Íslendingur - 04.07.1951, Síða 5
Miðvikudagur 4. júlí 1951
ÍSLENDINGUR
5
Eins 09 f»ér snið —
munuð f»ér uppskern
y/
Sá atburður skeði nýlega, að
A. S. í. vísaði einu stærsta verk-
lýðsfélagi landsins, Iðju í Reykja-
vík, úr Alþýðusambandinu.
Var þetta gert vegna þess, að
stjórn félagsins vann hin mestu
ofbeldisverk við undirbúning
stjórnarkosningar í félaginu síð-
astliðinn vetur, til þess að tryggja
sér sigur í kosningunum, sem
þeim líka tókst — að nafni til.
Þessi örþrifaráð er félagið tók,
voru meðal annars þau að strika
út af félagaskrá fjölda fólks, sem
átti með réttu í félaginu að vera,
neita A. S. I. um félagaskrá og
svo framvegis.
HLJÓÐ ÚR HORNL
Eins og við mátti búast rak
Þjóðviljinn upp ramahvein við
þenna atburð, en þagnaði svo.
Onnur blöð hafa fátt sagt. Að-
eins greint frá brottvikningunni.
Getur þessi þögn um atburðinn
boðað hvort heldur sem er: und-
anfara óveðurs, eða hægt andlát,
kyrrlátan dauða félags, sem hefir
byggt valdastöðu sína á ofbeldi.
Afneitað lýðræðislegum félags-
þroska og verður svo að rírum
sláturpeningi, sem gerir ekki í
blóð sitt — að lokum.
STJÓRN
félagsins Iðju á Akureyri gaf
út vítur á Alþýðusamband ís-
lands fyrir brottrekstur Reykja-
víkurfélagsins Iðju. Orðrómur
leikur á því, að stjórnin hafi sam-
ið þessa yfirlýsingu og gefið út,
án samþykkis félagsfundar. Væri
því ekki úr vegi að Jón Ingimars-
son skýrði frá, hve margir voru
mættir á félagsfundi, þegar yfir-
lýsingin var samþykkt, annars
verður þessi yfirlýsing skoðuð
sem einkaframleiðsla formanns-
ins.
VÍÐAR ER POTTUR BROTINN
Það er leitt að þurfa að segja,
að þessi viðbrögð Iðju í Reykja-
vík eru ekki einsdæmi í félögum
sem kommúnistar ráða yfir. Hér
á Akureyri hafa kommúnistar í
sljórn Verkamannafélags Akur-
eyrarkaupstaðar skipulagt sína
flokksmenn inn í félagið úr öðr-
um verklýðsfélögum, vegna ótt-
ans við að missa undirtökin. Til
dæmis eru þar múrarar og aðrir
fagmenn, þar á meðal gjaldkeri
Múrarafélags Akureyrar. Aftur á
móti hafa þeir vísað frá félaginu
lýðræðissinnuðum mönnum, og
skeyta þá ekki um, þó að þeir séu
starfandi verkamenn og séu ekki
félagsbundnir í neinu félagi.
HÁLFIR MEÐLIMIR.
Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar hefir að undanförnu
haft þær reglur, að taka skóla-
pilta inn fyrir hálft árgjald. Hafa
þeir þá aðeins rétt til vinnu í bæn-
um, en engin öþnur félagsleg rétt-
indi. En skólapilta, sem eru á
flokkslínu kommúnista taka þeir
undantekningarlaust sem löglega
meðlimi inn í félagið.
/ FYRRA SUMAR
sótti skólamaður um inngöngu
í félagið. Þessi piltur hefir stund-
að verkamannavinnu undanfarin
7 sumur, en skólanám á vetrum.
Stjórnin neitaði honum um inn-
göngu og náði til þess meirihluta'
á félagsfundi. Maðurinn sótti
inngöngu í félagið í
vetur. Var þá stjórnin
mjög uggandi um hag sinn í
stjórnarkosningum sem þá voru
framundan, enda gátu þeir til
leiðar komið að manninum var
aftur vísað frá inntöku í félagið.
