Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 27

Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 27
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Atvinnu- og nýsköpunarhelgi verður haldin á Suðurnesjum um helgina. Tilgangurinn er að stuðla að því að góðar hugmyndir verði að veruleika. Þátttakendur mæta á staðinn, með eða án hugmyndar, og fá innblástur og leiðsögn við að byggja upp við- skiptahugmynd. Viðburðurinn fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og hefst í dag klukkan 17.30. Skráning er hafin á anh.is M ads Holm, verkefna- stjóri hjá Norræna húsinu, er í forsvari fyrir kokkakeppni sem stendur yfir á Norðurlöndun- um. Keppnin er hugsuð fyrir ungt áhugafólk um matreiðslu á aldrin- um 18 til 24 en markmiðið hennar er meðal annars að kynna norræna matargerð á alþjóðavettvangi. „Sigurvegarar keppninnar, sem verða fimm talsins, vinna ferð til Washington,“ segir Mads. Hann segir þátttakendum uppálagt að matreiða holla, bragðgóða en ein- falda máltíð úr norrænum hráefnum sem auðvelt væri að búa til í skóla- eldhúsum í Bandaríkjunum. „Þeir eiga svo að skila stuttmynd eða ljós- myndaalbúmi sem sýnir hvernig þeir bera sig að við eldamennskuna. Umsóknirnar þurfa að vera á ensku eða skandinavísku, dómnefnd legg- ur mat á þær og velur fimm bestu.“ Mads segir sigurvegarana fá tækifæri til að hjálpa til við að búa til mat fyrir nemendur í skól- um Washington. „Þeir munu vinna með færum leiðbeinendum og mat- reiða í einu af norrænu sendiráð- unum í Washington og á einum af betri veitingastöðum borgarinnar.“ Mads segir myndböndin ekki þurfa að vera flókin að gerð og þess vegna sé hægt að taka þau á símann. Nán- ari upplýsingar er að finna á www. nordic innovation.org en umsóknar- frestur er til 10. október. Mads gefur uppskrift að al- íslenskum innmat í óvenjuleg- um búningi. „Ég kaupi mikið af hjörtum, lifur og nýrum á þess- um árstíma og finnst gott að grilla þennan fína mat. Þetta þykir herra- mannsmatur í heimalandi mínu Danmörku auk þess sem hann er hollur og ódýr. Margir halda að börn fúlsi við svona mat en það er ekki mín reynsla. Ef hann er vel mat- reiddur borða þau hann með bestu lyst.“ vera@frettabladid.is Matur sem leynir á sér FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 lifur 4 nýru Hreinsið nýrun og lifrina og takið harðar himnur og sinar af. Skerið í litla bita. Þræðið bitana upp á spjót. Strjúkið létt yfir með olíu og kryddið með salti og pipar og ef til vill blóðbergi. Grillið í stuttan tíma, ekki lengur en í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Kjötið þarf að vera vel steikt og stökkt að utan en bleikt og mjúkt að innan. Salat úr bankabyggi, grænmeti og krydd- jurtum 1½-2 bollar bankabygg 1 lítil eða hálfstór rófa 3-4 gulrætur 1 blaðlaukur ½ gúrka mikið af ferskum kryddjurtum til dæmis steinselju, graslauk og myntu olía (ég nota repju- olíu) edik t.d. eplaedik salt og pipar Skolið bankabyggið vel og setjið í pott með ríkulegu vatni og látið sjóða í u.þ.b. 45 mínútur. Skerið græn- metið og laukinn í litla bita. Setjið grænmetið í pottinn hjá bygginu síðustu 5 mínúturnar af suðutímanum. Slökkvið undir og hellið vatninu frá. Látið kólna. Skerið gúrkuna í bita og saxið ríkulega af matjurtum. Gerið salat- sósu úr olíu og ediki (4 hlutar af olíu á móti 1 hluta af ediki). Kryddið sósuna með salti og pipar og blandið öllu vel saman. GRILLAÐ LAMBANÝRA OG LIFUR FYRIR 4 Mads Holm finnst gott að grilla innmat. Hann er í forsvari fyrir norræna kokkakeppni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.