Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 72
30. september 2011 FÖSTUDAGUR44 sport@frettabladid.is KEYRUM ‘ETTA Í GANG! Stjarnan - Valur Mýrin | Kl. 18.00 Fös. 30 sept. | N1-deild kvenna Fram - HK Framhús | Kl. 19.30 Fös. 30 sept. | N1-deild kvenna FH - Haukar Kaplakriki | Kl. 16.00 Lau. 1 okt. | N1-deild kvenna ÍBV - Grótta Vestmannaeyjar | Kl. 12.00 Lau. 1 okt. | N1-deild kvenna M ed ia G ro up e hf | H SÍ | 11 0 1 20 11 HEIÐAR HELGUSON hefur samkvæmt heimldum Fréttablaðsins ákveðið að hætta að gefa kost á sér í íslenska landsliðið, í bili að minnsta kosti. Hann hætti einnig árið 2006 en sneri aftur tveimur árum síðar. Ekki náðist í Heiðar í gær en hann á alls 55 leiki að baki og hefur skorað í þeim tólf mörk. Heiðar er á mála hjá QPR í Englandi. FÓTBOLTI Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH- liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð. KR-ingurinn Þórólfur Beck varð fyrstur til að skora tíu mörk (eða meira) þrjú tímabil í röð, en hann skoraði 42 mörk í aðeins 27 leikjum á árunum 1959 til 1961. Sautján ár liðu þar til Ingi Björn Albertsson bættist í hópinn en Atli Viðar varð síðan áttundi meðlimurinn í klúbbnum í fyrra og settist síðan í forstjórastólinn á sunnudaginn var. „Það eru heldur betur miklir framherjar þarna. Það er heið- ur að vera nefndur í sömu andrá og þessir menn,“ sagði Atli Viðar þegar hann fékk að heyra listann. Atli Viðar er reyndar búinn að skora yfir tíu mörk fimm tímabil í röð því hann skoraði 14 mörk í 17 leikjum með Fjölni í b-deild- inni sumarið 2007 en hann var þar á láni frá FH. „Það hefur gengið vel síðustu ár og ég hef líka verið hepp- inn með meiðsli og slíkt. Ég hef náð að spila flestalla leiki þessi tímabil. Á fyrri hluta ferilsins þá sleit krossband tvisvar og ég var mjög óhepp- inn,“ segir Atli Viðar. Hann er búinn að skora nákvæmlega 50 mörk á þessum fjórum tímabil- um og það vekur athygli að ekk- ert þeirra hefur komið úr víti. „Það er algengt að helstu markaskorararnir taki vítin líka en það hafa verið nóg af mönn- um í FH sem hafa viljað taka vítin í gegnum tíðina og ég hef ekki verið mikið að blanda mér í þá baráttu,“ segir Atli Viðar en hann hefur skorað 11 mörk í 19 leikjum í sumar. „Þetta er búið að vera ágætt tímabil. Mín markmið þegar farið er inn í mótið er alltaf að liðið nái árangri og helst hefði ég vilja vinna einhverja titla. Það var ekki og maður er því ekkert alltof hress með niðurstöðuna. Það er leikur á laugardaginn og okkur langar til að klára annað sætið með stæl,“ segir Atli Viðar en hann er búinn að afskrifa það að ná í gullskóinn enda fjórum mörkum á eftir Garðari Jóhanns- syni fyrir síðustu umferðina. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að Garðar vinnur gullskóinn og ég held að hann sé mjög vel að honum kominn. Hvort sem ég fæ skó eða ekki þá er það ekki eitthvað sem skiptir miklu máli. Aðalmálið er að við vinnum leik- inn og klárum annað sætið úr því sem komið er,“ segir Atli Viðar sem hefur rétt misst af gull- skónum undanfarin tvö tímabil en hann fékk silfurskóinn sum- arið 2009 og bronsskóinn í fyrra. „Ég á engan gullskó, það er rétt og vonandi kemur hann í hús áður en ferillinn endar,“ segir Atli Viðar. Hann hefur skorað 73 mörk fyrir FH í efstu deild og vantar nú aðeins ellefu mörk til að jafna markamet Harðar Magnús sonar sem skoraði á sínum tíma 84 mörk fyrir FH í efstu deild. „Hörður Magnússon er algjör hetja í FH og í Hafnarfirði. Hann er einn besti senter sem hefur spilað í íslenska boltanum og ef ég næ einhvern tímann að nálg- ast hann í þessu þá verð ég veru- lega stoltur af því,“ segir Atli Viðar. Hann vonast til þess að eiga nokkur góð ár eftir í bolt- anum. „Þegar maður hefur lent í svona meiðslum þá áttar maður sig á því að fótboltinn gæti verið búinn á morgun. Það er því bara að njóta lífsins á meðan þetta varir og lifa fyrir daginn í fót- boltanum,“ sagði Atli Viðar. ooj@frettabladid.is Tíu marka maður