Fréttablaðið - 28.09.2011, Page 16
16 28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR
Forsætisráðherra, Jóhanna Sig-urðardóttir, lýsti í viðtali við
Fréttablaðið laugardaginn 24.
september sl. áhyggjum sínum af
kynbundnum launamun hjá rík-
inu.
Vissulega ber að fagna því að
ráðherra vilji beita sér í jafn mik-
ilvægu máli og jafnrétti til launa.
Hins vegar er það túlkunar-
atriði hvernig best verður ráðið
við þennan landsins forna fjanda,
sem kynbundinn launamunur er.
Taxtar, svigrúm og aukagreiðslur
Forsætisráðherra
bendir á aukagreiðslur
og svigrúm í stofnana-
samningum sem mögu-
lega rót vandans, enda
leiti slíkar greiðslur í
ríkari mæli til karla
en kvenna. Bæði þessi
úrræði, þ.e. að greiða
umfram taxta og að
fullnýta það svigrúm
í stofnanasamningum
sem gefst til að hækka
laun, eru viðbrögð við
kröfum um hærri laun
en felast í lágmarks-
röðun samninga. Kjara-
samningar, þar með
talið sá hluti þeirra sem nefnist
stofnanasamningur, kveða á um
lágmarkskjör, en hvergi stendur
skrifað að ekki megi greiða laun
umfram samninga (nema að vísu
hvað varðar tiltölulega nýlegt
bann fjármálaráðuneytisins við
því að greiða ríkisstarfsmönnum
hærri laun en sem nemur grunn-
taxta forsætisráðherra).
Rétt er að hafa það hugfast
að laun samkvæmt taxta eru
almennt mjög lág hjá ríkinu
miðað við almennan vinnu markað
og að almennt er ríkið vinnu-
staður kvenna umfram karla.
Því væri það í mínum huga
fyrsta mál á dagskrá hjá rík-
inu, sem aðgerð til höfuðs kyn-
bundnum launamun, að hverfa
frá þeirri láglaunastefnu sem
þar ríkir.
Það er komið nóg af því að
jafna kjörin niður á við, tími er
til kominn að jafna þau upp.
Verðmætamat málaflokka
Launamunur kynjanna hjá ríkinu
tengist náið launamun milli mála-
flokka, en það er staðreynd að laun
eru almennt hærri á þeim sviðum
ríkisrekstrar sem lúta að fram-
kvæmdum en félags-, heilbrigðis-
og menntamálum. Forsætis-
ráðherra bendir á þetta í viðtalinu
og lýsir yfir vilja til að leiðrétta
þessa stöðu. Það er kominn tími
til að hækka launaviðmið í „mann-
legu“ geirunum, þannig að hægt sé
að segja að um önnun sjúkra verði
jafnverðmæt og umsýsla fjár svo
klassískt dæmi sé tekið.
Samkeppnislaun
Karlar í starfi hjá ríkinu tilheyra
oftar en konurnar stéttum sem
starfa jafnt á almennum sem opin-
berum vinnumarkaði, þeir eru
með öðrum orðum oftar í sam-
keppnisstöðu hvað varð-
ar störf og laun. Sá sem
getur gengið í betur
launað starf á almenn-
um markaði hefur jafn-
an meira vogar afl til að
sækja sér aukagreiðslur
en hinn sem eingöngu
á þess kost að starfa
á vettvangi hins opin-
bera.
Aukagreiðslur og
svigrúm í stofnana-
samningum þyrfti síður
að nota ef laun væru
almennt metin hærra í
grunninn.
Kynbundnar launa lækkanir
Forsætisráðherra virðist í
umræddu viðtali vonsvikin með
árangur af launalækkunum ríkis-
ins í kjölfar hrunsins, sem „var
talið að ... myndu bitna meira á
körlum en konum“. Eins virðist
hún telja það vandamál að þær
launalækkanir séu nú „að ein-
hverju leyti að ganga til baka“. Það
hlýtur að teljast varasöm aðferð
að beita kynbundnum launa-
lækkunum til að jafna kjör, þótt
einhver gæti haldið því fram að
tilgangurinn helgaði meðalið.
