Íslendingur


Íslendingur - 21.08.1959, Page 4

Íslendingur - 21.08.1959, Page 4
4 ÍSLENDINGUR Föstudagur 21. ágúst 1959 j^Umfwgiir K.rtuur ót hvrrn {ÖBtudsLJ. Ctgeiandi: Útgáfufélag IsUruUngi. Ritetjóri og ábyrgðarmaður: Jakob O. Pétursson. i jólug. 1. Síxxti 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Ilafnarstræti 67. Sírni 1354. Opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.30—17.30, aðra daga kl. 10—12 og 13.30—17.30. Laugardaga kl. 10—12. Prcntsmiðja Björns Jónssonar h.f Fleiri togarar til Akureyrar brýn nauösyn Áður en togaraútgerð var haf- in héðan frá Akureyri voru marg- ir vantrúaðir á, að hún gæti nokkru sinni svarað kostnaði, einkum vegna fjarlægðar frá venjulegum veiðisvæðum togar- anna, svo og vegna vanþekkingar flestra hér í bæ á togveiðum og rekstri togara. Eigi að síður var ráðizt í stofn- un útgerðarfélags fyrir tólf árum og fyrsti togarinn keyptur, og inn- an 7 ára voru togararnir orðnir 4 talsins. Að sjálfsögðu átti Útgerðarfé- lag Akureyringa h.f. við byrjun- arörðugleika að stríða. Það varð að byggja allt upp frá grunni. Það ■átti ekkert hús til fiskverkunar og varð því jafnframt togarakaupun- um að ráðast í dýrar ■ byggingar til að geta nýtt afla þeirra hér í bænum og skapað með því blóm- legt atvinnulíf. AUt tókst þetta, þrátt fyrir takmarkað hlutafé og lánsmöguleika, en að sjálfsögðu hafa miklar vaxtagreiðslur æ frá upphafi rekstursins verið því þungur fjötur um fót. Afli var misjafn frá ári til árs og töp á rekstrinum nokkur undanfarin ár, svo að á tímabili horfði til fullrar uppgjafar. Um þær mundir var hraðfrysti- hús félagsins í byggingu, og var það öllum ljóst, að kæmist það upp, væri óhjákvæmilegt að reka hér nokkra togara til að sjá því fyrir hráefni, því að vart yrði þess að vænta án þeirra. Það kom líka fljótt á daginn, að er starfsemi hússins hófst, tók strax að horfa betur fyrir togaraútgerðinni. Sú atvinna, sem togaraútgerð félagsins hefir skapað í bænum beint og óbeint, verður seint met- in í tölum. Hjá henni og á vegum hennar störfuðu um 150—200 manns, og er þá ekki fjarri lagi að ætla, að nær 1000 manns ættu afkomu sína að mestu leyti undir áframhaldandi rekstri hennar. Og með tilkomu hraðfrystihússins fjölgaði að mun þeim bæjarbú4 um, er hjá félaginu unnu, enda námu vinnulaunagreiðslur félags- ins sl. ár rúmlega 20 millj. króna. Það veltur því að mestu á starf- semi félagsins, hvort hér á að ríkja blómlegt atvinnulíf eða að hér skapist það árstíðabundna at- v.innuleysi, sem hér var ríkj- andi áður en togaraútgerðin hófst á Akureyri og sem svo mjög hefir þjakað ýms nálæg kauptún og kaupstaði til skamms tíma. Hraðfrystihúsið þarfnast mik- ils hráefnis, ef það á að geta starf- að með fullum afköstum eða því sem næst. Og þrátt fyrir að hinir 4 togarar Ú. A. hafi nú undanfar- ið í góðu veiðiári lagt meginhluta afla síns upp í hraðfrystihúsið, þó hefir skort fisk til vinnslu i soltfiskverkunarstöð félagsins og til skreiðarverkunar, svo að segja mó, oð saltfiskgeymslurnar standi tómar og skreiðartrönur auðar. Það er því augljóst mál, að Ú. A. skortir hráefni til þess að geta fullnýtt þau atvinnugögn, sem þau þegar eiga og skapað bæjarbúum frekari atvinnu en nú er, og verð- ur það mál tæplega leyst með öðru móti en fjölgun togara. Þá ber þess að gæta, að