Íslendingur - 04.07.1951, Síða 7
Miðvikudagur 27. júní 1951
ÍSLENDINGUR
7
Ávarp til í§lenzkrar æ§ku
Framhald af 1. síðu.
um stutt íslendinga til þess að
koma á jafnvægi í þjóðarbúskap
sínum og efla atvinnuvegi sína.
Ungir Sjálfstæðismenn játa
nauðsyn þessara varnarráðstaf-
ana, en harma um leið, að hin
friðar- og frelsisunnandi íslenzka
þjóð skuli vera neydd til að grípa
til þessa neyðarúrræðis til að
tryggja öryggi sitt. En sökina á
því á hin kommúnistiska heims-
valdastefna, sem með ofbeldisað-
gerðum sínum hefir neytt frjáls-
ar þjóðir til þess að hefja stór-
felldan vígbúnað til varnar öryggi
sínu og frelsi.
Ungir Sjálfstæðismenn vona,
að r.'kjandi hættuástand í heimin-
um hverfi sem fyrst, svo að ekki
verði lengur þörf hex varna í land-
inu. En meðan hér dvelur erlend-
ur her, telur þingið mikla nauð-
syn á því, að herinn hafi sem
minnst samskipti við óbreytta
borgara. Heitir þingið á alla
æskumenn í landinu að gæta í
hvívetna sóma síns og þjóðarinn-
ar í samskiptum við hið erlenda
varnarlið.
Ungir Sjálfstæðismenn telja
eigi aðeins nauðsynlegt að
vernda sjálfstæði þjóðarinnar út
á við, heldur einnig berjast ein-
beittlega gegn öllum óeðlilegum
skerðingum á persónufrelsi þjóð-
félagsborgaranna og þeirri mann-
helgi, sem er hyrningarsteinn
hins sanna lýðræðis. Þingið fagn-
ar þeim aðgerðum núverandi rík-
isstjórnar, sem rniða að því að
létta fargi óhæfilegra ríkisaf-
skipta af þjóðfélagsborgurunum
og örfa framtak einstaklinganna
til nýrra átaka í þágu þjóðarinn-
ar.
Ungir Sjálfstæðismenn leggja
á það megináherzlu, að sérhver
vinnufær maður hafi atvinnu við
sem arðbærust störf fyrir þjóðar-
heildina, og að hver sá þjóðfé-
lagsborgari, sem vegna aldurs
eða sjúkdóma er ekki vinnufær,
njóti það ríflegrar aðstoðar úr al-
mannasjóðum, að hann þurfi
ekki að búa við skort. Þingið tel-
ur skylt að þakka Bandaríkjun-
um fyrir þá miklu efnahagsað-
stoð, sem íslandi hefir verið veitt,
en bendir um leið á þá staðreynd,
að íslenzka þjóðin getur því að-
eins verið efnahagslega sjálfstæð
í framtíðinni, að hún geti lifað á
eigin framleiðslu og vinnu.
Ungir Sj álfstæðismenn telja
einsýnt, að því aðeins geti þjóðin
tryggt framtíð sína örugglega, að
hún sé einhuga og samhent, og
bæði einstaklingar og atvinnu-
stéttir vinni saman í anda gagn-
kvæms skilnings og þegnhollustu
að úrlausn þjóðfélagsvandamál-
anna. Þess vegna fordæmir þing-
ið algerlega sérhverja starfsemi,
er að því miðar að rýra siðferð-
isþrek þjóðarinnar og trú hennar
á sjálfa sig og land sitt. Þingið
krefst þess, að allar stjórnarat-
hafnir nxótist af réttlætistilfinn-
ingu og óhlutdrægni og spilling
og óheiðarleiki, sern vart kann að
verða við, upprættur, hvort sem
í hlut eiga háir eða lágir.
Ungir Sjálfstæðismenn lýsa
hollustu sinni við lýðræði og ein-
staklingsfrelsi og heita á sérhvern
þjóðhollan æskumann til liðsinn-
is í baráttunni gegn þeim óheilla-
öflum, sem nú ógna þessum hug-
sjónum, sem eru í samræmi við
innsta eðli sérhvers heilbrigðs
æskumanns. Ungir Sjálfstæðis-
menn telja kommúnismann og
heimsyfirráðaslefnu hans mestu
hættuna, sem nú steðjar að hinni
íslenzku þjóð eins og öðrum lýð-
ræðisþjóðum. Þess vegna skorar
Sambandsþingið á öll lýðræðis-
sinnuð æskulýðssamtök í landinu
að mynda með sér samtök til
verndar lýðræði og mannréttind-
um, án tillits til ágreinings um
önnur pólitisk vandamál. Ungir
Sjálfstæðismenn telja það svo
mikilvægan þátt í viðleitni ís-
lenzku þjóðarinnar til þess að
tryggja farsæla framtíð sína, að
hægt sé að uppræta sem fyrst hin
kommúnistisku áhrif í þjóðfélag-
inu, að þeir eru fúsir til að leggja
önnur ágreiningsmál á hillima og
hefja skipulögð samtök með
æskumönnum annarra lýðræðis-
flokka í landinu til þess að bægja
hinni kommúnistisku hættu frá
þjóðinni.
