Íslendingur - 04.07.1951, Side 1
ShipbrotsmannasKýli rást
í KefM við Eyjsfjörð
Á laugardaginn var fóru 39
konur og karlar hér úr bæ með
flóabátnum Drang út í Keflavík
austan Eyjafjarðar og reistu þar
skipbrotsmannaskýli, búið öllum
nauðsynlegum þægindum. Áður
hafði efnið verið ílutt á staðinn,
allt tilsniðið. Hófst vinna þar kl.
nálega 10 á laugardagskvöld, og
var unnið alla nóttina fram til kl.
2 á sunnudag, er verkinu var lok-
ið. Var þá fáni dreginn að hún
á skýlinu og'það vígt. Kvenna-
deild Slysavarnafél. á Akureyri
gekkst fyrir verkinu en naut
ágætrar aðstoðar sjálfboðaliða úr
hópi kgrlmanna. Verður nánar
sagt frá framtaki þessu síðar.
í GÆR
var norðanvert Hafnarstræti lok-
að vegna viðgerða. Verið er einn-
ig að gera við göluna sunnaii við
nýja Landsbankahúsið. En víðar
um bæinn er brýn þörf lagfær-
inga. Enn eru íbúar og stjórn
bæjarins ekki búnir að átta sig
á, hve mikill kostnaður er við
nauðsynlegt viðhald gatna í þess-
um strjálbyggða bæ.
ísland sigrar glæsilega
í Norðurlandakeppninni
Afrek íslenzku íþróffamannanna fram yfir djörf-
usfu yonir.
Síðastliðinn fimmtudag og föstudag fór fram keppni í frjálsum
íþróttum í Osló milli íslands, Noregs og Danmerkur. Áður en ís-
lendingarnir fóru í keppni þessa, voru úrslit talin mjög tvísýn.
Kunnugir töldu, að íslendingar hefðu allmikla möguleika til að
sigra Dani, en líkindi væru til, að þeir töpuðu fyrir Norðmönnum.
Frammistaða íslendinga var betri en nokkur bjóst við hér heima.
Unnu íslendingar keppnina með 110% stigi gegn lOlþjj við Noreg
og 113Va gegn 98% við Danmörku.
Norðmenn unnu Dani með 118% stigi gegn 93%.
íslendingar áttu 1. mann í 10
iþróttagreinum, 2. mann í 4
greinum og unnu auk þess 2 boð-
hlaup. Alls var keppt í 20 grein-
um. — Einstök úrslit:
Hástökk: l.Skúli Guðmunds-
son í. 1.90 m. 2. Erik Stai N. 1.85
metra.
Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby
í. 16.69 m. 2. Per Stavem N. 14.70
m. 3. Ágúst Ásgrímsson í. 14.29
metra.
Langstökk: 1. Torfi Bryngeirs-
son í. 7.06 m. 2. Rune Nilsen N.
6.95 m. 3. Örn Clausen í. 6.89 m.
400 m. grindahlaup: 1. Örn
Clausen í. 54.7 sek. (ísl. met). 2.
T. Johannessen D. 55.3 sek. 3.
Ingi Þorsteinsson í. 56.1 sek.
200 m. lilaup: 1. Hörður Har-
Fulhrúar á 11. þingi S. V. S. á Akureyri.
(Kristján Hallgrímsson tók myndina).
11. þing N.U.S. hald-
ið hér iiin s.l. lielgfi
11. þing Landssambands ungra
Sjálfstæðismanna var sett að
Hótel Norðurlandi sl. föstudag
kl. 10 f.h.
Voru þá flestir fulltrúar mættir
til þings. En alls sóttu þingið 140
fulltrúar úr flestum kjördæmum
landsins.
Á þingfundi var kosið i nefnd-
ir og fundi síðan frestað.
Tóku nefndir síðan til starfa,
en sambandsstjórnin lét útbýta
drögum að tillögum á fundinum.
Þá kom fundur aftur saman kl.
4, og flutti formaður Sambands-
ins, Magnús Jónsson lögfræðing-
ur, mjög ýtarlega skýrslu um
starfsemi Sambandsins síðastlið-
in tvö ár.
Drap hann á mörg atriði. Með-
al annars það, að Sambandið hóf
útgáfu tímaritsins Stefnis fyrir
um það bil ári síðan. Hefir Stefn-
ir komið út fjórum sinnum á ári
og átt greinilega miklum vinsæld-
um að fagna.
málum, sem þjóðin á nú við að
stríða.
Frelsi þjóðarinnar og sjálf-
stæði hins sjö ára gamla íslenzka
lýðveldis er nú í senn ógnað af
erlendu kúgunarvaldi og innlend-
um erindrekum þess, sem reyna
eftir megni að lama viðnámsþrek
þjóðarinnar og grafa undan efna-
hagslegu sjálfstæði hennar. Þar
sem þjóðin er þess ekki umkom-
in að verja sjálf frelsi sitt og
land, hefir með einróma sam-
þykki lýðræðisflokkanna í land-
inu verið talið óumflýj anlegt að
fá hingað til lands varnarlið í
samráði við bandalagsríki ís-
lands í Atlantshafsbandalaginu.
Þótti þá um leið eðlilegast að
leita aðstoðar þess ríkis, sem nú
er brjóstvörn lýðræðisríkja
heimsins, og sem af miklum höfð-
ingsskap hefir á undanförnum ár-
FramhaLd á 7. síðw.
