Íslendingur - 04.07.1951, Blaðsíða 4
4
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 4. júlí 1951
íl^lXY útaáfufélae tslendings 11
— Kemur út hvern miðvikudag —
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólug. 1, sími 1375 1 mzf- \ "
Auglýsingar og afgreiðsla: Eiríkur Einarsson, Hólabraut 22, sími 1748
Skrifstofa og afgreiðsla Gránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrifstofutími kl. 10—12, 1—3 og 4—6,
nema á laugardögum aðeins 10—12.
Hinn mikli sigurdagur. -
— Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. — Milliríkjakeppni í íþrótt-
um og söng.
Sjálístæðisflokkurinn og æskan
í lok síðustu viku var 11. þing Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna háð hér á Akureyri, og birtist hér í blaðinu ávarp til ís-
lenzkrar æsku, er þingið samþykkti, og nokkrar ályktanir um
þjóðmálin.
Samband ungra Sj álfstæðismanna var stofnað árið 1930 á Þing-
völlum, og er því búið að starfa fulla tvo áratugi. Á þessu tíma-
bili hefir það mjög eflst og vaxið, ný félög eru árlega stofnuð í
hinum ýmsu kjördæmum landsins, og félagatala hinna eldri fé-
laga eykst jafnt og þétt.
Stjórnmálaflokkarnir láta sig að sjálfsögðu miklu skipta, hvar
unga fólkið skipar sér í sveit í landsmálabaráttunni, enda hlýtur
afstaða þess að ráða framtíðargengi flokkanna. Flokkur, sem
æskan vill ekki fylgja eða snýr baki við, á sér skamma framtíð.
Sj álfstæðisflokkurinn þarf í því tilliti engu að kvíða. Atkvæða-
magn hans við kosningar til Alþingis og bæja- og sveitarstj órna
fer hraðvaxandi, enda skipar meginþorri æskunnar í landinu sér
undir merki hans.
Enginn stjórnmálaflokkur í landinu hefir sýnt æskunni meira
traust en Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefir öðrum flokkum fremur
haft unga menn í kjöri til Alþingis, enda átt völ margra efnilegra
og áhugasamra ungra manna til framboðs. Enginn íslenzkur stjórn-
málaflokkur á nú jafn margt ungra þingmanna og Sj álfstæðisflokk-
urinn.
Þegar málið er athugað nánar, er þetta eðlilegur hlutur. Æskan
vill athafnafrelsi og óheft framtak. Hverskonar kúgun og óþörf
íhlutun af hálfu ríkisvaldsins er henni þvert um geð. Hún á sam-
leið með þeim flokki, sem hefir sjálfstæði, frelsi og framtak efst
á sinni stefnuskrá. Og vegur flokksins hin síðustu ár gefur ótví-
ræða bendingu um, hvað unga fólkið vill.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa verið ódeigir við.að bera fram
ýms nýmæli, er horft hafa til heilla fyrir íslenzkt þjóðlíf. Þeir
hafa séð mörg þeirra gerð gildandi og hafa því ríka ástæðu til að
fagna stórum og smáum sigrum. í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar
skipuðu þeir sér í fremstu víglínu. í afstöðu sinni til ýmissa menn-
ingar- og atvinnumála hafa þeir sýnt stórhug og víðsýni. Samtök
þeirra eru og eiga eftir að verða um langa framtíð brjóstvörn
þjóðlegrar menningar og persónufrelsis í landinu, og er það gæfu-
samlegt hlutverk, þegar einn stjórnmálaflokkur þrífst í landinu,
sem stefnir að útþurrkun persónuleikans.
Á hinu nýafstaðna sambandsþingi voru margar ályktanir gerð-
ar, sem mikilsverða þýðingu hafa fyrir alla þjóðina. Ávarp þess
til íslenzkrar æsku, þar sem það mælist til samvinnu allra lýð-
ræðissinnaðra æskulýðssamtaka í landinu að „mynda með sér
samtök til verndar lýðræði og mannréttindum, án tillits til ágrein-
ings um önnur póhtísk vandamál,“ eru orð í tíma töluð. Hvort
hin framrétta hönd þeirra ungu samtaka verður til að greiða fyrir
sterkari andstöðu gegn ægivaldi upplausnarstefnunnar, verður
framtíðin að skera úr um. En þökk sé þeim fyrir hugmyndina.
Samþykkt þingsins varðandi miðskóladeild Ménntaskólans á
Akureyri er líka þýðingarmikil fyrir Akureyringa. Á síðasta Al-
þingi var það mál afgreitt á lúalegan hátt, og vakti sú afgreiðsla
mikla gremju hér nyrðra. Væntanlega verður það mál tekið upp
að nýju strax og færi gefst.
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að fagna því, hve unga fólkið
hefir þyrpzt undir merki hans. Flokkur, sem nýtur fylgis hinna
Ungu, á sér bjarta framtíð og langa. Hinir ekki.
