Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 8. janúar 1947 T . ILMVÖTN Andlitavötn GAMALLA BLÓMA ANGAN í\ 1 1U 11 LO VUll 1 UÁKIlA-i-n eru kærkomnar tækifærisgjafir narvotn ERU MENNINGARAUKANDI HREINLÆTISLYF Fást víða í verzlunum. ' Einkarétt Fást víða í verzlunum til framleiðslu Einkarétttil framleiðslu og innflutnings og innflutnings hefir hefir Atfinni.svfír7lnn Átenaisverzlnn JHLlUilJJlOYUfi L i U M Rlkisins niuny iu ! u* liuii Rlkisins Qlífcisútvarpid Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunarverk er að ná til allra þegna landsins með hvers konar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. Aðalskrifstofa útvarpsins annast um afgreiðslu, fjárhald, útborganir, samningagerðir o. s. frv. Útvarpsstj óri er venjulega til viðtals kl. 3—5 síðdegis. Sími skrifstof- unnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. Innheimtu afnotagjalds annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998. Útvarpsróðið (Dagskrárstjórnin) hefir yfirstjórn hinnar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 10— 12. Sími 4991. Fréttastofan annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Frásagnir um nýjustu heimsvið- burði berast með útvarpinu um land allt tveimur til þremur klukkustund- um eftir að þeim er útvarpað frá erlendum útvarpsstöðvum. — Símar Fréttastofunnar eru 4994 og 4845. Auglýsingar IJtvarpið flytur auglýsingar og tilkynningar til landsmanna með skjót- um og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifamestar allra auglýsinga. Auglýsingasími er 1095. Verkfræðingur útvarpsins hefir daglega umsjón með útvarpsstöðinni, magnarasal og viðgerðar- stofu. — Sími verkfræðings er 4992. Viðgerðarstofan annast um hvers konar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leið- beiningar og fræðslu um not og viðgerðir útvarpstækja. — Sími við- gerðarstofunnar er 4995 og 4997. Takmarkið er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því að hlusta á æðaslög þjóðlífsins — hjartaslög heimsins. Ríkisutvarpið. Fjársðfoun tll Mið- Evropn. Forustumenn ýmissa félagasam- taka gangast nú fyrir fjársöfnun til bágstaddra þjóða í Mið-Evrópu. í ávarpi þessara manna til þjóðarinn- ar segir svo m. a.: „Daglega berast nú átakanlegar fregnir um hungur og klæðleysi miljóna manna á meginlandi álfunn- ar og þó einkum frá frændþjóðum vorum í Þýískalandi og Austurríki. Ennfremur er skortur fatnaðar mjög tilfinnanlegur í Finnlandi. Og nú er genginn vetur í garð og gerir þetta ástand enn ískyggilegra og háska- legra. Berklaveiki og aðrir sjúkdóm- ar breiðast út, sökum þess, að við- ( námsþróttur fólksins fer þverrandi. Harðast bitnar þetta á hörnunum, og má fara nærri um, hvílíkur háski æskunni er búinn, sem elst upp við slík eymdarkjör. Til þess að ráða á þessu neyðar- ástandi einhverja bót, verður ekki hjá því komizt, að þær þjóðir, sem á einhvern hátt eru aflögufærar, taki höndum saman, enda hafa t. d. Svíar og Svisslendingar þegar hafið mjög víðtæka hjálparstarfsemi. Og það er ótvíræð skylda vor íslendinga, að leggja fram vorn skerf hinum bág- stöddu þjóðum til bjargar, og oss ætti að vera ljúft að gera það.“ Undir ávarp þetta rita: Sigurður Sigurðsson, formaður R. K. í., Sig- urgeir Sigurðsson, biskup, Kristinn Stefánsson, stórtemplar, Ólafur Lár- TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að frá 1. janúar 1947 skuli hámarksverð á eggjum vera sem hér segir: í heildsölu............kr. 12,50 í smásölu............. . — 15.00 Verð þetta er miðað við, að eggin séu óskemmd 1. fl. vara, og stimpluð sem slík af eggjasamlagi eða hænsnabúi, sem viðurkennt er af verðlagseftirlitinu, enda taki samlag- ið eða búið ábyrgð á gæðum eggjanna. A öðrum eggjum má ekki vera hærra verð en hér segir: í heildsölu ........... — 10.50 í smásölu.............. — 13.00 Reykjavík, 30. des. 1946. Verðlagsstjórinn. Akureyringar Að gefnu tilefni er fastlega skorað á alla bæjar- búa, að fara sparlega með vatn frá Vatnsveitunni. Og stranglega bannað að láta vatn renna að óþörfu, t. d. við að útvatna fisk, kjöt eða við að kæla mjólk. Sannist hirðuleysi manna í þessum efnum, verður vatnið, fyrirvaralaust, tekið af þeim húsum yfir lengri tíma. VATNSVEITA AKUREYRAR. usson, rektor Háskólans, Helgi Elías- son, fræðslumálastjóri, Vilmundur Jónsson, landlæknir, Hersteinn Páls- son, formaður Blaðamannafélags ís- lands, Benedikt Waage, forseti Í.S.Í., Ragnhildur Pétursdóttir, formaður Kvenfél.samb. íslands, Daníel Ágúst ínusson, ritari U. M. F. í. og Leifur Ásgeirsson, formaður Þýzkalands- söfnunarinnar. Afgreiðsla „Islendings“ veitir mót töku gjöfum til söfnunar þessarar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.