Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 24
24 30. september 2011 FÖSTUDAGUR
Síðustu misseri hefur kastljós fjölmiðla að miklu leyti beinst
að erfiðu atvinnuástandi á Suð-
urnesjum. Því miður er það ekki
að ástæðulausu. Það er í þessu
ljósi sem forystumenn í sveitar-
félögunum hér á Suðurnesjum
hafa sameinast um að gera það
sem í okkar valdi stendur til þess
að virkja sköpunargáfu og fram-
kvæmdagleði okkar með því að
blása til skemmtilegra og fræð-
andi vinnudaga næstu helgi. Þar
er markmiðið að sem flestir finni
leiðir til þess að koma gömlum
eða nýjum hugmyndum á rek-
spöl, kynnist nýjum samstarfs-
mönnum og eflist af nærveru við
annað skapandi og framkvæmda-
samt fólk.
Fyrirkomulag Atvinnu- og
nýsköpunarhelgarinnar er þann-
ig að fólki gefst tækifæri til að
vinna heila helgi ásamt leiðbein-
endum að viðskiptahugmyndum
sem eru svo kynntar í lok helg-
arinnar. Allir eru velkomnir,
bæði þeir sem hafa nú þegar við-
skiptahugmynd í maganum og
allir aðrir sem geta hugsað sér
að vinna að nýjum og spennandi
verkefnum. Eins eru allir þeir
velkomnir sem nú þegar hafa
lagt af stað með atvinnurekstur.
Þeir geta fengið góðar hugmynd-
ir en um leið miðlað af reynslu
sinni til þeirra sem eru skemmra
á veg komnir. Það kostar ekkert
að taka þátt en skráning fer fram
á anh.is.
Atvinnu- og nýsköpunarhelg-
ar munu fara fram um allt land á
næstu mánuðum en við á Suður-
nesjunum munum ryðja braut-
ina með að halda fyrstu helgina.
Sams konar helgar fara fram um
allan heim allt árið um kring og
verða t.d. í Nantes í Frakklandi
og Seattle í Bandaríkjunum
þessa sömu helgi. Þátttakendur á
Suður nesjum verða í beinu sam-
bandi við þátttakendur í Evrópu
og Bandaríkjunum og fylgjast
þannig með framgöngu teymanna
beggja vegna Atlantshafsins.
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
okkar er því hluti af stóru alþjóð-
legu verkefni og erum við bæði
stolt og spennt að deila sköpunar-
gáfu og krafti Suðurnesja manna
með frumkvöðlum um allan heim.
Við hvetjum alla Suðurnesja-
menn, á hvaða aldri sem er, til
þess að láta þetta tækifæri ekki
fara fram hjá sér. Það er aldrei
að vita nema hugmyndir og sam-
vinna sem verða til um þessa
helgi geti leitt til nýrra og öflugra
fyrirtækja.
Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var
frumvarp sem gerir Íbúðalána-
sjóði kleift að bjóða upp á óverð-
tryggð útlán og jafnframt að
veita sjóðnum heimild til að
slík útlán beri breytilega vexti.
Mikil samstaða var á þingi um
þetta mál. Hins vegar er mikil-
vægt að fram komi að hér er
aðeins um mjög lítið skref að
ræða og ekki er tekið á því
vandamáli sem verðtryggingin
hefur þegar valdið heimilum og
fyrirtækjum.
Tekur ekki á vandanum
Áður en Íbúðalánasjóður getur
boðið upp á óverð-
tryggð útlán þarf
sjóðurinn að vinna
sig út úr verðtrygg-
ingunni. Í fyrstu þarf
sjóðurinn að kanna
möguleika á útgáfu
óverðtryggðra skulda-
bréfaflokka. Sjóður-
inn er fjármagnað-
ur að stærstum hluta
gegnum lífeyrissjóð-
ina (70%) og stærstur
hluti þessarar fjár-
mögnunar er í formi
verðtryggðra skulda-
bréfa sem eru án upp-
greiðsluheimilda. Af
u.þ.b. 800 milljarða
útlánasafni sjóðsins
eru einungis tæpir
40 milljarðar sem
hægt er að greiða upp
strax, afganginn er ekki hægt að
greiða upp fyrr en að 25 árum
liðnum. Íbúðalánasjóður þarf
því að ná samningum við líf-
eyrissjóðina um uppgreiðslu á
þessum verðtryggðu bréfum og
nýrri fjármögnun í formi óverð-
tryggðra bréfa. Vinna við þetta
er á byrjunarstigi sem þýðir að
óverðtryggð fasteignalán eru
ekki handan við hornið eins og
margir hafa látið í veðri vaka.
Auk þess verður ekki hægt að
bjóða þeim sem þegar hafa tekið
verðtryggð lán að breyta þeim í
óverðtryggð. Að því sögðu vakna
spurningar um hvernig þessi
aðgerð taki á vandanum sem
verðtryggingin veldur mánaðar-
lega hjá þúsundum fjölskylda.