Formaður minntist og á stjórn-
málanámskeið, sem haldin hafa
verið á vegum Sambandsins, fé-
Iagsstofnanir og fundarhöld, er
Sambandið hafði gengizt fyrir.
Af starfsskýrslu formanns var
ljóst, að félagið hefir staðið með
mesta blóma. Var gerður mjög
góður rómur að skýrslu for-
manns.
Fundarstjóri var Jónas G.
Rafnar alþm. Fundarritarar Jó-
hanna Pálsdóttir og Þór Vil-
hjálmsson. Komu þegar fram
nokkur álit, og var fundi haldið
áfram til klukkan 6.
Um kvöldið kl. 9 sátu þingfull-
trúar kaffisamsæti í boði sam-
bandsstjórnar.
Voru þar flutt stutt ávörp frá
öllum félögum, sem þátt tóku í
þinginu, og var samsætið hið
ánægjulegasta.
Á laugardaginn hófst fundur
kl. 10. Skiluðu nefndir þá álitum.
Afgreiðslu þingmála var lokið
kl. 8 um kvöldið. Fór þá fram
stjórnarkosning fyrir Sambandið.
Magnús Jónsson var einróma
endurkjörinn formaður Sam-
bandsins.
í aðalstjórn hlutu kosningu:
Jónas G. Rafnar alþm., Akur-
eyri, Gunnar Helgason erindreki,
Reykjavík, Ásgeir Pétursson full-
trúi, Reykjavík, Geir Hallgríms-
son lögfræðingur, Reykjavík, Eyj-
ólfur K. Jónsson stud. jur., Rvík
og Matthías Bjarnason ísafirði.
í varastjórn:
Gunnar Schram, Böðvar Stein-
þórsson, Guðm. Garðarsson, Gísli
Andrésson, Jóhann Friðfinnsson.
Um kvöldið gekkst Vörður fyr-
ir dansleik á Hótel Norðurlandi.
Var öllum þingfulltrúum boðið
þangað.
Ollum kemur saman um, að
þetta 11. þing S.U.S. hafi farið
hið bezta fram og verði til þess
að efla og styrkja samtökin.
Ávarp
til íslenzkrar æsku
Magnús Jónsson
jormaður S. U. S.
aldsson í. 22.2 sek. 2. Knud Schi-
bsbye D. 22.4 sek. Haukur Clau-
sen varð 4.
800 m. hlaup: 1. Gunnar Niel-
sen D. 1 mín 54.1 sek. 2. Guðm.
Lárusson í. 1 mín. 54.6 sek.
400 m. hlaup: 1. Guðmundur
Lárusson í. 49.7 sek. 2. Ásmund-
ur Bjarnason í. 50.1 sek.
100 m. hlaup: 1. Hörður Har-
aldsson í. 10.8 sek. 2. H. Johan-
sen N. 10.9 sek. 3.—5. Örn Clau-
sen I., Dani og Norðmaður jafnir
á 11.0 sek.
Stangarstökk: 1. Torfi Bryn-
geirsson í. 4.30 (ísl. met). 2. Er-
ling Kaas N. 4.10 m. Kolbeinn
Kristinsson Varð 4.
Framhald á 7. síðu.
11. þing S.U.S., haldið á Akur-
eyri dagana 29. júní til 1. júlí
1951, sendir öllum æskulýð þjóð-
arinnar kveðju sína og árnaðar-
óskir og óskar eftir samvinnu
allra þjóðhollra æskumanna til
þess að efla og vernda andlegt og
efnahagslegt sjálfstæði þjóðar-
innar, bæði út á við og inn á við,
og til þess að tryggja sem bezt
framtíð hinnar ungu kynslóðar í
landinu.
Ungir Sj álfstæðismenn fagna
þeim miklu framförum á sviði at-
vinnumála, menntamála og fé-
lagsmála, sem orðið hafa á und-
anförnum árum, og þeir benda á
þá staðreynd, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir ýmist haft beina
forustu um að hrinda þessum um-
bótum í framkvæmd eða stutt ein-
dregið að framkvæmd þeirra
undir stjórnarforustu annarra
flokka.
Ungir Sjálfstæðismenn telja
brýna nauðsyn fyrir íslenzka
æsku að gera sér ljóst, að þjóðin
stendur nú á alvarlegum límamót-
um, og að það er komið undir
þroska þjóðarinnar sjálfrar og
skilningi, hvort henni tekst að
tryggja efnahagslegt sjálfstæði
sitt með réttri hagnýtingu þeirra
fullkomnu atvinnutækja, sem hún
hefir eignazt á síðustu árum, eða
hvort hún verður ósjálfbjarga í
feni efnahagslegs öngþveitis og
dýrtíðar.
Þrennt telur Sambandsþingið
mikilvægast:
1. Að tryggja sem bezt sjálf-
stæði þjóðarinnar.
2. Að Vernda persónufrelsi
borgaranna.
3. Að halda markvisst áfram á
þeirri braut að tryggja öll-
um landsmönnum lífvænlega
afkoinu og þau skilyrði til
andlegrar og líkamlegrar
þroskunar, sem menningar-
þjóð sæmir.
Öll eru þessi atriði því háð, að
rétt verði snúizt gegn þeim vanda-
é