Íslendingur


Íslendingur - 02.04.1947, Side 6

Íslendingur - 02.04.1947, Side 6
6 ISLENDLNGUH Miðvikudagur 2. apríl 1947 Baráttan um olíuna. Bandaríkin eru að ná undir sig mest um hluta oiiuframieiðslu iandanna við Miðjarðarhaf. Bandaríkin eru smám saman að bola Bretlandi burt sem stærsta olíuframleiðandanum við austanvert Miðjarðar- haf. Þessar aðgerðir gera Bandaríkin að þátttakanda í hinu ævagamla kapphlaupi um lönd þessi. í seinni tíð hafa Bandaríkin fært út kvíarnar í Saudi-Arabíu, kon- ungdæmi Abdul Aziz Ibn Saud, að því er yfirráðin yfir olíuframleiðslunni varðar. Bandaríkin munu einnig fá mikinn hluta af olíuframleiðslu Iran. Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga fyrir því, að lagðar verði tvær geysi- miklar olíuleiðslur um öll þessi austlægu olíulönd, sem yrðu til þess að auka olíuyfirráð þeirra til stórra muna. Frakkar og Rússar hafa þegar mót- mælt hinum vaxandi ítökum Banda- ríkjanna við austanvert Miðjarðar- haf, og í Bretlandi hafa jafnvel kom- ið frain óánægjuraddir yfir afstöðu Bandaríkjanna til þessara landa, en Bretar voru áður þar mestu ráðandi. Það má því fullyrða, að Bandaríkja- inenn munu mæta mikilli andstöðu, áður en þeim tekst að verða þarna einráðjr um olíuna. Bandaríkin eru nú orðin tengd Austurlöndum. Olíuréttindi Bandaríkjanna þar eystra valda því, að þau neyðast nú til þess að hafa afskipti af málum Araba og Persa. í Saudi-Arabíu hafa tvö bandarísk olíufélög fengið leyfi til þess að vinna olíu úr eyðimerkursöndum landsins, en það eru aðalnáttúruauðævi lands- ina. Saudi-Arabía fær um hálfa aðra r krónu í leyfisgjald fyrir hverja tunnu olíu, og mun það gera landið stór- auðugt á fáum árum. Olíuframleiðsl- an þar er nú um 200 þúsund tunnur ó dag. Áformað er að auka fram- leiðsluna enn meir og leggja olíu- leiðslu til Miðjarðarhafs, svo að framleiðslan getur hæglega orðið um 500 þúsund tunnur á dag. Ibn Saud, konungur, getur því reiknað með um 265 miljónum króna árlega í tekjur af olíuframleiðslunni. Konungurinn hefir líka sýnt mik- inn áhuga á þessari olíuvinnslu, og hefir krónprinsinn, sonur hans, ver- ið á ferðalagi í Bandaríkjunum til þess að kynna sér ýmsar nýjungar, er komið gætu landi hans að gagni. Fjögur bandarísk olíufélög munu leggja mikið fé til olíuframleiðslunn- ar í Saudi-Arabíu, þegar til fulls hef- ir verið gengið frá samningum. Bandaríkin hafa nú flugstöð í Dha- hran til þess að gæta olíulindanna. Viðskiptabanki Bandaríkjanna hefir lánað Saudi-Arabíu 65 milj. kr. í Iran hafa Bandaríkin mikil ítök í oiíuiðnaðinum, enda þótt þau hafi þar engin sérréttindi. Standard olíufélagið og Socony- Vacuum olíufélagið hafa samþykkt að taka við allmiklu af framleiðslu Anglo-Iranian olíufélagsins, sem brezka ríkisstjórnin hefir umráð yfir. Auk þess ætla bandansku olíufélög- in að taka að sér nokkuð af kostnað- inum við olíulögn frá Persaflóa til Miðjarðarhafs. Fjármagn frá Bandarikjunum ræð ur þannig með brezku fjármagni yfir j olíuframleiðslunni í Suður-Iran, en þar hafa Bretar olíuréttindi. Rússar hafa fengið loforð irönsku stjórnar- innar um olíuréttindi í Norður-Iran, en sá samningur hefir ekki enn verið staðfestur af iranska þinginu. í Iraq eiga tvö bandarísk olíufé- lög yfir 20% af framleiðslu Iraq olíufélagsins. Þau eiga einnig hluta í olíuleiðslu þess félags til Miðjarð- arhafsstrandarinnar. I Lebanon hafa afskipti Banda- ríkjanna stórum