Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 10
30. september 2011 FÖSTUDAGUR10 Lögreglumenn hafa mót- mælt nýlegum gerðardómi um kjör stéttarinnar. Meðal laun lögreglumanna voru um 513 þúsund krón- ur á mánuði á síðasta ári. Verður að skoða launin í samhengi við vinnuframlag segja lögreglumenn. Forsvarsmenn lögreglumanna segja launakjör innan stéttar innar hafa dregist aftur úr viðmiðunar- stéttum á borð við tollverði á undan förnum árum. Samningavið- ræður Landssambands lögreglu- manna við ríkið runnu út í sand- inn án þess að tækist að semja, og í kjölfarið kvað gerðardómur upp úrskurð sem kemur í stað kjara- samninga. Í gerðardóminum kemur fram að laun lögreglumanna eigi að hækka í samræmi við launahækk- anir á almennum markaði, auk þess sem álagsgreiðslur lögreglu- manna hækka lítillega. Þessi niður staða er algerlega óásættan- leg að mati lögreglumanna, eins og komið hefur fram í yfirlýsingum frá félögum lögreglumanna og í ályktunum frá fundum sem þeir hafa haldið í sínum hópi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðal- laun lögreglumanna á síðasta ári um 513 þúsund krónur á mán- uði. Af þeirri upphæð voru dag- vinnulaun um 284 þúsund krón- ur, yfirvinnulaun um 110 þúsund, vaktaálag um 59 þúsund og álags- greiðslur og önnur laun um 60 þús- und krónur. Steinar Adolfsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir að skoða verði heildarlaunin í samhengi við vinnuframlag lögreglumanna. Að baki þessum launum liggi bæði langir vinnudagar, vaktavinna og álag í starfi. Meta verði vinnu- framlag lögreglumanna til launa. „Það má taka hvaða viðmiðun- arstétt sem er, til dæmis tollverði, og setja þann fjölda vinnustunda sem lögreglumenn vinna inn í launakerfi þeirra til að sjá hversu mikið lögreglumenn hafa dregist aftur úr viðmiðunarstéttunum,“ segir Steinar. Hann bendir á að lögreglumenn séu margir á bakvöktum, og á þeim hvíli ríkari skylda en öðrum ríkisstarfsmönnum um að vinna yfirvinnu. Þá megi lögreglumenn ekki vinna aðra vinnu án sam- þykkis vinnuveitanda. Segir yfirmenn ekki of marga Meðaltal launa heillar stéttar þar sem eru bæði nýliðar og yfirmenn með mikla starfsreynslu gefa þó ekki alltaf rétta mynd af raun- verulegum launum, enda dreif- ingin talsverð. Meðaltal er fundið með því að leggja saman laun allra lögreglu- manna og deila í með fjöldanum. Önnur aðferð er að finna mið- gildið, það er raða lögreglumönn- um í röð eftir launum, og finna svo þann sem er í miðjum hópnum. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) er miðgildi launa lögreglu manna mjög svipað og meðaltalið. Í tölum sem teknar voru saman fyrir Fréttablaðið kemur fram að meðallaunin í októ- ber í fyrra voru ríflega 522 þúsund krónur, en miðgildi launa í sama mánuði var tæplega 524 þúsund krónur. Í þessum tiltekna mánuði var meðaltalið og miðgildið svipað. Það er fremur óvenjulegt þegar laun stórra hópa eru skoðuð, því yfirleitt er meðaltalið hærra en miðgildið. Það skýrist af því að hlutfallslega fáir eru með há laun sem hífa upp meðaltalið, en hafa ekki jafn mikil áhrif á miðgildið. Í tilviki lögreglumanna benda þessar tölur til þess að um helm- ingur þeirra sé með laun yfir meðal talinu, en um helmingur með laun undir meðaltalinu. Steinar segir oft hafa verið bent á mikinn fjölda yfirmanna innan lögreglunnar. Þar sé þó verið að líta á stöðuna frá röngu sjónar- horni. Í raun sé fjöldi yfirmanna alls ekki of mikill. Staðreyndin sé sú að almennum lögreglumönnum hefur verið fækkað óhóflega mikið á síðustu árum. Steinar bendir einnig á að endur- nýjun í stéttinni hafi verið minni undanfarin ár en búast mætti við. Það skili sér í reyndari lögreglu- mönnum með lengri starfsaldur, og þar með hærri laun. Hærri laun en tollverðir Landssamband lögreglumanna er aðildarfélag BSRB. Meðallaun starfsmanna allra aðildarfélaga voru um 353 þúsund krónur á síð- asta ári. Dagvinnulaun voru ívið lægri en hjá lögreglumönnum, en yfirvinna, vaktaálag og aðrar greiðslur hífa lögreglumennina upp. Meðallaun tollvarða, sem einn- ig heyra undir BSRB, voru um 466 þúsund krónur á mánuði í fyrra, samkvæmt samantekt fjár- málaráðuneytisins. Dagvinnu- launin eru svipuð hjá stéttun- um, yfirvinnan og vaktaálagið sambærileg, en lögreglumenn síga fram úr vegna álagsgreiðslna og annarra greiðslna. Miðgildi launa tollvarða er svipað og meðallaun. Önnur stétt innan BSRB sem gengur vaktir eru sjúkraliðar. Á síðasta ári voru meðallaun sjúkra- liða um 345 þúsund krónur. Þar af voru um 242 þúsund fyrir dag- vinnu, 35 þúsund fyrir yfirvinnu, 58 þúsund vegna vaktaálags og önnur laun voru ríflega 10 þúsund krónur. Vilja að vinnuframlag sé metið til launa FRÉTTASKÝRING: Launakjör lögreglumanna Meðallaun nokkurra starfsstétta opinberra starfsmanna 600 500 400 300 200 100 0 Þú su nd k ró nu r ■ Önnur laun ■ Vaktaálag ■ Yfirvinnulaun ■ Dagvinnulaun Lögreglumenn Sjúkraliðar Tollverðir BSRB meðallaun 512.788 344.888 465.794 352.902 HEIMILD: FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is þúsund krónur voru meðallaun lögreglumanna á síðasta ári samkvæmt samantekt fjármálaráðu- neytisins. 513
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.