Fréttablaðið - 30.09.2011, Side 20

Fréttablaðið - 30.09.2011, Side 20
20 30. september 2011 FÖSTUDAGUR Meira í leiðinni WWW.DEKK.ISHJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1: Fellsmúli 440 1322 | Ægisíða 440 1320 | Bíldshöfði 440 1318 | Réttarháls 440 1326 Stórahjalli 440 1342 | Dalbraut Akranesi 440 1394 | Langatangi Mosfellsbæ 440 1378 Reykjavíkurvegur Hafnarfirði 440 1374 | Grænásbraut Reykjanesbæ 440 1372 GERÐU BÍLINN KLÁRAN FYRIR VETURINN Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA SUMARDEKKIN GEGN VÆGU GJALDI GÆÐA VETRARDEKK Þú færð Cooper dekkin hjá Hjólbarðaverkstæðum N1 Yfirmaður kynferðisbrotadeild-ar lögreglunnar sagði í frétt- um RÚV 28. september sl. að eng- inn vafi léki á því að vændi væri auglýst í smáauglýsingum Frétta- blaðsins undir yfirskini nudd- auglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milli- göngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakan- ir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum. Ólögleg starfsemi ekki auglýst Í nýjum fjölmiðlalögum er kveð- ið skýrt á um að hérlendur aug- lýsandi beri ábyrgð á auglýsingu sem keypt er til birtingar. Útgef- endur auglýsingamiðla starfa því eftir skýrum lagaramma þar sem eru gerð skil á milli ritstjórna og auglýsenda og lagt á auglýsendur að bera ábyrgð á því frelsi sem þeim er gefið til að til auglýsa vörur sínar og þjónustu. Því til grundvallar liggja málefnalegar forsendur sem snúa að þeim sjálf- sagða rétti auglýsenda að útgef- endur geti ekki stýrt því hvað sé auglýst og hvað ekki. Fréttablaðið hefur hins vegar að sjálfsögðu engan áhuga á að vera skjól fyrir ólöglega starf- semi af nokkru tagi. Auglýsinga- deild blaðsins hefur því gengið eins og langt og hún hefur talið sig geta með að setja sér þá vinnu- reglu að birta ekki auglýsingar ef rök liggja fyrir um að auglýsing- in beri með sér að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Í því ljósi hefur Fréttablaðið ítrekað hafnað birt- ingu auglýsinga þar sem orðalag gefur til kynna að eitthvað annað og meira en nuddþjónusta væri í boði. Eftir stendur að í smáauglýs- ingum Fréttablaðsins er auglýst nudd. Það er ekkert ólöglegt við að auglýsa nudd og ekki heldur þó að um heilnudd eða brasilískt nudd sé að ræða eða að auglýsingin sé á ensku. Þau rök yfirmanns kyn- ferðisbrotadeildar lögreglu um að augljóst sé að um sé að ræða aug- lýsingar um vændi standast því ekki skoðun. Ef lögregla veit meira um starfsemi þeirra sem auglýsa í Fréttablaðinu hafa þær upplýs- ingar ekki borist blaðinu og mjög hæpið er að halda því fram að aug- lýsingin sjálf beri með sér að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Er fjölmiðill lögregla? Ef auglýsing kveður á um löglega þjónustu er ekki hægt að leggja á útgefendur að rannsaka hvað annað gæti mögulega staðið að baki auglýsingu, þ.e. hvort hún sé í raun yfirvarp. Það er í raun sjálf- sögð krafa að fjölmiðlar fari ekki í slíka ritskoðun án málefnalegra raka. Útgefandinn hefur ekki leyfi til að gera upp á milli auglýsenda sinna og getur ekki gengið á rétt aðila til að koma löglegri þjónustu á framfæri með auglýsingu. Yfirmaður kynferðisbrota- deildar lögreglunnar á að vita að vilji Fréttablaðsins til að sporna gegn afbrotum á borð við vændis- kaup hefur aldrei farið á milli mála. Fréttablaðið hefur unnið með lögreglunni í öll þau skipti sem grunur hefur vaknað um að auglýsing beri eitthvað vafasamt í för með sér. Fréttablaðið hefur einnig fylgt eftir slíkum beiðnum og haft samband við lögreglu til að fá upplýsingar um hvort rannsókn hafi skilað árangri og hvort lög- reglan hafi upplýsingar um auglýs- endur sem rök eru fyrir að banna að auglýsa í blaðinu. Slíkum fyrir- spurnum Fréttablaðsins hefur ekki verið svarað af hálfu lögreglu. Í ljósi samskipta og að öðru leyti ágæts samstarfs Fréttablaðsins og kynferðisbrotadeildar lögreglu kom því óneitanlega leiðin lega á óvart að heyra ásakanir yfir- manns deildarinnar um að auglýs- ingar um vændi sé án vafa að finna í Fréttablaðinu og að það sé rann- sakað sem möguleg milliganga um vændi þar sem ekkert slíkt hefur fyrr verið gefið í skyn. Það er vert að taka fram að leið- beiningar um hvaða auglýsing- ar skuli banna geta ekki komið frá fjölmiðli ef hann á að virða þá aðgreiningu milli ritstjórnar- efnis og auglýsinga sem ítrekuð er í nýju löggjöfinni. Stjórnvöld verða því að skoða hvort vilji sé til að aðrar forsendur verði veiga- meiri en sjálfstæði og ábyrgð aug- lýsenda og gefa út leiðbeinandi reglur þar að lútandi. Til að skapa slíkar forsendur verður til dæmis að beina slíkum beiðnum til nýrr- ar fjölmiðlanefndar sem fer með stjórnsýslu fjölmiðlalaganna. Án slíkra vísireglna frá til þess bærum stjórnvöldum er ekki hægt að gera aðrar kröfur til útgefenda fjölmiðla en að gæta að jafnræði gagnvart auglýsendum og bera virðingu fyrir rétti þeirra til að auglýsa. Fréttablaðið hefur því ekki talið sig geta hafnað birtingu