Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 6
V, 6 Lfiið á landið. j Framh. aí 5. síðu. í Borgarfirðinum. — Vatnsdalshól- arnir eru nú á báðar hendur. Ein- hver þóttist vita hvar legstaður þeirra Agnesar og Friðriks væri -— hefði verið — og benti — við greindum engin „missmíði“. — Enn eru hjól- in trú sínu hlutverki og enn kemur fallegur dalur, — Víðidalur, með stórbýli og staðalegt víða. Eitt brann nú til kaldra kola — Víðidalstunga — og rauk úr. — Hafði það skeð rróttina áður, og vorum við ekki bú- in að frétta það öll. — Næst er stopp- að við Norðurbraut — sigareltuskúr — fólk sém ætlar til Hvammstanga línist úr bílunum, eitthvað keypt af sætindum og sigarettum, svo af stað á ný. Nú er það Hrútafjarðarháls* lágur fjallgarður með mýrarsvökkum og tjörnum — og nokkrum kotum. — Æi, ég vildi ekki búa þar! — Hvað er nú þetta? — Risavaxinn silfur- ormur skríðandi inn í land! •— Hringarnir á bakinu hreyfast í takt, — það er ekki vafi. — Skyldi hann vera á leið suður í Borgarfjörð? — Jæja! — hillinn virðist nú halda sæmilega í, við þennan þrjót. Máske hann geti hlaupið hann af sér. — Þetta var þá Hrútafjörður -— og þarna er Borðeyri (sem símastúlk- urnar þurfa svo oft að kalla í) undir melbarði. Bísna margir Bitrungar birtast líkir sv.... Bruna veginn bölvunar Borðeyrar að vínum, kvað hagyrðingurinn í gamla daga. Ætli mæíti ekki segja svipað enn, og um fleiri sveitir, bændurnir og ungu bændasynirnir renna til kaupstað- anna, til að vökva brjóstið — sumir — og hlusta á pilsaþytinn og skoða glingrið.....Æi, þetta er víst böl- sýni á háu stigi! — En eitthvað verð- ur-maður að segja, þegar Vatnsdal- ur og Víðidalur eru yfirgefnir, og sezt að í þorpum og bæjum! .... Bílarnir eru búnir að liafa betur í viðureigninni við silfurorminn og komnir upp á Holtavörðuheiði, — og er nú komin þoka — svo bezt er að hoppa yfir heiðina þegjandi. — Brátt blasir við hvítt fjall í suðvestri, og dalur mikill er framundan — Norðurárdalur í Borgarfirði — og fjallið Baula á barmi hans. Norður- árdalur er kunnur af fegurðinni í Grábrókarhrauni, Vigfúsi í Hreða- vatnsskála, — og mörgu fleiru á- gætu, — og nú er komið glaðasól- skin aftur, — allt baðað í sól. Stanzað er augnablik við Skálann, þann nýreista, sunnan undir Grá- brók gömlu, sem eitt sinn spúði hráka sínum yfir blómlegan dalinn, og veit enginn hvað þar hefir undir hulist. Þarna hnappast fólkið.saman á sumrin, Jþar er friðsælt, kyrrð og ró. — Og þar eru bjarkar- og blóm- skrýddar hraunlautir, sem nota má meðal annars til að faðmast í og kyssast, og sér það enginn! — Þar við bætast svo pönnukökurnar hjá Vigfúsi, — og fólkið hefir það gott. — Er nú haldið sem leið liggur niður í Borgarfjörðinn, héraðið á ég við. Þar á ég margs að minnast, frá því að ég var í Hvanneyrarskóla, fyrir 30 árum síðan. Margt hefir auðsæilega breytzt, — sjálfsagt til hins betra, samkvæmt lögmáli þró- unarinnar — Borgarfjarðarhérað var fallegt þá, og er fallegt enn, mann virki, sem komið hafa síðan, svo sem Hvítárbrú bjá Ferjukoti og Brákur- eyjarbrú o. fl. mannvirki, auka á fegurð og fjölbreytni héraðsins, — og þá er fjallahringurinn: Snæfells- jökull, Baula, Eiríksjökull, Lang- jökull, Ok og Skarðsheiði, tígulegir fjallajötnar á verði umhverfis eitt- hvert búsældarlegasta hérað lands- ins. — Mér er næst að halda að ekk- ert hérað eigi jafnfagran fjallahring. — Þau hafa gætt héraðsins á róstu- tímum Sturlungaaldarinnar, tímum einokunar og niðurlægingar, tímum framfara og dáða — og enginn hefir séð þeim bregða. — Þau eru alltaf eins. Sessunautur minn telur „spottann“ sinn á enda rakinn, og biður að hleypa sér út, skammt