Fréttablaðið - 30.09.2011, Qupperneq 50
18 föstudagur 30. september
Við eigum mikið úrval af gallabuxum á alla fjöl-skylduna á fínu verði,“
segir Sarah Cartwright, versl-
unarstjóri Next í Kringlunni
og nefnir sem dæmi að ódýr-
ustu gallabuxurnar í dömudeild-
inni séu á 4.990 og í barnadeild-
inni á 2.490 krónur. „Við erum
með mörg snið líka. Boot Cut er
það sem konurnar heillast mest
af, enda er það klæðilegt, hent-
ar flestu vaxtarlagi og öllum
aldri,“ segir hún: „Buxurnar eru
þröngar yfir lærin en víkka örlít-
ið fyrir neðan hné.“
Skinny er enn vinsælt snið
hjá yngri aldurshópum, þar er
átt við buxur sem eru þröngar
alveg niður. „Og nú eru útvíð-
ar skálmar á leiðinni inn aftur,
„70-lúkkið“, segir Sarah glaðlega.
„Við erum með buxur í þeim dúr
líka. Litirnir eru hefðbundnir, sá
dökkblái er alltaf vinsæll og líka
svartur og ljósblár.“
Aðrar buxur en gallabuxur eru
einnig í úrvali og ýmsum litum í
Next. Þá er það svokallað chino-
snið sem algengast er í buxum úr
kakíefnum. Það lýsir sér í vídd að
ofan og þröngum skálmum.
Útvíðar skálmar á
leiðinni inn aftur
Í Next í Kringlunni fást gallabuxur í úrvali bæði á fullorðna og börn og allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi. Sarah Cartwright er verslunarstjóri.
„Boot Cut er það gallabuxnasnið sem konurnar heillast mest af,“ segir Sarah. FRÉTTABAÐIÐ/PJETUR
Kynning - auglýsing
M argir bíða óþreyjufullir eftir línunni sem tískuhúsið Ver-
sace hannaði fyrir verslunar risann
H&M, en hún er væntanleg í versl-
anir 19. nóvember næstkomandi.
Hluti línunnar var einnig notaður
í myndaþátt fyrir rússneska Vogue
sem þykir óvenjulegt því blaðið
notar helst aðeins hátískuflíkur í
slíka myndaþætti.
Donatella Versace segist hafa
tvinnað klassískri Versace-hönnun
inn í H&M línuna. „Sem hönnuður
lít ég ávallt til framtíðar og aldrei
til fortíðar, en sem systir Gianni
vildi ég nota klassíska Versace-
hönnun og snið í línuna.“
Línan inniheldur fjörtíu kven-
mannsflíkur, tuttugu herra flíkur
auk fylgihluta. Flíkurnar eru mjög
í anda Versace og eru kjólarnir
margir þröngir, litríkir og með
áberandi munstri. – sm
Versace-línan fyrir H&M í hinu rússneska Vogue:
Leitar til fortíðar
Fortíðarþrá Donatella Versace sótti inn-
blástur til eldri Versace-lína við hönnun-
ina. NORDICPHOTOS/GETTY
Litrík lína Hluti Versace-línunnar fyrir H&M var notaður í tískuþátt hins rússneska
Vogue.
J á, verður maður ekki láta á þetta reyna og dansa sig áfram,“ segir Sigrún Birna Blom-
sterberg dansari, en hún ætlar að spreyta sig
í nýjum raunveruleikaþætti Ríkissjónvarpsins
Dans Dans Dans og undirbýr nú atriði fyrir
áheyrendaprufurnar.
Sigrún er mjög ánægð með þáttinn sem hún
telur mikla lyftistöng fyrir danssamfélagið. „Ég
hafði nú ekki hugsað mér að taka þátt en var
hvött áfram af vinum og vandamönnum,“ segir
Sigrún og bætir við að hún sé vinkona Ragn-
hildar Steinunnar Jónsdóttur, sem er kynnir í
þáttunum, og að hún hafi einnig hvatt Sigrúnu
eindregið til þátttöku.
„Ég held ég hafi ekki tekið þátt í keppni síðan
í djassballettkeppnum í Tónabæ fyrir mörgum
árum. Það er því pínu stressandi að standa
svona einn á sviði en ég ætla bara að gefa allt í
þetta og er búin að undirbúa brjálað atriði. Það
þýðir ekkert annað.“
Þættirnir Dans Dans Dans fara í loftið í
byrjun nóvember en prufur fara fram um
helgina í Laugardalshöllinni. Sigrún er orðin
þekkt nafn í dansheiminum hér á landi, en
hún rekur sitt eigið dansstúdíó ásamt því að
halda námskeið. Hún segist vita af mörgum
dönsurum sem ætla að taka þátt. „Það er mikill
áhugi á þessu og ég býst við svakalegri sam-
keppni. Ég held kannski að reynsla mín á sviði
og mín mikla orka geti hjálpað mér. Ég lofa
allavega brjáluðu atriði af minni hálfu.“ - áp
Fer í prufurnar fyrir Dans Dans Dans:
Undirbýr brjálað atriði
Reynir fyrir sér í raunveruleikaþætti Sigrún Birna
Blomsterberg ætlar að spreyta sig í prufum fyrir nýja dans-
þáttinn Dans Dans Dans og lofar brjáluðu atriði.
ROSEBERRY
Nýtt og áhrifaríkt efni fyrir þvagfærin
ROSEBERRY inniheldur þykkni úr trönuberjum ásamt hibiscus
og C-vítamíni. Þessi þrívirka blanda hefur reynst vel við
þvagfæravandandamálum.
2-3 töflur á dag fyrir svefn
Fæst í apótekum heilsu-
búðum og heilsuhillum
stórmarkaðanna.
Innflutningsaðili:
Öflugt þrívirkt fæðubótarefni sem slegið hefur í
gegn á Norðurlöndunum
Ranka ráðagóða
Til þess að halda sér frá
þvagfæra-
vandamálum er m.a. gott
að drekka
nóg af vatni, hreyfa sig
reglulega,
þrífa sig vel eftir klóset
tferðir og
eftir samlíf.
KYNNINGARAFSLÁTTUR
til 31. ágúst nk.
20%