togarar fé- lagsins eru nú að verða gamlir, tveir hinir elztu 12 ára, og því endurnýjunar þörf fyrr en seinna. Loks er það mikilsvert fyrir af- komu verksmiðju bæjarins í Krossanesi, að hráefnaöflun frystihússins sé sem allra mest. Núverandi ríkisstjórn hefir nú að undanförnu unnið að því, að íslendingar fengju 4 togara á ári a. m. k. næstu tvö ár, og skyldu þeir verða tilbúnir til afhending- ar á árunum 1960 og 1961. Hefir bæjarstjórn Akureyrar og stjórn Útgerðarfélagsins undanfarið unnið að því, að 1—2 hinna nýjn togara kæmu í hlut Ú. A. og átt um það viðræður og bréfaskipti við sj ávarútvegsmálaráðherra, en engin loforð munu Iiggja fyrir um togara á næsta ár.i. Mun verða unnið að þessu máli af fullri festu um sinn, þar sem um svo brýna þörf er að ræða, og mun ekki þurfa að efa, að bæjarbúar fylg- ist af fyllsta áhuga með málinu. Eins og éður cr sýnt, cr hinum 4 togurum Ú. A. um megn, þrétt fyrir sæmileg og oft mjög góð aflabrögð, að sjé hraðfrystihúsi, fiskverkunarstöð og skrciðarvcrk- un félagsins fyrir nægilcgu hró- efni, og mó því cinskis lóta ó- freistað að bæta við a. m. k. ein- um togara auk endurnýjunar hin- um gömlu. Kvartað yfir þjónustu, SVA. — Kennaraskortur við barnaskólana. — Gott berjasumar? Þætti mínum hefir borizt eftirfarandi frá „Skattborgara“: „S.L. SUNNUDAG var hér rigning og leiðindaveður. Eg borða alllangt fra heimili mínu og hugðist því taka stræt- isvagninn, sem vanur er að fara frá viðkomustað skammt frá húsi mínu á þeim tíma. Eg fór á staðinn og beið í ca. 10 mínútur í rigningunni, en eng- inn kom vagninn. Einhver, sem fram hjá gekk, kvað mér mundu lítt þýða að bíða, því að vagninn mundi ekki hafa verið á ferðinni þann dag. Mér hefir skilizt, að bæjarsjóður leggi til reksturs strætisvagna all-háa peningaupphæð árlega, sem kemur fram í hækkuðum útsvörum á mig og aðra borgara, og sé því rekstur vagn- anna a. m. k. hálf-opinbert fyrirtæki. Hvort nýlega hefir dregið úr þeim styrk svo, að stytting ökutíma og fækk- un ferða sé réttlætanleg, er mér ekki kunnugt um, en hvergi hefi ég á við- komustöðum vagnsins séð tilkynnt, ef áætlanir hans breytast. Ég tel það eng- um vafa bundið, að leggi bærinn fram fé til einhverrar þjónustu fyrir borgar- ana, er þeir greiða með hærri útsvör- um, þá verði einhver skilyrði að fylgja um lágmarksþjónustu." Á FORSÍÐU Lögbirtingablaðsins í sumar hafa tilkynningar um lausar kennarastöður verið mjög áberandi. Er þar um að ræða a. m. k. 25 skólastjóra- stöður og yfir 130 kennarastöður við framhaldsskóla og fasta barnaskóla. Eru þá ótaldir farskólarnir, sem erfið- ast er að fá kennslukrafta að. Þrátt fyrir það, að árlega útskrifist úr Kennaraskólanum allmargir kenu- arar, fer kennaraeklan árlega vaxandi. Ber þar margt til, svo sem fjölgun kenn- ara við skóla og í öðru lagi það, að margir nýbakaðir kennarar hverfa að öðrum störfum en kennslu, þrátt fyrir sæmileg laun kennara og lengra sumar- leyfi en aðrar stéttir njóta. Einkpm er erfitt að fá menntaða kennara til að gefa sig að farkennslu, og fækkar þeim farkennurum því með ári hverju, er hlotið hafa kennaramenntun, GENGIÐ ER ÚT frá góðri berja- sprettu í ár, einkum á krækiberjuin og aðalbláberjum, sem þcgar eru talin þroskuð. Er þetta með fyrsta móti árs og tiltölulega fáir farnir að hugsa til berjaferða, en