Nú hefir þessi maður að und-
anförnu verið að vinna hér í bæn-
um verkamannavinnu og bólar
ekki á því að stjórnin taki hann
inn í félagið.
aftur um
janúar í
GRÁTT GAMAN.
Það er að vísu gott og blessað,
að hlífa fátækum skólapiltum við
útgjöldum, en þegar þessi aðferð
er viðhöfð til þess aðeins að
tryggja pólitíska valdastöðu inn-
an félaganna, fer leikurinn að
verða grár og vafasamur.
ER ÞETTA LÖGUM
SAMKVÆMT?
Það væri fróðlegt að vita,
hvort það samrýmist við lög og
reglur A. S. í., að vissum aðilum
innan verklýðssamtakanna megi
halda frá félagslegum réttindum.
Ennfremur, hvort Verkamannafé-
lag Akureyrarkaupstaðar greiðir
lögboðið tillag til A. S. í. vegna
þessara hálfu meðlima.
e.
Um flutnino Glerár
í tilefni af smágrein í vikublað-
inu „íslendingur“ útkomnu 13.
f.m. undir fyrirsögninni „Glerá
og skipulagsnefndin“, vildi ég
góðfúslega biðja blaðið fyrir eft-
irfarandi athugasemd:
Það er góðra gjalda vert, að
störf opinberra stofnana séu
gagnrýnd, ef það er gert af þekk-
ingu og sanngirni. En ef gagn-
rýnandinn er bæði fáfróður um
efni og hirðulaus um að vita hið
rétta, þá verður gagnrýnin fánýt
og ómerk. Ofannefnd grein ber
þess augljósan vott, að höfundur
hennar er mjög ókunnugur mál-
efni því, sem hann dæmir um af
vandlætingu.
1. Hann telur stofnunina
„skipulag bæja, kaupstaða og
sjávarþorpa“ eingöngu starfa fyr-
ir bæi utan Reykjavíkur. —
Starfssvið stofnunarinnar nær
einnig til Reykjavíkur.
2. Hann telur framkomna til-
lögu um tilfærslu Glerár gott
dæmi um „starfshætti skipulags-
skrifstofunnar, þar vinni menn
að skipulagi staða, sem þeir oft-
ast hafi mjög takmarkaða þekk-
ingu á og aldrei eins góða og
menn búsettir á staðnum." —
Störf stofnunarinnar eru þannig
unnin, að starfsmenn hennar
kynna sér vandlega hvern stað,
áður en tillögur að skipulagningu
eru samdar. Hvað Akureyri við-
víkur, þá hefir undirritaður, sem
aðallega hefir síðari árin unnið
að skipulagsuppdrætti Akureyr-
ar, verið búsettur þar og starfað
sem byggingafulltrúi staðarins í
rúmlega hálfan annan áratug, og
telur sig því allvel kunnan bæn-
um og staðháttum þar. í þessu
sambandi er vert að geta þess, að
Akureyrarbæ hefir verið veittur
ríflegri starfstimi en nokkrum
öðrum hæ á landinu utan Reykja-
víkur. Reynslan mun svo síðar
dæma um árangur þess starfs.
3. Framkomin tillaga um til-
færslu Glerár í nýjan farveg- er
ekki frá skipulagsnefnd né skipu-
lagsstjóra, heldur frá undirrituð-
um eingöngu. Varð ég þess
áskynja, að á þessu sumri er fyr-
irhugað að hefja byggingu nýrr-
ar brúar á Glerá, skammt neðan
Gefjunnarverksmiðjunnar. Ég
hafði áhuga fyrir því, að koma
margumgetinni tillögu á fram-
færi við bæjarstjórn Akureyrar
til þess að hún yrði rædd og at
huguð áður en ráðist yrði í hinn
mikla kostnað að byggja þarna
brú á Glerá. Tillagan var send
bæjarstjórninni með vitund
skipulagsstjóra, en hann taldi sig
ekki viðbúinn að svo stöddu að
bera hana fram í nafni embættis-
ins.
