Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 8
Móðir mín, MARGRÉT JÖNSDÓTTIR sem andaðist 5. janúar 1947, verður jarðsungin frá heim- ili mínu, Ránargötu 2 Akureyri, fimmtudaginn 16. janúar kl. 1 e. h. Fyrir hönd barna og tengdabarna hinnar látnu Öskar Gíslason. Skjaldborgarbíó Miðvikudagskv. kl. 9: Frumsýning EINN GEGN ÖLLUM (To Have and Have Not) Eftir hinni heimsfrægu skóldsögu E. Hemingways. Leikendur: HUMPHREY BOGART o. fl. NÝJA-BÍÓ Miðviku- og fimmtudagskv. kl. 9: Hjónaband er einkamól Lane Turner - James Craig Föstudagskvöld kl. 9: Mannlausa skipið Bönnuð börnum innan 12 ára. Laugardag kl. 6: í blíðu og stríðu Laugardagskvöld kl. 9: Lyklar himnaríkis Hækkað verð Til [ slendings. Jón Guðmundsson, hreppstjóri að Garði í Þistilfirði hefir ort eflirfar- andi kvæði til „íslendings“ og sent það þekktum manni hér í bæ, sem síðan léði Islendingi það til birting- ar. Verlu öllum „íslendingur“ örugg sloð á þroska braut Frœkn í sókn og svaraslyngur sjáðu ráð í hverri þraut. Ristu drengskaps Ijósu letri lífsins orð á jrægan skjöhl, svo á andans óðalssetri eigirðu bœði tign og völd. Veldu af gætni vini þína, virtu aldrei glópsins hrós; ■látlu í orði og athöjn skína íturhugans bjarta Ijós. Berðu ei feðra frœgð í sjóði, frjóvgaðu hennar dýru blóm. Mundu að allur erfður gróði annars verður fánýtt lijóm. Það er eins og ýmsir teygi inn í sortann skýlaus rök, því er voru þjóðarfleyi þráfallt stejnt í hœltuvök. Þó mun vera vœnst að treysta viti og drengslcap sérhvers manns. Allir fá þó einhvern neista œðra Ijóss, — og gœtt skal hans. Oft þó reynist örðug glíma, aldrei nýtast skelmisbrögð; œ þau gjaldast einlwern líma, eins þó vœri á skálkinn lögð. Ekki hrín á heiðum skildi hatursflaug né rógsins gróm. — Þó ei komi heil úr hildi, hetjan loks fœr réttan dóm. Lýðnum skærst í Ijósi vonar Ijómar viljans bjarta stál; minnst skal afreks Arasonar, ógni kúgun þjóðarsál. Andinn sami öllu stjórnar, oft þó dulið sé lians Ijós. Upp af blóði eigin fórnar æðsta sprettur mannlífsrós. Yfir lífsins brim og boða bjartur friðargeisli skín: Andi lifir Askels góða, enn þó heiftin glepji sýn. Ofsann skyldi í athöfn temja eigi prúðum sigri að ná, þó skal ei um sakar semja svo að rélti halli frá. Berðu glœstan frelsis jána jram til sigurs göfgri þrá. Láttu hugsun himinfrána hœsta tignarsessinn fá. Alla hjartans strjúk þú strengi styrkri mundu sannleikans, svo að hljómi hátt og lengi hróður þinn um byggðir lands. JÓN GUÐMUNDSSON. Fréttatiikynnlnj) frá landslmanum. Frá 1. janúar 1947 gengur í gildi ný gjaldskrá fyrir landssímann og felur hún í sér hækkun á ýmsum lið- um fyrri gjaldskrár. Símtalagjöld og símskeytagjöld haldast þó til bráðabirgða áð mestu óbreytt, en gjöld fyrir notendur síma hækka talsvert, svo og ýmsir aðrir liðir. Þannig hækka t. d. ársfjórðungs- gjöldin fyrir heimilissíma hér á Ak- ureyri úr kr. 75.00 í kr. 125.00 og fyrir verzlunarsíma úr kr. 105.00 í kr. 187.50. Ársfjórðungsleiga tengi- kvíslar hækkar úr kr. 10.00 í kr. 15.00 og aukabjalla úr kr. 8.00 í kr. 12.50. Uppsetningargjald á síma hækkar úr kr. 200.00 í 400.00 og flutnings- gjald úr kr. 140.00 í kr. 200.00. Á öðrum símastöðvum með venju legum þjónustutíma í kaupstöðum og kauptúnum, með færri en 150 notendur, verður ársfjórðungsgjald- ið fyrir heimilissíma kr. 100.00 í stað kr. 60.00 áður, nema á 2. og 3. flokks stöðvum, þar sem notenda- fjöldinn er undir 10 þar verður árs- fjórðungsgjald heimilissíma kr. 62.50 í slað kr. 37.50 áður. Fyrir at- vinnu- og verzlunarsíma er gjaldið 50% hærra. Hið árlega afnotagjald fyrir not- endasíma í sveitum sem var áður kr. 120.00 verður nú kr. 140.00 ef sím- inn er í sambandi við 3. fl. stöð en hærri í sambandi við stöðvar með lengri þjónustutíma. Jölablað „íslendings" er nýkomið út, fjöl- breytt