vaxið. Gert er jain- vel ráð fyrir því, að olíuleiðslan frá Persaflóa nái til Lebanon-strandar. Gert er ráð fyrir því að nýjar olíu- hreinsunarstöðvar verði reistar þar á vegum Bandaríkjanna. Þessar fram kvæmdir munu treysta kynnin milli Bandaríkjanna og Libanon, en Banda ríkin veittu Libanon og Sýrlandi stuðning í sjálfstæðisbaráttu ríkj- anna. Margvíslegir hagsmunir U. S. A. þar eystra. Bandaríkin hafa margra annarra hagsmuna að gæta við austanvert Miðjarðarhaf en hvað snertir olíuna. Tíðar ferðir bandarískra herskipa þangað gefa það til kynna, að stjórn- in í Washington vill sýna umheimin- um, að hún fylgist vel með öllu, sem gerist í Istanbul, Beyrouth, Dama- scus og Cairo. Verzlun Bandaríkjanna við þessi lönd hefir fjórfaldast frá því, sem hún var fyrir styrjöldina. Á árinu 1946 nam hún yfir 400 miljónir doll- ara, en það er helmingi meira en verzlunin við Mið-Ameríkuríkin og Mexico. Bandarísk flugfélög haWa uppi samgöngum við löndin við austan- vert Miðjarðarhaf, en miðstöð þeirra samgangna er John Payn flugvöllur- inn við Cairo, sem Bandaríkjamenn byggðu á sama tíma, en nú hefir ver- ið afhentur egypsku stjórninni íil umráða. Á stjómmálasviðinu beinist stefna Bandaríkj anna að því að vernda Tyrkland og Iran gegn ásælni Rússa. Tyrkir vonast eftir stuðningi Banda- ríkjanna í baráttunni fyrir því að halda Dardanellasundunum fyrir Rússum. Iran hefir með aðstoð og tilstilli Bandaríkjanna komið því íil leiðar, að Rússar færu úr norður héruðum landsins með her sinn, og nú vonast Egyptar eftir stuðningi Bandaríkjanna í deilunni við Breta um að þeir flytji allar sínar hersveit- ir úr Nílardalnum. í Palestínu, þar sem Arabar og Gyðingar berjast um yfirráðin, leit- ast báðir við að fá stuðning Banda- ríkjanna við kröfur sínar. Þeir gera ráð fyrir því, að afstaða Bandaríkj- anna muni hafa úrslila þýðingu fyrir endanlega ákvörðun brezku stjórn- arinnar við lausn vandamálsins... Bandaríkin sjá þegar fram á ýmsa örðugleika vegna afskiptanna af þess um málum. Rússar hafa litið þannig á málið, að viðleitni Bandaríkjanna í að ná undir sig olíunni, bendi íil þess, að þau keppi að heimsyfirráð- um. Rússum er einnig sérstaklega illa við það, að Bandaríkjarnenn og Bretar hafa tekið höndum saman í olíumálum suður Iran meðan þeir sjálfir hafa einungis loforð fyrir olíu sérréttindum í norðurhluta landsins. Rússar óttast það, að ítök Banda- ríkjanna í landinu verði til þess að koma í veg fyrir það, að þeir fái þar nokkur sérréttindi, en meginþorri landsmanna hefir verið fráhverfur Rússum, og ekki viljað láta þá fá nein ítök. Rússar eru tortryggnir. Rússar eru einnig mjög tortryggn- ir vegna fj árfestingar Bandaríkja- manna í Saudi-Arabíu og vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir það, að olíuleiðsla verði lögð þaðan til Mið- jarðarhafsins. Frakkar hafa einnig látið í ljós óánægju vegna afskipta Bandaríkjanna, og haldið því fram, að þeir verði afskiptir hvað olíuítök- in varðar. Ýmsir aðiljar í Bretlandi eru and- vígir afstöðu Bandaríkjanna í þess- um efnum, og þá sérstaklega þeir sem standa lengst til vinstri. Þeir hafa gagnrýnt samkomulagið milli ensku og bandarísku olíufélaganna, og telja að það geti orðið til þess að tengja um of hagsmuni Bretlands við hagsmuni Bandaríkjanna. Þeir lialda því fram, að Bretar geti selt irönsku olíuna einir og þurfi ekki á Bandaríkjunum að halda. Brezkir hægrimenn