frá Svigna- skárði — og þótti mér sízt fyrir því að hann fór — því svo var að sjá sem hann fyrirliti allt og alla, nema sjálfan sig! — Skyldi hann hafa ætl- að að spássera þessa vegalengd (milli Valnsskarðs og Svignaskarðs) sagði ein blómarósin, — og þótti fyndin. Okkur er sýndur staðurinn, þar sem bíllinn frá Akureyri stakk sér úl af brúarsporðinum við Hvítár- brú og niður í margra bílhæða djúpa hringiðuna, — hann virðist hafa ætlað að spara sér krókinn við brúna, og fara beint frá klettanefinu yfir á hana, en hefir vantað vængi. Annars eru beyjur við flestar brýr á íslandi, svo einkennilegt er að slíkt gleymist! Stoppað er við Hvítárvallaskóla — og enn drekka menn kaffi — eða éta. — Mig undrar slík aðvera, því 'hvergi hefi ég keypt mér neitt — á þessari leið. „Það er fallegt á Völlum þegar vel veiðist,“ er haft eftir Ólafi bónda, sem bjó þar fyrstu 2—3 tugi aldar- innar. Afram er haldið, fram hjá rafstöð, sem verið er að reisa á Fossum, fram hjá Hvanneyri, serti er alltaf jafn- tíguleg, jafnvel þó hún sýni aðeins baksvipinn, fram bjá fjölda reisu- legra jarða, sem oflangt yrði að telja upp. Hvað er orðið að Ausu, — spyr ég — og er sagt hún sé þarna á sama hólnum og hún hafi alltaf verið. Þarna sést nú reisulegt hús, og önnur hús eftir því — glampandi í sólskininu. — Ausa gamla virðist hafa horfið með Jóni, hinum aldna og fróða karli, í bættu buxunum. Út af skrafi þessu fer einhver að raula: Einn var að smíða Ausutetur, o. s. frv. — Hinn einkennilega, lífseiga söng Hvanneyringsins, sem nú mun vera orðinn um 30 ára — og jafn- fjörugur enn. Hjá Skeljabrekku „punkteraði“ skrjóðurinn, svo tæki- færi var lil að virða fyrir sér um- hverfið. Hafði ég eitt sinn verið vor- tíma þar á bæ, og mann ehn eftir mörgu, túnið er orðið mun stærra, en sömu húsakynni — eða svipuð. ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 8. janúar 1947 — Enn eru hjólin í lagi og er nú' ekið eftir melum — endalausum mel- um — enda heitir sveitin Melasveit! — I brekkunni niður að Laxánni bilar allt í einu stýrisútbúnaðuír skrjóðsins, — svo hann tekur gönu- hlaup út í móa, — heppni að ekki var hár kantur. — Annars eiga fólks- bilar að vera svo í lagi, að annað eins og þetta eigi sér ekki stað, — það er ekki alltaf lágir kantar og mó- ar, þegar illa eftirlitnum bíl þóknast að bila, — því fer oft sem fer. Tóm- ur póstbíll, sem á eftir var, tók fólk- ið, — og nú er komið brátt til Akra- ness, — kartöflubæjarins fræga und- ir Akrafjalli. Leist mér vel á þann stað og lífvænlega — eftir legu og öðrum skilyrðum að dæma. — Svo er það „Víðir“, sem alltaf ruggar, hversu sem kyrrlátt er. — Maður kærði sig kollóttan um ruggið og leit til ýmsra staða sem blöstu við: Kjalarnesið með Esjuna í baksýn, Gróttu sem hillir upp, laus við Sel- tjarnarnesið, — og já — síðast en ekki síst — Reykjavík, eins og hún blasir við frá sjónum o. m. fl. —- Hvað er þarna á hæðinni? segi ég við sessunaut minn og bendi, — það er turninn á Sjómannaskólanum nýja, — er svarið. —Þelta nýtur sín prýðilega — blasir við sjómönnum þegar þeir koma „af hafinu heim“. — Loks erum við komnir til Reykja- víkur, — og ég kominn upp í bíl, á leið til heimilis systur minnar, Rauð- arárstíg 13, — dags reisunni er lokið. S. G. S. Bækur og rit Framh. af 5. síðu. frásagnir. Handa telpunum er svo sagan af Krillu, hlýleg saga um gleði og áhyggjur unglingsstúlkunnar. Hef ir Sigríður Ingimarsdóttir þýtt þá sögu. Þá gefur Æskan út í annað sinn hina vinsælu barnasögu Stefáns Júlí- ussonar, kennara, Kári litli í skólan- um, með teikningum eftir Tryggva eru svo Kisubörnin kátu, með teikn- ingum eftir teiknarann fræga