að efni og 32 síður að stærð. Aðeins föstum kaupendum blaðsins hefir verið sent jólablað- ið. Enn er nokkuð til af jólablað- inu, og fá nýir kaupendur það ókeypis, meðan upplagið endist. Undanfarið hafa „íslendingi“ bætzt margir nýir kaupendur víðs- vegar um land. Allmargir þeirra, sem blaðið hefir verið sent til reynslu hafa þó ekki enn gefið neilt til kynna um það, hvort þeir óska eftir að fá blaðið áfram. Það eru vinsamleg tilmæli blaðs ins til þessara manna, að þeir end- ursendi fyrsta blaðið, sem þeir fá eftir nýár, ef þeir óska ekki að kaupa blaðið, ella munum vér senda þeim það framvegis og telja þá kaupendur blaðsins. 1_____________________ Auglýsið í íslendingi Herfangahald stórþjóðanna Framh. af 1. síðtu löndunum við austanvert Miðjarð- arhaf eru yfir 100.000 herfangar og margar þúsundir eru dreifðir yfir Kanada, Vestur-Indíur, Gibraltar, Möltu og Afríku. Til Bandaríkjanna voru á sínum tíma sendar um 380.000, en mestur hlutinn hefir nú verið sendur úr landi. Um alla Evrópu eru þýzkir her- fangar látnir eyðileggja víggirðing- ar, tundurdufl og jarðsprengjur. I Hollandi hefir manntjónið við þessi störf numið 25%. Heimflutningar japanskra her- ■ fanga hefir gengið miklu fljótar en Þjóðverjanna. Eftir er að flytja um IV2 miljón, en þegar hefir verið gerð áætlun um þessa flutninga. Þangað til vinna fangarnir í þjónustu Banda- manna. Snemma í styrjöldinni gerðu Rúss- ar þá kröfu, að Þjóðverjar yrðu skyldaðir til þess að lagfæra sjálfir allar skemmdir af völdurn styrjald- arinnar. Um þetta var rætt á Jalta- ráðstefnunni. í sluttu máli er stefna Rússa, að hverri þjóð sé í sjálfsvald sett hvenær hún skili herföngum heim. Rússar hafa t. d. neitáð að ræða um heimflutning finnskra her- fanga, þar sem öðrum þjóðum komi það mál ekkert við. Gera má ráð fyrir því, að þetta sjónarmið Rússa kunni að valda deilum, þegar farið verður að ræða friðarsamningana við Þýzkaland, þar sem Bandaríkin vilja flýta heimflutningunum. Rauðnr bestur hefir tapast. — Mark: Sýlt vinstra. — Sá, sem kynni að hafa orðið hestsins var, er vinsamlega beðinn að gera aðvart Jóni Geirssyni, lækni Sími 405. AklæOi nýkomið. Þeir, sem pantað hafa hjá mér bólstr- uð húsgögn, ættu að líta inn. JÓN HÁLLUR. VIL KAUPA lítið notaðan „SMOKING“, meðal stærð. Upplýsingar í síma 210. HALLÓ STÚLKUR! Maður á bezfa aldri óskar eftir ráðskonu. - Hjónaband kemur til greina. ef um semst. Tilboð, er greini aldur, ásamt mynd, er endurscndist, sendist af- greiðslu Islendings fyrir 15. þ. m., merkt: Á. Þ. - 252. Fullri þagmælsku er heitið. Ný epti fást hjá Verzl. Eyjaf jörðnr h.f. Danskt Marie-kex — ís-kex — Smör-kex — Díxie-kex — Blandað kex. VerzL Eyjafjörður hf, Alullar'ábreiður hvítar og mislitar. Verzl. Eyjafjörður h.f. Tréskrúfur allar stærðir, fást hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. Gúmmistígvél' barna og unglinga Verzl. Eyjafjörður h.f. TIL LEIGU óinnréttuð tveggja herbergja íbúð á Oddeyri gegn innréttingu, ef um semst. — Þeir, sem kynnu að hafa hug á þessu, gjöri svo vel og senda bréf í pÓ8thólf 105, Akureyri. Sunnudaginn kl. 5: Mannlausa skipið Bönnuð börnum innan 12 óra. Sunnudagskvöld kl. 9: Fantasia Hækkað verð Gleðilegt ór! Þökkum viðskiptin á liðna órinu. , Húsgagnavinnustofa Kr. Aðalsteinssonar & Co., Akureyri Gleðilegt nýór! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Stefán Stefánsson, járnsmiður. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. LEIFSLEIKFÖNG. íbúð í smíðum, 2 herbergi og eld- hús, til sölu. Sigfús Grímsson Laxagötu 4. TIL SÖLU nú þegar hluti af slórri húseign á Oddeyri. í kaupunum getur fylgt leiguréttur til rúmgóðrar íbúðar frá 14. maí n. k. — Upplýsingar gefur BJÖRN IfALLDÓRSS,ON Strang- götu 35. Sími 312.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.