Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 69

Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 69
FÖSTUDAGUR 30. september 2011 41 Hrifinn af Gosling Hjartaknúsarinn fimmtugi George Clooney er gríðarlega ánægður með kollega sinn Ryan Gosling og segir hann afar hæfileikaríkan. Gosling leikur á móti Clooney í mynd- inni The Ides of March, sem Clooney leikstýrir einnig. Evan Rachel Wood, Paul Giamatti og Philip Seymour Hoffman leika einnig í mynd- inni. „Það besta við myndina er að fylgjast með Ryan Gosling frá upphafi til enda. Hann er frábær leikari,“ sagði George við Us Weekly. „Hann er einn sá besti í bransanum. Hann er bara þrítugur, 25 ára eða 15 ára. Alla vega er hann ótrúlega hæfileika- ríkur.“ HÆFILEIKARÍKUR George Clooney er virkilega ánægður með leikarann Ryan Gosling. Ánægð eftir skilnaðinn Leik- og söngkonan Jenni- fer Lopez er komin aftur til starfa sem dómari í sjón- varpsþáttunum American Idol og að sögn samstarfs- manna hennar er ekki á henni að sjá að hún hafi verið að skilja. „Við erum byrjuð að vinna að nýju og Jennifer stend- ur sig vel. Hún er sterk og alveg frábær einstakling- ur,“ sagði Randy Jack- son, dóm- ari Amer- ican Idol. Hann segir Lopez ávallt í góðu skapi og að henni virðist líða vel eftir skilnaðinn við Marc Anthony. Hún hefur dembt sér í vinnu og hefur endur vakið söngferil sinn með útgáfu nýrr- ar plötu. ÁNÆGÐ Jennifer Lopez er hamingju- söm og ánægð eftir skilnaðinn við Marc Anthony. NORDICPHOTOS/GETTY Eitt af því sem kvikmyndahátíðin RIFF leggur áherslu á er að bjóða upp á sérviðburði þar sem kvik- myndir eru sýndar á óvenjulegum stöðum og stundum tengdar við önnur listform. Einn slíkur við- burður var í Fríkirkjunni á mið- vikudagskvöldið. Þar komu fram tónlistarmennirnir Sóley og Skúli Sverrisson, en tónlist beggja var tengd við myndefni sem sýnt var á stórum skjá fyrir ofan svið- ið. Sóley lék lög af nýju plötunni sinni We Sink með myndverk eftir Ingibjörgu Birgis dóttur á skjánum, en Skúli lék eigin tónlist við kvikmynd Jennifer Reeves, Þegar það var blátt. Sóley spilaði ein ásamt trommu- leikara og fyrir vikið voru lögin hennar í einfölduðum útsetning- um. Sóley er skemmtileg á sviði, töffari og flottur tónlistarmaður. Hún skilaði sínu vel og myndverk Ingibjargar voru ágæt viðbót. Kvikmyndin Þegar það var blátt er óður bæði til óspilltrar náttúru og til 16 mm filmunn- ar, en hvort tveggja er óðum að hverfa. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hún er mjög tilraunakennd. Klippingar eru hraðar og það er mikið um að myndskeiðum sé blandað saman svo að útkoman verður stundum nánast óhlutstæð. Að auki málaði Jennifer eitthvað á filmuna sjálfa. Skúli samdi tónlist við kvikmynd- ina sem var leikin af hljóðrás myndarinnar, en að auki spilaði hann ofan á þá tónlist í Fríkirkj- unni, á bassa og gítar. Tónlist Skúla var mjög flott, þetta var samfellt verk sem reis og hneig og fylgdi myndinni vel. Upplif- unin var sérstök og eftirminni- leg þó að það sé merkilegt hvað kirkjubekkirnir geta verið óþægi- legir þegar maður horfir á klukkutíma tilraunak- vikmynd. Á heildina litið var þetta óvenjuleg og ánægjuleg kvöldstund. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Eftir- minnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni. Óvenjuleg kvöldstund Tónleikar ★★★ Sóley og Skúli Sverrisson Kvikmyndatónleikar á RIFF Fríkirkjan 28. september

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.