Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 34
6 föstudagur 30. september
✽ gulur, rauður og grænn
tíska
Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um
umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is
Aðalhönnuður Jil Sander-tísku-hússins, Raf Simons, hefur
slegið í gegn enn og aftur með
fallegri og tímalausri hönnun
með vorlínunni 2012. Simons gæti
þó verið á förum frá Jil Sander því
sá orðrómur hefur heyrst að hann
taki við af Stefano Pilati hjá Yves
Saint Laurent.
Simons er menntaður iðn-
hönnuður en sneri sér að fata-
hönnun skömmu eftir útskrift.
Hann vakti fyrst athygli árið 1995
fyrir herra línu sem hann hann-
aði undir eigin nafni. Hann tók
við sem aðal hönnuður Jil Sander
árið 2005 og hlaut strax einróma
lof fyrir nútímalega og einfalda en
fallega hönnun sína.
Vorlínan 2012 innihélt meðal
annars klassíska skyrtukjóla
með stórum og miklum pilsum
í anda sjötta áratugarins, hné-
síð pils, fallega sniðnar stutt-
buxur og skemmtilega peysur
með mynstri sem minnti svo lítið
á verk Picasso. - sm
Raf Simons er einn sá hæfileikaríkasti:
Slær aftur í gegn
Frábær Hinn belgíski Raf Simons er einn
sá hæfileikaríkasti í bransanum. Flíkur
hans eru einfaldar en fallegar og nútíma-
legar. NORDICPHOTOS/GETTY
Kvenlegt Fallegur aðsniðinn kjóll frá tísku-
húsinu Jil Sander.
Fortíðarþrá Flíkurnar voru margar í anda
sjötta áratugarins.
Kynlíf eftir barneignir
B arneignir eru ekki „sexý“. Það getur verið gaman að leggja drögin að þeim og búa barnið til en það sem tekur við er ekki það besta sem
kemur fyrir par kynferðislega. Ég er oft spurð að því hvenær fólk geti byrj-
að að stunda kynlíf aftur eftir barneignir. Svarið liggur ekki í ákveðnum
fjölda vikna heldur er málið flóknara en svo. Nú get ég ekki talað fyrir
allar mæður, aðeins sjálfa mig og þær þúsundir sem hafa tekið þátt í rann-
sóknum um málefnið. Foreldrarnir eru oft vansvefta og umönnun barns-
ins á hug þeirra allan. Að auki glímir móðirin við lífeðlislegar breytingar
líkt og viðkvæmni á spangarsvæði, slappa grindarbotnsvöðva, legganga-
þurrk, tilfinningalega viðkvæmni, breytta líkamsímynd og lekandi brjóst.
Svo ekki sé minnst á fæðugjöf á tveggja klukkustunda fresti. Þessar að-
stæður eru ekki þær rómantískustu.
Við barneignir breytist því ýmislegt innan sambandsins og kynlíf fær-
ist aftast á aðgerðalistann, ef það er þá yfirhöfuð á honum! Nýbakaðir
feður eiga það til að upplifa sig afskiptalausa því barnið fær alla athygli
móðurinnar. Barnið sýgur brjóst og hlýtur fulla aðdáun móður
sinnar og er svo kjassað og knúsað og lítið verður eftir fyrir
pabbann. Sumum kann að þykja það full mikil tilætlunar-
semi af makanum að ætlast til þess að honum verði sinnt
kynferðislega samhliða umönnun barns og heimilis. Það má
vel vera og staðreyndin er sú að fyrsta árið í lífi barns er
mesti álagspunkturinn á samband pars og eykur líkur
á sambandsslitum. Þegar kynlíf er vandamál hefur það
áhrif á alla anga sambandsins. Þó að kynlíf sé ekki á að-
gerðalistanum fyrir daginn er það mikilvægur þáttur í
lífi einstaklinga og sambands. Báðir einstaklingar þurfa
á stuðningi hvor annars að halda og kynlíf er góð leið til
að viðhalda innileika og jafnvægi innan sambandsins. Þó
að mamman kjassi barnið hefur hún líka gott af því að
vera kjössuð af pabbanum. Þetta er ekki spurning um að
einn sinni öðrum heldur að báðir sinni hvor öðrum. Ef
pabbinn vill fá athygli þarf hann að sinna mömmunni og
sýna henni skilning og tillitssemi. Mamman endur geldur
síðan greiðann. Þessi endurgjöf er mikilvæg fyrir geð-
heilsuna, sambandið og barnið. Svarið við spurningunni
um hvenær sé ráðlagt að stunda kynlíf eftir barn eignir
er háð nokkrum skilyrðum. Löngun, getnaðar varnir,
tími, skilningur og sleipiefni þurfa einnig að vera til
staðar. Farið rólega af stað og munið að kynlíf er meira
en bara typpi í píku. Njótið hvort annars og ykkar nýja
hlutverks.
Falleg hönnun Skyrtukjóll-
inn vakti eftirtekt enda er flík-
in sérstaklega falleg.
MÝKIR HÚÐINA Nú þegar hitastigið lækkar og rokið fer að berja mann
í framan er vissara að muna eftir góðri vörn á húðina, eins og rakagefandi
kremi og farða. Nýi farðinn frá Clinique nefnist Repairwear Laser Focus og
er sérhannaður til að milda hrukkur og fela misfellur. Farðinn á ekki að setj-
ast í hrukkurnar en á að yngja, mýkja og slétta húðina með tímanum.
Skórnir sem talað er um! Á RÚMSTOKKNUMSigga Dögg kynfræðingur