Ungir Sjálfstæðismenn hvetja
íslenzkan æskulýð að styðja nú-
verandi ríkisstjórn í sérhverri
viðleitni hennar til þess að leysa
vandamál þjóðarinnar og bæta
lífsskilyrði æskunnar, sem á að
erfa landið.
Þingið heitir á íslenzka æsku,
að standa örugglega vörð um
þjóðerni sitt og menningu og
heiðra fána þjóðarinnar, tungu
hennar, þjóðsöng og önnur tákn
þjóðernis hennar og sjálfstæðis.
Nundbnxur
karlm og drengja.
Brauns yerzlun
%lon §okkar
4 tegimdir
Brauns verzlun
Handklæðadreglar
Handklæði
Glasaþurrkur
nýkomið.
Brauns verzlun
Stakar
karlmannabuxur
stuttar — síðar.
Brauns yerzlun
Vinnufataefni
blátt, brúnt, hvítt.
Brauns yerzlun
Milliríkjakeppnin
Framhald af 1. síðu.
110 m. grindahlaup: 1. Orn
Clausen í. 15.1 sek. 2. Ingi Þor-
steinsson í. 15.2 sek.
Kringlukast: 1. Gunnar Huse-
by í. 47.92 m. 2. Stein Johnsen
N. 47.02 m. Þorsteinn Löve varð
4.
4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit
íslands. 2. Sveit Danmerkur.
4x400 m. boðhlaup: 1. Sveit
íslands. 2. Sveit Danmerkur.
Spjótlcast: 1. Odd Mæhlum N.
62.34 m. 2. Einar Röbeng N.
61.54 m. 3. Jóel Sigurðsson í.
60.74 m.
Þrístökk: 1. Preben Larsen D.
14.44 m. 2. Kári Sólmundarson
f. 14.20 m.
í sleggjukasti, 1500 m. hlaupi,
3000 m. hindrunarhlaupi, 5 og
10 km. hlaupi áttu íslendingar 5.
og 6. mann.
Útsvörin
Framhald af 5. síðu.
Sverrir Ragnars 13490.00
Pálmi H. Jónsson 13320.00
Dúkaverksmiðjan h.f. 13090.00
Valhöll h.f. 12950.00
Friðjón Skarphéðinsson 12820.00
Axfjörð Friðjón 12550.00
Tómas Björnsson 12500.00
Kr. Nói Kristjánsson 12380.00
Ólafur Ágústsson 12340.00
Trap-Mikkelsen 12290.00
Bergur P. Sveinsson 12240.00
Súkkulaðiv. Linda h.f. 12070.00
Pétur Jónsson 12030.00
Thorarensen Ólafur 12000.00
Olíufélagið h.f. 12000.00
Ávextir
Appelsínur
Sítrónur
Perur (niðurs.)
Ferskjur —
Apricosur —
Vöruhúsið h.f.
Gúmmístígvél
fullhá, verð kr. 148.00 kr.
Vöruhúsið h.f.
Nlóiiienn!
| höfum fyrirliggjandi:
Sjóstakka
Sjóhatta
Olíubuxur
Olíuermar
Nylonbuxur
Nylonvettlinga
Vinnuvettlinga
Ullarvettlinga
Ullarpeysur
Ullarleista
Fatapoka
o. m. fl.
Vöruhúsið h.f.
Sve§kjur
Verð kr. 18.00 pr. kg.
Vöruhúsið h.f.
SUÐUSÚKKULAÐI
ÁTSÚKKULAÐI
Vöruhúsið h.f.
Búsaliöld
Hraðsuðupottar
útl. — innl.
Alumin pottar
Alumin katlar
Alumin kaffikönnur
Kaffikvarnir
Eggjaskerar
Kökumót
Steikarpönnur
Vöfflujórn
Diskar, dj. og gr.
Bollapör
Vatnsglös
Burstavörur
o. m. fl.
Vöruhúsið h.f.
Af erlendum §Io()iiiu
Framhald af 2. síðu.
