Íslendingur - 04.07.1951, Blaðsíða 2
2
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 4. júlí 1951
Ályktanir samþykktar ií II. þinai S.U.S.
Menntamál.
11. þing Sambands ungra Sjálí-
stæðismanna telur ljóst, að mennt
un Qg menning íslenzku þjóðar-
innar sé grundvöllur sjálfstæðis
hennar.
Þingið telur sjálfsagt að efla
og bæta menntunarskilyrðin fyrir
æskulýð landsins, ekki sízt að því
er varðar undirstöðumenntun í
hagnýtum fræðum á sviði fram-
leiðslunnar.
Þingið bendir í þessu sambandi
á, að frelsið til náms er grund-
völlur alls námskerfisins, — hver
einasti æskumaður, sem vill læra,
á skilyrðislaust að eiga þess kost.
Hins vegar verður að teljast mjög
vafasamt að þvinga æskumenn til
náms, sem þeir hneigjast ekki að.
Að því ber að stefna, að efna-
skortur verði ekki til þess að
hindra námfúsa æskumenn í að
afla sér menntunar. Reglur þær,
sem nú gilda um styrkveitingar
þess opinbera þarf að endur-
skoða og taka þá m. a. tillit til
frumvarps Stúdentaráðs um lána-
sjóð.
Þingið telur, að brýn þörf sé
á endurskoðun núgildandi
fræðslulaga, þar eð fræðslukerfið
hefir þanizt óþarflega út og orð-
ið of kostnaðarsamt í framkvæmd
inni, en ekki reynzt fært um að
bæta menntunarskilyrðin að
sama skapi.
Þingið álítur œskilegt, að mið
skóladeild starji við Menntaskól
ann á Akureyri, og skorar á
menntamálaráðherra að gera þeg-
ar í stað ráðstafanir til að deild
in geti tekið til starja á hausti
komanda. Einnig þarf að vinda
bráðan bug að því að bæta úr
húsnæðisþörf Menntaskólans í
Reykjavík. Þingið telur réttlátt,
að einkaskólar, sem njóta opin-
berrar viðurkenningar, hljóti svo
ríflegan styrk, að nemendur þurfi
ekki að forðast þá vegna of hárra
skólagj alda.
Þingið telur að búa þurfi betur
að menntun kennara, bæði með
eflingu Kennaraskóla íslands
með hagnýtri kennslu, nýrri æf-
ingadeild og húsbyggingu, — og
einnig með því að auka kennslu
í heimspekideild háskólans, svo
að þar sé að fá nauðsynlega
fræðslu í helztu greinum, sem
kenndar eru við unglingaskóla,
enda gefizt stúdentum kostur á
að Ijúka í þeim B. A. prófi.
Þingið lýsir yfir, að það telur
sjálfsagt, að í skólum landsins sé
lögð rækt við þroskun einstakl-
ingsins og æskulýðnum innrætt
virðjng fyrir hugsjónum lýðræð-
is og mannhelgi. Föðurlandsást
og virðing fyrir hinum þjóðlegu
táknum, fána og þjóðsöng, verði
æ í heiðri höfð. í því sambandi
bendir þingið á, að viðeigandi
væri að hafa íslenzkan fána í sér-
hverri skólastofu landsins.
Sjávarútvegsmál.
11. þing S. U. S., haldið á
Megi hið opinbera ekkert til
spara, að því marki verði náð.
6.. Þingið harmar það mjög, að
ríkis- og bæjarrekstur hefir
farið vaxandi á sviði sjávarút-
vegsins. Telur þingið nauð-
synlegt, að einstaklingum verði
gert kleyft að kaupa og reka
atvinnutæki til útgerðar, og
þeir njóti jafnréttis á sviði
skattamála og bankaútlána við
opinbera aðila.
Þingið vill að lokum benda á
nauðsyn þess, að sem flestir æsku-
menn leggi sjómennsku og önn-
ur framleiðslustörf fyrir sig og
vinni þannig beint að öflun þeirra
gæða, sem tilvera þjóðarinnar
byggist fyrst og fremst á.
Af erlendum slóðum
V erkaiiiannaitjjoniin
völi I ssesssi
Jónas G. Rajnar varajorm. S. U. S.
Akureyri 1951, fagnar hinum
miklu framkvæmdum og tækni-
legu umbótum, sem orðið hafa á
sviði sjávarútvegsins hin síðari
árin.
Þakkar þingið forustumönnum
Sj álfstæðisflokksins þá forgöngu,
sem þeir hafa jafnan haft í fram-
faramálum útgerðarinnar.
