Íslendingur


Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 5
MiSviku.daginn 12. febrúar 1947 ISLENDINGUR 5 Júlíus fiavsteen, sýslumaður Rafvefta Norður - Þinoeyjarsýslu. Á a'Salfundi sýslunefndár NorSur- Þingeyjarsýslu, sem haldinn var í Ásbyrgi miðvikud. 10. júlí 1946, kom m. a. fram og var samþykkt svo-- hljóSandi tillaga: „ASalfundur sýslunefndar NorS- ur-Þingeyjarsýslu 1946 beinir þeirri ósk til „Rafmagnseftirlits ríkisins“, aS látin verSi.fram fara rækileg at- hugun á fallvötnum í ÞistilfirSi á þessu sumri, meS þaS fyrir augum, aS komiS verSi upp rafvirkjun fyrir Þórshafnar- og Raufarhafnarkaup- tún og nálægar sveitir.“ Tillögu þessa afgreiddi ég stuttu eftir fundinn til „Rafmagnseftirlits- ins“, og átti tal um hana viS raforku- stjóra Jakob Gíslason, sem tók mála- leitun þessari meS miklum velvilja og skilningi, en tjáSi mér, aS svo væri fast og víSa knúiS á dyr raf- magnseftirlitsins, aS óvíst væri, hve- nær hann gæti látiS umbeSnar at- huganir fram fara, en væntanlega gæti þetta orSiS einhverntíma á sumrinu 1947. Hinn 10. ágúst sl. kom eg til Rauf- arhafnar til þess aS þinga og hitti þar skjótt vin minn og frænda Óla Hert- ervig, sem orðinn var framkvæmda- stjóri síldarverksmiðjanna í Raufar- höfn. HafSi mér gefizt kostur á því, aS kynnast all náiS, undanfarin þrjú ár, með hvílíkri samvizkusemi og dugnaði hann beitli sér sem bæjar- stjóri fyrir framfaramálum Siglu- fjarSarkaupstaðar, einkurn fyrir raf- veitumálunum, sem hann virtist vera orðinn gagnkunnugur. Bar nú tillaga sýslunefndarinnar, sem að framan getur, skjótt á góma, og fann ég, að hann var fullur áhuga fyrir því, að rafveita kæmist upp í sýslufélaginu. Þegar hann heimsótti mig í okt. sl. á heimleið, að lokinni síldarvertíð í Raufarhöfn, tjáði liann mér, að hann hefði sjálfur fariS urn Sléttuna og gert þar athuganir á vötnum og fjall- vötnum, sem myndu ef til vill hafa nokkra þýðingu fyrir lausn þessa þarfa máls. Lofaði hann því jafn- framt, að senda mér greinargerð um athuganir sínar, sem ég mætti leggja fyrir sýslunefndina og rafmagnseftir- litið. Þessar „skyndiathuganir“, sem Hertervig sjálfur nefnir þær, setur hann fram i bréfi til mín dags. 21. þ. m. og er ég hafði lesið þær, taldi ég þær um margt svo merkilegar og vel gerðar, að ég fór þess á leit, að mega birta þær í „íslendingi“ al- menningi lil fróðleiks. Fékk ég sam- þykki hans til þessa og gef hér með Hertervig orðið: / Siglufirði, 21. jan. 1947 Ilerra sýslumaður, Júlíus Havsteen Húsavík. Leyfi mér hérmeS að senda ySur, herra sýslumaður, skýrslu um skyndi athugun, sem ég hefi gert á mögu- leikum fyrir virkjun vatnsfalla til rafmagnsframleiðslu í nágrenni við Raufarhöfn, ef hún mætti vera cil nokkurs stuðnings fyrir sýslunefnd- ina í málaleitan hennar til Rafmagns- eftirlits ríkisins, samanber 10. lið íundargerðar sýslunefndar frá s. 1. sumri, og sarntal vort s. 1. haust. Á ferð minni urn NorSur-Þingeyj- arsýslu í vor varð ég var við alrnenn- an áhuga fyrir því að fá rafmagn til almenningsþarfa um