Bandalag háskólamanna leggst
gegn aðgerðum sem framkalla
eiga kynbundna launalækkun,
enda ekki á það bætandi að lækka
laun hjá ríkinu.
Horfumst frekar í augu við það
að laun ríkisstarfsmanna eru of
lág og að ríkið er ekki samkeppnis-
hæft um starfsfólk nema með því
að deila út allra handa sporslum.
Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa
og reynum að skilja hvernig það
má vera að hann sé horfinn frá
okkur og komi aldrei aftur. Við
reynum að setja okkur í spor for-
eldranna og fjölskyldunnar sem
eftir situr og það setur að okkur
óhug. Það ætti enginn að þurfa að
jarða börnin sín.
Ég held að flest okkar sem
heyrðu fréttirnar úr Sandgerði
hafi einnig hugsað hvernig í
ósköpunum það megi vera að
ungum dreng líði svo illa að hann
telji sér enga útgönguleið færa
nema að binda enda á líf sitt. Við
þá hugsun er stutt í reiðina og
leitina að sökudólg.
Það er ekki nema eðlilegt að
hugsa til þess hvort ekki hefði
verið hægt að koma í veg fyrir
þetta hörmulega andlát. Hefði
félagsþjónustan getað gert eitt-
hvað betur? Hefði skólinn getað
gert eitthvað? Hefði heilbrigðis-
kerfið getað gripið inn í? Svo
mætti lengi telja. Þessar spurn-
ingar eru eðlilegar, en það er
óviðeigandi og ósanngjarnt að
setja niður sök hjá þeim sem
ekki eiga það skilið og að óat-
huguðu máli. Með því er verið
að auka á sársaukann og sorgina
og höggva þar sem
síst skyldi. Stund-
um tekst einfald-
lega ekki að bjarga
manns lífum þótt til
þess sé góður vilji
og allt hafi verið
gert rétt.
Ég vil leyfa mér
að nefna hér sér-
staklega sam hentan
hóp kennara og
starfsfólks í Sand-
gerðisskóla, en mér
finnst skólinn ekki
hafa notið sann-
mælis í umræðu
síðustu daga. Sand-
gerðisskóli hefur
orð á sér fyrir að
taka vel á eineltis-
málum og sinna vel
þeim börnum sem eiga um sárt
að binda og minna mega sín.
Sem fagmaður hef ég oft nefnt
að Sandgerðisskóli væri öðrum
skólum til fyrirmyndar hvað
þetta varðar. Í dag er skólinn í
sárum. Þrátt fyrir metnaðar fulla
vinnu eftir þeim aðferðum sem
vitað er að virka best, sitja börn-
in og starfsfólk skólans hnípin
eftir í sársaukanum og syrgja
góðan dreng.
Ég á mér þá ósk heitasta að
við heiðrum minn-
ingu Sandgerðings-
ins unga með því að
við strengjum þess
heit að verða betri í
að gæta þeirra sem
líður ekki vel og
sinna betur þeim
sem um sárt eiga
að binda. Við skul-
um reyna að verða
betri manneskjur
og lifa lífinu með
virðingu. Það eru
drengnum verð-
ug eftirmæli. Um-
ræðan næstu daga
þarf að vera skyn-
samleg og hófstillt
og það skulum við
kappkosta.
Foreldrum
drengsins, fjölskyldu, skóla-
systkinum, skólafólki og Sand-
gerðingum öllum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Í dag erum við öll Sandgerð-
ingar
Þann 18. nóvember 2010 lögðu allir þingmenn Framsóknar-
flokksins (að Guðmundi Stein-
grímssyni undanskildum), þing-
menn Hreyfingarinnar og nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
fram þingsályktunartillögu um
málshöfðun á hendur breska rík-
inu fyrir alþjóðlegum dómstól
vegna beitingar hryðjuverkalaga
gegn Íslandi.
