Íslendingur


Íslendingur - 04.07.1951, Qupperneq 6

Íslendingur - 04.07.1951, Qupperneq 6
6 ÍSLENDINGUR MiSvikudagur 4. júlí 1951 « -----hil- Atlmgið! Silfurvörur í fjölbreyttu úrvali Leirmunir Flaggstengur ( stuðlabergs) Rammar fleiri tegundir . og fleira og fleira. GJAFABÚDIN S.J. Jón Sveinsson hdl. Hafnarstræti 88 — sími 1211 — heima 1358, Eignaumsýsla, kaup og sala fasteigna og önnur lögfræði- störf eftir samkomulagi. — Léreftstuskur Nýja Bíó í kvöld kl. 9: Hin heimsjrœga ítalska verðlaunakvikmynd REIÐHJÓLA- ÞJÓFURINN „Lardi di Biciclette“ Áðalhlutverk: Lamberto Maggiorani Enzo Stoiola Llianella Carell Næstu myndir í Skjaldborg og Samkomuhúsinu: BLÁR HIMINN (Blue Skies) og RIGOLETTO Ópera í 4 þáttum eftir Guiseppe Verdi. (Sjá auglýsingaglugga.) Enskur olíufatnaður Treyja og buxur á aðeins kr. 45.00 settið. Verzlunin Eyjafjörður h.f. Matar- ogr kafflistell nýkomin. Verzlunin Eyjafjörður h.f. FORD bifreið model 1947, til sýnis og sölu á BSA-verkstæðinu á fimmtudaginn kemur. — Allar upplýsingar gefnar hjá BJARNA KRISTJÁNSSYNI sama stað. A T H U G I Ð ! kaupum við hæsta verði. Frentsmiðja Björns Jónssonar hf. íslendingur túlkar málstaS Sjálfstæðisflokksins auk þess sem blaðið flytur fréttir Lesendur. Sendið íslendingi fréttir og hug- leiðingar yðar um dægurmálin. Þær verða birtar eftir því sem rúm og aðstæður leyfa. — Afgreiðsla blaðs- ins er í Gránufélagsgötu 4. Sími Kaupendur íslendings, nær og fjær, eru beðnir að til- kynna afgreiðslunni, ef þeir fá ekki blaðið með skilum. Afgreiðslutími 10—12 og 4—6 daglega, nema laugar- daga 10—12 . Sími 1354 eða 1748. og annað efni. Afgreiðsla blaðsins er í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. 1354. MORGUNBLAÐIÐ E]rleii«l tímarit Tökum á móti áskriftum að flestum erlendum blöðum og tímaritum. Látum senda þau beint heim til yðar.. Skrifið á pöntunarseðilinn þau blöð/tímarit, sem þér óskið að fá og sendið okkur hann. Pöntunarseðill Undirritaður óskar hér með að gerast áskrifandi að eftirt. blöðum /tímaritum: Dags............ Nafn ...................................... Heimili ................................... Póststöð .................................. Bókaverzl. Axels Kristjánsonar h. f. Pósthólf 146 — Akureyri HXNBZ-gluggntjöM eru bezt, hvort heldur er fyrir búðar-, skrifstofu- eða stofuglugga. — Leitið upplýsinga. Umboð á Akureyri: ÞÓRÐUR SVEINSSON. — Sími 1955. HANSA h.f., Laugaveg 105, Reykjavík. Akureyringar og nærsveita- menn, sem ætla sér að aug- lýsa í Morgunblaðinu, geta snúið sér til Svanbergs Einarssonar Hafnarstræti 66 — Sími 1619. íbúð óskast 2 stofur og eldhús, helzt í nýlegu húsi á Oddeyri, óskast 1. október Afgreiðslan vísar á. Nokkrar kýr vorbærar og snemmbærar til sölu. A. v. á. Stúlka vön afgreiðslustörfum, óskar eft- ir atvinnu við að „leysa af“ í sumarleyfum. — A. v. á. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. sept. eða síðar í haust, helzt á Oddeyrinni eða útbrekkunni. Jóhannes Ólafsson rafvélavirki. Eyrarlandsv. 16. Sími 1223 Afgreiðsla íslendings er opin hvern virkan dag kl. 10—12 f.h. og 4—6 e.h. Laugardaga kl. 10 —12. FRAMHALDSSAGA — ÁKÆRÐUR TVISVAR „Viljið þér fylgja vinum mínum til dyra“, sagði Adrian við þjóninn, sem sneri þegar við og fylgdi þeim tveim fast eftir. Þegar þeir voru farnir, hlammaði Adrian sér niður á stól, rifj- aði upp fyrir sér atburðina, sem gerst höfðu síðustu 12 klukku- stundirnar. Það var ljóst, að hann varð nú að yfirgefa Ameríku í skyndi, því að hann vissi að Reviere og Pétur myndu ekki setja sig úr færi að gera upp reikningana. En allt í einu rak hann upp skelli- hlátur: „Ja, hvert þó í syngjandi. — Svo ég hefi þá tekið að mér hlutverk miskunnsama Samverjans, og af öllum þeim manngrúa, sem er í heiminum, þurfti það endilega að verða gagnvart milljóna- mæring!“ * * * Það var einn morgun stuttu eftir þessa atburði, að Jósefína Hartley lék á alsoddi af ánægju, og það svo mjög, að faðir hennar undraðist og spurði um ástæðuna. „Hvers vegna ert þú í svo óvenju góðu skapi í dag?“ spurði Ebenezar gamli Hartley, strauk yfir hár hennar og horfði aðdáunar- augum á hið fagra hlæjandi andlit. „í óvenju góðu skapi, pabbi! Ekki af neinu sérstöku. Það er yndislegur dagur — dásamlegur. Mér finnst ég alltaf vera svo ham- ingjusöm í sólskininu. Eg er að hugsa um að ríða upp í hæðirnar, og ég skal færa þér körfu fulla af ætisveppum ofan frá flákanum hjá vatnslindunum við Whinfell.