Íslendingur


Íslendingur - 04.07.1951, Qupperneq 8

Íslendingur - 04.07.1951, Qupperneq 8
Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 n.k. sunnudag. P. S. Messað i Lögmannshlíð sunnudag- inn 8. júlí kl. 2. F. J. R. Brúðkaup. 28. júní voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Katrín GuS- inundídóttir og Páll GuSmundur Gísla- son bifreiSastjóri. Heimili þeirra er aS Eyrarveg 30, SiglufirSi. 30. júní voru gefin santan í hjóna- band ungfrú Sólveig Hermannsdóttir og Gunnar Ólafsson sjómaSur Lækjar- götu 3, Akureyri. Séra Pétur Sigur- geirsson gaf saman. Kirkjan er opin eins og vanalega yfir sumarmánuSina. Milli kl. 6—7 á miSvikudögum leikur Jakob Tryggva- son á orgel kirkjunnar. Skjaldborgarbíó hefir frumsýningu á hinni frægu óperumynd Rigoletto í Samkomuhúsinu kl. 9 í kvöld fyrir bæjarstjórn, fréttaritara, templara og nokkra aSra gesti. Félagar ísafoldar vitji aSgöngumiSa sem fyrst í dag til Kristjáns S. SigurSssonar Brekkugötu 5, en Brynjufélagar til Stefáns Ág. Kristjánssonar á skrifstofu S.A. Sextugur verSur á morgun Jóhannes Laxdal, hreppstjóri aS Tungu á Sval- barSsströnd. Athygli auglýsenda íslendings skal vakin á því, aS auglýsingar verSa aS vera komnar eigi síSar en kl. 12 á þriSjudögum. Hjónabönd. Bjarni Sveinsson múrari (Sveins Bjarnasonar fulltrúa) og Ásta Sigmarsdóttir. Gefin saman 27. júní af F. J. R; — Jón Finnsson lögfræSingur (Finns Jónssonar fyrrv. ráSherra) og Kristbjörg Jakobsdóttir (Karlssonar af- greiSslumanns). Gefin saman 30. júní af F. J. R. Fíladeljía. Erik Ásbö frá Noregi tal- ar væntanlega á samkomum safnaSar- ins í Lundargötu 12 á fimmtudag 5. júlí og sunnudag 8. júlí kl. 8.30 e.h. AthugiS nánar götuauglýsingar. Sambandsjundur norSlenzkra kvenna hefst í HúsmæSraskólanum fimmtu- daginn 5. júlí n.k. kl. 1.30 e.h. Allar konur velkomnar. Frá sundlauginni. SundnámskeiS fyr- ir 10, 11 og 12 ára börn, sem ælla aS búa sig undir sundpróf barnaskólans, hefst í sundlaug bæjarins fimmtudag- inn 5. júlí kl. 9 f.h. Þátttakendur iáti skrá sig hjá sundkennurunum, sem gefa nánari upplýsingar. Á sundnám- skeiSi þessu eiga þau börn, sem til þess reynast fær, kost á áS ljúka sund- prófi barnafræSslunnar án tillits til aldurs. Allra hluta vegna er bezt aS börnin læri sund og ljúki sundprófi sínu á meSan þau eru ung og vinna þeirra er lítils virSi. Því er fastlega 6koraS á forráSamenn 10, 11 og 12 ára barna aS hvetja börnin sem í bænum eru til aS sækja þetta námskeiS. — Sundkennararnir. Viðtalstími lœkna: Árni GuSmunds- son kl. 2-—4. Bjarni Rafnar kl. 1—3. Jóhann Þorkelsson kl. 11.30—12.30. Pétur Jónsson kl. 9—-12.30. Stefán GuSnason 12.30—3. Þóroddur Jónas- son kl. 10—12 og 2—4. Helgi Skúla- son augnlæknir kl. 10—12 og 6—7. Upplýsingar um varðstöðu lœkna gefa lögregluvarSstofan og sú lyfjabúS, sem næturvörzlu hefir. Miðvikudagur 4. júlí 1951 Sambandsfundur norð- lenzkro hvennad; Ahureyri Fundur norðlenzkra kvenna, hinn 38. í röðinni, verður hald- inn í Húsmæðraskóla Akureyrar og hefst fimmtudaginn 5. júlí n.k. Mæta þar fulltrúar frá 7 sýslu- samböndum Norðurlands og frá Akureyrarbæ. Fundurinn verður settur kl. P/2 e.h. og er öllum konum heimill aðgangur. — Það væri mjög ánægjulegt, að sem flestar konur gætu gefið sér tíma til að sækja fundinn, því að þarna verða rædd ýms þau mál, sem konur varða. Garðyrkjumálið verður aðalmál fundarins að þessu sinni, og verð- ur það til umræðu á fimmtudag- inn frá kl. 4—7. Þann sama dag verður kvikmyndasýning í sölum skólans, sem kvenfélagið „Fram- tíðin“ býður til. Laugardags- kvöldið skoða fundarkonur Dag- heimilið Pálmholt í boði kvenfé- lagsins Hlífar. Sölubazar