Akureyri. Allir velkomnir.
➜ Samkoma
13.30 Korpúlfarnir, samtök eldri
borgara í Grafarvogi, standa fyrir Bingói
á Korpúlfsstöðum. Allir velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Tónlist ★★★★
Upphafstónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur.
Sunnudagskvöldið 25. september.
Það er notalegt að koma á tónleika Kammermús-
íkklúbbsins í Bústaðakirkju. Harpan er vissu-
lega glæsilegt tónleikahús, en maður vonar samt
að tónlistar lífið í Reykjavík verði ekki BARA
þar. Svona upp á fjölbreytnina! Vonandi verður
Bústaðakirkja áfram heimili klúbbsins. Það er líka
gott að þurfa ekki að borga 500 kall fyrir bíla-
stæði, eins og í Hörpunni. Sem er að verða býsna
pirrandi.
Fyrstu tónleikar klúbbsins í vetur hófust á
myrkum nótum, á Verklärte Nacht eftir Schön-
berg. Ólíkt síðari verkum tónskáldsins, sem þóttu
á sínum tíma ómstríð og framúrstefnuleg, er það
rómantískt og í gömlum stíl, enda æskuverk. Það
er innblásið af ljóði eftir Richard Dehmel, sem
fjallar um framhjáhald. Verkið var upphaflega
samið fyrir strengjasextett, en var síðar umritað
fyrir stærri strengjasveit og er þekktast í þeim
búningi. Miklar tilfinningar og innri átök skila sér
betur þannig, breiddin sem strengjasveit hefur
yfir að ráða er einfaldlega meiri.
Þetta kom aðeins að sök á tónleikunum. Flytjend-
ur voru Ari Þór Vilhjálmsson, Pálína Árnadóttir,
Þórunn Ósk Marinósdóttir, Þórarinn Már Baldurs-
son, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agn-
arsson. Leikur þeirra var samstilltur og ákaflega
vandaður, en tilfinningaofsinn í verkinu náði samt
ekki almennilega í gegn. Kannski hefði enduróm-
unin í kirkjunni mátt vera ögn meiri fyrir akkúrat
þessa tónlist. Spilamennskan og túlkunin var engu
að síður falleg, en e.t.v. full varfærnisleg.
Mun meira fútt var í síðari tónsmíðinni á dag-
skránni, hinum fjöruga, en spennuþrungna sextett
eftir Tsjajkovskí, Souvenir de Florence. Tsjaj-
kovskí elskaði Ítalíu og dvaldi þar oft. Sextettinn
er kraftmikið verk sem ólgar af ástríðum, og ein-
kennandi fyrir hann eru grípandi laglínur.
Hér var flutningurinn í fremstu röð. Samspilið
var pottþétt og allskyns einleiksstrófur voru flott-
ar og hnitmiðaðar. Túlkunin var prýðilega byggð
upp, stígandin í leiknum var markviss, nánast raf-
mögnuð. Óneitanlega var það frábær byrjun á dag-
skránni í vetur. Jónas Sen
Niðurstaða: Vandaðir tónleikar í Kammermúsíkklúbbn-
um þar sem fór saman vandað samspil og falleg túlkun.
Sláturtíð, hátíð sem Samtök list-
rænt ágengra tónsmiða umhverf-
is Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.) standa
fyrir, hefst í kvöld með tónleikum
dúettsins Fagverk í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Dúett-
inn er skipaður Frank Aarnink
og Snorra Heimissyni og leikur
ný verk eftir íslenska og erlenda
höfunda.
Þetta er í þriðja sinn sem hátíð-
in Sláturtíð fer fram og stendur
hún yfir til 3. október næstkom-
andi. Hátíðin er haldin í sam-
starfi við Listasafn Reykjavíkur,
tónlistarröðina Jaðarber, Austurríska sendiráðið í Kaupmannhöfn,
Reykjavíkurborg og prentsmiðjuna GuðjónÓ. Ókeypis á alla tónleika,
sem eru sjö talsins, og einn fyrirlestur.
Af öðrum viðburðum á hátíðinni má nefna tónleika Fenjastrúts í
Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 30. september, en meðal flytjenda
hópsins eru Gunnar Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir og Laufey Har-
aldsdóttir. Einnig munu erlendir gestir koma fram á hátíðinni, meðal
annarra Vortex Project frá Austurríki og Slóveníu og Christopher
Schiller Frá Sviss.
Nánari upplýsingar um viðburði Sláturtíðar má finna á heimasíðu
hátíðarinnar, slatur.is.
Sláturtíð í þriðja sinn
SLÁTURTÍÐ Meðlimir S.L.Á.T.U.R. og
fleiri standa í ströngu á hátíðinni, sem
stendur yfir til 3. október.
Hið myrka framhjáhald
HVAÐ ER (MIS)NOTKUN SÖGUNNAR? Afmælismálþing Sagnfræðingafélags Íslands verður haldið
laugardaginn 1. október í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands klukkan 13. Fyrirlesarar verða Íris
Ellenberger, Guðni Th. Jóhannesson, Lára Magnúsardóttir og Guðmundur Hálfdanarson. Aðgangur er ókeypis.