Fréttablaðið - 30.09.2011, Side 18
18 30. september 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
www. tengi.is
GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ
- ÞAÐ ER TENGI
STURTUHAUSAR Í ÚRVALI
SKINNY handsturtuhaus
verð kr. 1.990.-
SPRING sturtuhaus
kringlóttur 20 cm verð kr. 9.450.-
ESPRITE CARRÉ
ferkantaður 20 cm verð kr. 12.400-
EMOTION sturtuhaus
kringlóttur 10 cm verð kr. 3.990.-
Ó
ánægja lögreglumanna með kjör sín er vel skiljanleg. Þeir
hafa bent á að þeir hafi dregizt aftur úr þeim viðmiðunar-
hópum sem voru skilgreindir þegar lögreglumenn voru
sviptir verkfallsrétti. Niðurstöðu gerðardóms telja þeir
ekki taka mið af þessu kjaramisgengi. Láti vinnuveitandi
þeirra, ríkið, kjaradeilur ævinlega ganga til gerðardóms eins og nú
séu lögreglumenn fastir í láglaunagildru.
Ofan á launamisgengið bætist að framlög til lögreglunnar hafa
verið skorin niður umfram það sem forsvaranlegt getur talizt út
frá öryggi borgaranna. Það skilar sér sömuleiðis í erfiðari starfs-
aðstæðum lögreglumanna og álagi sem er nánast ómanneskjulegt.
Lögreglumenn eiga lengri og
erfiðari vinnudag en við flest og
horfa dag hvern upp á æ harðari
heim fíkniefnaneyzlu, ofbeldis
og skipulagðrar glæpastarfsemi,
sem fer saman við vaxandi virð-
ingarleysi fyrir þeim sjálfum og
störfum þeirra.
Eins og málin standa nú er
raunveruleg hætta á að flótti verði úr lögreglunni. Þeir sem þar starfa
hafa flestir menntun og reynslu sem nýtist vel í öðrum störfum. Erfitt
atvinnuástand er líklega eitt af því fáa sem kemur í veg fyrir að lög-
reglan missi margt af sínu bezta fólki – ásamt því að í stétt lögreglu-
manna eru margir sem sinna starfi sínu af hugsjón.
Forystumönnum ríkisstjórnarinnar verður tíðrætt um að standa
þurfi vörð um grundvöll velferðarsamfélagsins. Öflug og vel mönnuð
lögregla er að sjálfsögðu hluti af þeim grundvelli. Aðgangur að frá-
bærri heilbrigðis- og félagsþjónustu er lítils virði ef fólk getur ekki
verið öruggt um sjálft sig og eignir sínar. Löggæzlan er grundvallar-
hlutverk ríkisvaldsins sem kemur á undan flestum öðrum verkefnum
í forgangsröðinni.
Þess vegna hljóta stjórnvöld að reyna að finna lausnir á kjaradeilu
lögreglumanna. Það kann að taka einhvern tíma, eins og Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær, en um leið
ber að hafa í huga að biðlund lögreglumanna er augljóslega á þrotum.
Störf lögreglumanna eru þess eðlis að í kjarabaráttu sinni geta þeir
ekki gert neitt sem stofnar öryggi fólks í hættu. Það ber stjórnvöldum
að virða, en ekki notfæra sér.
Sömuleiðis er mikilvægt að þeir sem um þetta mál fjalla geri
það með ábyrgum hætti. Það er fullkomlega ábyrgðarlaust að velta
vöngum um hvort ólæti brjótist út við þingsetningu ef óeirðasveitir
lögreglunnar vanti. Það er ábyrgðarlaust að skamma lögreglumenn
í kjarabaráttu fyrir ákvörðun sem yfirmaður þeirra tók, um að
sleppa heiðursverði við þingsetningu, eins og Ólína Þorvarðardóttir
þingmaður gerði. Og það er fullkomlega galið að spyrða saman
kjara baráttu lögreglumanna og athugasemdir Ríkisendurskoðunar
(óháðrar eftirlitsstofnunar á vegum Alþingis) við það hvernig stjórn-
endur lögreglunnar umgengust reglur um opinber útboð, eins og
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gerði á heimasíðu
sinni. Þær athugasemdir koma kjaramálum lögreglumanna að sjálf-
sögðu ekkert við.
Staða mála í lögreglunni er alvarlegri en svo að menn eigi að reyna
að nota hana til að slá pólitískar keilur.
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Lögreglan þarf að vera vel launuð og mönnuð.
Undirstaða
velferðarinnar
Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla
kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar
það í hástert. Bankastjórinn segir áróðurs-
stríð vera í gangi og nú verði allir velunn-
arar þeirra sem eiga ótímabund-
inn einkarétt á hagnaðinum að
verjast áformum stjórnvalda.
Það er um mikla peninga að tefla,
arðurinn er talinn verða 35-45
milljarðar króna á hverju ári.