Þak á verðtrygginguna strax!
Heimild til að lána óverðtryggt
tekur ekki á vanda þeirra sem
í dag eru með verðtryggð lán
sem hækka gríðarlega um hver
mánaðamót. Í ljósi þungrar
skuldabyrði heimilanna eru litl-
ir möguleikar hjá fólki að fara
úr verðtryggðum lánum yfir í
óverðtryggð húsnæðislán. Af
þessum sökum ætti það að vera
forgangsverkefni að setja þak á
verðtrygginguna á ársgrundvelli
sem miðast við verðbólgumark
Seðlabankans með þolmörkum.
Framsóknarflokkurinn lagði
þetta til strax haustið 2009 en
því miður hefur tillagan ekki náð
fram að ganga. Þakið yrði fyrsta
raunverulega skrefið sem stigið
yrði í þá átt að afnema verðtrygg-
inguna. Samkvæmt útreikningum
Marinós G. Njálssonar ráðgjafa
hefur komið fram að
ef 4% þak hefði verið
á verðtryggingunni
sl. 20 ár hefði raun-
ávöxtun lífeyrissjóð-
anna náð að jafnaði
3,5% ávöxtun.
Einnig er mikil-
vægt að ná fram
raunvaxtalækkun
fasteignalána. Stað-
reyndin er sú að
raunvextir innlendra
verðtryggðra hús-
næðislána eru hærri
heldur en þegar
kemur að óverð-
tryggðum húsnæðis-
lánum í nágranna-
l ö n d u m o k k a r.
Það er ljóst að slík
vaxtalækkun mundi
minnka greiðslubyrði
íslenskra heimila mjög mikið.
Miðað við þann tíma sem ríkis-
stjórnin hefur starfað og þær
áherslur sem lagt var upp með
vekur það furðu að ekki hafi verið
lögð fram áætlun um afnám verð-
tryggingar og raunhæfar lausnir
í þágu þeirra sem sitja uppi með
verðtryggðar skuldir. Þvert á
móti berast okkur ítrekað frétt-
ir af því að tekin sé staða með
fjármálastofnunum og erlendum
kröfuhöfum. Um 30.000 manns
hafa nú skorað á ríkisstjórnina að
grípa til aðgerða sambærilegum
þeim sem fjallað er um hér að
ofan. Það er ekki eftir neinu að
bíða.
Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með
nýrri stefnu menntamála yfirvalda
sem felur í sér kjarna sem settur er
saman úr sex grunnþáttum: læsi,
sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heil-
brigði og velferð og sköpun. Meg-
inmarkmið nýrrar stefnu eru m.a.
að undirbúa nemendur til að verða
gagnrýnir, virkir og hæfir þátt-
takendur í jafnréttis- og lýðræðis-
samfélagi, með áherslu á getu og
hugarfar sjálfbærni sem meðal
annars felur í sér gagnrýna hugs-
un og lýðræði og skapandi færni.
Þessi nýja stefna krefst nýs hugs-
unarháttar og skipulags af kennur-
um og skólastjórum en algengast
er og fellur vel að hugsunarhætti
og verklagi nýsköpunar- og frum-
kvöðlamenntar.
Nýsköpunar- og frumkvöðla-
mennt er námssvið sem sam þættir
þekkingu margra námsgreina og
þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur
nemendum tækifæri til að takast
á við raunveruleg viðfangsefni
á skapandi hátt. Ég hafði góða
reynslu af að kenna nýsköpunar-
mennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem
ég kenndi í grunnskóla og fannst
mér þar nemendum með mismun-
andi getu og áhuga vera gefið tæki-
færi til að standa sig vel og taka
virkan þátt í uppbyggingu eigin
þekkingar á skapandi og skemmti-
legan hátt sem bæði virti þeirra
þekkingu og reynslu og ýtti undir
þau að afla frekari þekkingar. Mér
fannst sérlega ánægjulegt að sjá
nemendur sem töldu sig ekki vera
skapandi gleyma því í nýsköpunar-
mennt og skapa gagnlegar og
frumlegar hugmyndir og koma
þeim í birtanlegt form og kynna í
sínu samfélagi.
Menntamálayfirvöld voru svo
framsýn og metnaðarfull að setja
fram skólastefnu og aðalnámskrá
fyrir grunnskóla árið 1999 sem
birtist í námskránni um Upplýs-
inga- og tæknimennt og fól í sér
nýja sýn á hvernig mætti gefa
nemendum tækifæri til að hag-
nýta þekkingu sína og byggja
hana enn frekar upp á skapandi
hátt. Þessi sýn kom meðal annars
fram í námssviðinu Nýsköpun og
hagnýting þekkingar (les: nýsköp-
unar- og frumkvöðlamennt). Sú
hugsun sem þar var kynnt hefur
þó ekki komist til framkvæmda
almennt í skólum en nýsköpunar-
mennt hefur þó verið framkvæmd
í nokkrum íslenskum grunnskól-
um á þann hátt sem hún var hugs-
uð.