reikna má með, að þær hefjist nú fyrir alvöru um helgina. Sól- ríkt sumar hefir flýtt fyrir þroska berj- anna eins og annars jarðargróðurs. Fimleikajlokkur KR sýnir listir sínar á Þjóðhálíð V estmannaeyja á dögunum. Fimleikalfokkur úr K K sýnir hér á morgun Fimleikamenn úr Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur, undir stjórn Benedikts Jakobssonar, sýna hér áhaldaleikfimi á morgun (laugar- dag) kl. 5 e. h. í íþróttahúsinu. •— Er hér um að ræða úrvalsflokk fimleikamanna, sem sýnt liafa víða bæði erlendis og hér heima. Stjórnandi flokksins er hinn þjóð- kunni þjálfari, Benedikt Jakobs- son, sem æft hefir marga sýnín/t- arflokka og verið landsliðsþi álf- ar.i frjáls-íþróttamanna um lang- an tíma. Með íimleikamönnunum, koma handknattleiksflokkar kvtmna II. fl. frá Kópavogi og Mos fellssveit, og keppa við stúlkur ú r félögun- um hér, Hefjast leikirn'ir kl. 2 e. h. -------X--------- Skapgerð og kreyf;ni Úr bókinni „Character and Conduct"._Safn spakmæla eftir ýmsa andans menn nútíðar og íortíðar. — Þýtt hefir Guðrún .ióhannsdóttir fró Áslóksstöðum. „Hann virtist alltaf í góðu skapi og alltaf hafa nægan tíma. Hann var ætíð reiðubúinn að gjöra öðr- um greiða. Þótt segja megi, að fáir menn hafi fengið harðari dóma en hann og verið meira mis- skildir, skrifaði hann aldrei óvin- gjarnlegt orð um nokkurn mann, ól aldrei með sér hatur, galt aldrei illt með illu. Hiklaust og í fullri hreinskilni, viðurkennir b.ann kosti þeirra, sem að honum veitt- ust. Heyrt hef ég, að hann hafi gjört sér mikið ómak til þess að stuðla að því, að einum af þeim mönnum, sem éinna harðasta dóma hefði um hann fellt, yrði veilt gott embætti. Og fyrir hans tilstyrk var manninum veitt það. Það var lærdómsríkt, að vera vitni að baráltu hans við ólæknandi sjúkdým. Eftir því, sem líkams- kraftarnir þurru, jókst sálarþrek- ið. Hann hafði alltaf verið ljúfur og nærgætinn, en í þjáningunum varð hann enn mildari, hugsunar- samari og óeigingjarnari. Hann kvartaði aldrei, og læknar hans áttu erfitt með að fá hann til þ^gg að tala um sjúkdóm sinn. Þyóttur sálar hans, skarpskyggni 0g lif. andi áhugi líktust innbJæstri. Dr. Barbour segir: „Ég hef aldrei séð þjáningar, þreytu og vanmátt til starfa yflrunnið á slíkan þátt. En endirinn kom snögglega . Hjartað bdaði.“ En það mim ,ti ]ítið á dauða. Hann hvíldí á svæfium í dagstofunni og leið. þurt £ svcfni. Sólin skein irm til. Jw inS)0g fuglarn- n sungu f trjá’num fyrir utan op- inn gluggan/i. Þa ð voru engar kveðjur og engín s org. Það minnti á það, serji hann sr jálfur hafði sagt um andlát Vinar sa ns: „Hann lagði írá sér slif.in tækj, án þess að and- varpa o-g bjóst vi ð nýju og betra starfi a nýjum st að.“ Cha.racter Ske lch ejtir W. R. Nicoll, „7he Ideal Li/e“ „. y f Iðjuleysi. Það þarf ekki aO stafa af ágalla í skapgerð, . að meni.i lenda á glap- stigum í lí jfinu. Iðjuleysi eitt getur valdið þv Oll náttúran mótmælir iðjuleysi h A1]t) ge^ hscttir haf- ast að, gpj ||ist þag er barátta fyr- lr lífi °g hugsjónum, stöðug við- lebaii að klífa þrítug: ista hamar- 1 nn °g I romast upp á 1 iæsta tind- mn, sen i bur vott um mai mdóm og göfugt innræti. Foröizt .iðjulcysi. Það i 1i' fyðy sem (íyðilagi': getur dýrasta málnil (Voltaire 1694—1, 778).

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.