hafa áhyggjur af öðrum ástæðum. Bandaríkjamenn hafa komið með fullkomnari tækni og betri útbúnað fyrir verkamenn- ina, sem eru innfæddir, en hæpið að Bretar hafi efni og ástæður til þess Kvikmyndir Framhald af 3. síðu. ekkert með þetta hafa, en Steve sál- ugi kemur þá til skjalanna. Myndin endar á þann „róman- tíska“ hátt, að engill dauðans sækir Libby, og hún og Steve verða sam- ferða upp til himna, glöð og ánægð. Þess má geta, að Jonny Coy, sem leikur Martin, unnusta Sheilu, er snjall listdansari og hefir hlotið mörg verðlaun fyrir dans sinn. SKJALDBORGARRBÍ Ó: SÍÐASTA HULAN Aðalhlutverk: JAMES MASON og ANN TODD. Ortus-mynd. þannig til þess að skýra frá minnis- stæðustu atvikum lífs síns. Francesca hafði haft mikla tónlist- arhæfileika. Eftir dauða föður henn- ar, hafði frændi hennar, ungur mað- ur og auðugur, en kvenhatari, Nicho- las (James Mason) tekið hana að sér. Hann ferðast með hana land úr landi til náms. Hún verður ástfang- in í tveimur ungum mönnum, en frændi hennar bregzt hinn versti við. Hún ætlar þá að strjúka með þeim síðari í bifreið hans, en þau lenda í árekstri, og Francesca brenn- ist svo á höndum, r.ð hún er sann- færð um að geta ekki framar leikið á hljóðfæri. Þetta er saga Francescu. Dáleiðand anum tekst að lokum að lækna hana — og Francesca tengist manninum, sem hún elskar. Þetta er sérkennileg mynd um tón- list og dáleiðslu. Francesca (Ann Todd) strýkur af spítala og reynir að drekkja sér. Henni er bjargað og komið fyrir á sjúkrahúsi fyrir tauga- veiklað fólk. Hún virðist hafa misst minnið og fæst ekki til að tala, en þá kemur frægur sálkönnuður til sög- unnar, dáleiðir hana og fær hana Átéiknaðir kaffidúkar og púðar nýkomnir. Anna & Freyja Hjartans þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát og jarðarför litla drengsins míns Þorvaldar Helga. Ólafía Þorvaldsdóttir. Sfldveiðiskip Síldarverksmiðja Akureyrarkaupstaðar í Krossanesi óskar eftir að samningsbinda nokkur góð eíldveiðaskip á næetu síldar- vertíð, Fyrir vertíðina fær verkemiðjan ajálfvirk löndimartæki með 2x600 mála afköstum á klukkustund. Þrær verksm rúma 36 þús. mál síldar. Ennfremur fá samningsbundin skip verk- smiðjunnar leyfi til löndunar hjá síldarverksmiðj unni „Ing- ólfur h.f.“ á Ingólfsfirði, samkvæmt samningi þar um milli þessara verksmiðja. Skip, sem samningsbinda sig við verk- smiðjuna í Krossanesi, fá því ágæta aðstöðu til að losna fljótt við veiði sína, hvort sem þau fiska á austur eða vestur veiði- svæðinu. Skipaeigendur, sem vilja sinna þessu, snúi sér hið fyrsta til framkvæmdastjóra verksmiðjunnar, Hallgríms Björnssonar, Skólastíg 11, Akureyri, eða formanns verksmiðjustjórnarinnar, Guðmundar Guðlaugssonar, Akureyri, sími 154. Fyrst um sinn geta menn einnig snúið sér til Steingríms Aðal- steinssonar, alþm., Hótel Borg. Akureyri, 20. marz 1947. Verksmiðjustjórnin. að fara að dæmi þeirra. Þjóðhöfðingjar Arabaríkjanna eru tortryggnir í garð Bandaríkjanna vegna Palestínumálanna. Þeir ætlast til þess að Bandaríkin styðji kröfur þeirra um sjálfstæða Palestínu, tmd- ir stjórn þj óðernismeirihluta. í stað þess, hafa þeir orðið varir við það, að Truman mælir með því, að Pales- tína verði hæli landflótta Gyðinga. Lauslega þýtt. Sköfatnaður Nýkomið úrval af kven- og karlmannaskóm. — Meira væntanlegt með Esju. Hvannbergsbræður skóverzlun.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.