Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 32
4 föstudagur 30. september Sigrún Lilja Guðjóns dóttir, sem hannar skó og fylgihluti undir heitinu Gyðja Collection, hefur sent frá sér nýja línu sem er meðal annars unnin úr ís- lensku laxaroði og Swarovski- kristöllum. Sigrún Lilja segir skemmti- legt að vinna með fiskroð enda sé efnið bæði sterkt og meðfæri- legt. „Það er gaman að vinna með þetta hráefni því áferðin og lit- irnir eru svo skemmtileg. Tísku- merki á borð við Prada, Dior, Ferragamo og Nike hafa einnig verið að nota þetta hráefni í sína hönnun.“ Sigrún Lilja var í fyrra feng- in til að hanna brúðarskó leik- konunnar Anítu Briem og eru þeir úr laxaroði og skreyttir með Swarovski-kristöllum. Skórn- ir þóttu svo vel heppnaðir að í kjölfarið var ákveðið að setja þá í almenna sölu og bera þeir heit- ið Aníta, í höfuðið á leikkonunni. „Ég ákvað svo að framleiða líka aðra skó til heiðurs Anítu og eru þeir silfraðir að lit og þaktir krist- öllum allan hringinn. Þeir skór eru aðeins til í takmörkuðu upp- lagi og heita Aníta Crystal.“ Sigrún Lilja er ekki fyrsti hönn- uðurinn sem nefnir vöru í höfuð- ið á leikkonu því tískuhúsið Hermès nefndi hina heimsþekktu Birkin-tösku í höfuðið á Jane Birkin. Innt eftir því hvort hún spái Anítu skónum sama langlífi og Birkin-töskunni verður Sigrún Lilja hugsi. „Skórnir eru þannig í sniðinu að þeir gætu auðveldlega orðið klassík og maður vonast vissulega til þess. Hugmyndin var að þeir verði mjög langlífir og að við getum svo haldið áfram að bæta við litum inn á milli. Þeir hafa í það minnsta fallið vel í kramið hjá viðskiptavinunum,“ segir hún að lokum Vörurnar fást í Debenhams í Smáralind og Duty Free Fashion í Leifsstöð. - sm Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannar úr fiskroði: FYLGIHLUTALÍNA ÚR ROÐI OG KRISTÖLLUM Flott hönnun Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hefur sent frá sér nýja fylgihlutalínu sem er meðal annars unnin úr fiskroði og kristöllum. Vel skóuð Falleg leðurstígvél frá Gyðju Collection. Kristalskreyttir Aníta Crystal-skórnir voru framleiddir í takmörkuðu upp- lagi. Þeir eru nefndir í höfuði ð á leikkonunni Anítu Briem. Nafn Carine Roitfeld hefur verið mikið í umræðunni í tískuheiminum síðan henni var sagt upp sem ritstjóra hins franska Vogue. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvað Roitfeld ætli að taka sér fyrir hendur, en í nýju viðtali í Dazed Digital flettir Roitfeld hulunni ofan af framtíðarplönum sínum. Roitfeld ætlar að stofna nýtt tímarit. Tímaritið verður á ensku og kemur út fjórum sinn- um ári en fyrsta tölublaðið kemur út næsta haust. „Það er ekki hagkvæmt að hafa tímaritið á frönsku og það verður fyrir alþjóðlegan lesendahóp. Það kemur út fjór- um sinnum á ári vegna þess að ég vil að tímaritið verði eitthvað fyrir safnara. Mig langar til að gera eitthvað sem lítur vel út og er á sama tíma öðruvísi,“ segir Roitfeld í samtali við Jefferson Hack, ritstjóra Dazed en með Roitfeld í ritstjórn blaðsins verða ljósmyndarinn Mario Testino, stílistinn og tískuráðgjafinn Marie-Amelie Sauve og Stephen Gan, ritstjóri V Magazine. „Þetta er sannkallað draumateymi.“ Roitfeld var sagt upp störfum hjá franska Vogue vegna þess að hún þótti of djörf. Sérstaklega var það tískuþáttur með litlum stúlkum í aðalhlutverki sem stuðaði bæði lesendur og fjárfesta. Roitfeld er þekkt í tískuheiminum fyrir að dansa á línunni milli dirfsku og erótíkur en sjálf kallar hún stíl sinn fágaða erótík. Það verður því eflaust mikill hamagangur í tískuheiminum þegar dreg- ur að útgáfu blaðsins. - áp Einkennisklædd Þröng, hnésíð pils og skyrtur eru einkennisklæðn- aður Roitfeld sem hún ber mjög vel. NORDICPHOTOS/GETTY Tískudrottningin Carine Roitfeld ætlar að halda áfram í fjölmiðlum og stofnar nýtt blað ásamt Mario Testino meðal annarra. Framtíðin ráðin hjá Roitfeld: Snýr aftur í blaðabransann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.