Fréttablaðið - 28.09.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 28.09.2011, Síða 20
MARKAÐURINN28. SEPTEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? SAGA CLASS Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 39 19 0 4 /2 01 1 Ekki hefur verið lokið við fjármögnun á fagfjár- festasjóðnum Björk. Hann hefur því ekki fjárfest í neinu fyrirtæki fram til þessa. Baldur Már Helgason sjóðsstjóri gerir ráð fyrir að ljúka fjármögnun innan nokkurra vikna og verði þá um einn og hálfur milljarður króna í sjóðnum. Það er ívið lægri upphæð en stefnt var að í upphafi. Í kjölfarið verður fjárfest í fyrsta sinn, hugsan- lega fyrir áramót. Bjarkarsjóðurinn var stofnaður af Auði Capi- tal og tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur skömmu fyrir jólin 2008 en félagið eiga þau til helminga. Væntingar voru um að sjóðurinn myndi fjárfesta í fimmtán til tuttugu sprotafyrirtækjum sem byggja á auðlindum landsins og með mikla vaxtarmöguleika á þremur árum fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Eink- um hefur verið horft til fyrir tækja á sviði endur- nýjanlegrar orku, sjávar og vatnsauðlinda. Auður Capital lagði sjóðnum til hundrað millj- óna króna hlutafjár loforð og hefur síðan leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta og lífeyris- sjóða eftir innleggi í sjóðinn. - jab B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 1,50%A 11,50% 11,45% Vaxtaþrep 2,05% 11,35% 11,35% Vaxtareikningur 1,35%B 11,30% 11,30% MP Sparnaður 9,65 til 1,95% 11,15% 11,15% PM-reikningur 11,5 til 2,05% A 11,30% 11,3% Netreikningur 1,90% C 11,45% 11,45% Sparnaðarreikningur 2,00% 10,35% Ekki í boði. Fjármögnun Bjarkar ekki lokið „Við höfum unnið að því markvisst að upplýsa erlenda aðila um stöðu íslenskra fyrirtækja og það hefur skilað þessum jákvæða árangri,“ segir Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Atradius, annað af tveimur stærstu erlendu greiðslu- tryggingafélögum heims, hefur opnað fyrir greiðslufallstryggingar á íslensk fyrirtæki. Við- skipti sem þessi hafa verið í frosti síðan í efna- hagshruninu fyrir þremur árum þegar tryggingafélögin hættu að gangast í ábyrgðir fyrir greiðslur frá íslenskum fyrir- tækjum. Það olli inn- og útflytjendum vandræðum og neyddust mörg þeirra til að greiða vörusendingar fyrirfram eða útvega aðrar og kostnaðar- samar greiðslutryggingar. Viðskiptaráð, Creditinfo, íslenskir banka og tryggingafélög- in hafa frá haustinu 2008 unnið að því að koma aftur á eðlilegu fyrirkomulagi greiðslufalls- trygginga. „Við höfum lagt ríka áherslu á að íslensk fyrirtæki standi reglulega skil á ársreikn- ingum og það er jákvætt hversu mikil bragar- bót hefur verið gerð í þeim málum á síð- ustu misserum. Breytt afstaða Atradius er fagn- aðarefni,“ segir Finnur. - jab Loksins opnað fyrir greiðslufallstryggingar BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Gengi hlutabréfa í bandaríska ljósmyndavörufyrirtækinu Kodak hrundi um næstum einn fjórða á mánudag eftir að stjórnendur nýttu sér í fyrsta sinn ádráttar- lán fyrirtækisins. Ádráttarlán er eins konar yfirdráttarheimild fyrir fyrirtæki. Fjárfestar hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu fyrir- tækisins. Kodak var framarlega í þróun og framleiðslu á filmum og á fjölda einkaleyfi í stafrænni ljós- myndatækni. Fyrirtækið missti hins vegar af stafrænu bylting- unni og hefur barist í bökkum við að komast á réttan kjöl. - jab MYNDAVÉLUM STILLT UPP Gengi hlutabréfa í Kodak skrapar nú botninn, fjárfestum til lítillar gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Klúður hjá Kodak Gengi hlutabréfanna hefur aldrei verið lægra FINNUR ODDSSON Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Fjárfestarnir Magnús Ármann og Jón Scheving Thorsteinsson eru á meðal nýrra hluthafa í Vefpress- unni, eiganda vefmiðlanna Pressan, Eyjan, Menn.is, Bleikt.is og tveggja netverslana en í annarri er versl- að með hjálpartæki ástarlífsins. Tvö félög þeirra áttu samtals rúman 24 prósenta hlut í fyrirtækinu um síðustu áramót samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Hlutafé Vefpressunnar var aukið um 78 milljón- ir króna í fyrra, bæði með sölu hlutafjár og loforð- um um hlutafjárframlag. Samkvæmt uppgjöri Vef- pressunnar sem birt var í síðustu viku kemur fram að hluthöfum hafi verið fjölgað úr fjórum í ellefu. Vefpressan var stofnuð árið 2009. Upphaflega voru hluthafar fjórir. Tryggingafélagið VÍS átti 33 pró- senta hlut á móti Birni Inga Hrafnssyni, fyrr- um borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Salt Investments, fjárfestingarfélagi Róberts Wessman, fyrrverandi for- stjóra Actavis, og Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra Vefpressunnar. Hlutafé upphaflegra eigenda þynntist út við hlutafjáraukninguna. VÍS á samkvæmt því átján prósenta hlut í Vefpressunni og Björn Ingi á rúm átján prósent í stað rúmra 26 prósenta. Jón Scheving er skráður fyrir fjórtán prósentum í nafni JST Holding. Magnús Ármann á rúm tíu prósent í nafni Imons. Fimm hluthaf- ar áttu minna en tíu prósenta hlut hver í félaginu og eru ekki upplýsingar um þá í uppgjöri Vefpressunnar. Magnús Ármann með stóran hlut í Eyjunni Hluthöfum Vefpressunnar fjölgaði úr fjórum í ellefu í fyrra. VÍS lækkaði hlutafjáreign sína úr 33 prósentum í átján. BJÖRN OG MAGNÚS Hlutafé Vefpressunnar var aukið um 78 milljónir króna í fyrra. ■ Vefpressan tapaði 8,7 milljónum króna í fyrra. Þetta er talsverður bati á milli ára samanborið við rúmlega þrjátíu milljóna króna tap árið 2009. ■ Fastafjármunir Vefpressunnar jukust verulega í fyrra, fóru úr 8,5 milljónum króna árið 2009 í 53 milljónir. Mestu munar um óefnislegar eignir, oft nefnt við- skiptavild, sem fór úr engu í tuttugu milljónir króna og eignarhluti í félögum sem fóru sömuleiðis úr engu í 25 milljónir. Viðskipta- vildin er eignarfærð í ársreikningnum. N O K K U R A T R I Ð I U M V E F P R E S S U N A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.