Þar sem reynslan hefir sýnt, að
afkoma landsmanna byggist að
langmestu leyti á öflun, nýtingu
og sölu sjávarafla, leggur þingið
höfuðáherzlu á eftirfarandi:
1. Að íslenzk stjórnarvöld hlut
ist þegar til um frekari kerfis-
bundnar fiskirannsóknir. —
Verði þau svæði umhverfis
landið þegar í stað friðuð fyr
ir öllum togveiðum, sem rann-
sókn hefir leitt í ljós, að eru
uppeldisstöðvar ungviðis. í
þessum málum verði leitast
við að hafa sem nánasta sam
vinnu við aðrar þjóðir, sem
skilning og hagsmuni hafa af
því að vernda fiskistofninn.
2. Að lokið verði sem fyrst við
þær lendingarbætur og hafnar
gerðir, sem byrjað er á. Þing-
ið telur sjálfsagt, að ekki sé
byrjað á hafnarmannvirkj um,
fyrr en fé er tryggt til þess að
ljúka þeim á eðlilegum tíma,
þar sem slík mannvirki hafa
víða skemmzt vegna óhæfilegs
dráttar á framkvæmdum. —
Þingið leggur áherzlu á, að
þau sveitar- og bæjarfélög, sem
byggja afkomu sína á útgerð,
sitji fyrir um hafnarfram-
kvæmdir.
3. Að löggjafar- og framkvæmda-
valdið hagi eftir því sem unnt
er á hverjum tíma aðgerðum
sínum í atvinnu- og efnahags-
málum þannig, að útgerð megi
undir hæfri stjórn og í sæmi-
legu árferði teljast arðbær at-
vinnurekstur.
4. Að öryggi sjómanna sé aukið
eftir því, sem frekast er unnt,
m. a. með staðsetningu nýrra
vita, auknu efirliti með skip-
um og búnaði, bættum slysa-
vörnum, svo sem kaupum á
björgunarskútu fyrir hvern
landsfjórðung, bátaæfingum
og víðtækum slysatrygging-
um.
5. Að sjómannastéttin sé sem
bezt menntuð og mönnuð.
Verkamannastjórnin brezka
hefir lítinn meirihluta við að
styðjast í neðri málstofu þings-
ins, en hefur þó ekki beðið ósig-
ur í atkvæðagreiðslu um neitt
stórmál ennþá. En hart hefir orð-
ið að ganga eftir atkvæðum, þing-
menn jafnvel sóttir í sjúkravögn-
um, studdir inn í þinghúsið og
sendir í rúmið aftur að lokinni
atkvæðagreiðslu.
Hvað eftir annað hefir verið
búizt við að stjórnin félli, en
einna ískyggilegast þótti þó útlit-
ið fyrir henni, þegar nokkrir ráð-
herra, með Bevan verkamálaráð-
herra í broddi fylkingar, sögðu af
sér vegna ágreinings um ákvæði
í fjárlagafrumvarpi stjórnarinn-
ar. Það fór ekki milli mála að
klofningurinn væri alvarlegur og
stæði djúpt. Atyllan var útaf fjár-
lögunum, en raunverulegi ágrein-
ingurinn er milli hægri og vinstri
afla verkamannaflokksins. Eitt-
hvað hefur dregið úr þessari
bliku í bili, enda var ákvæðum
fjárlagafrumvarpsins breytt nokk
uð til samræmis við stefnu Bevans
og þeirra félaga, og svo hefir
Bevan farið sér heldur hægt í
andstöðu við flokksbræður sína
til þessa. Mun hann lítt kæra sig
um þann áfellisdóm að hafa orð-
ið böðull verkamannastj órnarinn
ar og jafnvel flokksins. íhalds-
menn reyndu að nota sér átökin
innan Verkamannaflokksins, en
mistókst með öllu, og bíða menn
nú átekta. Þar sem Bevan og hans
liðar hafa lýst yfir að þeir munu
greiða stjórninni atkvæði, þá er
talið líklegt að hún lafi til hausts,
komi ekkert sérstakt fyrir, en
blikur eru nú í lofti, einkum í ut-
anríkismálum. .
