Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 19

Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 19
FÖSTUDAGUR 30. september 2011 19 Brottvísun kanadíska náms-mannsins Jordan Chark er skömm fyrir íslensk stjórnvöld. Lýsing talsmanna Útlendinga- stofnunar á gildandi lögum er villandi og lögin sjálf löggjaf- anum og ráðamönnum til lítils sóma. Aðeins á upphafsreit. Ungur Kanadabúi lærir íslensku í gegn- um netið. Hann kemur til lands- ins þremur mánuðum fyrir 18 ára afmælið sitt. Fær inni í Háskóla Ísland í íslensku fyrir útlendinga. Fer strax á annað ár. Útlendinga- stofnun vísar þessu varnarlausa barni heim, í hlýjan faðm fjöl- skyldunnar. En eru lög ekki lög? Ja, hver eru nákvæmlega lögin? Stjórnar- skráin tiltekur að rétti útlendinga til að dveljast á Íslandi skuli skipað með lögum. Það er gert með lögum um útlendinga. Í þeim lögum eru tilgreindir nokkrir flokkar dvalarleyfa. Í sumum þeirra flokka er krafa um lág- marksaldur. Slík krafa er ekki til staðar þegar kemur að dvalar- leyfum vegna náms. Umrætt aldursskilyrði er hins vegar sett í reglugerð um útlend- inga. Nú er það fyllilega sjálfsagt að ráðherra setji reglugerð til að skýra einstök atriði laganna, t.d. varðandi skilyrði framfærslu sem geta tekið breytingum frá ári til árs. En það er fráleitt að jafnstórt atriði og lágmarks aldur umsóknar dvalarleyfis eigi að setja í reglugerð. Líklegast var ráðherra á hálum ís fyrst þegar reglugerðin var sett. Síðan hefur lögunum verið breytt og nú er tiltekið að ráð- herra megi setja „frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi“. Með því var það nákvæmlega gert sem stjórnarskráin reynir að hindra: Framkvæmdarvaldinu var færður óútfylltur tékki til að setja hvaða viðbótarskilyrði sem er fyrir því að menn geti dvalið löglega á landinu. Næsta hneisa felst í lýsingu Útlendingastofnunar á gildandi reglum. Eftirfarandi kom fram í fréttum Stöðvar 2 um málið: „Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Útlendingastofnunar reglurnar vera skýrar. Þeim sem eru ekki orðnir átján ára verður ekki veitt dvalarleyfi á Íslandi en Jordan verður átján ára nú í desember. Því hafi hann verið beðinn um að yfirgefa landið en málið var jafnframt tilkynnt barnaverndarnefnd. Útlendinga- stofnun hafi enga heimild til að veita undanþágu frá reglunum.“ Sé rétt eftir haft þá fer for- stjóri Útlendingastofnunar hér með rangt mál. Eftirfarandi ákvæði má finna í reglugerð um útlendinga: „Útlendingur sem sækir um dvalarleyfi skal hafa náð 18 ára aldri. Útlendingur yngri en 18 ára getur einungis fengið dvalar- leyfi í tengslum við dvalarleyfi foreldris eða forsjármanns. Frá þessu má víkja ef: a. barn hefur sérstök tengsl við landið eða þá aðila sem það hyggst búa hjá hér á landi, b. lögformlega hefur verið gengið frá því í heimaríki barns að forsjá þess flytjist til þess aðila sem mun annast það hér á landi og c. niðurstaða könnunar barna- verndarnefndar í því umdæmi þar sem barnið hyggst dveljast hér á landi mæli ekki gegn því. Útlendingastofnun getur enn fremur ákveðið að víkja frá skil- yrðum 1. og 2. málsliðar ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því.