Íslendingur


Íslendingur - 26.05.1954, Page 2

Íslendingur - 26.05.1954, Page 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 26. maí 1954 Slsm somviska Títnans ketnur r I Fyrir nokkrum dögum var Tíminn með dylgjur um það, að ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokkn- um stæðu að útgáfu blaðs á Keflavíkurflugvelli, er deilt hefði all-harkalega á utanrikisráðherra í sambandi við varnarmálin. Tilefni þessa er það, að starfs- menn á Keflavíkurflugvelli gefa út blað, er nefnist Flugvallarblað- ið, og er ritstjóri þess Hilmar Biering, ungur prentari, oem áður hefir fengizt við blaðaútgáfu í Hafnarfirði, og hefir verið með- limur í félagsskap ungra Sjálf- stæðismanna, en blaðið kvað hafa deilt á einhverjar fram- kvæmdir varnarmálanna. Þótt hugleiðingar Tímans um þe'.ta séu nánast broslegar, þar sem blöð Sjálfstæðismanna liafa aldrei með einu orði hreyft að- finnslum við starfshætti utanríkis ráðherra og unnt honuin friðar í hans vandasama embætti, þá fer ekki hjá því, að menn reyni að gera sér grein fyrir, hvers vegna Tíminn spyr svo barnalega á dög- unura. Og þá rifjast það upp, að með- an ráðherra úr hópi Sjálfstæðis- manna, Bjarni Benediktsson, fór með dóms- og utanríkismálin á árunum 1950—53, linn'i Tíminn aldrei á ófrlði gegn honum. Og þó að einhverjum hafi dottið í hug, að þar væri rilstjóri blaðsins að þjóna lund sinni í óþökk flokksins eða ráðamanna lians, þá fékkst úr því skorið á flokks- þingi Framsóknar, þar sem dóms- málastjórn Bjarna Benediktssonar var sérstaklega vítt og í ályktun um herverndarmálin talið „nauð- synleg', að framvegis verði hald- ið á þessum málum af meiri festu en verið hefir.“ Þégar kom tll nýrrar stjórnar- myndunar Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins á s. 1. hausti, fékk Framsóknarflokkurinn varnar- málin í sinn hlut, svo að hann ætti þess kost að „halda á þess- um málum með meiri festu“ en verið hafði, og tók fráfarandi ut- anríkisráðherra það sérstaklega fram, er ef'irmaður hans tók við, að hann óskaði honum allra heilla í því vandasama starfi og héti honum „fullum og afdráttarlaus- um stuðningi.“ Við þetta hefir ekki aðeins fyrrverandi utanríkis- ráðherra s'aðið, heldur og allt þingmannalið Sjálfstæðisflokks- ins og blöð hans. Þau hafa meira að segja ekki spurzt fyrir um, hvort ekki megi fara að væn'a skýrslu um ^amningagerð þá um varnarmálin, er leggja átti fram fyrir þinglok um miðjan apríl- mánuð, og munu þó margir taka að gerast langeygir eftir. Sú frumlega tilgáta Tímans, að Sjálf- stæðisflokkurinn standi að ádeil- um á utanríkisráðherra í mál- gagni starfsmanna á Keflavlkur- flugvelli, vitnar aðe.'ns um vonda samvizku, þegar blaðinu verður hugsað til árása sinna á Bjarna Benediktsson og ber þær saman við þann frið, er blöð Sjálfstæðis flokksins veita núverandi varnar- málaráðherra í hans örðuga og lítt eftirsóknarverða starfi. Kappreiðar Léttis um síðnstn liei&ri Hestamannafél. ,,Ltl(;ir“,' Ak- ureyri hélt kappreiðar á skeiðvelli félagslns sunnudaginn 23. maí 8.1. ld. 2 e. h. A undan kappreiðunum fór fram sýning á góðhestum. Úr hópi þeirra hesta, sem þar komu fram verða slðar valdir hestar þeir, sem mæta eiga á góðhesta- sýningu á Landsmóti hesiamanna- félaganna, sem fer fram 9., 10, og 11. júlí n. k. á Þveráreyrum í Eyjafirði. Að lokinni góðhestasýningunni hófust kappreiðarnar. Skráðir voru til leiks 26 hestar. Úrslit urðu sem hér segir: 250 m. stökk (folahlaup): 1. Perla, grá, eyfirzk, 6 vetra; tími 19,9 sek. og 19,8 sek. — Eigandi: Magnús Stefánsson, Árgerði, Eyjafirði. 