Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. janúar 1947 ISLBNDINQUR 3 m s | Samband ungra Sjálfstæðis- l manna Uoyir Sjáitstæðismeno i Skagaiirði iiata hiiQ á ið eíla samtök sío VANDAMÖNNUM OG VINUM þakka ég af alhug skeyti, f heimsóknir, blóm og margar aðrar gjafir og vinarhug, mér auðsýndan á áttræðisafmœli mínu 20. f. m. — Bið Guð að blessa ykkur öll, sem gerðuð mér daginn ógleymanlegan. Akureyri 6. jan. 1947. GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR. Skipstjdri dskast sem meðeigandi í góðum 60 tonna mótor- bát. Þeir skipstjórar, er kynnu að hafa á- huga fyrir þessu leggi nöfn sín ásamt heim- ilisfangi, í lokuðu umslagi, inn á af- greiðslu þessa blaðs fyrir 25. þ. m., merkt ,,Skipstjóri“. Tilkynning um endurnýjun leyfa frá 1946. Gjaldeyris- og innflutiiingsleyfi, sem falla úr gildi 31. des. 1946, verða ekki framlengd með áritun á leyfin. Hinsvegar má sækja um ný leyfi í stað hinna eldri, og láta gömlu leyfin f)dgja með, í þeim tilfellum: 1) að varan sé greidd 2) að stofnuð hafi verið ábyrgð (rembours) 3) að þeyfishafi færi sönnur á að varan hafi verið pöntuð og afgreiðsla staðfest meðan leyfið var í gildi. Viðskiptaráð mun mela það í hverju tilfelli, hvort slíkt leyfi verði veitt. Hin endurnýjuðu leyfi verða talin sem leyfisveiting upp í kvóta viðkomandi innflytjenda fyrir árið 1947. Leiðbeiningar um, hvernig ber að ganga frá beiðnum um endurnýjun hinna eldri leyfa verða látnar í té á skrifstofu ráðsins og auglýstar síðar. Allar endurnýjunarbeiðnir verða að vera komnar til skrif- stofu ráðsins fyrir 25. janúar 1947. Eftir þann tíma verða þær ekki teknar til greina.' 30. desember 1946. . V Viðskiptaráðið. Loftpressa Get leigt loítpressu til vinnslu l)i lengri eða skemmri tírna. Sel líka grjót í púkk og til hleðslu. ZOPHONÍAS JÓNASSON, Eiðsvallagötu 9. Sími 517. Akureyri. HVER ER REYNSLAN Austrænt lýræði Sjálfstæðisflokkurinn hefir vaxandi fylgi að fagna meðal yngri manna í Skagafirði. Sum- arið 1942 var stofnað þar sam- band ungra Sjálfstæðismanna, og var formaður safbandsins þá kjörinn Sigurður Jóhannsson á Olfsstöðum. Samtök þessi hafa dugað vel við kosningar og stuðlað þannig að eflingu Sjálfstæðisflokksins í héraðinu. Milli kosninga hefir starfsem- in, sem og víða annars staðar ) sveitum, verið fremur lítil, þar sem margir annmarkar hafa verið á að ná mönnum saman til funda. Nú er í ráði, að samband ið láti meir til sín taka en áður hefir verið, og væntir Sjálfstæð- isflokkurinn góðs af þeirri starf semi. Til þessa hefir starfsemi ungra Sjálfstæðismanna í sveitunum hér norðan lands gætt fulllítið. Með því að koma á fót félags- samtökum eins og þeim, sem nú eru við lýði í Eyjafirði og Skaga firði verður unnt að bæta ú.r þessu til muna. Markmið Sjálf- stæðisflokksins er, að allir ung- ir sem gamlir, hvar sem er á landinu, hafi aðstöðu til þess að hafa áhrif á stefnu flokksins og vinna henni brautargengi á sem flestum sviðum. Víðast hvar sunnan lands hafa samtök yngri manna látið mikið til sín taka, og má segja, að starfsemi þeirra fari vaxandi með ári hverju. Fréttabréf ur Skagafirði. Tíðarfar hefir verið einmuna- gott í Skagafirði í vetur, og allt. af verið bílfært suður og mest af fært til Akureyrar. 1 hérað- inu er nú víða mikill áhugi fyr- ir því að bæia húsakostinn og hefir mikið komið af byggingar- efni. Á Sauðárkróki eru miklar byggingaframkvæmdir og hafa þegar verið reist nokkur ein- býlishús og önnur í smíðum. 1 smíðum er stórt skólahús, sem notað verður fyrir barnaskól- ann, gagnfræða- og iðnskólann. Næsta sumar verður senni- lega unnið við dýpkun hafnar- innar og lengingu á hafnar- garði. Síðastliðið sumar var haf- inn bygging á nýrri rafstöð fyr- ir Sauðárkrók og næstu sveitir og mun þeim framkvæmdum væntanlega lokið á næsta sumri. Fram til þessa hefir verið raf- magnsskortur á Sauðárkróki og raforka verið mjög dýr. Með byggingu nýju rafstöðvarinnar er gert ráð fyrir nægilegri orku, og má í sambandi við það gera ráð fyrir auknum iðnaði. Á síðastliðnu sumri var mikil síldarsöltun á Sauðárkróki og er gert ráð fyrir söltun á næstu síldarvertíð. 