4. Greinarhöfundur telur til-
löguna skýjaborgir einar, óraun-
hæfa með öllu og eins og áður er
sagt, bera vott um ókunnugleika
og óhæf vinnubrögð.
Að gefnu tilefni vildi ég mega
segja Akureyringum þetta um til-
löguna sjálfa:
Gleráin bindur nú um 15 hekt-
ara af mjög verðmætu landi,
miklu verðmætara landi en land
það, sem hinn nýi farveg-
ur árinnar kæmi til með að
binda. Oddeyrin öll, sunnan
Glerár, þar sem hún nú rennur,
er um 60 hektarar og má af því
marka hversu mikið þetta land
er, sem áin nú bindur. Af þessu
landi er um 10 hektarar neðan
fyrirhugaðrar brúar, ákjósanlegt
land undir hvers konar bygging-
arstarfsemi. Nú þrengist óðum
byggingarsvæði Oddeyrinnar,
það sem notað verður undir
íbúðarbyggingar, svo að vart
mun það endast meira en í einn
áratug enn. Verður þá ekki á
annað land að vísa en byggingar-
svæði uppi á brekkum eða úti í
Glerárþorpi, allt miklu lengra frá
aðalvinnustöðum bæjarins. Svæði
undir athafnabyggingar er nú all-
ríflegt og mun það fullnægja
vexti bæjarins enn um langan
tíma.
Svæði það, sem Glerárin nú
bindur ofan fyrirhugaðs brúar-
stæðis, þ. e. norður af Gefjunni
allt upp að rafstöð, mun vera um
5 hektarar. Þetta svæði liggur
svo vel til afnota fyrir alls konar
úti-íþróttastarfsemi, að eigi er
völ á öðru jafn hentugu landi við
Akureyri. Þarna er ágætlega skýlt
og sVæðið er rúmgott. Hið nýja
íþróttasvæði neðan Brekkugötu
fullnægir ekki eitt þörfum íþrótta-
félaganna á Akureyri. Innan
skamms verður farið að byggja
á þeim æfingavelli, sem íþrótta-
félögin hafa enn niðri á Oddeyr-
inni. Verður þá þegar að finna
annan stað fyrir æfingavelli.
Greinarhöfundur telur, að
Krossanesverksmiðjunni muni
stafa hætta af framburði Glerár
frá Jötunheimum og mun það
einnig sú ástæða, sem bæjarráð
Akureyrar bar fyrir við höfmm
tillögu minnar. Þetta mun ennþá
órannsakað mál. Benda má á það,
að straumur og kvika ber fram-
burð ánna vestan Eyjafjarðar
inn fyrir ármynnin. Framburð
Glerár mundi því fyrst og fremst
bera inn með ströndinni frá Jöt-
unheimum. Og mjög er það lík-
legt, að þegar Gleráin hefir borið
svo mikla möl til sjávar, að
Krossanesverksmiðjunni mundi
stafa af hætta, ef hún rynni fram
hjá Jötunheimum, þá mundi hafa
þurft að kosta allmiklu fé til
varnar nýju höfninni á Oddeyri,
renni áin áfram í sínum gamla
farvegi.
í greinargerð með tillögunni
minntist ég hvergi á það, að brú-
arbygging sparaðist á Glerá
vegna tilfærslunnar. Ég taldi, að
það þyrfti að byggja tvær brýr í
stað þeirrar, sem sparaðist á
Gleráreyrum. Aðra á fyrirhuguð'
um þjóðvegi og hina á veginn að
Krossanesi. Aftur á móti mundi
mega sprengja göng undir klöpp
ina norður af rafveitustíflunni,
svo að komizt yrði þar hjá brúar
byggingu.
í lok greinargerðarinnar, sem
fylgdi tillögunni, gat ég þess, að
með tilfærslu Glerár ættu Akur-
eyrarbúar völ á dásamlegum úti-
samkomustað í gljúfrinu, þar
sem rafstöðin stendur. Staðurinn
er í fullkomnu skjóli og mætti
prýða hann margvíslega.