2. Blesi, rauðblesóttur, 5 vetra; eyfirzkur; tími 21,4 sek. og 20,4 sek. Eigandi: Sigurður Víglundsson, Akureyri. 3. Glaður, jarpur, 6 vetra, eyfirzk ur; tími 21,9 og 20.9 sek. Eig- andi Þorsteinn Guðmundsson, Akureyri. 300 m. stökk: 1. Stjarni, rauðstjörnóttur, 7 vetra, skagfirzkur; tími 23,5 og 23 sek.. Eigandi: Árni Magnússon, Akureyri. 2. Skjóni, rauðskjó'.tur, 12 vetra, eyfirzkur; tími 23,8 og 24 sek. Eigandi: Mikael Jóhann- e6son, Akureyri. 3. Litla-Jörp, jörp, 19 vetra, ey- firzk; tími 24,5 og 24,6 sek. Eigandi: Pétur Steindórsson, Krossastöðum. 350 m. slökk: 1. Fluga, grá, 11 vetra, þingeysk; tími 28,3 og 26,9 sek. Eigandi: Sigríður Sigmarsdóttir, Akur- eyri. 2. Sokki, jarpsokkóttur, 8 vetra, eyfirzkur; tími 28 og 26,9 sek. Eigandi: Gestur Jónsson, Ak- ureyri. 3. Goði, grár, 17 vetra, þingeysk- ur; tími 29.7 sek og 28.1 sek. Eigandi: Þorsteinn Sigurðs- son. Veðbanki starfaði af miklu fjöri; vfeður var ágætl og margir áhoifendur. Kirkjukór Sauðár- króks heimsækir Þingeyinga Sauðárkróki 17. maí 1954. Kirkjukór Sauðárkróks hefir enn sem fyrr reynzt framsækinn og ferðdjarfur. Hann fór söngför til Þ.ngeyinga í fyrradag. Að sungnum sálmi og flutlri bæn um blessun Guðs yfir fyrirhugaða ferð, var haldið af stað í tveim stórum bílum og nær viðstöðu- laust áfram til Húsavikur. Sungið þar að kveldi sama dags í kirkj- imni við mjög góða aðsókn og á- gætar undirtektir. Að lokmn söng kórinn sameiginlega með kirkju- kór Húsav.kur tvö lög undir stjórn söngstjóranna Eyþórs Stef- ánssonar og sr. Friðriks A. Frið- rikssonar. — Húsvíkingar sýndu frábæra gestrisni, hlýieika og bróðurhug. Árdegis næsta dag var hald.ð að Laugum í dýrðlegu veðri um Laxárvirkjun og Reykjadal. Neðst í dalnum kom til móts við flokkinn Páll H. Jónsson kennari að Laugum. Var hann mjög kærkominn og nyt- samur leiðsögumaður upp dalinn. Fram í dalnum var svo flokkn- um skipt í hópa á bæina til há- degisverðar. — Á Laugum var sungið við ógæta aðsókn og kórn- um tekið f orkunnarvel. Eftir söng- inn var kórnum boðið til kaífi- drykkju í skólahúsinu. Að þeim veitingum stóðu aðallega kirkju- kór Einarsstaða og Karlakór Reykdæla. Þar fluttu ræður Jón Ilaraldsson bóndi á Einarsstöð- um, söngstjórarnir Sigfús Hall- grímsson í Vogum og Páll H. Jónsson Laugum. Jónas Helgason Grænavatni stjórnaði söng undir borðum. Formaður Sauðárkróks- kórsins, Sig. P. Jónsson flutti Reykdælum þakkir fyrir höfðing' egar og ógleymanlegar viðtökur jg mælti fyrir minni 6veitarinnar og Þingeyinga. Að lokum mælti Eyþór söngstjóri þakkir til söng- félaganna þingeysku fyrir hinar ágætustu móttökur. Hefir söngför þessi tekizt frábærlega vel og orð- ið kórnum bæði til gleðl og sæmdar. Lýkur hann miklu lofs- orði á Þingeyinga fyrir móttök- urnar, og telur söngmennt hjá þeim mjög q,lmenna og á háu otigi. í kórnum eru nú um 40 manns. Einsöngvarar eru: Snæbjörg Snæ- björnsdóttir (sópran), Gunnhild- ur Magnúsdóttir (alt), Svavar Þorvaldsson (tenór) og Sig. P. Jónsson (bassi). Frú Sigríður Auðuns annaðist píanóundirleik. Hér er fiskajli mjög lítill og at- vinnuhorfur virðast daufar- Aftur á móti er hér um sveitir, sem ann- ars staðar á landinu, veðurbLíða og gróðurborfur góðar nú í 4. viku sumars. Byrjandi sauðburð- ur gengur vel, og vorverk yfir- leitt vel að hefjast. Jón Þ. Björnsson. ___*____ Maðurinn (er að kveðja ungu konuna sína): Þú ætlar svo að vera mér trú, þangað til ég kem ajlur? Konan: Ilvenœr kemur þú ajt- ur? Kirkjukóramót