Ályktunin hljóðaði svo: „Alþingi
ályktar að fela forsætisráðherra
fyrir hönd íslenska ríkisins að
undirbúa málshöfðun á hendur
breska ríkinu fyrir alþjóðlegum
dómstól vegna beitingar hryðju-
verkalaga gegn íslenska ríkinu
og íslenskum fyrirtækjum. Mál-
sóknin verði í fyrsta lagi byggð á
því að beiting hryðjuverkalaganna
hafi verið tilefnislaus, ekki lögum
samkvæmt og hafi skaðað íslenskt
orðspor og fjárhagslega hagsmuni
þjóðarinnar. Í öðru lagi verði
gerð krafa um skaðabætur fyrir
það tjón sem ákvörðun breskra
stjórnvalda olli íslenska ríkinu og
íslenskum fyrirtækjum.“
Mælt var fyrir málinu 1. febrú-
ar 2011 og málinu vísað til utan-
ríkismálanefndar. Málið var hins
vegar aldrei tekið fyrir í nefnd-
inni og ekki sent til umsagnar eða
unnið með það á annan hátt.
Nýverið skilaði fjármálaráð-
herra skýrslu að beiðni þing-
manna Sjálfstæðisflokksins: „um
mat á áhrifum af beitingu Breta á
lögum um varnir gegn hryðjuverk-
um, glæpum og um öryggi fyrir
íslensk fyrirtæki.“
Af niðurstöðum þeirrar skýrslu
má ráða að tjónið er verulegt og að
full þörf sé á að meta það enn frek-
ar. Skýrslan undirstrikar mikil-
vægi þess að kannað sé til hlítar að
höfða mál á hendur breska ríkinu
og sækja bætur fyrir fjárhagslegt
tjón sem og tjón vegna orðspors-
skaða.
Ísland á lista með Al Qaeda og
Gaddafi mánuðum saman
Það er mikilvægt að muna að
breska ríkisstjórnin beitti hryðju-
verkalögunum ekki einungis gegn
Landsbankanum heldur einnig
gegn Seðlabanka Íslands og ríkis-
stjórn Íslands sérstaklega. Þetta
var skýrt tekið fram í aðgerðum
breskra stjórnvalda.
Í kjölfarið voru ríkisstjórn
Íslands og Seðlabanki Íslands sett
á opinberan lista breska fjármála-
ráðuneytisins yfir hryðjuverka-
samtök og ríki sem styðja hryðju-
verk. Þennan lista nota þjóðir
heims, bankar, fjármálastofnanir
og fyrirtæki um allan heim til við-
miðunar þegar ákvörðun er tekin
um samskipti og viðskipti við við-
komandi ríkisstjórnir.
Vera Íslands á þessum alræmda
lista olli fjölmörgum íslenskum
fyrirtækjum beinu fjárhagslegu
tjóni sem meðal annars fólst í því
að erlendir bankar og trygginga-
fyrirtæki neituðu að veita þeim
fyrirgreiðslu með beinni vísun í að
ekki væru höfð viðskipti við fyrir-
tæki í löndum sem sætu á hryðju-
verkalista bresku ríkisstjórnar-
innar.
Og skaðinn sem það olli orðspori
Íslands að dúsa mánuðum saman á
sama bekk og Al-Qaeda og Líbía á
sama tíma og mikilvægasta verk-
efni íslenskra stjórnvalda var að
byggja upp traust á Íslandi og
íslensku efnahagslífi á ný verður
seint ofmetinn.
Það er því mikilvægt að muna að
breska ríkisstjórnin beitti hryðju-
verkalögunum markvisst gegn
Íslendingum öllum en ekki aðeins
gegn Landsbankanum. Og það olli
Íslendingum og íslenskum hags-
munum óumdeilanlegu tjóni langt
umfram það sem eðlilegt gat talist
í samskiptum „vinaþjóða“.