til tekna fyrir S.N.K. verður haldinn föstudag 6. júlí og verða þar til sölu munir frá 63 kvenfélögum á Norðurlandi. Sala fer fram kl. 8)4 e.h. Á sunnudaginn kl. 10 f.h. sýna Akureyrarkonur fulltrúunum Lystigarð bæjarins og kl. 11 f.h. verður gengið til kirkju og hlýtt á messu. Halldóra Bjarnadóttir. Stórstúkuþinginu sem hófst hér á Akureyri 27. f.m. lauk um helgina. — Fréttir af þinginu bíða næsta blaðs vegna þrengsla í blaðinu í dag, ásamt ýmsu fleira efni. Sextugur varð 27. f.m. Björn Sig- mundsson deildarstjóri í Byggingavöru- deild KEA. Loftleiðis til Reykjavíkur. Ferðir daglega til Reykjavíkur. Skrifstofa LOFTLEIÐA h.f. Símar 1940 og 1941. Fíladelfía. Samkomur verða í Lund argötu 12 6unnudaga og fimmtudaga kl. 8.30 e.h. Söngur og hljóðfæraleik ur. — Allir velkomnir. Þórs-félagar! Mætið í sundtímana í sundlaug- inni á mánudögum og föstudögum. Skorar er á þá félaga, sem enn hafa ekki lokið 200 metra sundinu, að gera það hið fyrsta, því að nú fer keppninni senn að Ijúka. K.A. hvetur félaga sína eindregið til þátttöku hinni samnorrænu sund- keppni. Takmarkið er, að allir félagarnir taki þátt í henni. Stjórnin. Vejfður hafin fhigvallargerð í sumar? Á fundi bæjarráðs Akureyrar var samþykkt tillaga til bæjar- stjórnar um að veita kr. 500.000 lán til kaupa á sanddælu til flug- vallargerðar við Akureyri, enda verði hafin vinna við flugvöllinn á þessu sumri. Við athugun málsins kom í Ijós, að slíkar dælur muni vera alldýrar og væri þá máske hent- ara að vitamálastjórn væri eig- andi dælunnar og leigði hana svo þeim aðilum öðrum, er hennar þyrftu með. Það ber að fagna þessari til- lögu bæjarráðs, og verður von- andi ekki langt að bíða að hafizt verði handa með undirbúning að gerð vallarins. TOGARARNIR Harðbakur og Svalbakur komu af veiðum í sl. viku. Hvor með 379 tonn í bræðslu. Kaldbakur kom af veiðum á mánudag sl. með rösklega 390 tonn. Nokkuð af afla þeirra var ufsi og grálúða. Jörundur kom í gænnorgun með ca. 260 tonn af karfa. Aflaföng togaranna að undan- förnu hafa verið góð og má segja, að enn brosi lánið við togaraút- gerð hér í bæ. Til kaupenda bíaðsins. Vegna hækkaðs pappírsverðs og prentkostnaðar hefir áskrifla- gjald blaðsins fyrir árið 1951 verið ákveðið 30 krónur. Þó verður ekki aukagjald innheimt hjá þeim, er búnir voru að greiða það á gamla verðinu, og þeir sem senda greiðslu innan 15. þ.m. fá blaðið einnig á því verði (25.00 kr.). í lausasölu er verð biaðsins 75 aurar. SKINFAXI, 2. hefti þessa árs, hefir blaðinu borizt. Flytur það m.a. þetta efni: Ný sjálfstæðis- barátta fram undan (ritstjórnar- grein), Þáttur um Gunnar Gunn- arsson skáld, Raforkan og dreif- býlið, eftir Daníel Ágústínusson, Af erlendum vettvangi og tvö kvæði, eftir Guðmund Inga. Drengjamót í frjálsum íþróttum fór fram hér í bæ um síðastliðna helgi. Vegna þrengsla í blaðinu í dag verða fregnir af því að bíða. Akureyringar! Munið að synda 200 metrana. Keppninni lýk- ur 10. júlí. Kaupir Akureyrarbær Ytra-Krossanes? Fyrir nokkru gerði bæjarstjóri Akureyrar fyrirspurn til Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um það hvort fáanleg væri til kaups jörðin Ytra-Krossanes. Ráðuneyt- ið svaraði á þá leið að engin heimildarlög séu til handa ríkis- stjórninni til að selja bæjar- eða sveitarfélögum ríkisjarðir og tel- ur því réttast að þingmanni kaup- staðarins sé falið að flytja á næsta alþingi frumvarp til laga um að selja Akureyrarkaupstað jörðina. Ennfremur athugi Akureyrarbær hvort Glæsibæjarhreppur muni, ef til kæmi, hafa hug á að neyta forkaupsréttar. Samnorræna sundkeppnin Samnorrænu sundkeppninni er nú senn að verða lokið. Það