Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 30
2 föstudagur 30. september SALON REYKJAVÍK NÝJA LÍNAN HAUST-VETUR 2011-2012 HAUTE COIFFURE FRANÇAISE ER KOMIN Í HÚS VERIÐ VELKOMIN SALON REYKJAVÍK GRANDAGARÐI 5 101 REYKJAVÍK OPIÐ MÁN - FÖS: 9 - 18 LAU: 10 - 13 SIMI: 56 85 305 núna ✽ Hoppað í polla augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin BLEIKKLÆDD True Blood- leikkonan Anna Paquin mætti í þess- um bleika kjól í gala-kvöldverð í Hollywood síðasta sunnudag. NORDICPHOTOS/GETTY Arndís Sigurðardóttir, nem-andi á frumgreinadeild í Há- skólanum á Bifröst, gefur út sína fyrstu bók í nóvember. Bókin hefur hlotið titilinn Náttúruleg fegurð og inniheldur uppskrift- ir að ýmsum náttúrulegum húð- kremum, möskum og hárvörum. Arndís segist lengi hafa haft áhuga á náttúrulegum snyrti- vörum og lífrænu mataræði og hóf í kjölfarið að prófa sig áfram með uppskriftir að eigin kremum og hárvörum. „Um tíma velti ég því fyrir mér að hefja framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum en fannst skemmtilegri hugmynd að gefa út bók með ýmsum upp- skriftum sem ég hafði þróað í gegnum tíðina,“ segir Arndís sem viðurkennir jafnframt að árangur inn hafi verið misjafn, sumar uppskriftirnar heppnuð- ust vel á meðan aðrar heppn- uðust verr. „Einu sinni gerði ég hárnæringu sem innihélt mæjó- nes og það gekk ekki vel, hárið varð stíft og leiðinlegt. En fólk þarf ekki að hafa áhyggjur, allar uppskriftirnar í bókinni hafa verið prófaðar á mér og öðrum með góðum árangri.“ Bókin inniheldur ekki aðeins uppskriftir að snyrtivörum held- ur einnig fróðleiksmola um hrá- efnin og leiðbeiningar um hvaða hráefni henti hverri húðtýpu. Innt eftir því hvaða uppskrift sé í uppáhaldi hjá henni er Arndís ekki lengi til svars: „Uppáhalds- maskinn minn er germaski sem er mjög góður fyrir feita og bó- lótta húð. Ég er alveg hætt að kaupa mér húðvörur og hvers kyns krem, nú bý ég þetta til sjálf úr hráefni sem ég á til heima í eldhúsi. Kosturinn við það er að þú veist nákvæmlega hvaða efni varan inniheldur og hún er að auki mun ódýrari.“ Arndís segir að hjólin hafi fyrst farið að snúast eftir að hún fann útgefanda og viðurkennir að hún sé mjög spennt að sjá bókina tilbúna. „Bókin er svo fallega myndskreytt og ég hlakka mikið til að sjá hana tilbúna. Þetta verður ein af bókunum sem taka þátt í jólabókaflóðinu í ár og ég er til í slaginn,“ segir hún glað- lega að lokum. - sm Arndís Sigurðardóttir gefur út sína fyrstu bók í nóvember: GERIR MASKA ÚR GERI Fyrsta bókin Arndís Sigurðardóttir nemi gefur út sína fyrstu bók í nóvember. Hún nefnist Náttúruleg fegurð og inniheldur upp- skriftir að náttúrulegum snyrtivörum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Uppistand og gaman Listamaðurinn skemmtilegi Hug- leikur Dagsson verður enn og aftur með uppistand á Café Rosenberg á sunnudag. Uppistandskvöld Hugleiks hafa slegið í gegn og að þessu sinni mun hann fjalla um klám, dauða, Brúðu- bílinn og önnur mál. Leikkonan Anna Svava mun hita upp fyrir Hugleik. Gamanið hefst klukkan 21.00 og er aðgangs- eyrir 1.000 krónur. Jóðl og bjórdrykkja Oktoberfest verður haldið hátíð legt á Kexinu á þriðjudaginn næsta. Þýski sendiherrann á Íslandi mun sjálfur dæla fyrsta bjórnum og leðurbuxna klæddir jóðlarar munu halda uppi stemningunni alla há- tíðina. Þetta verður ekki bara bjór- hátíð heldur einnig matarveisla og boðið verður upp á klassískar kræsingar á borð við bratwurst og schnitzel-samlokur. Gamanið hefst klukkan 17.00 á þriðjudag. ÆSKULJÓMI Precious-kremlínan frá L‘occitane inniheldur Immortelle, blómið sem aldrei fölnar, og Bellis perennis, blóm ljóss- ins. Í Immortelle Brightening-línunni má meðal annars finna dag- krem, augnkrem og næturkrem sem gefa þér fallega húð sem ljómar af æsku! Vörurnar eru allar án parabena. Fyrirsætan Kate Moss hefur hannað skartgripalínu sem kemur í versl- anir í október. Skartgripirnir eru framleiddir í samstarfi við merkið FRED en Moss leitaði ekki langt yfir skammt þegar hún sótti inn blástur í hönnunina. Skartgripirnir eru nefnilega nákvæmar eftir myndir af húðflúri fyrirsætunnar og er þar meðal annars að finna hjarta, akk- eri, tvær svölur og mána. Verðið á skartgripunum er frá 50.000 íslenskum krónum og upp úr. - áp Kate Moss með skartgripalínu: Húðflúr er fyrirmynd Húðflúr Kate Moss hannar skartgripi fyrir merkið FRED sem eru eftirmyndir af hennar eigin húðflúri. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum Jamie Hince. NORDICPHOTOS/GGETY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.