“ Sem sagt: Útlendingastofnun hefur víst heimild til að veita undanþágu frá umræddri 18 ára reglu. Að uppfylltum þremur skil- yrðum. Forstjórinn hefði getað sagt að ekki ekki hafi verið sótt um undanþágu eða að skilyrðum hennar hafi ekki verið fullnægt, en að halda því fram að undan- þágan sé ekki til staðar er rangt. Það sem meira er þá hefur Útlendingastofnun skýra heimild til að víkja frá umræddum skil- yrðum ef ríkar sanngirnisástæð- ur mæla með því. Hér mætti auð- veldlega færa rök fyrir því að þar sem umsækjandi sé alveg við það að ná 18 ára aldri, hafi myndað tengsl við landið og ekkert bendi til að barnaverndarsjónarmið eigi við mæli sanngirnisrök fyrir því að hann fái dvalarleyfið. Aftur: Forstjóri Útlendingastofnunar hefði getað sagt að sanngirn- isaðstæður hafi ekki verið fyrir hendi að mati stofnunarinnar en það gerði hann ekki, hann sagði að stofnunin hefði ekki getað veitt leyfið, sem er rangt. Í stuttu máli hvíla reglurnar sem notaðar voru til að vísa Jordan Chark úr landi á hæpnum lagaheimildum. Útlendinga- stofnun hefur síðan gefið villandi upplýsingar um hverjar reglurnar séu. Stífleikinn og þvermóðskan er svo yfirvöldum til háborinnar skammar. Kanada búinn knái á skilið að fá afsökunarbeiðni. Á íslensku, auðvitað. Farðu heim, krakki Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Í stuttu máli hvíla reglurnar sem notaðar voru til að vísa Jordan Chark úr landi hvíla á hæpnum lagaheimildum. Útlend- ingastofnun hefur síðan gefið villandi upplýsingar um hverjar reglurnar séu. Stífleikinn og þvermóðskan er svo yfirvöldum til háborinnar skammar. AF NETINU Evran getur farið í tvær áttir Evrusamstarfið verður ekki óbreytt eftir þá kreppu sem við stöndum í miðri. Ég held að enginn telji svo vera – breytinga er þörf. Fyrir þessu eru tvær ástæður: Þau ríki sem standa betur að vígi velta því fyrir sér hver sé fórnarkostnaðurinn við að hafa verr stæð ríki innan Evrusamstarfsins og hin verr stæðu ríki velta því fyrir sér hversu stóran þátt innilokun þeirra í sam- starfið leikur í vandræðunum. Að sjálfsögðu koma þessar spurningar upp núna, sérstaklega þegar kreppuríki líta til Íslands og sjá að við höfum komist fyrr og betur á lappirnar en nokkur spáði fyrir um vegna þess að við getum handstýrt okkar eigin gjaldmiðli að nokkru leyti. Þannig birtast um þessar mundir fjöldi greina um undraríkið Ísland í evrópuskum fjölmiðlum. Hugsjónir Evrópusambandsins byggja á samtryggingu og er það fallegt svo langt sem það nær. Það fer þó ekki hjá því að raddir heyrast á norðurhjara samstarfsins um af hverju lönd sem leggja háa skatta á borgara sína eigi að losa lönd úr snörunni sem skattleggja íbúana mun minna. Framtíðin verður því samkvæmt mínum spám sú að Evrusamstarfið muni koma sér upp samræmdri skatt- lagningu, sem verður eins og flest annað í Evrusamstarfinu út frá viðmiðum miðEvrópuríkja og þá sérstaklega Þýskalands. blog.smugan.is/drifa Drífa Snædal Menntakefi í molum Fjórðungur eða 25 af hverjum 100 fimmtán ára stráka geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt frétt í Fréttablaðinu. Þetta þýðir að skólakerfið hefur gjörsamlega brugðist. Lestrarkunn- átta er forsenda þess að fólk geti stundað skólanám af einhverju viti. Nú er það svo að við höfum eitt dýrasta skólakerfi í heimi, en samt bregst það svona gjörsamlega í helsta grundvallaratriðinu. Af hverju er þetta? Eru kennararnir ekki starfi sínu vaxnir? Virkar menntakerfið ekki? Hvað er að. Það er útilokað annað en að fá svör við því og það strax. jonmagnusson.blog.is Jón Magnússon

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.