“ Eftir hádegi flýtti hún sér að ljúka við heimilisstörfin og sagði vinnustúlkunni fyrir verkum á meðan hún væri í burtu. Því næst fór hún inn í búr og fyllti hnakktösku með allskyns lostæti. Eftir að hafa lokið þessu, lét hún sækja hryssuna sína, sté á bak henni og þeysti niður eftir götunni og beygði upp hæðastíginn. En svo breytti hún enn um stefnu og fór eins og hryssan komst í þveröfuga átt við það, sem hún hafði sagt, og tók svo á sig stóran sveig svo hún fór í hálfhring og kom að lokum að afskekktum fjár- hirðakofa í hæðunum margar mílur frá Whinfell. Hún setti hryss- una inn í kofann, en stóð svo sjálf fyrir utan dyrnar og skimaði í allar áttir. En hvergi var unnt að sjá merki nokkurs manns. Tíminn leið hægt, og það var komið fram yfir miðjan dag, en hvergi sást bóla á Adrian. Jósefína var orðin mjög áhyggjufull — auðvitað hafði eitthvað illt hent hann. Hún var farin að íhuga, hversu lengi hún ætti að bíða, þegar hún greindi allt í einu dökkan díl á götunni í hæðardrögunum hinum megin, og Jósefína hafði ekki augun af þessum dökka díl. Að fáeinum mínútum liðnum sá hún greinilega að þetta var maður, sem gekk hratt í áttina til kofans. Var þetta Adrian? Mað- urinn nálgaðist óðum og að lokum gat hún greint andlit hans. Hann var með mikið, jarpt yfirvaraskegg. Hann var í sannleika sagt ekkert líkur Adrian — og þó, göngulagið var það sama. Og Jósefína sagði sjálfri sér aftur og aftur, að hún myndi þekkja þetta göngulag hvar og hvenær sem væri. Þá stanzaði maðurinn skyndi- lega, rétt áður en hann kom alveg til hennar og leit snöggt í kring- um sig. En svo þaut hann til hennar og breiddi út faðminn. „Jósefína!“ hrópaði hann. „Ó, Jósefína, ástin mín!“ Jósefína varpaði sér í opinn faðm hans og grét af gleði. Adrian, Adrian, ekkert annað komst að í huga hennar, og hún sveif í sælu- heimi, gleymdi öllu, við ástríðufull blíðuatlot hans og ástaryrði. Það leið góð stund þangað til þau fóru að spjalla saman ura að- stæður sínar, því að bæði voru eins og töfruð af návist hins. En bráðlega hafði Jósefína þó sagt honum allt um Everard Youll, allt frá því að þau hittust fyrst í London og svo inn hina stöðugu ásókn hans við hana. Meðan á þessari sögu stóð, gat Adrian ekki haldið aftur af ýms- um reiðiyrðum, sem brutust við og við fram af vörum hans, og þegar Jósefína lauk sögu sinni sagði hann hörkulega: „Ég skal gera upp sakirnar við herra Youll þin^mann, — láttu mig um hann.“ „Ó, Adrian,“ hrópaði hún, „í öllum guðs bænum, varastu að lenda í nokkrum vandræðum. Þú ert áreiðanlega í nógu miklum fyrir. Ég á auðvelt með að gæta mín fyrir honum, og ég vil að þú lofir mér að fremja nú ekkert glapræði. Lofaðu mér því — viltu gera það fyrir mig?“ Adrian hét henni þessu hlæjandi, svo að hún hélt áfram með sögu sína. Sagði honum frá ferðum sínum til London og hinum stöðugu njósnum, 6em hafðar voru um hana. Þegar hún spurði hann blátt áfram, hvort hann hefði nokkuð með hálsmens og radiumránið að gera, kom hik á hann, og hann reyndi fyrst að leyna hana sannleikanum, en þegar hún gekk á hann, þá sagðist hann hafa haft smávægileg skipti af þeim, en þó alls ekki slíkt samband, að unnt yrði að sanna neitt á hann. „Ég hef um ekkert að velja — á einkis annars úrkosta,“ sagði hann bitrum rómi. „Mér eru allar leiðir til heiðarlegra starfa lok- aðar. Dómarinn, sem sendi mig í fangelsið sá um það. Og hvað get ég svo gert, þegar löglega leiðin er lokuð? Orðið hungurmorða? Betlað? Nei, ekki aldeilis! Skilst þér ekki, að, jafnvel þó ég hafi átt skilið þessi fangelsisár, — en það viðurkenni ég alls ekki ■— þá sé málinu þar með lokið, þegar ég hefi greitt þá skuld mína, eða ætti að minnsta kosti að vera lokið? En það er nú eitthvað ann- að! Þjóðfélagið leggur ekki einasta á menn þunga, kveljandi refs- ingu með aðstoð dómstólanna, lieldur krefst það og þess réttar að mega halda áfram að þjá menn jafnvel eftir að þeir hafa tekið út fulla refsingu fyrir afbrot silt. Jæja, stúlkan mín, svo lengi sem

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.