Reynslan kennir okkur að það
má efast um dómgreind stjórn-
enda bankanna. Það eru aðeins
tvö ár síðan þessir bankar fóru
allir á hausinn vegna óábyrgra
útlána. Aðeins var hugsað um
skyndigróðann og fátt var byggt
upp í íslensku atvinnulífi. Á árun-
um 2003-2008 keyrði um þverbak
og fjármálastofnanir skuldsettu
framtíðina í sjávarútveginum. Skuldirnar
jukust um 400 milljarða króna, mest á ofan-
greindum árum.
Bankarnir stjórna nú sem þá verðlagi
á veiðiheimildunum í samráði við fáeina
útgerðarmenn. Gerviverðlagning kvótans
er spilaborgin sem fjárhættuspil Íslands-
banka og annarra banka hvílir á. Stór hluti
skuldanna er byggður á skáldskap íslenskra
bankastjóra um verðlag á kvóta sem hafði
þann eina tilgang að eyða á stuttum tíma
öllum hagnaði af sjávarútvegi næstu 15-20
árin og koma honum í hendur fárra aðila.
Alþjóðaefnahagsráðið setur íslensku bank-
ana á botninn meðal 143 þjóða á
lista um heilbrigði banka. Þeir
eiga það fyllilega skilið. Það er
ekkert heilbrigt við skuldsetn-
inguna í sjávarútveginum. Hún
varð ekki til þess að endurnýja
skipin, hún leiddi ekki til fjár-
festingar í öðrum varanlegum
rekstrar fjármunum, hún varð
ekki til þess að auka framleiðni
í útgerðinni og hún varð ekki til
þess að innleiða samkeppni og
auka hæfni stjórnenda.
Skuldafangelsið sem viðskipta-
bankarnir settu sjávarútveginn
í varð aðeins til þess að 500 fjöl-
skyldur velta sér upp úr auðæfum, sem
aldrei áður í Íslandssögunni hafa verið jafn-
mikil á höndum jafnfárra. Þetta er kerfið
sem bankastjóri Íslandsbanka vill verja
með kjafti og klóm. Kerfi sem mun viðhalda
skuldafangelsi í sjávarútvegi. Þetta eru ráð
þeirra sem eru lengst frá því að reka heil-
brigt bankakerfi. Nóg er komið af þeim
óráðum.
Skuldafangelsi Íslandsbanka
Fjármál
Kristinn H.
Gunnarsson
fyrrverandi
alþingismaður
Þetta eru ráð
þeirra sem
eru lengst
frá því að
reka heilbrigt
bankakerfi.
Hvatt til mismununar?
Gunnar Smári Egilsson er nýorðinn
formaður SÁÁ. Sem slíkur hefur hann
lag á að koma sér í fjölmiðla, nokkuð
sem hann reyndar alltaf hefur haft, og
beitir oftar en ekki til þess stóryrtum
yfirlýsingum. Hann kom með nýjan
vinkil á launadeilu lögreglumanna
í gær. Gunnari Smára er uppsigað
við næturlífið í miðborg Reykjavíkur.
Hann telur kráareigendur á svæðinu
bera ábyrgð á stórum hluta útgjalda
lögreglunnar, þar sem 70 til
80 prósent verkefna þeirra
komi til vegna óhófsneyslu
á áfengi og vímuefnum.
Gunnar Smári leggur því til
að þeir staðir sem fái
að hafa opið lengur en til miðnættis
borgi himinháa upphæð fyrir leyfið
sem renni til launagreiðslna lögregl-
unnar. Það vekur upp þá spurningu
hvort lögreglumenn í landshlutum
fjarri miðborg Reykjavíkur verði á lægri
launum. Eða telur formaður SÁÁ að
verkefnum lögreglunnar á Hólmavík
fækki við minna næturlíf í Reykjavík?
Að læra af sögunni
Annað sem Gunnar Smári telur
einboðið að gera er að hækka verð
á áfengi. Með því fækki
ofbeldisglæpum, því
neyslan minnki. Sagan
getur kennt manni
ýmislegt. Hálfs lítra dós
af bjórtegundinni Egils gulli kostaði í
febrúar 2008 207 krónur en kostar nú
329 krónur. Hefur með öðrum orðum
hækkað um tæp 60 prósent. Telur
Gunnar Smári að ofbeldisglæpum hafi
fækkað að sama skapi?
Versta flóttatilraun
sögunnar
Vinsælt er að segja að þingmenn
séu á flótta undan þjóðinni þar sem
þingsetningunni á morgun hefur
verið flýtt. Flótti sem tilkynntur er
fjöl miðlum fyrir fram og gefinn út
á dagskrá hvar og hvenær
verður hlýtur að teljast versta
flóttatilraun sögunnar.
kolbeinn@frettabladid.is