Ýmsir reyndu að hræða Íslend-
inga til hlýðni í Icesave-málinu
með því að Bretar og Hollendingar
muni fara fyrir dómstóla að sækja
skaðabætur fyrir það tjón sem
þeir telja sig hafa orðið fyrir. Það
er vel hugsanlegt enda hafa þeir
fullan rétt á að láta reyna á slíkt
fyrir dómstólum. En gleymum því
ekki að á nákvæmlega sama hátt
hafa Íslendingar fullan rétt á því
að höfða mál gegn breska ríkinu
vegna þess tjóns sem Bretar ollu
með beitingu hryðjuverkalaganna
og veru Íslands á hryðjuverka-
listanum. Réttarkerfið virkar ekki
bara í aðra áttina.
Fékk ekki umfjöllun í utanríkis-
málanefnd
Telja verður undarlegt að áður-
nefnd þingsályktun um málsókn
gegn breska ríkinu hafi ekki feng-
ið umfjöllun í utanríkismálanefnd
þar sem um kjörið tækifæri var til
að sameina þing og þjóð og leita
réttar okkar gagnvart breskum
stjórnvöldum. Framsóknarmenn
munu leggja þingsályktunina inn
aftur við upphaf þings í október og
munu eins og áður berjast fyrir því
að Íslendingar sæki rétt sinn gagn-
vart Bretum. Enda er vilji fram-
sóknarmanna til máls höfðunar á
hendur Bretum ekki nýr af nál-
inni því strax þegar hryðjuverka-
lögunum var beitt krafðist Guðni
Ágústsson, þáverandi formaður
Framsóknar flokksins, þess að
farið yrði í mál við bresk stjórn-
völd.
Beiting hryðjuverkalaganna
gegn Íslandi var óásættanleg
aðgerð af hálfu breska ríkisins
sem olli Íslendingum sannanlegu
tjóni. Því er bæði rétt og sann-
gjarnt að láta reyna á málssókn
gegn breska ríkinu til að sækja
bætur fyrir það tjón.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra hefur nú í hyggju
að skoða málið í samstarfi við
Alþingi. Því ber að fagna að nú
loks þremur árum síðar skuli loks
hylla undir að samstaða geti tek-
ist um slíka málshöfðun en for-
senda þess er að Alþingi og fram-
kvæmdavaldið vinni náið saman
og trúnaður og traust ríki um það
ferli sem sett verður af stað. Vona
ég að nú þegar verði sest niður og
vinnan skipulögð.
Það er því mikilvægt að muna að breska
ríkisstjórnin beitti hryðjuverkalögunum
markvisst gegn Íslendingum öllum en
ekki aðeins gegn Landsbankanum. Og það olli Ís-
lendingum og íslenskum hagsmunum óumdeilanlegu
tjóni langt umfram það sem eðlilegt gat talist í sam-
skiptum „vinaþjóða“.
Sandgerðisskóli
hefur orð á sér
fyrir að taka vel
á eineltismálum
og sinna vel þeim
börnum sem eiga
um sárt að binda
og minna mega
sín.
Í dag erum við öll Sandgerðingar
Möguleg skýring á kyn-
bundnum launamun
Samstaða um málshöfðun
vegna beitingar hryðjuverkalaga
Kjaramál
Guðlaug
Kristjánsdóttir
formaður Bandalags
háskólamanna
Það er komið
nóg af því að
jafna kjörin
niður á við,
tími er til
kominn að
jafna þau upp.
Hryðjuverkalögin
Gunnar Bragi
Sveinsson
formaður þingflokks
framsóknarmanna
Samfélagsmál
Gylfi Jón
Gylfason
fræðslustjóri hjá
Reykjanesbæ
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.