allar byggðir. í því sambandi var íalað um ýmsar hugsanlegar leiðir, en sú sem vakti mesta athygli mína var hugmynd, sem herra rithöfundur Einar Sigfús- son frá Ærlæk skýrði mér frá að hann hefði fengið fyrír mörgurn ár- um á ferðum sínum um sýsluna, en það er virkjun vatna skammt innan við Raufarhöfn. Sökum anna dróst það fram um mánaðarmótin september—október að ég gæti farið og litið á umrætt vatnasvæði, en þá fór ég tvo sunnu- daga í röð, en fékk slæmt veður í bæði skiptin, svo aðstæður til at- hugana voru ekki eins ákjósanlegar og skyldi. í bæði skiptin naut ég fylgdar kunnugra manna, bræðranna Þor- steins og Friðgeirs Steingrímssona frá Hóli. í síðara skiptið var með í förinni herra Ásgeir Bjarnason raf- fræðingur, og gerði hann nokkrar hæðamælingar, en aðstaða var mjög óhagstæð sökum veðurs svo sem áð- ur var sagt. NiðurslöSur alhugana vorra eru þessar: Bærinn Ilóll er ca. 4 km. suðvestur af Raufarhafnarþorpi. NorSvestur af bænum eru tvö allstór stöðuvötn. Ilólsvatn nær og Deildarvatn fjær. Hæðamunur Ilólsvatns og hugsan- legs orkuvers er ca. 30 metrar. Rétt austan við bæinn rennur Hólsá og skannnt þar frá Ormalónsá. Okkur virðist vera möguleikar á að virkja bæði þessi vötn og báðar árn- ar í einni og sömu aflstöð, er stæði rétt neðan við túnið á IIóli. Hólsvatn nær alveg frarn á brún á hásléttunni ofan við bæinn, í ca. 500 metra fjarlægð frá hugsanlegri aflstöS. Á brúninni þarf líklega að gera slíflugarð, sem hækkaði vatns- borðið um ca. 1 meter. Dcildarvalninu er hægt að veita í Hólsvalnið eftir tveirn leiðum. Ann- aðhvort með því að grafa gegnuin holt, sem er á milli vatnanna, sá skurður yrði ca. 600—800 metra langur, eða með því að stífla ána, sem rennur úr vatninu nokkurn spöl frá ós, og veita henni í skurS, sem grafinn yrði eftir mýrardragi, sem er á milli Hólsvatns og þess staðar, þar sem áin yrði stífluð. Sá skurður yrði nokkuð lengri, en auðveldara að grafa hann þar, heldur en yfir holtið. NokkuS fyrir veslan Deildarvatn- ið rennur Hólsá, en lieitir Ölduá á þeirn stað. Milli árfarvegarins og Deildarvatns er nærri óslitin lægð, sem meS tiltölulega litlum lagfæring- um er hægt að nota sem farveg fyrir Ölcluá í DeildarvatniS. Nokkru lengra frá rennur Ormarlónsá. Millr hennar og Ölduár er óslitið lægðardrag, sem hægt væri að veita meginhluta Orm- arlónsár eftir í Ölduá, aðeins þarf að grafa ca. 300 metra langan skurð í gegnum hraunöldu sem skilur far- veg Ormarlónsár og fyrrgreint lægð- ardrag. Árbakkinn er þarna lágur og því auðvelt að veita ánni úr farvegi sínum með tiltölulega lágri stíflu yf- ir árfarveginn. Slíflu þessa, svo sem aðrar minni fyrirhleðslur væri að mestu hægt að gera úr torfi og grjóti, sem nóg er til af nærlægt. Sennilega þyrfti steypt- an þéltivegg í stífluna yfir ána. Allt þetta eru bergvötn með all- stóru úrkomusvæði og tiltölulega jöfnu rennsli. Um hve stóra virkjun hægt væri að gera í sambandi við þessi fall- vötn skortir mig alla þekkingu og aðstöðu til að geta sagt nokkuð um, en Ásgeir