Fréttablaðið - 30.09.2011, Side 74

Fréttablaðið - 30.09.2011, Side 74
30. september 2011 FÖSTUDAGUR46 Bíldshöfða / s: 585 7239 / opið alla daga N1-deild karla HK - Grótta 25-22 (11-9) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 6 (6), Bjarki Már Elísson 5 (10/1), Bjarki Már Gunnarsson 4 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (10), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Tandri Már Konráðsson 1 (6). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 18/1 (40/1) 45%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki Gunn. 2 Bjarki Elís, Vilhelm). Fiskuð víti: 1 (Atli). Utan vallar: 10 mín. Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Ólafsson 6 (9), Árni Benedikt Árnason 6 (10/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 5 (10), Friðgeir Elí Jónasson 2 (6), Ágúst Birgisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2). Varin skot: Lárus Ólafsson 16 (37/1) 43%, Magnús Sigmundsson 3 (7) 43%. Hraðaupphlaup: 5 (Jóhann 2, Árni, Ágúst, Þor grímur). Fiskuð víti: 1 (Jóhann). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðal- steinsson, þrælfínir. Valur - Afturelding 25-20 (11-12) Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 8/2 (9/2), Anton Rúnarsson 6 (12), Finnur Ingi Stefánsson 4 (9), Valdimar Fannar Þórsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 (4), Sveinn Aron Sveinsson 1 (1), Atli Báruson 1 (2), Einar Guðmundsson 0 (1), Gunnar Harðarson 0 (3), Magnús Einarsson 0 (1), Agnar Smári Jónsson 0 (2). Varin skot: Hlynur Morthens 19 (19/3, 50%), Ingvar Kristinn Guðmundsson 0/1 (1, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Finnur Ingi 3, Sturla og Sveinn Aron) Fiskuð víti: 2 (Sigfús 2) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Hilmar Stefánsson 5/3 (7/4), Jóhann Jóhannsson 3 (9/1), Þorlákur Sigurjónsson 3 (4), Eyþór Vestmann 2 (3), Daníel Jónsson 2 (5), Þrándur Gíslason Roth 2 (5), Sverrir Hermannsson 1 (10), Helgi Héðinsson 1 (1), Einar Héðinsson 1 (1), Pétur Júníusson 0 (1). Varin skot: Davíð Svansson 9 (27, 0%.), Hafþór Einarsson 4(9/2 , 30%.) Hraðaupphlaup: 3 (Hilmar, Jóhann og Þorlákur) Fiskuð víti: 5 (Þrándur, Jón Andri, Hilmar, Jóhann og Einar) Utan vallar: 8 mínútur. STAÐAN Valur 2 1 1 0 46-41 3 Akureyri 2 1 0 1 51-44 2 Haukar 1 1 0 0 27-22 2 Fram 1 1 0 0 28-23 2 FH 2 1 0 1 47-48 2 HK 2 1 0 1 47-49 2 Grótta 2 0 1 1 43-46 1 Afturelding 2 0 0 2 40-56 0 NÆSTI LEIKUR Ásvellir: Haukar - Fram sunnudag kl. 16.00 ÚRSLIT Akureyri - FH 20-24 (12-11) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guð- mundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10, 50%), Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19, 42%). Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Stein- þórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari M. Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 19 (39, 56%), Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Anton G. Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á margt ólært en Anton var góður. HANDBOLTI FH vann Akureyri 20-24 í uppgjöri liðanna sem spiluðu um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Akur- eyri komst í 5-0 en þá vaknaði FH- vélin og kom sér inn í leikinn. Sveinbjörn Pétursson byrjaði frábærlega og varði reyndar vel allan fyrri hálfleikinn. FH komst ekki í takt við leikinn fyrr en Daní- el Andrésson fór að verja, og það gerði hann vel. Hann var maður leiksins, varði alls 22 skot. FH minnkaði muninn og stað- an í hálfleik var 12-11. FH komst svo yfir í upphafi seinni hálfleiks en Baldvin Þorsteinsson og Daní- el voru í sérflokki í gær. Örn Ingi var skammt undan. Akureyringur- inn Baldvin lék heimamenn grátt og virðist vera í frábæru formi. „Ég hef æft vel í sumar. Krist- ján Arason sagði mig vera of feit- an í fyrra, það er helvíti hart frá honum komið. Öxlin var ekki 100% í fyrra en hún er góð núna og mér líður vel,“ sagði Baldvin. Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, segir að liðið hafi verið töluvert betra megnið af leiknum. „Við byruðum skelfi- lega, líklega var þetta flugþreyta. Þegar kviknaði á okkur gekk þetta vel. Við spiluðum frábæra vörn og Danni fyrir aftan var magnaður,“ sagði Einar. Sveinbjörn segir að lið Akur- eyrar þurfi að fara í naflaskoðun. „Það má ekki gerast að leikurinn hrynji þegar það vantar tvo menn, þó að þeir séu lykilmenn (Heimir Örn er meiddur og Hörður Fannar meiddist í seinni hálfleik, innsk.). Við þurfum að skoða þetta vel, ekki bara þeir sem koma inn á heldur við allir, þar á meðal ég. Við tókum kolrangar ákvarðanir í sókninni og það er bara ekki boð- legt,“ sagði Sveinbjörn. – hþh Íslandsmeistararnir eru komnir á blað eftir góðan sigur fyrir norðan í gær: FH hristi af sér flugþreytuna DANÍEL ANDRÉSSON Var öflugur í marki FH og þótti besti maður leiksins á Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI HK vann nokkuð þægi- legan sigur á Gróttu, 25-22, í frek- ar slökum handboltaleik. HK var alltaf skrefi á undan. Valsmenn unnu á sama tíma góðan sigur á Aftureldingu, 25-20. Heimamenn í HK tóku öll völd á vellinum strax í upphafi og kom- ust í 5-1. Þá hrökk markvörður Gróttu, Lárus Ólafsson, í gang en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik og aðeins munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 11-9. Lárus gaf eftir í markinu í síð- ari hálfleik og HK gekk á lagið. Náði þægilegu forskoti, 20-15, og það bil náði Grótta aldrei að brúa. Gróttumenn voru baráttuglaðir og duglegir en talsvert vantar upp á gæðin í liðinu til að það geti tekið stig af sterku liði eins og HK. „Það er sterkur karakter í þessu liði eins og sjá mátti í dag. Við gef- umst aldrei upp,“ sagði þjálfari Gróttu, Guðfinnur Kristmanns- son, en honum finnst fínt að eng- inn búist við neinu af Gróttu liðinu. „Verkefnið gæti ekki verið auð- veldara þannig séð. Leiðin liggur aðeins upp á við.“ HK-liðið er að slípast saman. Það lék ekki vel í gær en nógu vel til að vinna. „Það tekur tíma að finna taktinn en við vorum nógu góðir til að vinna í dag án þess að vera að fara á taugum undir lokin. Það var jákvætt,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK. Valsmenn góðir í seinni hálfleik Góður síðari hálfleikur skilaði Val sigri gegn Aftureldingu sem hafði eins marks forystu í hálfleik. Vals- menn unnu að lokum sannfærandi sigur. Hlynur Morthens átti stórleik og varði 19 skot. Sturla Ásgeirsson var einnig fínn fyrir heimamenn en hann gerði 8 mörk. „Þeir voru grimmari en við í fyrri hálfleiknum en við komum síðan sterkir til baka í þeim síðari,“ sagði Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Hlynur (Morthens) var frábær í kvöld og sóknarleikur okkar varð betri eftir því sem leið á leikinn. Það var mun meiri léttleiki yfir leik okkar í síðari hálfleiknum, en menn voru bara ekki með í byrjun. Við þurftum að dreifa álaginu mikið í kvöld og ungu strákarnir stóðu sig virkilega vel í kvöld.“ „Við erum mjög óánægðir með okkar leik og sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ sagði Gunnar Andrés son, þjálfari Aftur eldingar, eftir leikinn. „Þetta var þokkalegt hjá okkur í fyrri hálfleik en síðan misstum við alveg dampinn í þeim síðari. Við erum að elta þá allan síðari hálfleikinn og gerðum allt of mörg mistök í öllum leiknum. Við erum alls ekki nægilega ánægðir með þessa byrjun á tímabilinu og verðum heldur betur að vinna í okkar málum.“ - hbg, sáp Þægilegir sigrar Vals og HK HK og Valur unnu bæði sína fyrstu sigra í N1-deild karla í gær með sigrum á Gróttu og Aftureldingu. Mosfellingar byrjuðu vel á móti Val en heimamenn sigu fram úr í seinni hálfleik. HK-ingar voru alltaf skrefi framar gegn Gróttu. ÁTÖK Atli Ævar Ingólfsson, línumaður HK, í baráttu við Gróttumanninn Friðgeir Elí Jónasson í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Valur náði í gær góðu jafntefli gegn Glasgow Celtic, 1-1, í Skotlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 32- liða úrslit- um Meistaradeildar Evrópu en þau mætast aftur á Vodafone- vellinum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 16. mínútu. Vals- menn unnu sig betur inn í leikinn og uppskáru jöfnunarmark á 59. mínútu sem Laufey Ólafsdóttir skoraði eftir óbeina aukaspyrnu í vítateig heimamanna. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Valskvenna, var ánægð- ur með jafnteflið. „Við hefðum auðvitað viljað vinna leikinn. Við áttum til að mynda skot í slá og fengum góð færi þar að auki. En það fengu Skotarnir líka sem þeir hefðu getað nýtt betur,“ sagði Gunnar Rafn við Fréttablaðið í gær. „Þetta er því nokkuð sanngjörn niðurstaða og það er gott að geta farið héðan með útivallarmark í farteskinu. Við vorum nokkuð stressaðar fyrstu 20 mínúturn- ar en þegar við áttuðum okkur betur á þeirra leik gekk okkur betur. Það er ljóst að það verður erfitt verkefni að ætla að fara áfram því við erum að mæta afar sterku liði. En við ætlum okkur áfram,“ bætti þjálfarinn við. - esá Meistaradeild kvenna: Laufey tryggði Val jafntefli LAUFEY Skoraði dýrmætt útivallarmark í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.