er aðeins eftir ein vika og getur orð- ið þröngt um að komast að síð- ustu dagana. Hundruð sundfærra Akureyringa, sem enn eiga eftir að Ijúka keppninni, mega ekki fresta því lengur. íslendingar hafa nú getið sér mikinn orðstír fyrir að sigra þrjár þjóðir í landskeppni sama daginn. Sigurinn ætti að verða þeim auðveldastur í sundkeppn- inni, ef engir liggja á liði sínu. Athugið, að hver tugur þátt- takenda hækkar stigatöluna um 150. Það eru vinsamleg tilmæli frá framkvæmdanefnd sundkeppninn- ar hér til þeirra fyrirtækja, sem nefndin skrifaði, að þau geri nú sem í þeirra valdi stendur til að fá slarfsfólk sitt, sem synt er, til þess að Ijúka keppni sem fyrst. Nú hefir menntamálaráðuneyt- ið gefið silfurbikar því íþrótta- héraði, sem bezta þátttöku hefir, miðað við íbúatölu. Ferðafélag Akureyrar Næstu kvöldferðir félagsins eru áætlaðar sem hér segir: Miðvikudaginn 4. júlí verður farið austur í Vaglaskóg, stanzað í skóginum 1%—2 tíma. Þriðjudaginn 10. júlí verður ekið vestur að Hálsi í Oxnadal og gengið upp að Hraunsvatni. Miðvikudaginn 11. júlí verður ekið fram í Leyningshóla og þeir skoðaðir. í allar ferðirnar verður lagt af stað frá Ráðhústorgi kl. 7.30 e.h., en farmiðar seldir hjá Þorsteini Þorsteinssyni. UNGBARNASKÍRN í FÆÐINGARDEILDINNI. í mörgum sjúkrahúsum í Sví- þjóð, sem hafa fæðingardeild, er sérstakt skírnarherbergi með smekklegum nauðsynlegum bún- aði. Er herbergið ætlað til þess að skíra í því börn þau, sem í fæðingardeildinni fæðast, ef for- eldrarnir æskja þess. Hefir þetta gefist vel og er iil mikils hægðar- auka fyrir foreldra barnanna og börnin sjálf. Væri ekki möguleiki að koma svipuðu fyrirkomulagi á hér, er fæðingardeild nýja sjúkrahússins tekur til starfa? S. SVAÐILFÖR. Á mánudagskvöldið labbaði ég innan úr bæ og var að fara heim. Þegar minnst varir, kemur stór og bústin rotta hoppandi þvert yfir götuna rétt fyrir framan mig. Um leið og hún fór hjá, skáblíndi hún til mín augunum svo ósvífnis- lega, að ég kreppti hnefana ósjálf- rátt og bölvaði þessu kvikindi af öllu lijarta. Sennilega hefir hún verið að koma úr máltíð sinni úr sorpdalli, sem ég eða aðrir bæj- arbúar hafa gleymt að loka. — Fas hennar og framganga minnti á valkyrjurnar úr fornsögum vor- um (sem vér erum svo stoltir af), er hún brunaði djörf og einbeitt bak við næsta hús. Hættan var liðin hjá. En hvað var nú þetta? Kom þá ekki önnur rotta beint á móti mér norðan götuna og nálgaðist mig með ofsahraða. Ég er ýmsu vanur, en þó skal ég við- | urkenna, að ég var ekki alveg laus við minnimáttarkennd á þessari alvörustund. Sjálfsagt átti þetta tindilfætta dýr götuna eins og ég. Ég vék kurteislega til hliðar, en ekki man ég hvort ég lyfti hattinum örlítið, er hún skauzt frarn hjá. Ekki var þessi verr á sig komin en sú fyrri, en minnti þó frekar á eldishest, bæði hvað hraða og líkamsbygg- ing snerti. Hin geista framkoma þessara kvikinda, vakti hjá mér nokkurn kvíða. Skyldu þær hafa frétt, að bæjarstjórninni mislukk- aðist að kaupa inn rottueitur í vetur, og hefir því aðeins brauð- mola að bjóða þeim? Skyldu þær svo vera að leggja upp í kynnis- för til bæjarstjórnarinnar til að sýna henni þakklætisvott fyrir gott eldi? Það skal tekið fram til skýring- ar, að bæjarstjórn ætlaði sér að drepa rotturnar með eitrinu, ef það hefði komið í tíma. Hér hafa því tveir aðilar haft heppnina með sér: Bæjarstjórnin, sem sloppið hefir við að hafa líftjón dýranna á samviskunni, — og rotturnar — sem blómgast nú með ágætum, og hafa stöðugar líkams- æfingar við það, að sletta* hala sínum á skóvörp bæjarbúa. Eyrarbúi.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.