Eyjafjarðarprófasts- dæmis n.k. sunnudag á Siglufirði Esjo fer skemmtiferð héðan til Siglufjorðar í sam- bandi við mótið Næstkomandi sunnudag verður söngmót kirkjukóra Eyjafjarðar- prófastsumdæmis haldið á Siglu- firði, og er það hið 2. í röðinni, en samband kóranna var stofnað 1950. í mótinn taka þátt flestir kirkjukórar við Eyjafjörð, og má ætla að 140 manns taki þátt í söngnum. Söngurinn fer fram í Siglu- fjarðarkirkju, en hún er með stærstu kirkjum landsins. Syngja kórarnir þar sérstakir og.samein- aðir, og verður sungið tvisvar sama daginn. í sambandi við söngmót þetta er ráðið, að strandferðaskipíð Esja fari skemmtifor héðan frá Akureyri til Siglufjarðar. Lagt verður af stað héðan árla n. k. sunnudag og komið aftur til baka á mánudagsnótt. Vegna hinna ýmsu, sem kynnu að taka þátt í þessari skemmti- för, verður séð fyrir fjölbreyttum skemmtiatriðum á Siglufirði og um borð i Esjunni. Er hér um einstakt tækifæri að ræða til að hlýða á góðan söng og fá sér skemmtilega lystiferð. Tekið er á móti pöntunum á farmiðum hér hjá Ríkissidp í dag. Verða þeir afhentir á sama stað á föstudaginn. Samnorræna ^sundkeppnin Hér á Akureyri hafa um 400 ma«ns synt tvöhundruð metrana. Akureyringar báru lélegan hlul frá borði í fyrri keppninni miðað við aðra kaupstaði, og eiga þeir því tiltölulega létt með að „vinná þessa keppni að sínum hluta, hvað sem landinu í heild líður. Þeim á að vera metnaðarmál að »tór hækka hlutfallstölu sína. Þrjú sýslufélög á Vestfjörðum höfðu hlu'.fallslega hærri sund- þátttöku en Akureyrí 1951. í fyrstu 12 sætunum voru kaupstað- ir (S.-Þing. þó þar á meðal), BÍð- an komu sex sveitarfélög á undan Akureyri. Minnist þessa nú, Ak- ureyAngir, og rekið af yður slyðruorðið! Norðlenzkt kennaramót Samband norðlenzkra barna- kennara ásamt námsstjórum á Norðurlandi gengst fyrir almennu kennaramóti á Akureyri dagana 30. maí til 4. júní na^tkomandi. Mótið hefst sunnudaglnn 3Q. maí kl. 3.30 síðdegis í barnaskól- anum. Á mótinu verða flutt íjög- ur erindi á kvöldin fyrir ahnenn- ing. Allir eru þar velkomnir. Þessi erindi flytja: Helgi Elías- ion fræðslumálastjóri, dr. Broddi lóhannesson, dr. Matthías Jónas- 5on og Snorri Sigfússon náms- 5tjóri. Verða erindin og eíni beirra auglýst daglega í bóka- verzluninni Eddu. Sýning á skólavinnu barna við Eyjafjörð verður á mótinu. Sameiginlegt mötuneyti og gist- 'ng fyrir aðkomukennara verður í barnaskólanum. HEYSKAPUR HÓFST MEÐ FYRSTA MÓTI Það þykir ef til vill óeðlilegt að komast svo að orði í maímán- uði, en eigi að síður er það satt, að „heyskapur“ er hafinn fyrir nokkru hér í bænum. Þann 20. þ. m. var Eiðsvöllúr sleginn, og var þá komið þar töluvert gras. Lóðir sáust og slegnar hér um miðjan mánuðinn, og víða mun verið að því þessa daga. Spretta á grasi er hin ótrúlegasta á þessum tíma, og er hætt við, að bændur verði seint fyrir með að koma af áætluðum von’erkum, áður.en þeir þurfa að byrja sláttinn. Farið var að setja niður kartöflur fyrir miðjan mán- uð, og mun því nú mikið til lokið hér í bænum. Trjágróðri fleygir injög fram eins og öllum öðrum gróðri. ___$___ — Þú ert fyrsti maðurinn, scrn ég hef kysst. — Ójá, þú munl hafa tekið þátt í bréjaskóla og fengið þannig œf- l . , inguna. G í I b flrCð - olíibrcnnarar og olíugeymar til húsakyndingar jafnan fyrir- liggjandi. — Útvegum olíukynta katla, elda- vélar og hvers konar önnur olíukynditæki með stuttum fyrirvara. OLÍUSÖLUDEILD KEA Sími 1860.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.