Föstudagurinn 29. júní var merkis-
dagur fyrir ísland. Á þeim degi unnu
íslenzkir íþróttamenn þrjá sigra í
millilandakeppni. Sigruðu Norðmenn
og Dani í frjálsum íþróttum og Svía í
knattspyrnu. Sigrarnir í Osló voru með
talsverðum yfirburðum, og höfðu eng-
ir vænst svo góðrar frammistöðu ís-
lenzku keppendanna. Kunnugir töldu
miklar vonir til, að við slysuðum Dani,
en lítil von þótti til, að við bærum af
Norðmönnum. í knattspyrnu höfðu
menn engar vonir um sigur íslend-
inga.
YFIRBURÐIR Gunnars Huseby í
kúluvarpinu voru gífurlegir. Kastaði
hann um 2 metrum lengra en sá næst-
bezli. Og sigur Arnar Clausen í 400
metra grindahlaupi, sem hann hajði
aldrei reynt áðnr, kom algerlega á
óvart. Einn bezti hlauparinn okkar á
stuttum vegalengdum bilaðist í fæti
og gat ekki tekið þátt í sumum hlaup-
unum. En samt unnust þau.
Ríkarður Jónsson á Akranesi var
„hetja dagsins" í knattspyrnukeppn-
inni við Svía, skoraði öll mörkin og
var borinn á gullstóli út af vellinum.
Markmaðurinn stóð sig líka með
ágætum. Mjög er hætt við, að íslend-
ingar hefðu ekki unnið leikinn, ef
Ríkarð hefði vantað. Oftast veltur
mikið á „skyttunum“.
KANTÖTUKÓR AKUREYRAR, er
hlaut 2. verðlaun í þjóðlagasöng á
söngmótinu í Stokkhólmi, var viðstadd-
ur á leikvanginum í Osló, þegar
íþróttamenn vorir luku hinni sigursælu
keppni við Norðmenn og Dani. Þegar
litið er á frammistöðu kórsins, má
telja, að við höfum unnið 4 sigra í
milliríkjakeppni í júnímánuði i líkam-
legum og andlegum íþróttum. Þökk sé
öllum, sem að sigrunum stóðu, en gæt-
um þess að ofmetnast ekki af þeim.
ENNÞÁ er ólokið einni millirikja-
keppni í íþróttum. Það er samnorræna
sundkeppnin. Þar hafa Islendingar sig-
urmöguleika, en þó því aðeins að allir
syndi 200 metrana sem möguleika haja
að fljóta þá. Þessa síðustu viku keppn-
innar verður því að nota vel. Vinnu-
veitendur gætu greitt fyrir þátttöku
með því að gefa starfsfólki frí . til að
ljúka sundinu, ef það hefir ekki enn
komið því í verk.
ísland fær 40 milj. kr. lán
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra og Jón Árnason bankastjóri
eru nýlega komnir heim frá Was-
hington, þar sem þeir dvöldu um
mánaðarskeiS viS lánsútvegpn
hjá AlþjóSabankanum. Tókust
samningar um 40 milj. kr. lán til
22 ára, afborgunarlaust fyrstu 5
árin og vextir 4%%. Skal láninu
variS til aS standast kostnaS í
Evrópugjaldeyri viS virkjanir
Sogs og Laxár.
Jafnframt leituSu þeir hófanna
um væntanleg lán vegna sements-
og áburSarverksmiSju og lán til
landbúnaSarframkvæmda.
Mál þetta hafSi nokkuS veriS
undirbúiS, áSur en þeir fóru vest-
ur. Thor Thors sendiherra vann
meS þeim aS samningsgerSinni,
og starfsfólk sendiráSsins veitti
þeim margvíslega aSstoS.
flíndm verðlaðsdhvœða
Eftirjarandi grein birtist nýlega í blað-inu „íslenzkur iðnaður“, og þar sem
íslendingur telur hana eiga erindi til almennings, leyfir hann sér að taka
harut traustataki.
VerSlagseftirlit hins opinbera
meS seldri vinnu og vörum veld-
ur framleiSendum fyrirhöfn og
aukuum tilkostnaSi. Þess vegna
virSist eSlilegt aS slíkt eftirlit sé
afnumiS, þegar ekki er lengur
brýn þörf fyrir þaS.
Fyrir neytandann er hættan
engin, þegar á sama tíma er fram
boS af erlendum vörum sömu teg-
undar, og töluverSur hluti af inn-
flutningsverzluninni er í höndum
svonefndra neytendasamtaka.
Undarleg tregSa og tilhneiging
til þess aS reyna aS innræta al-
menningi trú á forsjá nefndanna
og stórráSanna, hefir valdiS því
aS nú er ástandiS þannig:
VerSlag á karlmannafötum,
frökkum, kvenkápum og öSrum
fatnaSi er háS verSlagseftirliti, ef
varan er framleidd. í landinu, en
frjálst, ef hún er flutt inn erlendis
frá. Sama er aS segja um verSlag
á sápum, þvottadufti og öSrum
hreinlætisvörum, og verS á elda-
vélum, ísskápum og þvottavélum.
Frjálst ef varan er erlend, en ó-
frjálst, ef hún er búin til í land-
inu.
