Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 27
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Atvinnu- og nýsköpunarhelgi verður haldin á Suðurnesjum um helgina. Tilgangurinn er að stuðla að því að góðar hugmyndir verði að veruleika. Þátttakendur mæta á staðinn, með eða án hugmyndar, og fá innblástur og leiðsögn við að byggja upp við- skiptahugmynd. Viðburðurinn fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og hefst í dag klukkan 17.30. Skráning er hafin á anh.is M ads Holm, verkefna- stjóri hjá Norræna húsinu, er í forsvari fyrir kokkakeppni sem stendur yfir á Norðurlöndun- um. Keppnin er hugsuð fyrir ungt áhugafólk um matreiðslu á aldrin- um 18 til 24 en markmiðið hennar er meðal annars að kynna norræna matargerð á alþjóðavettvangi. „Sigurvegarar keppninnar, sem verða fimm talsins, vinna ferð til Washington,“ segir Mads. Hann segir þátttakendum uppálagt að matreiða holla, bragðgóða en ein- falda máltíð úr norrænum hráefnum sem auðvelt væri að búa til í skóla- eldhúsum í Bandaríkjunum. „Þeir eiga svo að skila stuttmynd eða ljós- myndaalbúmi sem sýnir hvernig þeir bera sig að við eldamennskuna. Umsóknirnar þurfa að vera á ensku eða skandinavísku, dómnefnd legg- ur mat á þær og velur fimm bestu.“ Mads segir sigurvegarana fá tækifæri til að hjálpa til við að búa til mat fyrir nemendur í skól- um Washington. „Þeir munu vinna með færum leiðbeinendum og mat- reiða í einu af norrænu sendiráð- unum í Washington og á einum af betri veitingastöðum borgarinnar.“ Mads segir myndböndin ekki þurfa að vera flókin að gerð og þess vegna sé hægt að taka þau á símann. Nán- ari upplýsingar er að finna á www. nordic innovation.org en umsóknar- frestur er til 10. október. Mads gefur uppskrift að al- íslenskum innmat í óvenjuleg- um búningi. „Ég kaupi mikið af hjörtum, lifur og nýrum á þess- um árstíma og finnst gott að grilla þennan fína mat. Þetta þykir herra- mannsmatur í heimalandi mínu Danmörku auk þess sem hann er hollur og ódýr. Margir halda að börn fúlsi við svona mat en það er ekki mín reynsla. Ef hann er vel mat- reiddur borða þau hann með bestu lyst.“ vera@frettabladid.is Matur sem leynir á sér FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 lifur 4 nýru Hreinsið nýrun og lifrina og takið harðar himnur og sinar af. Skerið í litla bita. Þræðið bitana upp á spjót. Strjúkið létt yfir með olíu og kryddið með salti og pipar og ef til vill blóðbergi. Grillið í stuttan tíma, ekki lengur en í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Kjötið þarf að vera vel steikt og stökkt að utan en bleikt og mjúkt að innan. Salat úr bankabyggi, grænmeti og krydd- jurtum 1½-2 bollar bankabygg 1 lítil eða hálfstór rófa 3-4 gulrætur 1 blaðlaukur ½ gúrka mikið af ferskum kryddjurtum til dæmis steinselju, graslauk og myntu olía (ég nota repju- olíu) edik t.d. eplaedik salt og pipar Skolið bankabyggið vel og setjið í pott með ríkulegu vatni og látið sjóða í u.þ.b. 45 mínútur. Skerið græn- metið og laukinn í litla bita. Setjið grænmetið í pottinn hjá bygginu síðustu 5 mínúturnar af suðutímanum. Slökkvið undir og hellið vatninu frá. Látið kólna. Skerið gúrkuna í bita og saxið ríkulega af matjurtum. Gerið salat- sósu úr olíu og ediki (4 hlutar af olíu á móti 1 hluta af ediki). Kryddið sósuna með salti og pipar og blandið öllu vel saman. GRILLAÐ LAMBANÝRA OG LIFUR FYRIR 4 Mads Holm finnst gott að grilla innmat. Hann er í forsvari fyrir norræna kokkakeppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.