á viku, og þá eftir að greiða af
jví opinber gjöld (svarar til tvö
til fjögur hundruð króna viku-
kaups á íslandi, ef ekki er tekið
neitt tillit til verðlags að öðru
leyti). Dýrtíð er mikil og fer þétt
vaxandi. í þessum „Hátíðarmán-
uði“ hafa fjölmargar nauðsynj-
ar hækkað í verði: epli, smjör og
feitmeti allskonar, kaffi, dagblöð,
te, nærfatnaður, regnfrakkar,
jarnavagnar, ábreiður, svo að
fátt eitt sé til tínt. Tennur og gler-
augu, sem áður voru ókeypis, eiga
nú að greiðast að hálfu, en út af
þessu atriði sögðu þeir af sér
Bevan & Co. Þá hækkaði áfengi,
bjór og brenndir drykkir, og er
margt misjafnt um þá ráðstöfun
rætt, en bjórkrár eru vinsælir og
fjölsóttir staðir í Bretlandi. —
Bretum blæðir það, sem kannski
er von, að konjakksflaska kostar
nú hér út úr búð 42 shillinga, en
hinum megin við Ermarsxmd má
fá allgott konjakk fyrir 12—15
shillinga flöskuna (6—800
fianka). — Taxti leigubifreiða
hækkaði um þriðjung 4. júní, og
talað hefir verið um hækkun
dvalar- og fæðiskostnaðar á gisti-
stöðxim, er nema allt að helmingi.
Loks eru skattarnir, sem hér er
allt og alla að drepa. Skattamál-
um er mjög á annan veg háttað
hér en á íslandi, og fæ ég ef til
vill síðar færi á að gera því nokk-
ur skil.
Nú fyrir skömmu gaf mr.
Gaitskell fjármálaráðherra þær
upplýsingar, að kaupmáttur
pundsins, miðað við 20 shillinga
árið 1945 hefði í fyrra verið 16
shillingar og 1 penny, og koma
þó ekki öll kurl til grafar. Þykir
margt benda til þess, að verð-
bólga sé á uppsiglingu í Bretlandi,
nema þegar sé byrjuð. Árið 1947
átti að festa launakjör og fram-
færslukostnað og miða við vísi-
tölu 100 fyrir það ár. Nú er vísi-
tala vikulauna allareiðu 118, en
vísitala framfærslu 121. Gefur
þetta þó ekki alveg rétta mynd,
þar sem vísitala fæðiskostnaðar
er t. d. 131, en fatnaðar 134.
Hækkar vísitalan almennt með
mánuði hverjum.
Eitt er það enn, sem ég verð
rétt að drepa á, en það atriði
veldur ef til vill ekki hvað
minnstu um þau straumhvörf í
brezkum stjórnmálum, sem marg-
ir hyggja á næsta leyti. Ég hefi
bæði heyrt það og séð, að sósíal-
isminn sé að „útvatna“ allt og
alla, gera persónur og málefni og
allt hvað er og heitir, grátt, hvað
öðru líkt, sviplaust, kalt og
snautt. Auðvitað er ég ekki svo
kunnugur að ég viti hve skoðun
lega trúandi. En tvisvar hefi ég
t. d. af tilviljun heyrt þessa skoð-
un viðraða í strætisvagni, annað
skiptið af tveim miðaldra konum,
miðstéttarhúsmæðrum, eftir út-
liti að dæma, hitt skiptið af tveim
karlmönnum, sem litu út fyrir að
vera skrifstofumenn. Og oftar
hefi ég orðið var við þessa sömu
hugsxm, enda er afskiptasemi hins
opinbera hér með eindæmum,
eins og raunar alls staðar þar sem
sósíalismi nær tökum. Ég hygg
Breta svo mikla einstaklings-
hyggjumenn og svo xmnandi per-
sónufrelsi, að vel gætu þeir orð-
ið leiðir á þeim kverkatökum
sósíalismans, sem birtast í fjár-
frekum og geysidýrum skrifstofu-
báknum, opinberri íhlutxm og
„jöfnuði“, sem jafnvel virðist
ganga svo langt,að það verður
að slíta æxli af þeim manni, sem
hefur það, ef hinir hafa ekki æxli
líka, eins og segir í ævintýri And-
ersens.
En þrátt fyrir takmarkaðar vin-
sældir ríkisstjórnar Verkamanna-
flokksins, situr hún sem fastast,
ráðafá og rugluð, að því er virð-
ist, og álit margra er að stjórnin
bíði með kosningar til hausts í
þeirri einu von, að alþýða manna
verði skapbetri og dómmildari að
sumri loknu. Bjak.
Nokkrar kaupakonur
vantar enn. Einnig síldarstúlkur
til Raufarhafnar.
V innumiðlunarskrifstofan.