Bjarnason, sem aðeins hef- ir komið á umrætt svæði einn dag- part í óhagstæðu veðri, telur að lík- ur fyrir allslórri virkjun þarna séu ekki ósennilegar. Eg hefi nú lýst afstöðunni í stór- um dráttum og þeirri aðstöðu, sem ég tel aS sé til að sameina fyrrgreind vötn, svo nota mætti þau öll í einni aflstöð, en aS sjálfsögðu er hægt að virkja aðeins vötnin fyrst og íaka árnar síðar, aðra eða báðar eftir því sem þörf krefst og geta leyfir. Þess skal getið að lokum, aS bygg- ingarefni og möl er nærtækt, þar sem bærinn Hóll stendur skannnt frá sjó. Milli Hóls og Raufarhafnar er ca. 4 km. vegalengd, að mestu veg- laus nú, en fé að nokkru leyti fyrir hendi til fyrirliugaðs vegar þar, og ráðgert aS byrja byggingu hans í ár. Það er allra hluta vegna nauðsyn- legt að sá vegur komi sem fyrst, en ég tel nauðsynlegt aS athugun á fyrr- greindu valnasvæði færi fram strax í vor, svo hægt væri frá byrjun að byggja veginn nógu traustan, er virkjunarmöguleikar reyndust, við nákvæma athugun, eins ákjósanleg- ir, og mér virðast þeir-vera. ÞaS skal tekið fram að ég hefi ekki haft aðstöðu til aS sjá þá á, sem talað er um í lillögu sýslunefndar, það er því ekki síður nauðsynlegt að möguleikar í sambandi við liana og aðrir, sem kynnu að vera fyrir liendi, séu alhugaðir. Að lokum vil ég svo benda á að ég tel að raforkuver, sem byggt yrði í NorSur-Þingeyjarsýslu væri bezt sett sem næst öðruhvoru stærsta þorpinu, Raufarhöfn eða Þórshöfn, þar sem möguleikar til nýtingar raf- magnsins eru rnestir og aðdrættir að byggingarstað auðveldaslir, því það er mikill kostnaðarauki að þurfa að flytja allt efni og vélar í land á óvirkjaðri strönd. Eg hefi heyrt umtal um að NorS- ur-Þingeyj arsýslu væri fyrirhugað rafmágn frá Laxárvirkj uninni. Það kann að vera að þao sé mögulcgt aS fá rafmagn þaðan, eftir að ný virkj- un hefir fariS fram þar, en ekki finnst mér sú leið æskþeg, eða lík- legt að hún kæmi að fullum íiotum fyrir þau tiltölulega stóru og vaxandi þorp, sem þá yrðu á leiðarenda. ÞaS yrði mun meira öryggi að virkja vötn í sýslunni sjálfri og geta frá þeirri virkjun lagt háspennu- leiðslu á móti annarri leiðslu frá Laxárstöð og ekki sennilegt að sú leíð yrði mikið dýrari. Svo sem bréf þetta ber með sér eru þetta aðeins lauslegar athuganir, sem ég vona að geti orðið íil hægðar- auka fyrir háttvirta sýslunefnd og ef Eins og kunnugt er, var í vetur skipuð nefnd fjögurra hagfræðinga til þess að semja fyrir tólf manna nefndina greinargerð um ástand í fjárhagsmálum þjóðarinnar og benda á leiðir til úrbóta. SkilaSi nefnd þessi síðan ítarlegu áliti, sem í fyrstu var haldið leyndu meðan á sanming- um stóS, en hefir nú fyrir skömmu verið gefið út af bókaforlagi Franc- sóknarmanna í Reykjavík, er nefnist „Snælandsútgáfan“. BæSi „Dagur“ og „Tíminn“ liafa lalið álit þelta mikinn hvalreka á hinar ömurlega auðu pólitísku fjör- ur sínar. Hefir meginefni þessara blaða undanfarið veriS variS til end- urprentunar á ýmsum köflum þessa álits hagfræðinganna. Jafnframt hef- ir það veriS látið