Það er eitt mesta vandamál við
skipulagningu Akureyrar, hvað
gert verði við Glerána, svo að
landið nýtist sem bezt og hagan-
legast. í tillögu minni og greinar-
gerð lagði ég til að þetta vanda-
mál yrði rannsakað ýtarlega áður
en mikilsvarðandi ákvarðanir
yrðu teknar.
Eins og fyrr getur, mun bæjar-
ráð Akureyrar nú hafa hafnað
þessari tillögu og ókunnugt er
mér um það, hvort hinum vísu
mönnum hafi þótt tillagan rann-
sóknar verð. Hér er þó um að
Utsvörin
Alls jafnað niður
yfir 7 milj. kr.
Niðurjöfnunarskráin og skatt-
skráin voru lagðar fram almenn-
ingi til sýnis sl. laugardag. Sama
dag komu skrárnar út prentaðar,
og voru seldar á götunum og í
bókabúðum. Utsvarsupphæðin er
að þessu sinni kr. 7.235.340 krón-
ur en var sl. ár kr. 6.403.440.
Sami útsvarsstigi var notaður
og gert hefir verið undanfarin ár,
nema að frádráttur vegna konu
eða barns var hækkaður um kr.
500.00. Þá var fasteignamat húsa
og lóða fjórfaldað við álagningu
eignaútsvars (þrefaldað í fyrra).
Á árinu 1950 varð niðurjöfnun-
arnefnd að hækka álögð útsvör
um 5% til að ná tilskilinni upp-
hæð, en að þessu sinni þurfti
þess ekki með. Nefndin vék nokk-
uð frá stiganum til lækkunar á
útsvörum, þar sem gamalmenni
áttu í hlut eða erfiðar heimilis-
ástæður gáfu að dómi hennar til-
efni til.
Hæst útsvör bera eftirtaldir
einstaklingar og fyrirtæki:
Kaupfélag Eyfirðinga 145380.00
Samb. ísl. samvinnufél. 129530.00
Útgerðarfél. Ak. h.f. 111880.00
Amaro klæðagerð h.f. 50670.00
Kaffibrennsla Ak. h.f. 42780.00
— KEA h.f. 27010.00
Sæmundur Auðunnsson 27000.00
Smjörlíkisgerð Ak. h.f. 25030.00
Kr. Kristjánsson forstj. 22760.00
Verzl. Eyjafjörður h.f. 20530.00
Jakob Karlsson
Ryel Baldvin
Atli véla- og plötus. hf.
Prentverk O. Bj. h.f.
Thorarensen O. C.
20090.00
18800.00
18730.00
18440.00
17350.00
Guðmundur Jörundsson 17000.00
Þorsteinn Auðunsson 16520.00
Ragnar Ólafsson h.f. 16360.00
Jakob Frímannsson 16360.00
Vöruhúsið h.f. 15910.00
Jónas Þorsteinsson 15750.00
Höskuldur S. Steindórss. 15650.00
B.S.A.-verkstæði h.f. 15560.00
Olíuverzlun íslands h.f. 15400.00
Helgi Skúlason 15000.00
í. Brynjólfss. & Kvaran 14530.00
Byggingavöruv. Ak. h.f. 14430.00
Jón E. Sigurðsson 14330.00
Þór Sverrir 14220.00
Páll Sigurgeirsson 14150.00
Oddi vélaverksm. h.f. 14070.00
Nýja kjötbúðin s.f. 13960.00
Hallur Helgason 13880.00
Egill S. Jóhannsson 13650.00
Framhald á 7. siðu.
ræða vandamál, sem fyrr eða síð-
ar verður að ráða fram úr, en
einmitt nú er hinn rétti tími.
Grein þessi er orðin nokkuð
löng. — Ég vildi aðeins nota
gefið tilefni til að skýra þetta mál
fyrir almenningi á Akureyri, frá
mínu sjónarmiði.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 18. júní 1951
Halldór Halldórsson.