Walt Magnússon. Fyri ryngstu lesendurna Disney. Barnabækur frá úfg. Pálma H. Jónssonar. Við Áljtavatn, barnasögur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson með mynd- um eftir Guðmund Frímann. Þessi bók hefir áður komið út í tveimur útgáfum og hlotið miklar vinsældir meðal yngstu lesenda. Ólafur^hefir gott lag á að skrifa fyrir börnin, frá- sögnin er lipur og stíllinn skemmti- legur. Myndirnar eru vel gerðar. Kvœðabókin olckar eftir Steindór Sigurðsson með teikningum eftir höf undinn. Steindór Sigurðsson er landskunnur rithöfundur og afbragðs þýðandi. Hann hefir einnig gefið út nokkrar ljóðabækur, sem hafa feng- ið góða dóma. Kvæðabókin okkar er sérstaklega sami nfyrir börn og er hin skemmtilegasta. Hvíti selurinn eftir Kipling í þýð- ingu dr. Helga Péturs með fallegum myndum. Tilkynning frð viðskiptaráði Til 15. jan. 1947 heimilast tollstjórum og umboðsmönn- um þeirra að tollafgreiða vörur, sem konmar eru til lands- ins, gegn innflutningsleyfum, sem giltu til 31. des. 1946. Til sama tíma framlengist gildi gjaldeyrisleyfa, sem féllu úr gildi 31. des. 1946, þó því aðeins að þau séu fyrir inn- heimtum, sem komnar eru í banka og tilheyra vörum, sem komnar eru til landsins. Eftir 1. jan. 1947 er óheimilt að stofna til nýrra vöru- kaupa og yfirfæra gjaldeyri í sambandi við þau, gegn leyf- um, sem falla úr gildi 31. des. 1946, nema því aðeins að þau séu endurnýjuð af Viðskiptaráði. Reykjavík 28. des. 1946. Viðskiptaráðið. TILKYNNING frd Viðsliiptaráði um shilyrði fyrir endurútgdfu eldri gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Með skírskotun til fyrri auglýsingar um endurútgáfu á gjaldeyris- og innflutningsleyfum tilkynnir Viðskiptaráðið, að til þess að ráðið táki slíkt til greina þurfa untsækjendur að sanna skriflega eftirfarandi: 1) Ef leyfi ber með sér að gjaldeyrir sé notaður, skal sann- að með yfirlýsingum frá viðkomandi hanka hvort um áhyrgð sé að ræða eða ekki. 2) Að kaup séu gerð og afgreiðslu lofað innan hæfilegs tíma. 3) Hvort leyfið sé keypt við föstu verði eða háð verðbreyt- ingum. 4) Ef vara er komin sé það sannað skriflega með farm- skírteini eða á annan hátt. 5) Ef gjaldeyrir er ónotaður og samið um að vara skuli afgreidd gegn innheimtum í hanka hér, sé sannað með bréfi eða símskeytum frá seljanda hvenær fest séu kaup á vörunni, og hvenær afgreiðsla fari fram. 6) Sér framangreindum skilyrðum ekki fullnægt verður öllum umsóknum um endurútgáfu leyfa synjað. Sérstök athygli skal vakin á því að allar umsóknir um endurútgáfu leyfa verða að hafa borizt skrifstofu Viðskipta- ráðs fyrir 25. ja.n n. k., annars verður þeim ekki sinnt. Reykjavík, 2. jan. 1947. Viðskiptaráðið. TILKYNNING um breytingu á innheimtu leyfisgjalda. Samkvæmt breytingu á lögum um Viðskiptaráð, sam- þykktri á Alþingi 30. nóvember sl., verða leyfisgjöld af gjaldeyris- og innflutningsleyfum innheimt á skrifstofu ráðsins frá 2. janúar 1947 að telja. Leyfishöfum ber því, samkvæmt þessu, að greiða leyfis- gjöld um leið og þeir fá leyfin afhent. Leyfi, sem greiða á leyfisgjald af, verður því ekki póstsent, en í þess stað verður viðkomandi aðila tilkynnt um leyfisveitinguna annaðhvort í síma eða með bréfi. Þeir sem búsettir eru utan Reykjavíkur verða samkvæmt þessu að hafa umboðsmenn hér í bænum til að taka á móti gjaldeyris- og innflutningsleyfum fyrir sína hönd og greiða leyfisgjöldin. Vegna þrengsla á skrifstofu ráðsins, kl. 10—12 f. h., meðan daglegur viðtalstími stendur yfir, hefir aðal-afhend- ingartími leyfanna verið ákveðinn kl. 1—4 daglega. 30. desember 1946. ViSskiptaráSiS.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.