Í núverandi endurskoðun nám-
skrár virðast menntamálayfirvöld
ætla að gera þau reginmistök að
gleyma (viljandi eða óviljandi)
nýsköpunar- og frumkvöðla-
mennt þar sem þau hafa ekki skip-
að starfshóp til að sjá um endur-
skoðun þess kafla í námskránni
(eða að móta sérstaka námskrá)
og hefur þessu mikilvæga sviði
verið kastað á milli námskrár-
hópanna sem hafa nógu miklið
vald og virðingu til að fá sérstaka
umfjöllun. Nýsköpunar og frum-
kvöðlamennt er námssvið sem
getur eflt getu nemenda til að
hafa áhrif á eigið líf, persónulega,
í starfi, til að skapa störf og til að
hafa áhrif almennt í eigin sam-
félagi. Mér hefur stundum dottið
í hug að núverandi menntamála-
yfirvöld séu feimin eða hafi djúp-
stæða óyrta andúð á orðinu „frum-
kvöðla“–mennt þar sem það tákni
það sem miður fór í íslensku sam-
félagi og sé andstætt þeirra hug-
sjónum. Ég þekki þó kjarna þessa
orðs í verki og veit að í stað þess
má nota orðið „athafnafærni“ eða
„geta til aðgerða“ sem lýsir þá í
leiðinni þeirri hugsun að slík geta
og færni sé sú sem þarf til að efla
sjálfbæra hugsun og getu. Það er
ein ástæða þess að ég vil kalla
þetta „mennt“ þar sem hún þarf
að fela í sér menntun sem elur
upp siðferði og ábyrgðartilfinn-
ingu. Ég hvet því menntamála-
yfirvöld til að sinna þessu náms-
sviði og byggja enn betur undir
það en áður og bið þau að stíga
þannig framfaraskref sem styður
þá stefnu sem þau hafa mótað.
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
64
64
0
9/
1120%
afsláttur
af Flux flúormunnskoli
fyrir börn og fullorðna
Lægra
verð
í Lyfju
Flux: 0,2% Naf flúormunnskol
Flux Junior: 0,05% Naf flúormunnskol
Flux Klorhexidin: 0,12% klórhexidín og 0,2% Naf Gildir til 16. október
AF NETINU
Eggin og Alþingi
Ég var sjálfur í Alþingisgarðinum í janúar 2009 þegar margt hliðraðist til í
íslenskri þjóðarsál og við skildum, saman sem þjóð, að það var okkar réttur
að mótmæla, jafnvel okkar skylda. Ég mótmælti af öllum lífs og sálarkröftum
í janúar 2009, en ég grýtti engu, heldur lét mótmælastöðuna nægja, kraftinn
í eigin rödd og trommandi lætin í búsáhöldunum.
Mig langar því ekki í egg á laugardaginn; ég afþakka þau hér með form-
lega því ég tel mig ekki hafa unnið fyrir þeim. Ég tel engan þingmann hafa
unnið sér inn eggjakast.
Samt hvet ég alla sem eru þreyttir, reiðir og pirraðir til að koma og
mótmæla með nærveru sinni og krafti í rödd og trommandi látum. Það er
miklu heiðarlegra en að blóta ríkisstjórninni uppí sófa.
En það er líka betri leið en að láta eggin tala.
davidstefansson.is
Davíð Stefánsson
Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá
nemendur sem töldu sig ekki vera skap-
andi gleyma því í nýsköpunarmennt og
skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma
þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi.
Í ljósi þungrar
skuldabyrði
heimilanna
eru litlir
möguleikar hjá
fólki að fara úr
verðtryggðum
lánum yfir í
óverðtryggð
húsnæðislán.
Við hvetjum alla
Suðurnesjamenn,
á hvaða aldri sem er, til
þess að láta þetta tæki-
færi ekki fara fram hjá
sér.
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líðandi
stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500
tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta.
Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim
mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu.
Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum
sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum,
ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is
eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður
hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða
í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Sendið okkur línu
Ákall til menntamálayfirvalda
Stöndum saman á Suðurnesjum
Skjaldborg um
verðtrygginguna
Atvinna
Árni Sigfússon
bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Ásmundur Friðriksson
bæjarstjóri Garðs
Eirný Valsdóttir
bæjarstjóri Voga
Róbert Ragnarsson
bæjarstjóri Grindavíkurbæjar
Sigrún Árnadóttir
bæjarstjóri Sandgerðisbæjar
Verðtrygging
Ásmundur Einar
Daðason
þingmaður
Framsóknarflokks
Menntamál
Svanborg R.
Jónsdóttir
fv. grunnskólakennari
og doktorsnemi við
menntavísindasvið