fjögur ár í röð FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk gegn ÍBV í 21. umferð Pepsi-deildar karla um síðustu helgi og varð um leið fyrsti leikmaðurinn í efstu deild á Íslandi til þess að skora tíu mörk eða fleiri fjögur tímabil í röð. Atli Viðar komst í góðan félagsskap í fyrra en nú sló hann öllum köppunum við. FIMMTÍU MÖRK Á FJÓRUM ÁRUM Atli Viðar Björnsson hefur skorað 50 mörk í 80 leikjum með FH frá 2008. Hér er hann í leik á móti Breiðabliki í sumar á Kaplakrikavellinum þar sem 10 af 11 mörkum hans í ár hafa litið dagsins ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Flest ár í röð með 10 mörk 4 Atli Viðar Björnsson 2008-2011 (FH 11 - FH 14 - FH 14 - FH 11) 3 Þórólfur Beck 1959-1961 (KR 11 - KR 15 - KR 16) 3 Ingi Björn Albertsson 1976-1978 (Valur 16 - Valur 15 - Valur 15) 3 Sigurlás Þorleifsson 1977-1979 (ÍBV 12 - ÍBV 10 - Víkingur 10) 3 Guðmundur Steinsson 1984-1986 (Fram 10 - Fram 10 - Fram 10) 3 Hörður Magnússon 1989-1991 (FH 12 - FH 13 - FH 13) 3 Mihajlo Bibercic 1993-1995 (ÍA 13 - ÍA 14 - KR 13) 3 Gunnar Heiðar Þorvaldss. 2002-04 (ÍBV 11 - ÍBV 10 - ÍBV 12) Atli Viðar sumarið 2008 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 18 Mörk: 11 Sæti: Fjórði markahæstur Skipting markanna: Heima/Úti: 8/3 Fyrri/Seinni hálfleik: 7/4 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-7-0-0 Atli Viðar sumarið 2009 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 21 Mörk: 14 Sæti: Silfurskórinn Skipting markanna: Heima/Úti: 7/7 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 2-11-1-0 Atli Viðar sumarið 2010 Árangur: 2. sæti með FH Leikir: 22 Mörk: 14 Sæti: Bronsskórinn Skipting markanna: Heima/Úti: 8/6 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-9-1-0 Atli Viðar sumarið 2011 Árangur: Mótinu er ekki lokið Leikir: 19 Mörk: 11 Sæti: Er í 3. sæti Skipting markanna: Heima/Úti: 10/1 Fyrri/Seinni hálfleik: 4/7 Vinstri-hægri-skalli-víti: 1-8-2-0 FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið leik- mannahóp sinn fyrir leikinn gegn Portúgal ytra 7. október næst- komandi. Verður það lokaleikur Íslands í undankeppni EM 2012 og jafnframt lokaleikur Ólafs. Hermann Hreiðarsson er meiddur og þeir Heiðar Helgu- son, Jón Guðni Fjóluson og Veigar Páll Gunnarsson eru ekki í hópn- um. Inn koma þeir Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðs- son og Gunnleifur Gunnleifsson sem allir voru meiddir síðast. Landsliðshópurinn Markverðir Gunnleifur Gunnleifsson FH Stefán Logi Magnússon Lilleström SK Hannes Þór Halldórsson KR Varnarmenn Indriði Sigurðsson Viking FK Kristján Örn Sigurðsson Hønefoss BK Birkir Már Sævarsson SK Brann Sölvi Geir Ottesen Jónsson FC København Arnór Sveinn Aðalsteinsson Hønefoss BK Hjörtur Logi Valgarðsson IFK Gautaborg Hallgrímur Jónasson SönderjyskE Miðvallarleikmenn Aron Einar Gunnarsson Cardiff City FC Helgi Valur Daníelsson AIK Jóhann Berg Guðmundsson AZ Eggert Gunnþór Jónsson Hearts Rúrik Gíslason OB Birkir Bjarnason Viking FK Matthías Vilhjálmsson FH Gylfi Þór Sigurðsson TSG Hoffenheim Sóknarmenn Eiður Smári Guðjohnsen AEK FC Kolbeinn Sigþórsson AFC Ajax Alfreð Finnbogason KSC Lokeren OV Landsliðið valið: Aron Einar og Gylfi aftur inn ÓLAFUR Stýrir landsliðinu í síðasta sinn gegn Portúgal. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Evrópudeild UEFA OB - Fulham 0-2 Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður tólf mínútum fyrir leikslok. AEK - Sturm Graz 1-2 Eiður Smári Guðjohnsen spilaði allan leikinn fyrir AEK. Elfar Freyr Helgason var ekki í hópi liðsins. Metalist Kharkiv - AZ Alkmaar 1-1 Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ. Standard Liege - FC Kaupmannahöfn 3-0 Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn. Tottenham - Shamrock Rovers 3-1 0-1 Stephen Rice (51.), 1-1 Roman Pavlyuchenko (61.), 2-1 Jermain Defoe (63.), 3-1 Giovani Dos Santos (66.). Stoke - Besiktas 2-1 ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.