auglýs- inga nema fyrir liggi skýrar regl- ur um hvernig slíkt mat geti farið málefnalega fram. Útgáfufélagið mun hins vegar verða fyrst til að fagna því að slíkar vísireglur verði settar af til þess bærum stjórn- völdum. Fréttablaðið hefur því þegar haft frumkvæði að því að settar verði skýrari línur varðandi regluramma slíkra auglýsinga- birtinga. Leitað hefur verið eftir samstarfi bæði við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Stígamót og mun kynferðisbrotadeild lög- reglunnar kalla saman fund þess- ara aðila. Æskilegast væri að fjöl- miðlanefnd kæmi einnig að þeirri vinnu. Er vændi auglýst í Fréttablaðinu? Fréttablaðið hefur því þegar haft frum- kvæði að því að settar verði skýrari línur varðandi regluramma slíkra auglýsinga- birtinga. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-nefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðar- skipan fiskveiðistjórnunar, fjöl- margir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil and- staða við þær grundvallarbreyt- ingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagn- gerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. Nýtingarsamningar Við endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýt- ingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum til- boðum. Jafnframt því sé atvinnu- réttur sjávarbyggðanna til nýting- ar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tíma- bundnar aflaheimildir úr leigu- potti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamning- um eða leigja að nýju aflaheimild- ir gjaldþrota útgerðar fyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafn- ræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægj- anlega nýliðun teljum við heppi- legast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtinga- samninga ásamt því að nægjan- legt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leigu- hlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun afla- heimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áfram- haldandi fjárfestinga og atvinnu- þátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignar aðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávar- útvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. Byggðaráðstafanir Við leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráð- herra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur val- kostur á móti nýtingarsamning- um. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumál- um sjávarbyggða með samning- um um ráðstöfun aflaheimilda til sveitar félaga/fyrirtækja sem skil- yrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skil- greindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. • Veiðitímabilið verði sex mánuði ársins. • Bátar minni en 15 brúttótonn. • Tvær handfærarúllur um borð. • Skráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafn- hliða. • Veitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veið- arnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheim- ildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veið- ar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjald- eyristekjum í þjóðarbúið. Fiskvinnsla Við leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skil- ið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skap- að um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóð- félagslega arðbærri og sann- gjarnri nýtingu fiskveiðiauðlind- arinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar, jafnræðis- og atvinnu- frelsisákvæði stjórnarskrárinn- ar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlaga- ráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á. Betra fiskveiðistjórnunarkerfi til framtíðar Sjávarútvegsmál Lilja Rafney Magnúsdóttir Formaður og varaformaður Ólína Þorvarðardóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Vændi Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur 365 miðla AF NETINU Tölvuleikir og lestur Það eru nöturlegar staðreyndir sem sjá má úr skýrslunni sem segir að fjórðungur 15 ára drengja virðist ekki geta lesið sér til gagns eða aflað sér upplýsinga í gegnum lestur. Það má sjálfsagt finna ýmsar skýringar á þessu í skólakerfinu og heimilunum. En ein breyta er sjaldnast nefnd og það eru tölvuleikir. Drengir stunda tölvuleiki miklu meira en stúlkur – og maður getur varla hugsað sér iðju sem er jafn andstæð lestri og æsingurinn í tölvuleikjum. eyjan.is/silfuregils Egill Helgason Í kyrrþey að ósk hins setta Þing var sett í kyrrþey að ósk hins setta. Veraldarvinir, ungt fólk í ævintýraleit, stóð heiðursvörð ásamt Hring- skonum sem seldu bakkelsi til að fjármagna ræktun sauðnauta í Hljómskálagarðinum. Svo skemmtilega vill einmitt til að sauðnautin eru það eina sem kom út úr 300 klst. löngum umræðum um Stjórnarráð Íslands á 139. löggjafarþingi okkar Íslend- inga… blog.eyjan.is/grimuratlason Grímur Atlason FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.