Fréttablaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN28. SEPTEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? SAGA CLASS Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 39 19 0 4 /2 01 1 Ekki hefur verið lokið við fjármögnun á fagfjár- festasjóðnum Björk. Hann hefur því ekki fjárfest í neinu fyrirtæki fram til þessa. Baldur Már Helgason sjóðsstjóri gerir ráð fyrir að ljúka fjármögnun innan nokkurra vikna og verði þá um einn og hálfur milljarður króna í sjóðnum. Það er ívið lægri upphæð en stefnt var að í upphafi. Í kjölfarið verður fjárfest í fyrsta sinn, hugsan- lega fyrir áramót. Bjarkarsjóðurinn var stofnaður af Auði Capi- tal og tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur skömmu fyrir jólin 2008 en félagið eiga þau til helminga. Væntingar voru um að sjóðurinn myndi fjárfesta í fimmtán til tuttugu sprotafyrirtækjum sem byggja á auðlindum landsins og með mikla vaxtarmöguleika á þremur árum fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Eink- um hefur verið horft til fyrir tækja á sviði endur- nýjanlegrar orku, sjávar og vatnsauðlinda. Auður Capital lagði sjóðnum til hundrað millj- óna króna hlutafjár loforð og hefur síðan leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta og lífeyris- sjóða eftir innleggi í sjóðinn. - jab B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 1,50%A 11,50% 11,45% Vaxtaþrep 2,05% 11,35% 11,35% Vaxtareikningur 1,35%B 11,30% 11,30% MP Sparnaður 9,65 til 1,95% 11,15% 11,15% PM-reikningur 11,5 til 2,05% A 11,30% 11,3% Netreikningur 1,90% C 11,45% 11,45% Sparnaðarreikningur 2,00% 10,35% Ekki í boði. Fjármögnun Bjarkar ekki lokið „Við höfum unnið að því markvisst að upplýsa erlenda aðila um stöðu íslenskra fyrirtækja og það hefur skilað þessum jákvæða árangri,“ segir Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Atradius, annað af tveimur stærstu erlendu greiðslu- tryggingafélögum heims, hefur opnað fyrir greiðslufallstryggingar á íslensk fyrirtæki. Við- skipti sem þessi hafa verið í frosti síðan í efna- hagshruninu fyrir þremur árum þegar tryggingafélögin hættu að gangast í ábyrgðir fyrir greiðslur frá íslenskum fyrir- tækjum. Það olli inn- og útflytjendum vandræðum og neyddust mörg þeirra til að greiða vörusendingar fyrirfram eða útvega aðrar og kostnaðar- samar greiðslutryggingar. Viðskiptaráð, Creditinfo, íslenskir banka og tryggingafélög- in hafa frá haustinu 2008 unnið að því að koma aftur á eðlilegu fyrirkomulagi greiðslufalls- trygginga. „Við höfum lagt ríka áherslu á að íslensk fyrirtæki standi reglulega skil á ársreikn- ingum og það er jákvætt hversu mikil bragar- bót hefur verið gerð í þeim málum á síð- ustu misserum. Breytt afstaða Atradius er fagn- aðarefni,“ segir Finnur. - jab Loksins opnað fyrir greiðslufallstryggingar BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Gengi hlutabréfa í bandaríska ljósmyndavörufyrirtækinu Kodak hrundi um næstum einn fjórða á mánudag eftir að stjórnendur nýttu sér í fyrsta sinn ádráttar- lán fyrirtækisins. Ádráttarlán er eins konar yfirdráttarheimild fyrir fyrirtæki. Fjárfestar hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu fyrir- tækisins. Kodak var framarlega í þróun og framleiðslu á filmum og á fjölda einkaleyfi í stafrænni ljós- myndatækni. Fyrirtækið missti hins vegar af stafrænu bylting- unni og hefur barist í bökkum við að komast á réttan kjöl. - jab MYNDAVÉLUM STILLT UPP Gengi hlutabréfa í Kodak skrapar nú botninn, fjárfestum til lítillar gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Klúður hjá Kodak Gengi hlutabréfanna hefur aldrei verið lægra FINNUR ODDSSON Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Fjárfestarnir Magnús Ármann og Jón Scheving Thorsteinsson eru á meðal nýrra hluthafa í Vefpress- unni, eiganda vefmiðlanna Pressan, Eyjan, Menn.is, Bleikt.is og tveggja netverslana en í annarri er versl- að með hjálpartæki ástarlífsins. Tvö félög þeirra áttu samtals rúman 24 prósenta hlut í fyrirtækinu um síðustu áramót samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Hlutafé Vefpressunnar var aukið um 78 milljón- ir króna í fyrra, bæði með sölu hlutafjár og loforð- um um hlutafjárframlag. Samkvæmt uppgjöri Vef- pressunnar sem birt var í síðustu viku kemur fram að hluthöfum hafi verið fjölgað úr fjórum í ellefu. Vefpressan var stofnuð árið 2009. Upphaflega voru hluthafar fjórir. Tryggingafélagið VÍS átti 33 pró- senta hlut á móti Birni Inga Hrafnssyni, fyrr- um borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Salt Investments, fjárfestingarfélagi Róberts Wessman, fyrrverandi for- stjóra Actavis, og Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra Vefpressunnar. Hlutafé upphaflegra eigenda þynntist út við hlutafjáraukninguna. VÍS á samkvæmt því átján prósenta hlut í Vefpressunni og Björn Ingi á rúm átján prósent í stað rúmra 26 prósenta. Jón Scheving er skráður fyrir fjórtán prósentum í nafni JST Holding. Magnús Ármann á rúm tíu prósent í nafni Imons. Fimm hluthaf- ar áttu minna en tíu prósenta hlut hver í félaginu og eru ekki upplýsingar um þá í uppgjöri Vefpressunnar. Magnús Ármann með stóran hlut í Eyjunni Hluthöfum Vefpressunnar fjölgaði úr fjórum í ellefu í fyrra. VÍS lækkaði hlutafjáreign sína úr 33 prósentum í átján. BJÖRN OG MAGNÚS Hlutafé Vefpressunnar var aukið um 78 milljónir króna í fyrra. ■ Vefpressan tapaði 8,7 milljónum króna í fyrra. Þetta er talsverður bati á milli ára samanborið við rúmlega þrjátíu milljóna króna tap árið 2009. ■ Fastafjármunir Vefpressunnar jukust verulega í fyrra, fóru úr 8,5 milljónum króna árið 2009 í 53 milljónir. Mestu munar um óefnislegar eignir, oft nefnt við- skiptavild, sem fór úr engu í tuttugu milljónir króna og eignarhluti í félögum sem fóru sömuleiðis úr engu í 25 milljónir. Viðskipta- vildin er eignarfærð í ársreikningnum. N O K K U R A T R I Ð I U M V E F P R E S S U N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.