1 vetur voru gerðir út bátar og aflaðist vel. 1 ráði er, að útgerðarfélag Sauðár- króks kaupi nýjan bát. A: Þjóðin þarf að hafa næga i atvinnu. Frumskilyrði velmegunar landsmanna er að allir stundi arðbæra vinnu, og öllum, sem vinna vilja sé tryggð nægileg og góð atvinna. Hér á landi eru prýðileg fram leiðsluskilyrði, og þeir dagar verða að vera taldir, að verk falli úr hendi þess manns, sem vill starfa að einhverju. Atvinnu bótavinnan, svonefnda, eins og snjómokstur og þýðingarlausar garðhleðslur, verður að hverfa úr sögunni. Með því að efla og styrkja sjávarútveginn og hlynna þann- ig að honum, að hann megi blómgast, ætti okkur að verða nokkurn veginn borgið í fram- tíðinni. Hér á landi ætti að vera unnt að reisa fullkomnar fisk- vinnslustöðvar, sem gerðu fisk- inn okkar að eftirsóttri mark- aðsvöru. Við verðuin einnig að efla landbúnaðinn’ eins og kost- ur er, kaupa nýjar og hentugar vélar og gera framleiðsluna eins ódýra og hægt er. Hér á Akureyri hefir verið frekar lítið um atvinnu undan- farið, nema yfir sumartímann, og þá aðallega við húsabygging- ar. Að vísu eru steinhús góð eign og gott að búa í þeim, en það lifir enginn á þeim einum saman til lengdar. Við Akureyr- ingar þurfum því að skapa hér skilyrði til aukinnar framleiðslu og þá einkum að auka útgerð- ina í bænum. Hingað þurfa að koma fleiri skip og hér þarf að koma upp fiskiðnaði. Á Akur- eyri er nægilegt rafmagn, eða ætti að minnsta kosti að vera það, og vinnuafl er nægilegt. Það vantar einungis vilja og skilning bæjarbúa. 1 nágrenni bæjarins er einnig mikið ræktanlegt land, sem ein- ungis bíður komu landnemans. Verkamenn gegn ríkisrekstri Einn aðalleiðtogi Verklýðssam bands Bandaríkj anna lýsti því yfir fyrir nokkru síðan, að liann gæti ekki liugsað sér néitt óæski- j legra fyrir verkalýð Bandaríkj- anna en ríkisrekstur, því a'ð JM myndu verkamenn um leiS missa verkfallsrétt sinn. Sjö miljónir verkamanna eru í VerklýSssam- bandi Bandaríkjanna, og stySur sambandiS ákveSiS einkaframtak í atvinnurekstrinum. Þessi skoSun bandarískra verk- lýSsleiStoga stangast illa á viS skoSanir þeirra manna hér á ís- landi, sem telja verkalýSnum þa'ð hiS mesta hjálpræSi, aS ríkisvald iS taki allan atvinnurekstur í sín- ar hendur. ,,VÖRÐUR“ félag ungra Sjálf stæðismanna á Akureyri hefir hafið vetrarstarfsemi sína. Mælskunámskeið er nú byrj- að á vegum félagsins, og er þátt taka ágæt. Þá hefir stjórn fé- lagsins einnig í undirbúningi að halda kvöldvökur innan félags- ins og efla félagsstarfsemina sem mest á öllum sviðum. Á síðastliðnum vetri fjölgaði mjög félögum „Varðar“ eins og annarra félaga ungra Sjálfstæð- ismanna um land allt. Unga fólkið er stöðugt að koma betur auga á þá staðreynd, að sérhver dugandi æskumaður á fyrst og fremst heima í þeim flokki, sem trúir á manndóm einstaklings- ins og vill vernda frelsi hans og mannréttindi. Þess er því að vænta, að „Vörður“ auki enn stórlega fé- lagatölu sína íi þessum vetri. Átökin milli hins vestræna lýð- ræðis og hins austræna einræðis harðna nú stöðugt. Sérhver æskumaður, sem trúir á hugsjón lýðræðisins, hlýtur að skipa sér undir merki Sjálfstæðisflokks- ins, því að hann er og verður ætíð ötulasti málsvari hins sanna og fullkomna lýðræðis. '* Þegar atvinnuleysið gerir vart við sig, á bærinn að taka landið til ræktunar, og leigja það síð- an þeim, sem stunda vilja þar búskap. Eg veit, að unga kynslóðin horfir björtum augum á fram- tíðina. En vonir okkar um góða afkomu rætast því eins að allir starfi og starfi að því sem þjóð- inni er fyrir beztu, framleiðsl- unni. Indriði Þorsteinsson. Um þessar mundir vilja kommún- istar koma á landsverzlun og telja henni einkum til gildis, að hún myndi lækka vöruverÖ til neytenda. íslend- ingar hafa töluverða reynzlu af verzl- unareinokun, þótt ekki sé farið langt aftur í sögu þjóðarinnar. Á mektar- dögum framsóknar og krata Yar öðr- um en ríkinu meinað að flytja inn ýmsar vörur. Þar á meðal voru eld- spýlur. Unt eldspýtueinkasöluna sál- ugu segir Verklýðsblaðið árið 1935: „Eldspýtur, seiti með ríflegri álagn- ingu heildsalanna kostuðu frá 14 og upp í 22 kr. hvert þús. stokkar eru nú seldar í einkasölunni fyrir kr. Konnnúnistar hafa haldið því mjög á lofti, hversu fullkomið lýðræðið sé í þeim löndum, sem þcirra áhrifa# gætir mest í. Fyrir skömmu síðan fór katólska kirkjan í Póllandi þess á leit við stjórnarvöldin þar, að hún fengi að hafa fulltrúa í framboði við næslu kosningar, en fékk afdráttar- laust neitun. Þess má geta, að í lýðfrjálsum löndum þarf ekki „leyfi“ stjórnar- valdanna til framboðs. 32.50“ Ætli reynlan yrði ekki svipuð af landsverzluninni?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.