Blöðin hafa annað kastið birt
skoðanakannanir um vilja og af-
stöðu almennings til kosninga. Sú
síðasta (4. júní) var á þá leið,
að um 50 af hundraði töldu sig
mundu greiða íhaldsmönnum at-
kvæði, um 40 af hundraði sósíal-
istum, 8 af hundraði frjálslynd-
um en 1 af hundraði öðrum flokk-
um. Þá voru menn Bpurðir hvern-
ig þeir, án tillits til flokksafstöðu,
teldu að kosningar færu, væru
þær látnar fara fram nú. Af
hundraði hverju töldu 51 að
íhaldsflokkurinn sigraði, 29 sósí-
alistar, en 20 voru óvissir. Loks
var um það spurt hvort kjósend-
ur væru með eða móti kosningum
nú þegar. Voru 54 af hundraði
með, 25 á móti en 21 óráðnir.
Margt bendir til þess, jafnvel
þótt vafasamt sé, að taka of mik-
ið mark á skoðanakönnunum
þessum, eins og margoft hefir
komið i ljós, að Verkamanna-
flokkurinn hafi tapað fylgi að
undanförnu. Ber margt til þess.
Að vísu hefir stjórnin fram-
kvæmt ýmislegt af því, sem hún
hafði Jofað í stefnuskrám, eða
reynt það, en maTgt hefir gefið
miður góða raun, jafnvel farið
út um þúfur með öllu. Þjóðnýtt
fyrirtæki hafa verið rekin með
stórtapi, þrátt fyrir síendurteknar
hækkanir tekjuliða, t. d. hækkan-
ir á fargjöldum járnbrauta og
strætisvagna, hækkanir á póst- og
símagjöldum o. fl. Stöðug óá-
nægja virðist vera með verka-
mönnum, og þrátt fyrir vilja leið-
toga þeirra, eru alltaf verkföll
hér og hvar á ferð. Kostuðu kaup-
deilur t. d. 715 þús. vinnudaga 4
fyrstu mán. ársins í ár, en 420
þús. vinnudaga sama tímabil í
fyrra. Nú á dögunum fóru 85 þús.
járnbrautarverkamenn fram á
kauphækkun, og auk þess þrjú
sambönd iðnverkamanna, sitt í
hverri borg. Margir eru hræddir
um, að allt fari í blossa, ef
verkamanastjórn sæti ekki við
völd, og eru þess vegna ófúsari
til kosninga.
Sum plön stj órnarinnar hafa
runnið út í sandinn og verra en
það, til dæmis „hneturæktunar-
áætlun“ (the ground-nut scheme)
hennar í Afríku, enda var því lík-
ast sem fáráðlingar væru þar að
verki, og hefir þessi „bjargráða“-
áætlun verið gefin upp á bátinn,
í bili a. m. k. En þá hafði „fyrir-
tækið“ kostað enskan almenning
milli þrjá og fjóra tugi milljóna
sterlingspunda. Eggj aframleiðsla,
sem einnig átti að „starta“ í Af-
ríku, fór út um þúfur, en sú til-
raun kostaði aðeins um þrjár
milljónir punda. Utanríkispólitík
stjórnarinnar hefir verið — og
er — haltrandi og hikandi og
undanlátssöm, enda togast þar á
þeir, sem vilja halda til vinstri,
og hinir, sem til hægri stefna.
Hefir þettta valdið ádeilum og
gagnrýni á stjórnina og valdið
henni örðugleikum innbyrðis. ■—
Matvælaframleiðslan er eitt af
vandamálunum. Hafa Bretar allt
til þessa verið kjötætur miklar,
en fá nú aðeins skammt fyrir
hvern heimilismann fyrir 8 pence
Nýkomið.a
Emal. lítermól
— bikarar
— náttpottar
— balar
— skálar
— mjólkurbrúsar
Galv. blikkfötur
— þvottabalar
Trektar
Olíusprautur
Pottasvampar
Kökumót
Tertuföt
Cabarets
Rjómaþeytarar
Eggjaskerar
Eggjaskeiðar
Kökukefli
Trésleifar
Búrvigtar
og margt fleira.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
MJÓLKURFLUTNINGA-
FÖTUR
30 og 40 ltr. nýkomnar.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
STRIGASKÓR
með gúmmíbotnum
fyrir börn og unglinga.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
LAXVEIÐIMENN
PUNDARAR
eru nýkomnir.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
KHAKI-
skyrtu- og
vinnufataefni.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
ÞUNN
GARDÍNUEFNI
nýkomin.
Verð frá kr. 18.60 mtr.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
(ca. 1,50) á viku. Raunar er hægt
að fá kjöt á matsölustöðum, a.
m. k. oftast, svo og níðursoðið
kjöt og flesk, án skömmtunar. En
almenningur getur ekki veitt sér
slíkan munað. Launakjör eru lé-
leg, fjögur til átta sterlingspund
Framhald á 7. síðu.
»