Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 69
FÖSTUDAGUR 30. september 2011 41 Hrifinn af Gosling Hjartaknúsarinn fimmtugi George Clooney er gríðarlega ánægður með kollega sinn Ryan Gosling og segir hann afar hæfileikaríkan. Gosling leikur á móti Clooney í mynd- inni The Ides of March, sem Clooney leikstýrir einnig. Evan Rachel Wood, Paul Giamatti og Philip Seymour Hoffman leika einnig í mynd- inni. „Það besta við myndina er að fylgjast með Ryan Gosling frá upphafi til enda. Hann er frábær leikari,“ sagði George við Us Weekly. „Hann er einn sá besti í bransanum. Hann er bara þrítugur, 25 ára eða 15 ára. Alla vega er hann ótrúlega hæfileika- ríkur.“ HÆFILEIKARÍKUR George Clooney er virkilega ánægður með leikarann Ryan Gosling. Ánægð eftir skilnaðinn Leik- og söngkonan Jenni- fer Lopez er komin aftur til starfa sem dómari í sjón- varpsþáttunum American Idol og að sögn samstarfs- manna hennar er ekki á henni að sjá að hún hafi verið að skilja. „Við erum byrjuð að vinna að nýju og Jennifer stend- ur sig vel. Hún er sterk og alveg frábær einstakling- ur,“ sagði Randy Jack- son, dóm- ari Amer- ican Idol. Hann segir Lopez ávallt í góðu skapi og að henni virðist líða vel eftir skilnaðinn við Marc Anthony. Hún hefur dembt sér í vinnu og hefur endur vakið söngferil sinn með útgáfu nýrr- ar plötu. ÁNÆGÐ Jennifer Lopez er hamingju- söm og ánægð eftir skilnaðinn við Marc Anthony. NORDICPHOTOS/GETTY Eitt af því sem kvikmyndahátíðin RIFF leggur áherslu á er að bjóða upp á sérviðburði þar sem kvik- myndir eru sýndar á óvenjulegum stöðum og stundum tengdar við önnur listform. Einn slíkur við- burður var í Fríkirkjunni á mið- vikudagskvöldið. Þar komu fram tónlistarmennirnir Sóley og Skúli Sverrisson, en tónlist beggja var tengd við myndefni sem sýnt var á stórum skjá fyrir ofan svið- ið. Sóley lék lög af nýju plötunni sinni We Sink með myndverk eftir Ingibjörgu Birgis dóttur á skjánum, en Skúli lék eigin tónlist við kvikmynd Jennifer Reeves, Þegar það var blátt. Sóley spilaði ein ásamt trommu- leikara og fyrir vikið voru lögin hennar í einfölduðum útsetning- um. Sóley er skemmtileg á sviði, töffari og flottur tónlistarmaður. Hún skilaði sínu vel og myndverk Ingibjargar voru ágæt viðbót. Kvikmyndin Þegar það var blátt er óður bæði til óspilltrar náttúru og til 16 mm filmunn- ar, en hvort tveggja er óðum að hverfa. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hún er mjög tilraunakennd. Klippingar eru hraðar og það er mikið um að myndskeiðum sé blandað saman svo að útkoman verður stundum nánast óhlutstæð. Að auki málaði Jennifer eitthvað á filmuna sjálfa. Skúli samdi tónlist við kvikmynd- ina sem var leikin af hljóðrás myndarinnar, en að auki spilaði hann ofan á þá tónlist í Fríkirkj- unni, á bassa og gítar. Tónlist Skúla var mjög flott, þetta var samfellt verk sem reis og hneig og fylgdi myndinni vel. Upplif- unin var sérstök og eftirminni- leg þó að það sé merkilegt hvað kirkjubekkirnir geta verið óþægi- legir þegar maður horfir á klukkutíma tilraunak- vikmynd. Á heildina litið var þetta óvenjuleg og ánægjuleg kvöldstund. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Eftir- minnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni. Óvenjuleg kvöldstund Tónleikar ★★★ Sóley og Skúli Sverrisson Kvikmyndatónleikar á RIFF Fríkirkjan 28. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.