Ársþing iSnrekenda gerSi sam-
þykkt um þetta efni, og í marz sl.
mun P. S. P. hafa flutt tillögu um
þaS í fjárhagsráSi, aS undanþegn
ar skuli vera verSlagseftirliti allar
vörur, framleiddar innanlands,
sömu tegundar og þær tilbúnar
vörur innfluttar, sem frjálst verS-
lag er á, en sú tillaga hefir enga
afgreiSslu hlotiS enn.
BúiS er aS afnema hámarks-
verS á seldri vinnu rakara, hár-
greiSslukvenna, bifreiSaverk-
stæSa, blikksmiSja, pípulagning-
armanna og rafvirkja, en Fjár-
hagsráS heldur dauSahaldi í há-
marksverS á seldri vinnu þvotta-
húsa, vélsmiSja, skipasmíSa-
stöSva og netaverkstæSa, án efa
af því áS meirihluti ráSsins held-
ur aS þaS henti betur hagsmun-
um þjóSfélagsins aS vitringar í
opinberri þjónustu ráSi verSlagi
þessara vinnutegunda en aS fram
boS og eftirspurn ákveSi þaS. —
Reyndar varS stærsta þvottahús í
Reykjavík aS segja upp öllu starfs
fólki og hætta rekstri af þessum
sökum, en hverju skiptir þaS?
Nefnd var látin rannsaka álagn-
ingarþörf vélsmiSja, og komst aS
raun um aS hámarksákvæSi Fjár
hagsráSs á seldri vinnu þeirra
væri langt fyrir neSan sannvirSi,
en þaS orkar ekki á skoSanir
þeirra, sem hafa öSlast þá náSar-
gáfu áS vita tilsagnarlaust hvaS
þjóSinni er fyrir beztu. MeSal
vélsmiSjanna er ríkisfyrirtækiS
LandssmiSjan, og forstjóri lienn-
ar fylgir fast fram kröfunni um
álagningarfrelsi, til þess aS forSa
fyrirtækinu frá taprekslri, en þaS
bítur ekki á þá, sem finna það á
sér í hverju tilfelli, hver álagning-
arþörfin er.
Ofantalin dæmi eru nefnd til
aS sýna, hversu fráleitt verSIags-
eftirlitiS er. Lögin um Fjárhags-
ráS gera ekki ráS fyrir aS hægt
sé aS áfrýja verSlagsákvörSunum
ráSsins til ríkisstjórnarinnar, ann
ars hefSi minnihluti ráSsins aS
líkindum skotiS framangreindum
atriSum þangaS til úrskurSar.
Hinsvegar er almenningi kunnugt
um aS verSfrelsi innflutts fatnaS-
ar, sápu og heimilistækja, sbr.
hér aS framan, var gefiS af Fjár-
hagsráSi eftir beinum tilmælum
ríkisstj órnarinnar.
Þess vegna vænta iSnrekendur
þess fastlega, aS einhver slík til-
mæli berist réttum aSilum frá
ríkisstjórninni, svo aS lúS marg-
úrelta verSIagseftirlit á innlend-
um iSnaSarvörum og þjónustu
verSi nú afnumiS.
------X------
Ræðismaður íslands í
Austurríki í heimsókn.
Dr. Paul Szenkovits, aSalræS-
ismaSur íslands í Vínarborg, er
í heimsókn hér á landi þessa dag-
ana. Var hann staddur hér á Ak-
ureyri ásamt konu sinni sl. föstu-
dag og átti stutt viStal viS blaSa-
menn. Lét hann vel yfir förinni
hingaS, og kvaSst eigi hafa orS-
iS fyrir vonbrigSum meS land og
þjóS. Á laugardaginn fór hann
austur aS GoSafossi og Mývatni.
Dr. Szenkovits er fyrsti aSalræS-
ismaSur íslenzka lýSveldisins í
Austurríki.
___*____
Iilcndin^ar
viima Svía 4:3
LandsliS . Svía í knattspyrnu
kom til Reykjavíkur í vikunni
sem leiS og háSi 1. leik sinn viS
íslenzka landsliSiS þar á íþrótta-
vellinum sl. föstudagskvöld, aS
viSstöddum þúsundum áhorf-
enda. Var leiknum útvarpaS. —
Fyrra hálfleik lauk meS 2 mörk-
um gegn 0 íslendingum í vil. í
upphafi síSara hálfleiks skoruSu
þeir 3. markiS. Eftir þaS fóru
Svíarnir aS sækja á, og lauk
leiknum meS 4:3 fyrir íslend-
inga. SkoraSi RíkarSur Jónsson
á Akranesi öll mörk íslendinga.
Á mánudagskvöldiS léku Sví-
arnir viS Islandsmeistarana —
íþróttabandalag Akraness — og
unjiu þá meS 5 mörkum gegn 0.
______________
Kaupsýslumenn.
Iðnrekendur.
Það svarar kostnaði að auglýsa í
íslendingi. Blaðið kemur út hvern
miðvikudagsmorgun. — Auglýsing-
ar verða að vera komnar til af-
„greiðslunnar fyrir hádegi hvern
þriðjudag.