fylgja með hverri endurprentun, að allt sé þetla í nánu samræmi við „stefnu“ Framsóknar á undanförnum árum og sanni ágæti hennar. Hefir því álit þetta sannar- lega ekki verið gefið út til einskis, ef Framsóknarflokkurinn finnur þar allt í einu „stefnu“ handa sér, því að undanfarin ár hefir orðiS raunalega lítiS vart við hana. Hvað sýnir álit hagfræðing- anna? Álit hagfræSinganna er aS mörgu leyti mjög merkilegt plagg, svo að af þeirri sök er engin goðgá að kynna þjóðinni það. Koma þar fram ýmsar merkilegar upplýsingar, sem án efa verða hinni nýju ríkisstjórn til allmikilla leiðbeininga. til vill til framdráttar rafmagnsmála sýslunnar. VirSingarfyllst, Ó. Hertervig. Oska ég frænda mínum til ham- ingju, að það skuli verSa hans fyrsta verk í, NorSur-Þingeyjarsýslu að gerast ásanit sýslunefndinni braul- ryðjandi að því, að sýslufélagiS eign- ist eigið orkuver og þurfi ekki að fara út fyrir sýslumörkin til bón- bjarga í máli þessui Veit ég, að NorSur-Þingeyingar munu fagna þessum fréttum, og þyk- ir mér vænt um að verða fyrsti mað- ur til þess að flytja þeim þær. Húsavík 31. janúar 1947. Júl. Havsteen. BlöS Framsóknarmanna telja álit hagfræðinganna þungan áfcllisdóm urn stjórnmálastefnu fráfarandi rík- isstjórnar. „Islendingur“ er nú samt ekki hræddari en það við þann „á- íellisdóm“, að hann telur vel farið, að sem allra flestir kynni sér þetta álit hagfræSinganna. ÁstæSan til þess er sú, að tilvitnanir Framsókn- arblaðanna í þetta álit eru mjög víða slitnar úr samhengi, og ]cau liafa vandlega forðast aS geta um orsakir þær, sem hagfræSingarnir telja vera fyrir hinu alvarlega ástandi í efna- hagsmálum þjóðarinnar. YrSi alltof langt mál að útskýra það til hlýtar í stuttri blaðagrein. GjaldeyriseySsluna telja hagfræð- ingarnir fyrst og fremst stafa af mis- ræmi á verðlagi innlendra og er- lendra vara og of mikilli kaupgetu almennings. Lagfæringu á þessu telja hagfræðingarnir nauðsynlega til þess að draga úr gjaldeyriseyðslunni. Hvenær hafa Framsóknarmenn bar- izt fyrir úrlausn gjaldeyrismálanna á- þessum grundvelli? Ilafa þeir gleymt því, að „Tíminn“ heimtaði livað eftir annaS frjálsan innflutn- ing? DýrtíSina telja hagfræðingarnir óumflýanlegt að stöðva. Um þetta eru að sjálfsögðu flestir íslendingar sammála. Gallinn er bara sá, að eng- inn hefir viljað neinu fórna til þess að leysa þetta vandamál. Allir vita, að dýrtíðin er engum sérstökum flokki um að kenna. í málefnavand- Framh. á 6. síðu. Álit hagíræðinoanna 09 Framsóknarflokkorinn. Hagfræðíngarnir leggja áherzin á framhæmsi nýskðpanarinnar. Þoð er oS sjóSísögðu ó éngart hóffr æskilegt, oS sam- starfsflokkar hefji stjórnarsamvinnu með harðvítugum deilum, enda mun „íslendingur" eftir megni forðast slíkt. Hins vegar verður ekki hjó því komizt oð taka lítillega til athugunar ýmser þær órósir, sem Framsókn- arbíöðin hafa undanfarið gerf á frófarandi ríkisstjórn og þó fyrst og fremst ó Sjólfstæðisflokkinn, sem hafði forustu þeirrar sfjórnar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.